Lífeyrissjóðir

Fréttamynd

Seðla­bankinn er „full virkur í at­huga­semdum,“ segir fram­kvæmda­stjóri Birtu

Framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs segir að Seðlabankinn sé orðinn „full virkur í athugasemdum“ þegar hann er farinn að koma með ábendingar um sjóðirnir eigi mögulega fremur að kaupa sértryggð skuldabréf á bankanna heldur að standa í beinni útlánastarfsemi til íbúðakaupa. Þá rifjar hann upp að síðasta fjárfestingarráðgjöf Seðlabankans, þegar seðlabankastjóri vildi að lífeyrissjóðir kæmu meira að fjármögnun ríkissjóðs, hefði reynst sjóðunum dýrkeypt ef þeir hefðu farið eftir henni.

Innherji
Fréttamynd

LSR seg­ir að sög­u­leg­a hafi sjóð­fé­lag­a­lán ver­ið betr­i kost­ur en sér­tryggð bréf

Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna LSR og Festu segja sjóðina ekki hafa tekið afstöðu um að fjárfesta frekar í fasteignalánum sjóðsfélaga fremur en sértryggðum skuldabréfum banka. „Sögulega séð hafa sjóðfélagalán oft verið ákjósanlegri kostur en sértryggð skuldabréf bankanna, þótt að undanförnu hafi dregið úr vaxtamuninum þannig að um þessar mundir eru kjörin nokkuð svipuð,“ segir Kristinn Jón Arnarson, samskiptastjóri LSR.

Innherji
Fréttamynd

Sammála niður­stöðu LOGOS varðandi mál­efni ÍL-sjóðs

Róbert R. Spanó, fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og gestaprófessor við lagadeild Oxford háskóla í Bretlandi, staðfestir niðurstöður LOGOS lögmannsþjónustu, varðandi málefni ÍL-sjóðs. Þetta kemur fram í álitsgerð Róberts sem íslenskir lífeyrissjóðir hafa fengið í hendur.

Innlent
Fréttamynd

„Umhugsunarefni“ að lífeyrissjóðir kaupi ekki sértryggðar útgáfur bankanna

Núna þegar vaxtastig fer hækkandi eftir langt tímabil þar sem áhætta var ekki rétt verðlögð þá hljóta ótryggðar skuldabréfaútgáfur bankanna að byrja að verða „aðlaðandi“ fyrir fjárfesta á borð við íslensku lífeyrissjóðina, að sögn varaseðlabankastjóra. Hann segir það jafnframt vera „umhugsunarefni“ af hverju lífeyrissjóðirnir séu ekki í meira mæli að kaupa sértryggðar útgáfur af íslensku bönkunum sem skili þeim betri ávöxtun borið saman við að lána beint út til sjóðsfélaga sinna.

Innherji
Fréttamynd

Lífeyrissjóðir vilja auka vægi erlendra hlutabréfa eftir lækkanir á mörkuðum

Margir af stærstu lífeyrissjóðum landsins hafa sett sér það markmið að auka talsvert hlutfall erlendra hlutabréfa í eignasöfnum sínum á komandi ári, að því er lesa má út úr nýlega samþykktum fjárfestingastefnum sjóðanna. Sömu lífeyrissjóðir áforma meðal annars að minnka samtímis vægi eigna sinna í ríkisskuldabréfum og þá ráðgera einnig sjóðir eins og Gildi og LSR að leggja minni áherslu á innlend hlutabréf frá því sem nú er.

Innherji
Fréttamynd

Heimilin bregðast við hærri vöxtum og færa sig yfir í verðtryggð íbúðalán

Hækkandi vaxtastig til að reyna stemma stigu við mikilli verðbólgu hefur þýtt að heimilin eru núna í fyrsta sinn frá því í árslok 2017 að sækjast í meira mæli eftir verðtryggðum íbúðalánum en óverðtryggðum hjá bönkunum. Seðlabankastjóri hefur margsinnis varað við endurkomu verðtryggingarinnar á íbúðalánamarkaði, sem myndi meðal annars draga úr virkni peningastefnunnar, ef verðbólgan fer að festa sig í sessi.

Innherji
Fréttamynd

Seðlabankinn telur sig vera að „hjálpa til“ við kjarasamninga með hækkun vaxta

Þróunin í efnahagsmálum varð með öðrum hætti en Seðlabankinn vonaðist til eftir síðasta vaxtaákvörðunarfund í október og hefur bankinn áhyggjur af einkaneyslunni sem sé komin á það stig að hún valdi viðskiptahalla. Það setur þrýsting á gengi krónunnar, sem gerir það erfiðara um vik að ná niður verðbólgu, og kann að leiða til meiri vaxtahækkana en ella. Seðlabankastjóri segir það ranga túlkun á nýlega birtri rannsóknarritgerð að ekki sé tölfræðilegt orsakasamband milli launa og verðlags heldur sýni hún fremur að „rétt framkvæmdar“ launahækkanir búi ekki til verðbólgu.

Innherji
Fréttamynd

„Staðfestir mjög sterka lagalega stöðu“

Lögfræðiálit um ÍL-sjóð og möguleg slit hans staðfesta sterka lagalega stöðu lífeyrissjóðana gagnvart ríkinu. Áform fjármálaráðherra um gjaldþrot eða sambærileg slit sjóðsins brýtur gegn bæði stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. 

Innlent
Fréttamynd

Segja ráðherra bera ábyrgð á ÍL-sjóði

Forsvarsmenn lífeyrissjóða landsins segja lagalega stöðu sjóðanna afar sterka vegna fyrirhugaðra slita ÍL-sjóðs. Ábyrgð ríkisins á skuldum ÍL-sjóðs sé skýr. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem send var út eftir að lögfræðiálit frá LOGOS var kynnt forsvarsmönnum sjóðanna í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Grænþvottur: Allir þurfa að vera fullvissir um að loforð standist

Grænþvottur – Er allt vænt sem vel er grænt? er yfirskrift fundar sem IcelandSIF stendur fyrir næstkomandi mánudag, en IcelandSIF eru samtök fjármálafyrirtækja, lífeyrissjóða, tryggingafélaga og aukaaðila sem hefur það hlutverk að efla þekkingu félagsaðila á aðferðarfræði sjálfbærra og ábyrgra fjárfestinga.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Inn­lán líf­eyr­is­sjóð­a minnk­a ört eftir miklar fjárfestingar erlendis

Innlán lífeyrissjóða hafa dregist hratt saman á einu ári eða um 26 prósent. Sérfræðingar segja að hluti skýringarinnar felist í að lífeyrissjóðir hafi fjárfest í erlendum hlutabréfum fyrir um 150 milljarða. Eðlilegt sé að innlán dragist saman í ljósi þess að vænt ávöxtun annarra eignaflokka sé hærri. Vísbendingar séu um að botninum sé náð og að kauptækifæri hafi skapast til dæmis á hlutabréfamarkaði.

Innherji
Fréttamynd

Lífeyrissjóðir fá Arctica Finance sem fjármálaráðgjafa

Verðbréfafyrirtækið Arctica Finance verður sérstakur fjárhagslegur ráðgjafi helstu lífeyrissjóðanna sem hafa nú flestir hverjir myndað með sér sameiginlegan vettvang vegna þeirrar stöðu sem upp er komin vegna ÍL-sjóðs. Í þeim hópi er hins vegar ekki Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR), stærsti lífeyrissjóður landsins.

Innherji
Fréttamynd

Gjaldeyriseignir Gildis jukust um nærri tíu prósent á þriðja fjórðungi

Eftir að hafa dregist stöðugt saman í um tvö ár þá jókst verulega vægi erlendra fjárfestinga í eignasafni Gildis á liðnum ársfjórðungi þegar gjaldeyriseignir lífeyrissjóðsins hækkuðu um liðlega 24 milljarða. Hlutfall erlendra eigna annarra stærstu lífeyrissjóða landsins jukust sömuleiðis, samt mun minna en í tilfelli Gildis, samhliða því að gengi krónunnar fór lækkandi.

Innherji
Fréttamynd

Ríkið væri ekki að „efna fyllilega loforð“ um ábyrgð með því að slíta ÍL-sjóði

Ein ástæða þess að stjórnvöld hafa nú boðað aðgerðir til að leysa upp ÍL-sjóð er að hann stenst ekki skilyrði um að vera sjálfstæð stofnun, samkvæmt Evrópsku hagstofunni, en við það færast skuldbindingar sjóðsins undir ríkisreikning frá og með 2022 sem gæti aukið skuldir ríkissjóðs um 650 milljarða, að mati dósents í fjármálum. Hann telur farsællegast að ná samkomulagi við kröfuhafa um uppgjör ÍL-sjóðs en verði farin sú leið að slíta sjóðnum með sérstakri lagasetningu, sem hann efast um að fjármálaráðherra vilji í raun gera, þá væri ríkið ekki að „efna fyllilega loforð“ um ábyrgð á skuldum hans.

Innherji
Fréttamynd

Bláa lónið setur stefnuna á Kauphöllina í byrjun næsta árs

Bláa lónið, eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins, vinnur nú að undirbúningi að skráningu félagsins á hlutabréfamarkað sem það áformar að geti orðið að veruleika á fyrri hluta næsta árs. Tvö innlend fjármálafyrirtæki hafa verið fengin sem ráðgjafar Bláa lónsins við skráningarferlið þar sem til stendur að bjóða hluti í félaginu til sölu. Fyrirtækið var verðmetið á um 60 milljarða í síðustu stóru viðskiptum með bréf í félaginu fyrir meira en ári.

Innherji
Fréttamynd

Merki um að heimilin séu að snúa aftur í verðtryggð íbúðalán lífeyrissjóða

Ný verðtryggð íbúðalán lífeyrissjóðanna voru nánast jafn mikil og upp- og umframgreiðslur þeirra í september en sjóðsfélagar höfðu áður greitt upp slík lán samfellt frá því á vormánuðum ársins 2020. Er þessi viðsnúningur í samræmi við þá útlánaþróun sem hefur sést hjá bönkunum á allra síðustu mánuðum samtímis hækkandi vaxtastigi en Seðlabankastjóri hefur sagst hafa áhyggjur af því að heimilin færi sig aftur yfir í verðtryggð lán.

Innherji
Fréttamynd

Gildi færir niður íbúðabréfin um fimmtán milljarða

Gildi lífeyrissjóður hefur fært niður virði skuldabréfa, útgefnum af gamla Íbúðalánasjóðnum, um samtals 14,7 milljarða króna vegna áforma fjármálaráðherra um að slíta ÍL-sjóði með sérstakri lagasetningu, náist ekki samkomulagi við kröfuhafa. Niðurfærslan hefur þegar haft áhrif á greiðslur úr séreignardeild Gildis.

Innherji
Fréttamynd

Yfirmaður og sjóðstjórar framtakssjóða Stefnis segja upp störfum

Forstöðumaður og sjóðstjórar framtakssjóða Stefnis, dótturfélags Arion banka, hafa allir sagt upp störfum. Brotthvarf þeirra kemur í kjölfar þess að til skoðunar hafði verið að koma á fót nýju sjálfstæðu félagi, sem myndi annast rekstur sérhæfðu sjóðanna og yrði meðal annars að hluta í eigu sömu starfsmanna, en slíkar hugmyndir fengu ekki brautargengi hjá lífeyrissjóðum, helstu eigendum framtakssjóðanna.

Innherji
Fréttamynd

Skúli hættir hjá Kviku eignastýringu og fer yfir til LSR

Skúli Hrafn Harðarson, sjóðstjóri hlutabréfasjóða hjá Kviku eignastýringu síðustu ár, hefur sagt upp störfum hjá félaginu. Mun Skúli Hrafn í kjölfarið hefja störf hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins (LSR), stærsta lífeyrissjóði landsins, síðar á árinu, samkvæmt upplýsingum Innherja.

Klinkið
Fréttamynd

Blaða­manna­fundurinn sem þurrkaði upp milljarða

Eftir lokun markaða á fimmtudag hélt fjármálaráðherra blaðamannafund þar sem hann kynnti að Íbúðalánasjóður færi að óbreyttu í þrot eftir 12 ár og að þá myndi reyna á ríkisábyrgð. Samkvæmt þessari sviðsmynd liggur líka fyrir að næstu 12 árin á sjóðurinn fyrir skuldbindingum sínum.

Skoðun
Fréttamynd

Kristrún og Bjarni saka hvort annað um fáfræði um efnahagsmál

Fjármálaráðherra er með frumvarp í undirbúningi þannig að hægt verði að slíta ÍL sjóði á næsta ári en segist helst vilja semja við kröfuhafa þannig að ekki þurfi að leggja frumvarpið fram. Stjórnarandstöðuþingmenn saka ráðherra um að ætla að varpa skuld sjóðsins yfir á lífeyrissjóðina.

Innlent
Fréttamynd

Skuldabréfasjóðir færa niður eignir um milljarða vegna áforma um slit á ÍL-sjóði

Stærstu skuldabréfasjóðir landsins, sem eru opnir öllum fjárfestum og margir hverjir með stórt hlutfall eignasafnsins bundið í íbúðabréfum útgefnum af gamla Íbúðalánasjóðnum, hafa nú þegar fært niður virði eigna sinna um marga milljarða króna eftir að fjármálaráðherra boðaði aðgerðir til að slíta ÍL-sjóði, samkvæmt greiningu Innherja. Mestu munar um tæplega fimm prósenta gengislækkun 20 milljarða ríkisskuldabréfasjóðs í stýringu Íslandssjóða í einu vetfangi sem þýddi niðurfærslu á virði eigna hans um meira en 900 milljónir.

Innherji