Slökkvilið

Eldur logar í Elliðaárdalnum
Eldur kviknaði nú í kvöld í gömlu húsi við Stekkjarbakka í Elliðaárdalnum. Slökkviliðsmenn reyna nú að ráða niðurlögum eldsins.

Eldur kviknaði í rútu í Hafnarfirði
Eldur kom upp í rútu við bensínstöð N1 við Lækjargötu í Hafnarfirði í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu komu allir farþegar auk bílstjóra sér út í tæka tíð.

Fara líklega ekki inn fyrr en eftir helgi
Enn er talið of hættulegt að fara inn á smurstöð N1 í Fellsmúla, sem brann í gær, og því ómögulegt að segja til um upptök eldsins. Lögregla stefnir á að fara inn í húsið og skoða aðstæður eftir helgi. Fyrirtækjaeigendur í húsinu segja mikið áfall að fylgjast með eldinum gleypa hluta hússins í gær.

Efnið sem lak til rannsóknar en ekkert saknæmt átti sér stað
Ekki er víst hvert efnið var sem lak á gólf Endurvinnslunnar við Furuvelli á Akureyri í gær. Lögreglan rannsakar málið en ekki er talið að neitt saknæmt hafi átt sér stað.

Ekki hægt að senda lögreglumenn inn í húsið vegna hita
Viðbragðsaðilar munu ekki fara inn í húsnæðið sem brann í Fellsmúla í gærkvöldi á næstu dögum vegna mikils hita sem enn er þar. Erfitt er að segja til út frá hverju kviknaði.

Dofin eftir svefnlausa nótt
Smurverkstæði N1 í Fellsmúla er gjöreyðilagt eftir að eldur kviknaði í þaki þess á sjötta tímanum síðdegis í gær. Mikinn reyk lagði frá húsinu í gær og mikill eldur var í húsinu, sem erfitt reyndist slökkviliði að glíma við. Eigandi verslana í húsinu segir mikið áfall að fylgjast með því brenna.

Öllu máli skiptir að fólkið komst út heilt á húfi
Sjálfvirkur brunaboði í húsnæði í Fellsmúla, þar sem N1 er með bílaþjónustu og hjólbarðaverkstæði, gerði stjórnstöð Securitas viðvart um reyk stuttu eftir að húsinu hafði verið lokað síðdegis í gær. Starfsmaður, sem hafði nýlega yfirgefið vinnustaðinn, sneri aftur á vettvang og hringdi strax á neyðarlínuna eftir aðstoð og í kjölfarið kom slökkviliðið og lögregla á vettvang.

„Við erum enn á vettvangi, erum bara að klára“
„Við erum enn á vettvangi, erum bara að klára,“ segir varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu um stöðu mála í Fellsmúla, þar sem mikill eldur kviknaði í gær.

Erfitt að segja til um eldsupptökin
Slökkvistarf vegna eldsvoðans í Fellsmúla mun halda áfram fram á nóttina. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir í samtali við fréttastofu að hann vonist til að endanlega takist að slökkva eldinn í nótt.

Þora ekki enn að senda menn inn og verða fram á nótt
Slökkviliðsstjóri segir búið að ná tökum á eldi sem kviknaði í dekkjaverkstæði N1 við Fellsmúla. Slökkviliðið verði þó að störfum fram á nótt við að fullslökkva eldinn. Þakið á tveimur rýmum sé fallið og vegna hrunhættu þori þeir ekki að senda menn inn í húsið.

Ekkert annað í stöðunni en að boða til brunaútsölu og byrja upp á nýtt
„Maður er bara búin að fylgjast með úr fjarska og jú, við stóðum þarna fyrir utan og vonuðumst til að þetta myndi klárast en svo varð þetta bara verra og verra. Og maður er svona að teikna upp í huganum hver verða næstu skref fyrir okkur og okkar fyrirtæki.“

Stórbruni í húsi á horni Fellsmúla og Grensásvegar
Allt tiltækt slökkvilið hefur verið kallað út vegna elds í húsi á mótum Fellsmúla og Grensásvegar í Reykjavík.

„Slökkvistarf gekk vel, allt brann“
Einbýlishús norðan af Flúðum brann til kaldra kola um hálfsjöleytið í morgun. Enginn var inni í húsinu þegar kviknaði í en tveir menn sváfu í frístandandi bílskúr við hliðina á. Slökkvistarf stendur enn yfir.

Festist í póstkassa
Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst heldur óvenjulegt útkall í gærkvöldi. Þá hafði íbúi í miðbæ Reykjavíkur ætlað að spara sér að sækja lykla að póstkassa en orðið fyrir því óláni að festa hendurnar í póstkassanum.

Hægt að fá hitagjafa að láni
Íbúar á Reykjanesi sem eru í brýnni þörf á hitagjöfum geta fengið rafmagnsofna eða blásara að láni í húsnæði Brunavarna Suðurnesja þar sem aðgerðarstjórnin er til húsa.

Neyðarlínan komin aftur í gagnið
Neyðarlínan er komin aftur í gagnið, í hið minnsta símleiðis en enn er unnið að því að koma netspjalli aftur á auk innri kerfa. Þetta segir Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunar.

Bilun í símkerfi Neyðarlínunnar
Bilun er í símkerfi Neyðarlínunnar sem stendur og netspjallið virkar ekki.

Kallað út vegna vatnsleka í Hamraborg
Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu hefur verið kallað út vegna vatnsleka í húsi sem stendur við Hamraborg í Kópavogi.

Bruni í blokk í Hátúni
Tilkynnt var um bruna í blokk í Hátúni um klukkan 15 í dag. Að sögn Hlyns Höskuldssonar deildarstjóra á aðgerðarsviði Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu er búið að slökkva eldinn og verið að reykræsta.

Fjórði áreksturinn í dag
Fjórir árekstrar hafa orðið í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu það sem af er degi. Þeir hafa flestir verið smávægilegir og aðeins einn hefur verið fluttur á bráðamóttöku.

Ökumaður snjóruðningstækis fluttur á bráðamóttöku
Umferðarslys varð á Reykjanesbraut nálægt Smáralind í Kópavogi snemma í morgun, þegar fólksbíll og snjóruðningstæki skullu saman. Ökumaður snjóruðningstækisins var fluttur á bráðamóttöku til aðhlynningar.

Gott að hreinsa vel frá niðurföllum í kvöld
Seint í kvöld og nótt er spáð hlýju veðri og talsverðri rigningu, einkum á sunnanverðu landinu. Búast má við miklum leysingum, auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum. Mikilvægt er að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón vegna rigningar og leysingavatns. Gefin hefur verið út gul viðvörun vegna veðursins.

Tilkynnt um eld í húsi við Esjumela
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að tilkynnt var um eld í iðnaðarhúsnæði við Esjumela skömmu fyrir klukkan 13 í dag. Búið er að slökkva eldinn.

Þriggja bíla árekstur við Þjórsárbrúna
Þriggja bíla árekstur varð rétt austan við Þjórsárbrúna í dag. Veginum við brúna var lokað tímabundið vegna þessa og við það myndaðist nokkur umferðarteppa. Vegurinn hefur nú verið opnaður aftur.

Ákærður fyrir að leggja átta manns í lífshættu í ábataskyni
Maður hefur verið ákærður fyrir láta útbúa búseturými í atvinnuhúsnæði án tilskilinna leyfa og án nauðsynlegra brunavarnaráðstafanna. Fram kemur í ákæru að maðurinn hafi leigt húsnæðið og leigt það út til annarra, en í að minnsta kosti átta menn bjuggu í því. Með því huga ekki að brunavörnum er hann sagður hafa stefnt lífi mannanna í hættu.

Bruni í bílskúr í Suðurhvammi í nótt
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað til vegna bruna í bílskúr í Suðurhvammi í Hafnarfirði rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi.

Fjórir á sjúkrahúsi eftir árekstra
Þung umferð er um alla borgina um þessar mundir og fjöldinn allur af umferðaróhöppum. Vakthafi hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir fjóra hafa verið flutta á sjúkrahús í kjölfar árekstra. Enginn hlaut alvarlega áverka.

Ákærður fyrir að brjótast inn í sumarhús og brenna það til kaldra kola
Rúmlega tvítugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir húsbrot og stórfelld eignaspjöll með því að brjótast inn í sumarhús og kveikja í því, með þeim afleiðingum að húsið brann til grunna.

Bílvelta við Hamraborg
Bílvelta varð við Hamraborg í Kópavogi um þrjú- fjögurleytið í dag.

Lagði líf sitt í hættu við að reyna að bjarga manninum sem lést
Eldsvoði um borð í netabátnum Grímsnesi GK555 kviknaði út frá vettlingaþurrkara í stakkageymslu bátsins. Einn lést í brunanum en einn bátsverja lagði líf sitt í hættu við að reyna að bjarga honum en tókst ekki að komast til hans.