Fjármálafyrirtæki

Fréttamynd

Bankarnir ekki lánað minna til íbúðakaupa frá upphafi faraldursins

Hækkandi vextir Seðlabankans, ásamt sögulega litlu framboði fasteigna á höfuðborgarsvæðinu, er farið að hægja verulega á útlánavexti bankanna vegna íbúðakaupa heimilanna. Ný lán þeirra með veði í íbúð námu þannig 13,3 milljörðum króna í janúar á þessu ári og hafa ekki aukist minna í einum mánuði frá því í apríl 2020.

Innherji
Fréttamynd

Arion banki hækkar óverðtryggða vexti

Arion banki hefur tekið ákvörðun um að hækka óverðtryggða breytilega íbúðalánavexti um 0,50 prósentustig og verða þeir 4,79%. Óverðtryggðir fastir íbúðalánavextir til þriggja ára hækka um 0,45 prósentustig og verða 5,69%.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Frekari bankaskattur kemur atvinnulífinu spánskt fyrir sjónir

Forstöðumaður efnahagssviðs SA og stjórnarformaður Viðskiptaráðs eru sammála um að hugmyndir Lilju Alfreðsdóttur viðskiptaráðherra um að leggja sérstakan, frekari skatt á fjármálafyrirtæki gangi gegn yfirlýstum markmiðum ráðherrans með aðgerðinni. Yfirvöld vilji ólíklega rýra virði eignarhlutar síns í fjármálakerfinu þegar sala á frekari hlut ríkisins í Íslandsbanka er framundan.

Innherji
Fréttamynd

Haraldur í Ueno og Eldhrímnir á meðal stærstu hluthafa indó

Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno, og fjárfestingafélagið Eldhrímnir eru á meðal stærstu hluthafa áskorendabankans og sparisjóðsins indó sem hefur nýlega fengið starfsleyfi hjá Seðlabanka Íslands. Þetta kemur fram á hluthafalista indó sem Innherji hefur undir höndum.

Innherji
Fréttamynd

Að blekkja gegn betri vitund

Viðskiptaráðherra væri nær að huga að því að bæta samkeppnisstöðu íslensks fjármálakerfis, sem gæti skilað sér í minnkandi vaxtamun, í stað þess að boða aðgerðir sem allt í þrennt leiða til verri lánakjara, rýra virði eignarhluta ríkisins í bönkunum og vinna gegn peningastefnunni á verðbólgutímum.

Umræðan
Fréttamynd

Vill selja yfir 15 prósenta hlut í Íslandsbanka í næsta áfanga

Bankasýsla ríkisins, sem heldur utan um eftirstandandi 65 prósenta eignarhlut ríkissjóðs í Íslandsbanka, mun stefna að því að selja að lágmarki svo stóran hlut í næsta áfanga söluferlisins á komandi vikum að eignarhald íslenska ríkisins fari niður fyrir helmingshlut í bankanum, samkvæmt heimildum Innherja.

Innherji
Fréttamynd

Um „ofurhagnað“ bankanna

Verðum við ekki að ætlast til þess að viðskiptaráðherra viti að raunvextir í landinu eru í dag neikvæðir, þannig að nú á sér stað stórfelld yfirfærsla sparifjár frá sparifjáreigendum til lántakenda.

Umræðan
Fréttamynd

Útboð og skráning Íslandsbanka kostaði ríkissjóð yfir 1.700 milljónir

Beinn kostnaður íslenska ríkisins við skráningu og hlutafjárútboð Íslandsbanka um mitt síðasta ár nam 1.704 milljónum króna, að stærstum hluta vegna söluþóknunar til fjölda erlendra og íslenskra ráðgjafa. Kostnaðurinn jafngilti um 3,1 prósenti af söluandvirðinu en ríkið seldi 35 prósenta hlut í bankanum fyrir rúmlega 55 milljarða króna.

Innherji
Fréttamynd

Bankarnir sýni heimilunum svigrúm

Forsætisrráðherra og fjármálaráðherra segja góða stöðu banka í eigu ríkisins koma sér vel með miklum argreiðslum í ríkissjóð sem nýtist til fjármögnunar félagslegra verkefna. Fjármálaráðherra segir heimilin þó standa vel og vanskil þeirra séu í algeru lágmarki.

Innlent
Fréttamynd

Lífeyrissjóðir hafa bætt 6 prósentum við hlut sinn í Íslandsbanka

Lífeyrissjóðir hafa bætt töluvert við hlut sinn í Íslandsbanka frá hlutafjárútboði bankans í júní á síðasta ári en á sama tíma hefur hlutdeild erlendra fjárfesta í bankanum minnkað. Þetta má lesa úr skýrslu fjármálaráðherra um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka, sem var lögð fyrir Alþingi.

Innherji
Fréttamynd

Fjármálaráðherra gefur grænt ljós á frekari sölu á Íslandsbanka

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur fallist á tillögu Bankasýslu ríkisins um að stofnunin hefji undirbúning hið fyrsta að framhaldi á sölumeðferð á eftirstandandi 65 prósenta eignarhlutum ríkisins í Íslandsbanka innan næstu tveggja ára, háð því að markaðsaðstæður séu hagfelldar.

Innherji
Fréttamynd

Inngrip lækka söluverð Íslandsbanka, segir formaður efnahagsnefndar

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir að tillaga Lilju Alfreðsdóttur viðskiptaráðherra um að skylda viðskiptabankana til að verja hluta af hagnaði sínum í að niðurgreiða vexti sé til þess fallin að lækka verðmiðann á Íslandsbanka þegar ríkið selur eignarhlutinn sem eftir stendur.

Innherji
Fréttamynd

Landsbankinn færði sjötíu starfsmenn í Borgartún eftir myglufund

Uppgötvun á myglu í húsakynnum Landsbankans í Kvosinni, sem varð til þess að rúmlega 70 starfsmenn voru færðir yfir í Borgartún, mun hvorki hafa í för með sér verulegan kostnað fyrir bankann, né koma niður á söluverðinu þegar bankinn flytur höfuðstöðvar sínar í nýtt húsnæði við Austurhöfn.

Innherji
Fréttamynd

Berglind frá Landsbankanum til BBA//Fjeldco

Berglind Guðmundsdóttir hefur gengið til liðs við lögmannsstofuna BBA//Fjeldco. Berglind er héraðsdómslögmaður með víðtæka reynslu á sviði fyrirtækja– og fjármálalögfræði.

Klinkið