Kópavogur

Óskar Hrafn tekur við Breiðabliki
Kom Gróttu upp í Pepsi Max deild karla en söðlar nú um og tekur við Blikum.

Harmar enn eina 10 milljóna úttektina á Sorpu
Öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa samþykkt ábyrgð á 990 milljóna króna láni fyrir Sorpu. Er það meðal annars gert í ljósi aukins kostnaðar við framkvæmdir gas- og jarðgerðarstöð Sorpu. Vegna tafa við fjármögnun seinkar opnun hennar um 6 – 8 vikur.

Vopnaðir á barnum og í bílnum
Karlmaður í annarlegu ástandi var handtekinn á bar í miðbænum á áttunda tímanum í gærkvöldi. Maðurinn er grunaður um brot á vopnalögum og vörslu fíkniefna.

Myndi ekki kvarta undan haustlægð
Breiðablik mætir stórliði PSG í 16 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna. Þorsteinn Halldórsson þjálfari er ánægður með að fá lið PSG hingað til lands enda eitt af toppliðum Evrópu.

Hreinsun tefst við Elliðaárvatn
Hreinsun á yfirgefnum kofaskriflum og niðurníddum sumarhúsum við sunnanvert Elliðaárvatn mun tefjast.

Varð viðskila við sæþotuhópinn á milli Reykjavíkur og Akraness
Ýmis verkefni komu á borð lögreglu í gær og í nótt.

Grunsamlegar mannaferðir á höfuðborgarsvæðinu
Lögreglu á höfuðborgarsvæðinu var í þrígang tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir í gærkvöldi- og í nótt.

„Þetta mál snýst ekki um mig og Dag B. Eggertsson“
Fjármálaráðherra gefur lítið fyrir gagnrýni formanns Miðflokksins um að samgöngusáttmálinn sé stuðningur við Dag B. Eggertsson.

Kæra ákvörðun um að hætta rannsókn á upphlaupi á fundi Sjálfstæðismanna
Þrír hælisleitendur hafa kært ákvörðun héraðssaksóknara að hætta rannsókn á upphlaupi sem varð á fundi Sjálfstæðisflokksins í Salnum í Kópavogi í lok apríl síðastliðinn til ríkissaksóknara.

Lögregla leitar ökumanns sem ók á 10 ára dreng
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að ökumanni fólksbíls sem ók á 10 ára dreng á Fífuhvammsvegi í Kópavogi föstudaginn 16. ágúst síðastliðinn klukkan 13:48.

HK og Víkingur slíta samstarfinu
Víkingur leikur í Inkasso-deild kvenna á næsta tímabili en HK í 2. deildinni.

Segir samgöngusáttmála lífsgæðaáætlun um góðar samgöngur og gott samfélag
Samkomulag sem felur í sér 120 milljarða króna vegagerð á höfuðborgarsvæðinu á næstu fimmtán árum, og þar með borgarlínu, var undirritað síðdegis. Engar útfærslur eru á því hvað þetta þýðir í auknar álögur á bíleigendur.

120 milljarðar í samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin
Ríkisstjórnin og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes undirrituðu í dag sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Sáttmálin gerir ráð fyrir 120 milljarða framkvæmdum í samgöngumannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu.

Samkomulag um uppbyggingu á samgönguinnviðum kynnt í dag
Samkomulag ríkisins og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára verður undirritað síðar í dag.

Ágúst náð í 63,5% stiganna sem í boði hafa verið en samt látinn fara
Þrátt fyrir að skila Breiðabliki í 2. sæti efstu deildar tvö tímabil í röð verður Ágúst Gylfason ekki þjálfari liðsins á næsta tímabili.

Rúður brotnar í Breiðholti og Bæjarlind
Að sögn lögreglunnar var annars frekar rólegt í nótt og að mestu tíðindalítil.

Ágúst hættir með Blika eftir tímabilið
Ágúst Þór Gylfason mun hætta sem þjálfari Breiðabliks í Pepsi Max deild karla að loknu tímabili.

Piltarnir sammála um að ágreiningur hafi komið upp
Lögregla fann hvorki hnífa né barefli í tengslum við átök unglingspilta við Salaskóla í Kópavogi í gær.

Þorsteinn skrifaði undir nýjan þriggja ára samning við Breiðablik
Mikil ánægja er með störf Þorsteins Halldórssonar í Kópavoginum.

Hafnaboltakylfur, hnífar og hnúajárn á lofti í árás á unglinga við Salaskóla
Lögreglunni barst í kvöld tilkynning um að ráðist hefði verið á unglinga við Salaskóla.

Samkomulag um stórátak í samgöngumálum í bígerð
Unnið er að samkomulagi milli ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um stórátak í samgöngumálum þar sem framkvæmdir, sem alla jafna myndu taka áratugi, verða framkvæmdar á næstu tíu til fimmtán árum.

Ræddu ný drög að uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu
Drög að breyttu samkomulagi var sent á bæjarstjóra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi

Eldur kom upp í íbúðarhúsi í Kópavogi
Eldur kom upp í kjallara íbúðarhús við Álfhólsveg í Kópavogi um klukkan hálf eitt í nótt.

Fjölbreytileiki á Midgard-ráðstefnunni um helgina
Um helgina fer fram Midgard-ráðstefnan í Fífunni í Kópavogi. Þar kemur saman stór hópur áhugafólks um meðal annars vísindaskáldskap, spil og myndasögur. Fjölmargir viðburðir verða á ráðstefnunni um helgina sem er nú haldin í annað sinn hér á landi.

Rafmagn komið á í Reykjavík og Kópavogi
Vegna háspennubilunar er rafmagnslaust í Hlíðunum í Reykjavík og nágrenni sem og í Fossvogsdalnum og nágrenni í Kópavogi.

Verkefnið fari úr stjórn Sorpu
Málefni Sorpu voru til umræðu á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi síðastliðinn þriðjudag.

Fyrstu leggir Borgarlínunnar skýrast
Framkvæmdir við Borgarlínuna munu hefjast árið 2021 og liggja nú fyrstu tveir leggirnir fyrir, sem mætast á Lækjartorgi.

Kópavogsbær birti í síðustu viku fundargerð inn í framtíðina
Föstudaginn 6. september var fundargerð um bæjarstjórnarfund Kópavogs þann 10. september birt á vefsíðu sveitarfélagsins.

Bensínstöð Orkunnar lokað vegna umferðaróhapps
Til að gæta öryggis á svæðinu var lögreglu og slökkviliði gert viðvart.

Samráðsgátt opnuð fyrir Kópavogsbúa
Opnuð hefur verið samráðsgátt fyrir íbúa Kópavogsbæjar um innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.