Myndlist

Gríski myndlistarmaðurinn Alekos Fassianos er látinn
Gríski myndlistarmaðurinn Alekos Fassianos er látinn 86 ára að aldri. Hann lést á heimili sínu fyrir utan Aþenu í gær.

Flestir sem fá listamannalaun eru á fimmtugs- og sextugsaldri
Rannís er um þessar mundir að senda út bréf til umsækjenda um starfslaun listamanna. Og bíða væntanlega margir þess spenntir að sjá hvað kemur á daginn í þeim efnum.

Ljósmynd Kaldals af Ástu slegin á 400 þúsund krónur
Ljósmynd Jóns Kaldals af Ástu Sigurðardóttur skáldkonu hefur verið sleginn hæstbjóðanda á 400.000 krónur.

Myndskreyttur leynimatseðill sem gestir taka með sér heim
Nágrannastaðirnir CHIKIN og Prikið hafa tekið höndum saman og unnið að matseðli í sameiningu. Hver matseðill er myndskreyttur og númeraður og kemur þar að auki aðeins í hundrað eintökum.

Umdeildur skopmyndateiknari Moggans hverfur á braut
Helgi Sig. hefur starfað sem skopmyndateiknari Morgunblaðsins nú í rúman áratug. Teikningar hans hafa reynst afar umdeildar og nú hefur hann sagt gott og er hættur.

Einstakt listaverkasafn afhent Listasafni Íslands
Listasafn Íslands fékk í dag afhent einstakt listaverkasafn Ingibjargar Guðmundsdóttur og Þorvaldar Guðmundssonar sem kenndur var við Síld og fisk. Listaverkasafnið inniheldur margar af perlum íslenskrar myndlistar.

Bein útsending: Ljósverkum Ólafs Elíassonar varpað á glerhjúp Hörpu
Tólf nýjum ljósverkum listamannsins Ólafs Elíassonar verður varpað á glerhjúp Hörpu í Reykjavík á gamlársdag og nýársdag. Ólafur gaf Hörpu verkin tólf í tilefni af tíu ára afmæli Hörpu. Hægt verður að fylgjast með verkunum í spilaranum að neðan en sýningin hefst strax á miðnætti.

Bjarni fór í Ásmundarsal á Þorláksmessu og keypti sjálfan sig
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra brá ekki út af venjunni á Þorláksmessu í ár og heimsótti árlega listasýningu í Ásmundarsal í miðbæ Reykjavíkur. Þar mun að þessu sinni hafa sést til ráðherrans um eftirmiðdaginn, sem hlýtur að teljast heppilegri tími til listaverkakaupa en á síðkvöldum, eins og dæmin sanna.

„Listin er speglun á mínum innri talandi rafmagnaða helli“
Listin og lífið dansa saman skemmtilegan dans og sumir halda því fram að listina sé að finna allt í kringum okkur.

Metverð fékkst fyrir verk eftir Kjarval
Metverð fékkst fyrir olíuverkið Fjölnismenn eftir Jóhannes S. Kjarval á uppboði hjá Gallerí Fold í kvöld en málverkið seldist á 10,8 milljónir króna.

Ásta Kaldals boðin upp
Afkomendur ljósmyndarans Jón Kaldals hafa ákveðið að bjóða afrit af einhverri frægustu ljósmynd þjóðarinnar upp til styrktar Mæðrastyrksnefnd.

Ólasveinar BDSM-samtakanna vekja lukku: „Hlekkjastaur kom fyrstur“
Félagar í BDSM á Íslandi hafa lagað jólasveinaniðurtalningu að smekk sínum og hefur það vakið mikla lukku í þeim ranni.

Óskað eftir formlegri heimild til að taka á móti „stórmerkilegri“ gjöf
Óskað er formlega eftir heimild til að þiggja listaverkagjöf Íslandsbanka til íslenska ríkisins í frumvarpi til fjáraukalaga sem birt var í gær. Gjöfin er stórmerkileg að sögn safnstjóra Listasafns Íslands.

Safn Nínu Tryggvadóttur í Hafnarhúsið – Takk Una Dóra!
Fyrr í dag, undirrituðu Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, og Magnús Ásmundsson, hafnarstjóri Faxaflóahafna, samning um kaup borgarinnar á húsnæði Faxaflóahafna í Hafnarhúsinu. Með samningnum mun Reykjavíkurborg eignast Hafnarhúsið í heild sinni sem mun meðal annars hýsa nýtt safn Nínu Tryggvadóttur.

Héðinn snýr heim - vonandi í vor
Vesturbæingar sakna mjög eins þekktasta minnismerkis hverfisins; styttunnar af Héðni Valdimarssyni verkalýðsforingja. Ekkert hefur sést til hennar í þrjú ár en eigendurnir vonast til að hún verði komin á sinn stað fyrir verkalýðsdaginn 1. maí.

Bjarni kominn aftur í Ásmundarsal
„Svona eru jólin“ er yfirskrift sölusýningar sem opnuð var í Ásmundarsal um helgina, þar sem um 600 verk yfir 180 listamanna eru til sýnis fram að jólum.

Listval opnaði sýningarrými í Hörpu
Listval opnaði sýningarrými í Hörpu á laugardag og var fullt í rýminu alla helgina. Rými Listvals er á fyrstu hæð og sjást því litrík og falleg listaverk vel út um gluggana framan á Hörpu.

Vill gera listina aðgengilegri með sýningum í heimahúsum
Listakonan Júlíanna Ósk Hafberg opnar listasýningu í Gallerí Heima laugardaginn 4. desember og er þetta fyrsti viðburður í áhugaverðu ferli listakonunnar.

„Þetta er svona myndlistarannáll“
Í hádeginu á laugardag opnar jólasýningin „Svona eru jólin“ í Ásmundarsal. Um er að ræða sölusýningu með verkum frá hátt í 200 listamönnum.

Franskur graffari djúpt snortinn af viðbrögðum við ólöglegu veggjakroti hans í Laugardal
Íbúar húsaraðar við Laugalæk eru hæstánægðir með nýtt veggjakrot sem birtist á húsnæði þeirra í vikunni. Það sem einn segir að sé eins og sérpantað listaverk á nýuppgerðum bílskúr er í grunninn ekkert annað en venjulegt graff. Listamaðurinn á bakvið það er glaður að þau séu glöð.

Ekkja og dóttir Sigurjóns taka við safninu á ný
Birgitta Spur, ekkja Sigurjóns Ólafssonar myndhöggvara, fagnar því að náðst hafi samningur um útvistun á rekstri Listasafns Sigurjóns í Laugarnesi. Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur gengið frá samningi við rekstrarfélag í eigu Birgittu og Hlífar dóttur Sigurjóns.

Jón Laxdal er látinn
Jón Laxdal Halldórsson myndlistarmaður er látin 71 árs að aldri. Akureyri.net greinir frá andláti Jóns sem fæddist á Akureyri en lést á heimili sínu í Hörgársveit föstudaginn 12. nóvember.

Opnaði sýningu með sínum dimmustu hugsunum
„Textana skrifaði ég á mínum dimmustu stundum í baráttu við þunglyndi og í allskonar flækjum með andlegu heilsuna mína,“ segir Hafnfirðingurinn og leikarinn Tryggvi Rafnsson um sýninguna sína Ég, í Litla Gallerý á Strandgötu í Hafnarfirði.

List án landamæra opnuð í Ráðhúsinu
List án landamæra var opnuð við hátíðlega athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur. Athöfnin var bæði fjölmenn sem góðmenn og var eftirvæntingin áþreifanleg eftir að fá loksins að upplifa og njóta bæði listarinnar og samverunnar, samkvæmt tilkynningu sem send var á fjölmiðla.

Glænýr og allt öðruvísi Flatus lifir
Listaverk sem hefur lifað með þjóðinni áratugum saman hefur tekið á sig nýja mynd í Kollafirði. Flatus lifir enn og nafn hans vísar að þessu sinni til vindgangs í huga listamannsins.

Elín Metta frumsýnir stærsta stuðningsmanninn
Knattspyrnukonan Elín Metta Jensen er komin í samband. Sá heppni er listamaðurinn Ýmir Grönvold.

Verk sem voru falin í geymslum á uppboð
Nokkur hundruð listaverk eftir marga virtustu listamenn þjóðarinnar fundust óvænt í geymslum Hótels Sögu fyrr á árinu. Bændasamtökin ákváðu að bjóða verkin upp því þau gagnist engum falin inn í geymslum.

Vínarborg byrjar á OnlyFans
Ferðamálastofa Vínarborgar í Austurríki hefur opnað OnlyFans-aðgang í þeim tilgangi að birta listaverk sem talin eru of kynferðisleg fyrir aðra samfélagsmiðla.

Félag málandi kvenna heldur sína fyrstu sýningu
Í dag hefst listasýning sextán kvenna í Listasal Mosfellsbæjar sem gengur undir heitinu Endurheimt(a)/Reclaim(ing). Þetta er fyrsta sýning listahópsins Félag málandi kvenna sem er óformlegt stuðningsnet við kvenkyns málara.

Heimsfrægt listaverk eftir Banksy selst á rúma þrjá milljarða króna
Listaverk eftir breka götulistamanninn Banksy seldist á rúma þrjá milljarða á uppboði í London í dag. Verðið er það hæsta sem fengist hefur fyrir Banksy-verk.