Kópavogur

Bæði Kópavogsfélögin mæta með nýja þjálfara til leiks næsta sumar
Kvennalið HK vann sér sæti í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu og mætir með nýjan þjálfara til leiks næsta sumar. Sömu sögu er að segja af Augnablik sem leikur í sömu deild.

Ætlaði að æða inn í reykjarmökkinn þegar hún heyrði örvæntingarveinin í hundunum
Erna Christiansen, ung kona sem missti sex hunda og aleiguna í eldsvoða í Kópavogi í fyrradag, lýsir hræðilegri geðshræringu og sorg vegna brunans.

Hefja söfnun fyrir konuna sem missti hunda sína sex í eldsvoða
Skipuleggjendur söfnunarinnar segja tjón konunnar mikið, bæði tilfinninga- og efnislegt.

Hundarnir sem björguðust úr brunanum braggast vel
Hundarnir sem björguðust úr bruna í íbúðarhúsi við Arakór í Kópavogi í gær braggast vel, að því er fram kemur í færslu slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins á Facebook í dag.

Talið að eldurinn hafi kviknað út frá lampa
Talið er að eldur sem kviknaði í íbúðarhúsi við Arakór í Kópavogi síðdegis í gær hafi kviknað út frá lampa.

Sex hundar brunnu inni í Kópavogi
Fjórum hundum var hins vegar bjargað úr brunanum, líkt og greint var frá í gær, og þeir fluttir til skoðunar hjá dýralækni.

Björguðu fjórum hundum úr húsinu sem brann
Fjórir hundar voru fluttir til skoðunar hjá dýralækni í tengslum við eldsvoða sem varð í Auðnukór í Kópavogi fyrr í dag.

Eldur kviknaði í húsi í Kórahverfinu
Eldur kom upp í húsi í Kórahverfinu í Kópavogi um þrjúleytið í dag.

Kári fékk nýjan kött að gjöf
Eins og Vísi greindi frá á föstudaginn þá auglýsti Kári Stefánsson eftir kettinum Huginn fyrir helgi.

Spellvirkjar skildu eftir sig eyðileggingu og brennivínsflöskur í Guðmundarlundi
Miklar skemmdir voru unnar á aðstöðu á útivistarsvæðinu Guðmundarlundi í Kópavogi í nótt. Rústuðu skemmdarvargarnir meðal annars klósetti, brutu bekki og rifu upp þungar öskutunnur.

Fjögur ungmenni á slysadeild eftir árekstur í Kópavogi
Bíl var ekið gegn rauðu ljósi yfir gatnamót og inn í hlið bifreiðar með fjórum ungmennum undir lögaldri um borð á tólfta tímanum í gærkvöldi. Ungmennin voru flutt á bráðadeild en upplýsingar um meiðsli þeirra liggja ekki fyrir, að sögn lögreglu.

Köttur Kára fannst andvana: „Sitjum eftir í botnlausri sorginni“
„Leitinni er lokið. Huginn fannst andvana í garði ekki langt frá heimili sínu,“ segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar sem auglýsti eftir kettinum sínum fyrr í dag

Framtíð innan þolmarka plánetunnar okkar
Bæjarráð samþykkti nýlega að Kópavogsbær tæki þátt í samnorrænu verkefni um kolefnishlutleysi sveitarfélaga með innleiðingu hringrásarhagkerfisins.

Kári leitar að kettinum sínum
„Félagi minn og fóstbróðir hann Huginn er týndur,“ segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar í færslu á Facebook og auglýsir hann eftir kettinum sínum.

Biðst afsökunar og lokar Sporthúsinu
Eigandi Sporthússins hefur tekið þá ákvörðun að loka Sporthúsinu vegna mikillar og almennrar óánægju í samfélaginu með opnun líkamsræktarstöðva.

Hefur ekki undan við að skila þýfi kattarins
Þjófóttur köttur í Kópavogi virðist taka mið af árstíðum við val á þýfinu. Eigandi segist eiga fullt í fangi með að reyna skila því sem hann stelur af nágrönnunum.

Baráttan við kerfið kláraði hjónabandið
Fyrrverandi eiginmaður konu með MS segir að allt hafi leikið í lyndi þar til henni var synjað um nauðsynlega heimilisþjónustu hjá Kópavogsbæ og ákveðið að hún ætti að fara á hjúkrunarheimili. Hann hafi ekki lengur bolmagn til að sinna þjónustu við hana, baráttan við kerfið hafi klárað hjónabandið.

Kópavogsbær ætlar í samvinnu við ríki að reyna að útvega konunni þjónustu
Kópavogsbær hefur sent frá sér tilkynningu vegna málefna konu með MS- taugahrörnunarsjúkdóms sem var synjað um áframhald á heimaþjónustu hjá bænum. Þar kemur fram að bærinn telji óásættanlegt að fólk lendi á gráu svæði milli ríkis og sveitarfélaga. Bærinn ætli eftir bestu getu að reyna að verða viðkomandi úti um þá þjónustu sem hún á rétt á í samvinnu við ríkið.

Festi hönd sína í gámnum og lést
Allt bendir til þess að karlmaður um þrítugt sem lést í Kópavogi á mánudaginn hafi fest sig í gámnum þegar hann var að teygja sig ofan í hann. Þetta segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri deild lögreglu, í samtali við Vísi.

Minnst 235 smit rakin til Hnefaleikafélagsins
Í það minnsta 235 smit hafa verið rakin til Hnefaleikafélags Kópavogs eftir að smit kom upp þar í byrjun mánaðar.

Fallið frá hugmyndum um mislæg gatnamót
Fallið hefur verið frá hugmyndum um að ráðast í framkvæmd mislægra gatnamóta á mótum Arnarnesvegar og Breiðholtsbrautar. Þess í stað felur ný útfærsla í sér brú og ljósastýrð vegamót sem eigi að hafa minna rask í för með sér.

Fannst látinn í gámi í Kópavogi
Karlmaður fannst látinn í söfnunargámi Rauða krossins snemma í morgun. Þetta herma heimildir fréttastofu. Talið er að maðurinn hafi fest sig í gámnum.

Allir á unglingastigi í Lindaskóla sendir í sóttkví
Allir nemendur og kennarar á unglingastigi í Lindaskóla í Kópavogi hafa verið sendir í sóttkví eftir að kórónuveirusmit greindist hjá kennara sem kennir öllum bekkjum unglingastigs.

Að rækta andlega heilsu
Í tilefni af alþjóða geðheilbrigðisdeginum, 10. október, er ánægjulegt að segja frá því að bæjarráð Kópavogs hefur ákveðið að nýta húsið sem kvenfélagið Hringurinn byggði árið 1925, og stendur á sunnanverðu Kársnesinu, sem Lýðheilsuhús þar sem áhersla verður lögð á geðrækt.

Fundu lyfjaleifar við Klettagarða, í Tjörninni og í Kópavogslæk
Leifar af ýmsum lyfjum og hormónum fundust í sýnum sem voru tekin úr hafinu við Kletttagarði í Reykjavík, í Tjörninni og í Kópavogslæk. Efnin eru á evrópskum vaktlista yfir efni sem eru talin ógn við vatnaumhverfi.

Verst þegar fólk leitar að blóraböggli
Formaður Hnefaleikafélags Kópavogs segir að félagið hafi gert, og geri enn, allt sem í sínu valdi standi til að koma í veg fyrir fleiri kórónuveirusmit.

Smitaðir orðnir á sjötta tug í einni stærstu hópsýkingu faraldursins
Á sjötta tug kórónuveirusmita eru nú rakin til Hnefaleikafélags Kópavogs.

Smitaðir tengdir Hnefaleikafélaginu orðnir á fjórða tug
Kórónuveirusmit sem rekja má til Hnefaleikafélags Kópavogs eru nú orðin á fjórða tug og hefur því fjölgað ört í dag.

Um tuttugu smitaðir eftir æfingar hjá Hnefaleikafélagi Kópavogs
Iðkandi í Hnefaleikafélagi Kópavogs greindist með kórónuveiruna á fimmtudag.

Lögregla kölluð til vegna átaka 12 ára barna
Skömmu fyrir klukkan hálftíu í gærkvöldi barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um líkamsárás í Hafnarfirði.