Fyrrum ráðgjafi Pútíns segir að „alvöru viðskiptabann“ myndi binda enda á stríðið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. apríl 2022 16:32 Illarionov var aðalefnahagsráðgjafi Pútíns á árunum 2000 til 2005. EPA/VIKTOR VASENIN/ROSSIYSKAYA GAZETA „Raunverulegt innflutningsbann“ á orku frá Rússlandi gæti orðið til þess fallið að binda enda á stríðið í Úkraínu, að mati fyrrverandi efnahagsráðgjafa Vladimírs Pútín Rússlandsforseta. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Dr. Andrei Illarionov að Rússar hafi hingað til ekki tekið alvarlega hótanir annarra ríkja um að draga úr orkuneyslu sinni til þess að koma efnahagslegu höggi á Rússa. Til að mynda versli mörg Evrópuríki enn olíu og gas frá Rússlandi, þrátt fyrir að hafa flest fordæmt stríðsrekstur Rússa í nágrannalandi sínu. „Ef vesturlönd myndu sýna viðleitni til þess að setja raunverulegt innflutningsbann á olíu og gas frá Rússlandi, myndi ég veðja á að eftir einn mánuð eða tvo, yrði stríðsrekstri Rússa í Úkraínu lokið,“ sagði Illarionov. Hann bætti því við að slíkt bann væri eitt þeirra „afar áhrifaríkju tækja“ sem vesturlönd hefðu yfir að ráða gagnvart Rússum. Hann telji þá að Pútín sé tilbúinn að ganga ansi langt í að taka efnahagslegum afleiðingum refsiaðgerða gegn Rússum. „Metnaður hans í landvinningum og uppbyggingu stórveldis er mun mikilvægari en nokkuð annað, þar á meðal lífsviðurværi rússnesku þjóðarinnar og efnahagshorfur landsins, jafnvel efnahagsleg staða hans eigin ríkisstjórnar,“ sagði Illarionov. Það sé til marks um það að þær viðskiptaþvinganir sem nú hefur verið gripið til muni ekki duga til þess að fá Pútín til að láta af stríðsrekstrinum. Hins vegar myndi algjört bann við innflutningi á gasi og olíu frá Rússlandi líklega gera það, að mati Illarionovs. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Vaktin: Fleiri en tólf hundruð lík fundist við Kænugarð hingað til Ríkissaksóknari Úkraínu segir að rúmlega tólf hundruð lík hafi fundist í nágrenni við Kænugarð eftir að Rússar drógu herlið sitt til baka. Þá eru Rússar grunaðir um að hafa framið rúmlega 5.600 stríðsglæpi í Úkraínu frá því að innrásin hófst. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. 10. apríl 2022 08:53 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
Breska ríkisútvarpið hefur eftir Dr. Andrei Illarionov að Rússar hafi hingað til ekki tekið alvarlega hótanir annarra ríkja um að draga úr orkuneyslu sinni til þess að koma efnahagslegu höggi á Rússa. Til að mynda versli mörg Evrópuríki enn olíu og gas frá Rússlandi, þrátt fyrir að hafa flest fordæmt stríðsrekstur Rússa í nágrannalandi sínu. „Ef vesturlönd myndu sýna viðleitni til þess að setja raunverulegt innflutningsbann á olíu og gas frá Rússlandi, myndi ég veðja á að eftir einn mánuð eða tvo, yrði stríðsrekstri Rússa í Úkraínu lokið,“ sagði Illarionov. Hann bætti því við að slíkt bann væri eitt þeirra „afar áhrifaríkju tækja“ sem vesturlönd hefðu yfir að ráða gagnvart Rússum. Hann telji þá að Pútín sé tilbúinn að ganga ansi langt í að taka efnahagslegum afleiðingum refsiaðgerða gegn Rússum. „Metnaður hans í landvinningum og uppbyggingu stórveldis er mun mikilvægari en nokkuð annað, þar á meðal lífsviðurværi rússnesku þjóðarinnar og efnahagshorfur landsins, jafnvel efnahagsleg staða hans eigin ríkisstjórnar,“ sagði Illarionov. Það sé til marks um það að þær viðskiptaþvinganir sem nú hefur verið gripið til muni ekki duga til þess að fá Pútín til að láta af stríðsrekstrinum. Hins vegar myndi algjört bann við innflutningi á gasi og olíu frá Rússlandi líklega gera það, að mati Illarionovs.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Vaktin: Fleiri en tólf hundruð lík fundist við Kænugarð hingað til Ríkissaksóknari Úkraínu segir að rúmlega tólf hundruð lík hafi fundist í nágrenni við Kænugarð eftir að Rússar drógu herlið sitt til baka. Þá eru Rússar grunaðir um að hafa framið rúmlega 5.600 stríðsglæpi í Úkraínu frá því að innrásin hófst. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. 10. apríl 2022 08:53 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
Vaktin: Fleiri en tólf hundruð lík fundist við Kænugarð hingað til Ríkissaksóknari Úkraínu segir að rúmlega tólf hundruð lík hafi fundist í nágrenni við Kænugarð eftir að Rússar drógu herlið sitt til baka. Þá eru Rússar grunaðir um að hafa framið rúmlega 5.600 stríðsglæpi í Úkraínu frá því að innrásin hófst. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. 10. apríl 2022 08:53