Lyf

Fréttamynd

MND sjúklingar berjast fyrir nýjustu lyfjum

Formaður MND félagsins gagrýnir harðlega að ný lyf sem reynst hafa sjúklingum vel fáist ekki samþykkt og séu því ófáanleg hér á landi. Barist er fyrir því að lyfin fáist á Íslandi. Maður sem getur hvorki borðað né drukkið og á erfitt með mál og hreyfingu vegna sjúkdómsins er meðal þeirra sem kallar eftir betri lyfjum og rannsóknum.

Innlent
Fréttamynd

Lést af völdum snjall-lyfs

Matvælastofnun og Lyfjastofnun vara nú við neyslu á efninu tian­eptine og annarra efna sem seld eru á netinu undir heitinu Nootrop­ics.

Innlent
Fréttamynd

Talinn hafa látist eftir að hafa tekið inn heilaörvandi efni

Matvælastofnun og Lyfjastofnun vara við neyslu á efninu tianeptine og öðrum efnum sem seld eru á netinu undir heitinu Nootropics. Mörg þessara efna hafa lyfjavirkni og eru meðal annars sögð örva heilastarfsemi en talið er að einstaklingur hafi nýlega látist hérlendis eftir að hafa tekið inn tianeptine.

Innlent
Fréttamynd

Ekki nóg fjármagn til að mæla þungmálma

Ólafur Reykdal og Helga Gunnlaugsdóttir hjá Matís segja skorta gögn og mælingar á óæskilegum efnum og næringarinnihaldi matvæla á Íslandi. Nýleg gögn séu ekki til. Stjórnvöld styðji ekki nægilega vel við slíkar rannsóknir.

Innlent
Fréttamynd

Á sjötta hundrað lækna ávísaði ávanabindandi lyfjum á sjálfa sig

Á sjötta hundrað lækna á Íslandi ávísuðu ávanabindandi lyfjum á sjálfa sig í fyrra. Verkefnastjóri hjá Landlækni er gagnrýninn á sjálfsávísanir og segir fíknivanda þekktan atvinnusjúkdóm meðal heilbrigðisstarfsmanna. Dæmi séu um lækna hér á landi sem hafi verið sviptir starfsleyfi vegna fíknivanda.

Innlent
Fréttamynd

Stærsti fentanýlfundur sögunnar

Landamæraverðir á suðurlandamærum Bandaríkjanna greindu frá því í gærkvöldi að þeir hafi lagt hald á 114 kíló af lyfinu fentanýl en aldrei hefur verið lagt hald á meira magn lyfsins í einu lagi.

Erlent
Fréttamynd

20% háskólanema hafa neytt lyfja sem þeim var ekki ávísað

Um 20% háskólanema á Íslandi hafa neytt lyfja sem þeim er ekki sjálfum ávísað í von um að bæta námsárangur eða til að draga úr álagseinkennum. Þá bendir ný rannsókn til þess að færri háskólanemar við Háskólann í Reykjavík glími við einkenni þunglyndis og kvíða en fyrri rannsóknir hafa leitt í ljós. Þó sé full ástæða til að hafa áhyggjur af stöðunni.

Innlent
Fréttamynd

Gafst upp með báðum höndum

"Ég er fæddur og uppalinn í litlu samfélagi úti á landi, á Egilsstöðum. Mér gekk vel í skóla og var í íþróttum. Ég byrjaði að drekka fjórtán ára gamall og byrjaði strax að drekka mjög illa. Fimmtán ára byrjaði ég að reykja kannabisefni og er bara orðinn dagreykingamaður 15 ára gamall.“

Lífið