![Fréttamynd](/static/frontpage/images/hadegisfrettir.jpg)
Svíþjóð
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/F5243E4F43569A5B7AFDAC6BB0643177D9A4DAE84366B2AF65DC228002803FFD_308x200.jpg)
Tyrkir sagðir ætla að samþykkja umsókn Finna
Útlit er fyrir að yfirvöld í Tyrklandi ætli að samþykkja aðildarumsókn Finna í Atlantshafsbandalagið á næstu vikum en forseti Finnlands mun fara til Tyrklands á morgun. Tyrkir ætla þó ekki að samþykkja umsókn Svía að svo stöddu.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/2AE6577C89A6E65A86B48527B6DC9E29177F35B7DE8F3341BF415F5AF6CFAB06_308x200.jpg)
Að minnsta kosti fimm börn getin með stolnu sæði
Læknir á sjúkrahúsinu í Halmstad í Svíþjóð tók sæði frá mönnum sem höfðu skilað inn sýnum vegna frjósemisrannsókna og notaði til að gera konur þeim ókunnugar þungaðar. Frá þessu var greint í Uppdrag granskning fyrir helgi.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/AFF591FC459B736034A59128B16226813E1782532D01FD1C96D39B7317128CFF_308x200.jpg)
Loreen keppir fyrir hönd Svía í Eurovision
Söngkonan Loreen vann undankeppni Svía í Eurovision, Melodifestivalen, í kvöld. Hún er sem fyrr talin langsigurstranglegust í keppninni sem haldin verður í Liverpool í ár.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/C3348166A2425ABCB6ED91441B0FB499A2CEC40B74AECA238F8E196BB7C44897_308x200.jpg)
Íslensk söngkona kynnir Svía fyrir hjónabandssælu
Helga María Ragnarsdóttir opnaði á dögunum kaffihús í bænum Piteå í norðurhluta Svíþjóð þar sem hún býður heimamönnum meðal annars upp á íslenskar kræsingar. Viðbrögðin hafa verið vonum framar.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/207C52EBB7680F409AF889A7CF96B4D99FF29639683C195392E998BD0DFC41F6_308x200.jpg)
Grunaður um að hafa myrt móður sína og bróður
Lögregla í Svíþjóð handtók í morgun ungan karlmann sem grunaður er um að hafa banað móður sinni og bróður í einbýlishúsi í Luleå í norðurhluta landsins.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/D38C33B73C567238E00B5217967477A1450EFE55CD9AE7153D74F6CBC8729E2E_308x200.jpg)
Prinsessa flytur með fjölskylduna heim til Svíþjóðar
Madeleine Svíaprinsessa og eiginmaður hennar, fjárfestirinn Chris O‘Neil, hafa ákveðið að flytja búferlum frá Bandaríkjunum og til Svíþjóðar. Madeleine, Chris og börn þeirra þrjú munu setjast að í Stokkhólmi.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/100323EA148584B8969E53871EA752BEDD9BA956658CB85A4F4F0D96D6D2E2C0_308x200.jpg)
Björn stýrir besta sjúkrahúsi Evrópu
Karolinska-sjúkrahúsið er sjötta besta sjúkrahús heims samkvæmt nýjum lista Newsweek. Sjúkrahús í Norður-Ameríku raða sér í efstu fimm sætin og er því Karolinska það besta í Evrópu. Björn Zoëga, formaður stjórnar Landspítalans, er forstjóri Karolinska.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/443DE2ED2B19FFEC9862EF00927E2AD7AFAE12CE1E97DE39C0832F60EB6274E2_308x200.jpg)
Í basli með að senda hlébarða til Úkraínu
Úkraínumönnum hefur verið lofað tugum vestrænna skriðdreka á næstu vikum og mánuðum. Minnst fjórir hafa þegar verið sendir til landsins og er verið að þjálfa hermenn á skriðdrekana í nokkrum löndum. Ríki Evrópu eiga þó í basli með að standa við stóru orðin og gengur erfiðlega að finna skriðdreka.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/3D1EA95DE886EB8587C06A4403A67E4AE83D744F037BBE20697D682505BF27FC_308x200.jpg)
Finnski fjöldamorðinginn Juha Valjakkala látinn
Finnski fjöldamorðinginn Nikita Bergenström, sem áður gekk undir nafninu Juha Valjakkala, er látinn. Hann varð 57 ára gamall. Valjakkala var á sínum tíma dæmdur fyrir að hafa banað heilli fjölskyldu í kirkjugarði í Svíþjóð árið 1988.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/3649C733AA9804A97A750EB2D078BA8761F8E268462B2210A1E727E2BF42BD07_308x200.jpg)
Fyrsti Svíinn til að stýra dómnefndinni í Cannes í fimmtíu ár
Sænski leikstjórinn Ruben Östlund verður formaður dómnefndarinnar á kvikmyndahátíðinni í Cannes í sumar.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/76466D37FC7D23EA3417754B17362D01BE39D68ABE13B6D61DC30C08550E1AF7_308x200.jpg)
Fjórðungslíkur á sigri Svía í Eurovision
Veðbankar eru á einu máli um að Svíar muni bera sigur úr býtum í Eurovision í ár, þrátt fyrir að framlag þeirra hafi ekki enn verið valið. Ísland situr í 33. sæti yfir sigurstranglegustu liðin.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/6997386DE63F53897429A065AABE1D1D28B9F464852F5891BD9E46F84C1E9852_308x200.jpg)
Ruddust inn á sviðið hjá Loreen í miðju lagi
Loreen fékk að flytja framlag sitt aftur á fjórða undanúrslitakvöldi Melodifestivalen í kvöld eftir að fjórir ruddust inn á sviðið með skilti. Slökkt var á tónlistinni í miðju lagi Loreen að óvörum. Mennirnir voru hnepptir í varðhald.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/5A8EA15826BAD5D7396CE567BE14C0BA26D857FC8E51E928847F44EB35EB1FE9_308x200.jpg)
Loreen gæti snúið aftur
Sænska söngkonan Loreen sem sigraði Eurovision árið 2012 gæti snúið aftur í keppnina nú ellefu árum síðar. Lag hennar, Tattoo, tekur þátt í undankeppni Svía og er talið afar sigurstranglegt.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/DE4131C536B7F984088EAF6FB486FE552C238DB2A3CF2B200BFB14228B10C3AC_308x200.jpg)
„Barátta Úkraínu er okkar barátta. Úkraína verður að sigra“
„Í 365 daga hefur þetta óréttlætanlega, tilefnislausa og ólögmæta innrásarstríð valdið ómældum þjáningum, dauðsföllum og eyðileggingu af stærðargráðu sem ekki hefur sést í álfunni síðan í síðari heimsstyrjöld.“
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/2978EDE2B3B1383AEF3C9AF06086887891CBF08E3207D3F1AF893A6C2127391E_308x200.jpg)
Sænskur lögreglustjóri fannst látinn á heimili sínu
Sænski lögreglustjórinn Mats Löfving, sem einnig er staðgengill ríkislögreglustjóra landsins, fannst látinn á heimili sínu í Norrköping í gærkvöldi. Nokkuð hefur gustað um Löfving eftir að hann skipaði lögreglukonu í embætti yfirmanns leynilögreglunnar árið 2015 – konu sem hann átti sjálfur í sambandi við.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/BEBFFB42CAF66F42BA1E5AF81EDB436854D4E3A53F423283F05505C198E501D2_308x200.jpg)
Sjón hlýtur Norðurlandaverðlaun Sænsku akademíunnar
Sænska akademían tilkynnti í dag að hinn íslenski Sjón hljóti Norðurlandaverðlaun akademíunnar 2023.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/DE52172A237B7E7A68581915ABA6027D79A8BDF36CC5AEF237986CB941E48E7E_308x200.jpg)
Vilja aftur funda með Svíum um NATO-aðild
Tyrknesk stjórnvöld hafa tilkynnt að til standi að halda fleiri fundi með fulltrúum sænskra og finnskra stjórnvalda um NATO-aðild þeirra. Mevlüt Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, greindi frá þessu í morgun.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/7A21251488F901E8D0232D74D8C289F7C48CDAFD15AA3D15D4C3D33BAED1BC00_308x200.jpg)
Svíakonungur gengst undir hjartaaðgerð
Karl Gústaf Svíakonungur mun gangast undir hjartaaðgerð í dag.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/78EA46BAC550C9FB80C54DC416D143BA3CFDBDC5882C355D5DF50C41A9BA0EB9_308x200.jpg)
Fyrrum forsætisráðherra Svía gæti orðið forseti sænska sambandsins
Fredrik Reinfeldt, fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar, hefur verið orðaður við forsetastólinn hjá sænska knattspyrnusambandinu.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/703DABAC9E979E9C4AF885E4ACEFDAF90342967F0DB63275D676CA4693464E42_308x200.jpg)
PewDiePie á von á barni
Sænska YouTube-stjarnan PewDiePie á von á barni með eiginkonu sinni Marzia Kjellberg. Þau búa nú saman í Japan.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/BDFEEB718C6A307B4081C4E78DCCA4CA3839DE1CEB6B8B368FBD9655AA29DEA8_308x200.jpg)
Finnland og Svíþjóð ætli hönd í hönd í NATO
Finnland og Svíþjóð stefna enn að því að ganga í Atlantshafsbandalagið, NATO, á sama tíma, þrátt fyrir andstöðu Tyrkja við aðild Svía að bandalaginu. Þetta ítrekuðu forsætisráðherrar ríkjanna tveggja á blaðamannafundi í Stokkhólmi í dag.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/059816E184A13759D01ECE2F32CDC58A221EBAE38EA2474DBD5BCE03AE1C45A0_308x200.jpg)
Íslenskir áhrifavaldar í ferð í boði tískufatakeðjunnar Gina Tricot
Aðdáendur sænsku tískufatakeðjunnar Gina Tricot geta nú glaðst því keðjan hyggst opna verslun hér á landi síðar á þessu ári.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/0538D866FD84DC1969798A7F992BD6470B7D11BF1728E6764D930CC28612D9CC_308x200.jpg)
„Ljóst að yfirstandandi atburðir hafa stórskaðað samstarf norðurskautsríkja“
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra er stödd í Tromsø í Noregi en þar stendur yfir norðurslóðaráðstefnan Arctic Frontiers. Innrás Rússlands í Úkraínu og afleiðingar hennar fyrir norðurslóðasamstarf voru efst á baugi í umræðum utanríkisráðherra Íslands, Noregs og Svíþjóðar og ráðuneytisstjóra finnska utanríkisráðuneytisins á ráðstefnunni í dag.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/3C08672BC508B8AF3F7EB6EFAED2C230CC8A64C03AAD7F6A483C0953E3CE3133_308x200.jpg)
Svíar smeykir við að fara á EM
Svo gæti farið að sænskt frjálsíþróttafólk, þar á meðal heimsmethafinn Armand Duplantis, mæti ekki á Evrópumótið sem fram fer eftir mánuð.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/8C7937A96E362452A96B5EB95CC56BF323C6852452739007094369DD090F84C2_308x200.jpg)
Kallar þetta heimskulegustu íþrótt í heimi
Keppni í kinnhestum þykir sænskum prófessor vera heimska í sinni tærustu mynd. Áhugi UFC mannsins Dana White hefur komið íþróttinni í sjónvarp í Bandaríkjunum og Svíar hafa áhyggjur af útbreiðslu hennar.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/78EF4E286B06D9323D35A8A5EA6A8EAB98722056EE1BEF3CBC72EA48F4079075_308x200.jpg)
Segir Tyrki mögulega munu hleypa Finnum inn án Svía
Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti segir Tyrki mögulega munu leggja blessun sína yfir aðildarumsókn Finna að Atlantshafsbandalaginu án þess að samþykkja að hleypa Svíum inn á sama tíma.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/B80A25B69AE555CD04E681B2D57833B81FA09CB2BBC43EC18CF479A3AB2F4F67_308x200.jpg)
Biðja sænska ríkisborgara að gæta sín
Sænsk yfirvöld biðja ríkisborgara sína að forðast mannmergð í Tyrklandi. Kveikt var í Kóraninum á mótmælafundi í sænsku höfuðborginni Stokkhólmi í vikunni og sögðu tyrknesk stjórnvöld að Svíar ættu ekki að gera ráð fyrir stuðningi þeirra vegna umsóknar að NATO.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/8E308866DAA6DD6F6B262A4384DE8856DBCCB269366FAEE9A342DE50A644055A_308x200.jpg)
Á annan tug handteknir í tengslum við ofbeldisöldu í Svíþjóð
Lögreglan í Stokkhólmi hefur handtekið sextán einstaklinga og lagt hald á fjölda vopna og sprengiefna síðastliðinn sólarhring í tengslum við alvarlega ofbeldisglæpi undanfarið. Fjórir eru í haldi í tengslum við sprengjuárásir í síðustu viku.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/530D770EA51132A5C5591E5A65F33B449ED41164220EC6597F32E49E85E4F29C_308x200.jpg)
Fyrrverandi forstjóri Swedbank sýknaður
Dómstóll í Svíþjóð hefur sýknað Birgitte Bonnesen, fyrrverandi forstjóra Swedbank, af ákæru um gróf fjársvik, innherjasvik og markaðsmisnotkun í tengslum við afhjúpun um stórfellt peningaþvætti í bankanum.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/47DED253C179BB6E65FDFA7F7C4E345A5A0439F81AC886FEB39886FF51F8D19F_308x200.jpg)
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Segja að vestrænir skriðdrekar brenni eins og aðrir
Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, mun í dag tilkynna þýska þinginu ákvörðun sína um að flytja Leopard 2A6 skriðdreka til Úkraínu og leyfa ráðamönnum annarra ríkja sem nota skriðdrekana að senda einnig skriðdreka.