Rússland

Fréttamynd

Saka Navalní um að brjóta á réttindum fólks

Rússnesk yfirvöld hafa lagt fram nýjar ákærur á hendur Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, sem allt að þriggja ára fangelsisdómur liggur við. Félagasamtök sem Navalní stofnuðu eiga að hafa „brotið á réttindum“ fólks, að sögn yfirvalda.

Erlent
Fréttamynd

Stærstu gróðureldar á jörðinni loga í Síberíu

Gróðureldar sem nú loga á þúsundum ferkílómetra lands í Síberíu eru stærri en allir aðrir gróðureldar sem loga á jörðinni. Rússnesk yfirvöld berjast nú við fleiri en 190 skógarelda en tugir annarra elda fá að loga óáreittir fjarri mannabyggð.

Erlent
Fréttamynd

Miklir skógareldar í Síberíu

Umfangsmiklir skógareldar loga nú víðsvegar í Rússlandi en flestir þeirra eru í Síberíu. Mikil hitabylgja gengur nú yfir svæðið og er það sagt hafa leitt til umfangsmeiri skógarelda en gengur og gerist.

Erlent
Fréttamynd

Auka olíuframleiðslu til að lækka verð

OPEC-ríkin og bandamenn þeirra undir forystu Rússlands hafa ákveðið að auka framleiðslu hráolíu um tvær milljónir tunna á dag fyrir árslok. Þetta er gert til að mæta aukinni eftirspurn þegar áhrif Covid-19 á hagkerfi heimsins dvína.

Erlent
Fréttamynd

„Kraftaverk“ að allir lifðu flugslysið af í Rússlandi

Allir sem voru um borð í flugvél sem hvarf af ratsjám yfir Rússlandi í morgun lifðu af. Neyðarsendir flugvélarinnar fór í gang þegar henni var brotlent á akri í Síberíu. Það að þau átján sem voru um borð hafi öll lifað af og bara meitt sig lítillega hefur verið lýst sem kraftaverki.

Erlent
Fréttamynd

Önnur flugvél brotlent í Rússlandi

Farþegaflugvél hvarf af ratsjám yfir Rússlandi í morgun. Nánar tiltekið hvarf flugvél af gerðinni Antonov AN-28 yfir Tomsk-héraði. Alls eru sautján manns um borð í flugvélinni, þar af þrír áhafnarmeðlimir og fjögur börn.

Erlent
Fréttamynd

Aldrei fleiri dáið í Rússlandi

Yfirvöld í Rússlandi skráðu 780 dauðsföll vegna Covid-19 í gær. Það er mannskæðasti dagurinn frá upphafi faraldurs nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. Alls greindust 24.702 smitaðir.

Erlent
Fréttamynd

Kampa­vín verður að ó­merki­legu freyði­víni í Rúss­landi

Franskir freyði­víns­fram­leið­endur úr héraðinu Champagne eru æfir eftir að ný lög­gjöf var inn­leidd í Rúss­landi, sem má kalla á­kveðna tíma­móta­lög­gjöf í vín­heiminum. Þar er kveðið á um að rúss­neska freyði­vínið Shampanskoye (sem er rúss­neska orðið yfir kampa­vín) megi eitt bera heitið, sem hefur hingað til að­eins til­heyrt vín­fram­leið­endum Champagne-héraðsins.

Erlent
Fréttamynd

Hafa fundið níu lík á slysstað

Björgunarsveitir á Kamtjatkaskaga hafa fundið líkamsleifar níu manns sem voru um borð í farþegaflugvél sem brotlenti á svæðinu í gærnótt.

Erlent
Fréttamynd

Krefjast milljarða til leysa gögn úr haldi

Tölvuþrjótar sem tóku gögn hundraða fyrirtækja víða um heim í gíslingu fyrir helgi krefjast nú jafnvirði um 8,7 milljarða króna í lausnargjald. Sænska verslanakeðjan Coop þurfti að loka hundruðum verslana sinna þegar kassakerfi þeirra læstist.

Erlent
Fréttamynd

Hús­leit hjá blaða­mönnum sem ljóstruðu upp um ráð­herra

Rússnesk yfirvöld gerðu húsleit á heimilum nokkurra rannsóknarblaðamanna og ættingja þeirra í morgun rétt áður en þeir birtu frétt um meint auðæfi innanríkisráðherra landsins. Ríkisstjórn Vladímírs Pútín þjarmar nú að frjálsum fjölmiðlum og stjórnarandstöðunni í aðdraganda þingkosninga.

Erlent
Fréttamynd

Huga að því að refsa Rússum vegna Navalní

Bandaríkjastjórn leggur nú drög að frekari refsiaðgerðum gegn Rússlandi vegna taugaeiturstilræðisins gegn Alexei Navalní, eins helsta leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu. Þetta segir þjóðaröryggisráðgjafi Joes Biden Bandaríkjaforseta innan við viku eftir leiðtogafund Biden og Vladímírs Pútín Rússlandsforseta.

Erlent