Sex lífeyrissjóðir í óvissu eftir nýjan dóm Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. desember 2023 13:37 Kristín Edwald hæstaréttarlögmaður og talskona Lífeyrissjóðs verslunarmanna í málinu. Vísir Miklar líkur eru á að Lífeyrissjóður verzlunarmanna áfrýi dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem ógilti í gær breytingar á lífeyrisréttindum hjá sjóðnum eftir aldri. Þetta segir lögmaður sjóðsins. Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi fyrir nokkra lífeyrissjóði en nú er verið er að reikna kostnaðinn út yrði þetta endanlega niðurstaða. Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í gær úr gildi breytingar sem voru gerðar hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna í fyrra og fjármála- og efnahagsráðherra staðfesti. Breytingarnar sem voru dæmdar ólöglegar fólust í að sjóðurinn var að sögn að bregðast við nýjum dánar- og eftirlifendatöflum þar sem gert er ráð fyrir að sérhver árgangur lifi lengur en árgangurinn á undan. Sjóðurinn taldi sér skylt að taka mið af þessu og lækkaði áunnin réttindi sjóðfélaga mismikið eftir aldri. Þannig var greiðslum dreift yfir lengra tímabil hjá yngri kynslóðum en þeim eldri því sjóðurinn gerir ráð fyrir að þær yngri lifi lengur en þær eldri. Aðrir lífeyrissjóðir sem gerðu sambærilegar breytingar eru Gildi lífeyrissjóður, Almenni lífeyrissjóðurinn, Eftirlaunasjóður atvinnuflugmanna, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins í A-deild og SL lífeyrissjóður. Eins og áður sagði hafa breytingarnar sem sjóðirnir gerðu nú verið dæmdar ólögmætar. Kristín Edwald hæstaréttarlögmaður hjá Lex og talsmaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna telur miklar líkur á að dómnum verði áfrýjað. „Lífeyrissjóðurinn telur að þarna hafi verið gerðar sanngjarnar breytingar og þær hafi rúmast innan lagaheimilda. Sjóðurinn hafi með þeim verið að bregðast við nýjum töflum sem geri ráð fyrir því að yngri kynslóðir lifi lengur en þær eldri. Með breytingunum hafi sjóðurinn haft í forgrunni þau skilyrði sem honum ber að uppfylla þar sem gætt sé að jafnræði milli kynslóða,“ segir Kristín. Hún segir að verið sé að reikna út hvað það myndi kosta sjóðinn ef dómur héraðsdóms verður að veruleika. Kristín bendir jafnframt á að mánaðarlegar skerðingar sem hafi orðið hjá einstaklingum vegna breytingana hafi í langflestum tilfellum verið óverulegar eða milli nokkur hundruð króna og upp í nokkur þúsund. Það sé þó fljótt að verða háar upphæðir hjá sjóðnum í heild þegar um þúsundir einstaklinga sé að ræða. Lífeyrissjóðir Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Dómsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í gær úr gildi breytingar sem voru gerðar hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna í fyrra og fjármála- og efnahagsráðherra staðfesti. Breytingarnar sem voru dæmdar ólöglegar fólust í að sjóðurinn var að sögn að bregðast við nýjum dánar- og eftirlifendatöflum þar sem gert er ráð fyrir að sérhver árgangur lifi lengur en árgangurinn á undan. Sjóðurinn taldi sér skylt að taka mið af þessu og lækkaði áunnin réttindi sjóðfélaga mismikið eftir aldri. Þannig var greiðslum dreift yfir lengra tímabil hjá yngri kynslóðum en þeim eldri því sjóðurinn gerir ráð fyrir að þær yngri lifi lengur en þær eldri. Aðrir lífeyrissjóðir sem gerðu sambærilegar breytingar eru Gildi lífeyrissjóður, Almenni lífeyrissjóðurinn, Eftirlaunasjóður atvinnuflugmanna, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins í A-deild og SL lífeyrissjóður. Eins og áður sagði hafa breytingarnar sem sjóðirnir gerðu nú verið dæmdar ólögmætar. Kristín Edwald hæstaréttarlögmaður hjá Lex og talsmaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna telur miklar líkur á að dómnum verði áfrýjað. „Lífeyrissjóðurinn telur að þarna hafi verið gerðar sanngjarnar breytingar og þær hafi rúmast innan lagaheimilda. Sjóðurinn hafi með þeim verið að bregðast við nýjum töflum sem geri ráð fyrir því að yngri kynslóðir lifi lengur en þær eldri. Með breytingunum hafi sjóðurinn haft í forgrunni þau skilyrði sem honum ber að uppfylla þar sem gætt sé að jafnræði milli kynslóða,“ segir Kristín. Hún segir að verið sé að reikna út hvað það myndi kosta sjóðinn ef dómur héraðsdóms verður að veruleika. Kristín bendir jafnframt á að mánaðarlegar skerðingar sem hafi orðið hjá einstaklingum vegna breytingana hafi í langflestum tilfellum verið óverulegar eða milli nokkur hundruð króna og upp í nokkur þúsund. Það sé þó fljótt að verða háar upphæðir hjá sjóðnum í heild þegar um þúsundir einstaklinga sé að ræða.
Lífeyrissjóðir Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Dómsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Sjá meira