Vaktin: Taldir hafa grandað einu helsta flaggskipi rússneska sjóhersins Eiður Þór Árnason, Hólmfríður Gísladóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 13. apríl 2022 16:35 Rússnesk yfirvöld hafa staðfest að eldflaugaherskipið Moskva hafi orðið fyrir miklum skemmdum vegna elds. CC BY 4.0/Mil.ru Iryna Vereshchuk, varaforsætisráðherra Úkraínu, segir ekki mögulegt að opna nein mannúðarhlið í dag. Hún sakar Rússa um að brjóta gegn fyrirfram ákveðnum vopnahléum og að hindra för þeirra sem freista þess að komast burtu frá átakasvæðum. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Embættismenn í varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna segja hersveitir Rússa sýna merki lítils baráttuanda. Rússneskir hermenn hafi litla trú á innrásinni sjálfri og þeir séu illa upplýstir um markmið hennar og hvernig gangi. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir sigur á Rússum einu leiðina til að binda enda á stríðið í Úkraínu. Fjárútlát rússneska ríkisins til ríkismiðla hafa þrefaldast milli ára. Frá janúar til mars á þessu ári var 17,4 milljörðum rúblum varið til miðlanna en á sama tímabili í fyrra var upphæðin 5,4 milljarðar. Viðskipti Kína við Rússland jukust um 12 prósent í mars samanborið við mars árið 2021 og um 30 prósent á fyrsta ársfjórðungi, samanborið við sama tímabil í fyrra. Vert er að benda á að viðskipti milli ríkjanna höfðu verið að aukast áður en Rússar réðust inn í Úkraínu. Hermálayfirvöld í Bandaríkjunum munu funda með átta stærstu hergagnaframleiðendum landsins í dag til að ræða getu þeirra til að koma til móts við vopnaþörf Úkraínumanna ef átökin í landinu dragast í einhver ár. Stjórnvöld vestanhafs munu tilkynna um nýja vopnasendingu í dag, sem metin er á allt að 750 milljónir Bandaríkjadala. Forsetar Póllands, Eistlands, Léttlands og Litháen eru á leið til Kænugarðs, þar sem þeir munu funda með Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta. Gervihnattamyndir benda til þess að liðsöfnun fari nú fram á að minnsta kosti þremur stöðum við landamærin í austurhluta Úkraínu. Þá virðist hersveitir einnig undirbúa sókn frá Kherson. Fleiri en 400 lík hafa fundist í Bucha og leit er ekki lokið. Hér má finna vakt gærdagsins. Rússar undirbúa nú stórsókn í austurhluta Úkraínu.Vísir
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Embættismenn í varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna segja hersveitir Rússa sýna merki lítils baráttuanda. Rússneskir hermenn hafi litla trú á innrásinni sjálfri og þeir séu illa upplýstir um markmið hennar og hvernig gangi. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir sigur á Rússum einu leiðina til að binda enda á stríðið í Úkraínu. Fjárútlát rússneska ríkisins til ríkismiðla hafa þrefaldast milli ára. Frá janúar til mars á þessu ári var 17,4 milljörðum rúblum varið til miðlanna en á sama tímabili í fyrra var upphæðin 5,4 milljarðar. Viðskipti Kína við Rússland jukust um 12 prósent í mars samanborið við mars árið 2021 og um 30 prósent á fyrsta ársfjórðungi, samanborið við sama tímabil í fyrra. Vert er að benda á að viðskipti milli ríkjanna höfðu verið að aukast áður en Rússar réðust inn í Úkraínu. Hermálayfirvöld í Bandaríkjunum munu funda með átta stærstu hergagnaframleiðendum landsins í dag til að ræða getu þeirra til að koma til móts við vopnaþörf Úkraínumanna ef átökin í landinu dragast í einhver ár. Stjórnvöld vestanhafs munu tilkynna um nýja vopnasendingu í dag, sem metin er á allt að 750 milljónir Bandaríkjadala. Forsetar Póllands, Eistlands, Léttlands og Litháen eru á leið til Kænugarðs, þar sem þeir munu funda með Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta. Gervihnattamyndir benda til þess að liðsöfnun fari nú fram á að minnsta kosti þremur stöðum við landamærin í austurhluta Úkraínu. Þá virðist hersveitir einnig undirbúa sókn frá Kherson. Fleiri en 400 lík hafa fundist í Bucha og leit er ekki lokið. Hér má finna vakt gærdagsins. Rússar undirbúa nú stórsókn í austurhluta Úkraínu.Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira