Skóla- og menntamál

Skóla- og menntamál

Fréttir af skóla- og menntamálum á Íslandi.

Fréttamynd

Gengur vel á ó­vænta fundinum

Ríkissáttasemjari boðaði formann Kennarasambands Íslands óvænt á fund fyrr í dag. Hann segir samtölin hafa „skriðið ágætlega áfram í dag.“

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Enn bætist í verk­föllin

Verkfall hefur verið boðað í Tónlistarskólanum á Akureyri. Fyrirhugað er að það hefjist 21. febrúar næstkomandi, hafi samningar ekki náðst.

Innlent
Fréttamynd

Verk­föll boðuð í fimm fram­halds­skólum

Verkföll hefjast í Menntaskólanum á Akureyri, Verkmenntaskólanum á Akureyri, Borgarholtsskóla, Verkmenntaskóla Austurlands og Fjölbrautaskóla Snæfellinga 21. febrúar, hafi samningar ekki náðst. Þetta kemur fram á vef Kennarasambands Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Virðing fyrir kennurum eykur árangur nem­enda

Kennarar heyja nú baráttu sem varðar okkur öll, en samfélagið virðist ekki gera sér fulla grein fyrir alvarleika málsins. Íslenskt menntakerfi stendur á krossgötum, þar sem kennarar eru þvingaðir til verkfalla í leit að réttlátum kjörum á sama tíma og áhrifamiklir einstaklingar og foreldrar draga stöðu þeirra í efa opinberlega. Þetta er hættuleg þróun sem setur framtíð menntunar í landinu í stórhættu.

Skoðun
Fréttamynd

Elskar þú að taka til?

Ég hef aldrei haft gaman af því að taka til. Tilfinningin á eftir er þó alveg ágætt, vita að hverju ég geng í hverjum skáp, þurfa ekki að setja innanhússmet í langstökki til að komast að rúminu og svo mætti áfram telja.

Skoðun
Fréttamynd

Segir kennara ekki hafa komið með form­legt til­boð

Samband íslenskra sveitarfélaga stefndi Kennarasambandi Íslands fyrir Félagsdóm í gær, í annað sinn í deilunni. Formaður Kennarasambandsins segir koma á óvart að Sveitarfélögin séu tilbúin með stefnu tólf tímum eftir að næstum því var búið að skrifa undir kjarasamning

Innlent
Fréttamynd

Kirkju­sókn ungra drengja

Það er gleðilegt í sjálfu sér að ungmenni fari í kirkju. Þar er ró og friður, falleg tónlist og þar er enginn í símanum. Hvert athæfi barna þar sem ekki er verið að glápa á tik tok mynbönd eða annað á netinu er gott fyrir geðheilsu þeirra.

Skoðun
Fréttamynd

Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi?

„Engum manni dettur í hug ótilneyddum að láta taka sig í karphúsið. Enda koma margir misjafnlega vel leiknir úr heimsókn í það ágæta hús.“ Þessi orð blaðamanns Þjóðviljans frá árinu 1980 eru jafnsönn í dag og þau voru þá en Karphúsið hefur verið foreldrum þjóðarinnar hugleikið undanfarnar vikur og mánuði.

Lífið
Fréttamynd

„Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“

Yfir fimm þúsund nemendur í ríflega tuttugu grunn- og leikskólum sátu heima í dag vegna verkfallsaðgerða kennara. Nemendur sem fréttastofa ræddi við ætla að nota tímann vel dragist kjaradeilan á langinn. Aukin þungi verði settur í vinina og íþrótta- og trommuæfingar. Þá ætlar einn að taka kjallarann heima hjá sér algjörlega í gegn

Innlent
Fréttamynd

Vígðu bleikan bekk við skólann

Bleikur bekkur var vígður í Verzlunarskóla Íslands í morgun til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, sem lést eftir stunguárás á menningarnótt. Bryndís Klara hefði orðið átján ára í gær og voru að því tilefni styrkir veittir úr minningarsjóði hennar í fyrsta sinn.

Innlent
Fréttamynd

Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launa­hækkun

Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að 20 prósenta launahækkun hafi staðið kennurum til boða en að því hafi þeir hafnað. Yfir fimm þúsund nemendur í ríflega tuttugu grunn- og leikskólum sátu heima í dag vegna kennaraverkfalls.

Innlent
Fréttamynd

Stefna kennurum

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur höfðað mál fyrir Félagsdómi gegn Kennarasambandi Íslands og krefst þess að verkföll Kennarasambandsins, sem nú hafa skollið á að nýju, verði dæmd ólögmæt.

Innlent
Fréttamynd

Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir

Ríkissáttasemjari segir að kjaradeila kennara og ríkis og sveitarfélaga hafi strandað á að kennarar hafi viljað meiri innspýtingar í virðismat á kennarastafinu en kom fram í innanhússtillögu hans. Fulltrúi í samninganefnd kennara taldi að kjaradeilan myndi leysast í gær. Hann telur að pólitík hafi spillt fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Slæmt hjóna­band

Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari sagði orðrétt í viðtali þann 2. febrúar: „Það er ekki heppilegt þegar maður er að stofna hjónaband að vera í slagsmálum.”

Skoðun
Fréttamynd

Ó­breytt staða í Karp­húsinu

Samninganefndir Kennarasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa fundað í Karphúsinu frá klukkan tíu í morgun. Enn rofar ekkert til og staðan er óbreytt að sögn ríkissáttasemjara.

Innlent
Fréttamynd

Þung staða og „ekki hægt að úti­loka“ verk­föll í fyrra­málið

Ríkissáttasemjari segir ekki hægt að útiloka að verkfallsaðgerðir kennara í leik- og grunnskólum hefjist í fyrramálið. Fundað verði í deilunni eins lengi og gagn væri að í dag. Samninganefnd kennarafélaganna mætti til fundar með fulltrúum ríkis og sveitarfélaga hjá Ríkissáttasemjara klukkan tíu í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Kennarar með við­bótar­kröfur og fundi frestað

Samningafundi samtaka kennara með fulltrúum ríkis og sveitarfélaga lauk á áttunda tímanum í kvöld án þess að niðurstaða fengist í kjaradeilu þeirra. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari sagði í samtali við fréttastofu að hann hafi boðað deiluaðila til nýs fundar klukkan tíu í fyrramálið.

Innlent