Bandaríkin beina spjótum sínum að dætrum Pútíns Fanndís Birna Logadóttir skrifar 6. apríl 2022 15:25 Vladímír Pútín Rússlandsforseti á tvæ fullorðnar dætur. AP/Mikhail Klimentyev Bandaríkin, ásamt öðrum G7-ríkjum og Evrópusambandinu, hafa tilkynnt um hertar refsiaðgerðir gegn Rússum, meðal annars vegna hryllingsins í Bucha. Bandaríkin segjast munu sjá til þess að hinir seku verði sóttir til saka og eru refsiaðgerðirnar liður í því. Bandaríkin hafa til að mynda ákveðið að beita fullorðnar dætur Pútíns refsiaðgerðum. Fyrr í vikunni gripu Bandaríkin til þess að frysta fjármagn Rússa í Bandaríkjunum fyrir skuldagreiðslur en með nýjustu aðgerðum Bandaríkjanna verður bann sett á nýjar fjárfestingar í Rússlandi og Bandaríkjamönnum bannað að eiga viðskipti við ríkisrekin fyrirtæki í Rússlandi. Þá þurfa stærstu rússnesku bankarnir, Sberbank og Alda Bank, að sæta enn frekari takmörkunum, eignir þeirra verða frystar og þeim meinað að stunda viðskipti í Bandaríkjunum. I made clear that Russia would pay a severe and immediate price for its atrocities in Bucha. Today, along with our Allies and partners, we re announcing a new round of devastating sanctions. https://t.co/LVqTDIOSvz— President Biden (@POTUS) April 6, 2022 Einnig verða hátt settir aðilar, og fjölskyldur þeirra, beittir refsiaðgerðum. Má þar til að mynda nefna fullorðin börn Vladímírs Pútín Rússlandsforseta, eiginkonu og dóttur Sergei Lavrov utanríkisráðherra, sem og meðlimi Öryggisráðs Rússa, þar á meðal Smitry Medvedev, fyrrverandi forseta og forsætisráðherra Rússlands, og Mikhail Mishustin forsætisráðherra Rússlands. „Þessir einstaklingar hafa auðgast á kostnað rússnesku þjóðarinnar. Sum þeirra bera ábyrgð á að veita stuðninginn sem Pútín þurfti á að halda í stríði sínu gegn Úkraínu,“ segir í tilkynningu frá Hvíta húsinu. Pútín með dæturnar tvær í Dresden.Gett/Russian Archives Mestu efnahagsþvinganir sögunnar „Bandaríkin og fleiri en 30 bandalagsþjóðir og samstarfsaðilar víða um heim hafa lagt til áhrifamestu, samstilltustu, og víðtækustu efnahagsþvinganirnar í sögunni,“ segir í tilkynningu frá Hvíta húsinu. Vísað er til þess að það sé viðbúið að verg landsframleiðsla Rússlands muni dragast saman um fimmtán prósent í ár auk þess sem verðbólga hefur aukist um fimmtán prósent og frekari hækkanir í kortunum. Ríflega 600 fyrirtæki hafa þá yfirgefið Rússland sem hefur veikt stöðu Rússa verulega á alþjóðamarkaði. „Svo lengi sem að Rússland heldur áfram hrottafengnum árásum sínum á Úkraínu munum við standa saman með bandalagsþjóðum okkar og samstarfsaðilum við að leggja á Rússa aukinn kostnað fyrir þeirra gjörðir,“ segir í tilkynningunni. Evrópusambandið tekur nú fyrir fimmta refsiaðgerðarpakkann sinn en þar er til að mynda kveðið á um bann á kolainnflutningi frá Rússlandi. Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Rússland Mest lesið „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Fleiri fréttir Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Sjá meira
Fyrr í vikunni gripu Bandaríkin til þess að frysta fjármagn Rússa í Bandaríkjunum fyrir skuldagreiðslur en með nýjustu aðgerðum Bandaríkjanna verður bann sett á nýjar fjárfestingar í Rússlandi og Bandaríkjamönnum bannað að eiga viðskipti við ríkisrekin fyrirtæki í Rússlandi. Þá þurfa stærstu rússnesku bankarnir, Sberbank og Alda Bank, að sæta enn frekari takmörkunum, eignir þeirra verða frystar og þeim meinað að stunda viðskipti í Bandaríkjunum. I made clear that Russia would pay a severe and immediate price for its atrocities in Bucha. Today, along with our Allies and partners, we re announcing a new round of devastating sanctions. https://t.co/LVqTDIOSvz— President Biden (@POTUS) April 6, 2022 Einnig verða hátt settir aðilar, og fjölskyldur þeirra, beittir refsiaðgerðum. Má þar til að mynda nefna fullorðin börn Vladímírs Pútín Rússlandsforseta, eiginkonu og dóttur Sergei Lavrov utanríkisráðherra, sem og meðlimi Öryggisráðs Rússa, þar á meðal Smitry Medvedev, fyrrverandi forseta og forsætisráðherra Rússlands, og Mikhail Mishustin forsætisráðherra Rússlands. „Þessir einstaklingar hafa auðgast á kostnað rússnesku þjóðarinnar. Sum þeirra bera ábyrgð á að veita stuðninginn sem Pútín þurfti á að halda í stríði sínu gegn Úkraínu,“ segir í tilkynningu frá Hvíta húsinu. Pútín með dæturnar tvær í Dresden.Gett/Russian Archives Mestu efnahagsþvinganir sögunnar „Bandaríkin og fleiri en 30 bandalagsþjóðir og samstarfsaðilar víða um heim hafa lagt til áhrifamestu, samstilltustu, og víðtækustu efnahagsþvinganirnar í sögunni,“ segir í tilkynningu frá Hvíta húsinu. Vísað er til þess að það sé viðbúið að verg landsframleiðsla Rússlands muni dragast saman um fimmtán prósent í ár auk þess sem verðbólga hefur aukist um fimmtán prósent og frekari hækkanir í kortunum. Ríflega 600 fyrirtæki hafa þá yfirgefið Rússland sem hefur veikt stöðu Rússa verulega á alþjóðamarkaði. „Svo lengi sem að Rússland heldur áfram hrottafengnum árásum sínum á Úkraínu munum við standa saman með bandalagsþjóðum okkar og samstarfsaðilum við að leggja á Rússa aukinn kostnað fyrir þeirra gjörðir,“ segir í tilkynningunni. Evrópusambandið tekur nú fyrir fimmta refsiaðgerðarpakkann sinn en þar er til að mynda kveðið á um bann á kolainnflutningi frá Rússlandi.
Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Rússland Mest lesið „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Fleiri fréttir Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Sjá meira