Reykjavík

Fréttamynd

„Ef það eru ekki mávar þá er það seðla­banka­stjóri“

Fugla­fræðingur segir aukinn á­gang máva á höfuð­borgar­svæðinu og kvartanir vegna þeirra vera ár­legan við­burð. Ungar séu að komast á legg og þeir stundi gjarnan á­hættu­samari hegðun en eldri mávar. Hann segir máva eiga erfitt upp­dráttar, líkt og aðra sjó­fugla, þeir þurfi á sínu plássi og gjarnan verða fyrir barðinu á því sem hann kallar tegundarasisma.

Innlent
Fréttamynd

Sinu­bruni við Mós­karðs­hnjúka

Eldur kviknaði í sinu við rætur Móskarðshnjúka á fjórða tímanum í dag. Slökkvilið er á svæðinu og segir varðstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu að um mjög rólegan bruna sé að ræða. 

Innlent
Fréttamynd

Starfs­fólk í á­falli eftir furðu­legt rán í Húsa­smiðjunni

Uppi varð fótur og fit í verslun Húsasmiðjunnar í Skútuvogi á mánudag þegar maður gekk inn með lambhúshettu og tók upp öxi sem var þar til sölu. Að sögn starfsfólks ógnaði hann því á leið út og hafa tveir þurft á áfallahjálp að halda. Lögregla náði manninum, sem segir verknaðinn hafa átt að vera hluta af Tik-Tok myndbandi. Hann hafi ekki ætlað að vera ógnandi. Rekstrarstjóri Húsasmiðjunnar í Skútuvogi segir skipulagðan þjófnað hafa færst í aukana og öryggisráðstafanir hertar.

Innlent
Fréttamynd

Börn úr öðrum leikskólum fá að vera með

Öllum börnum sem hefja nám í þremur grunnskólum í Reykjavík í ágúst gefst kostur á að taka þátt í tilraunaverkefni borgarinnar. Ekki aðeins þeim sem eru að ljúka leikskóla í viðkomandi hverfum grunnskólanna sex.

Innlent
Fréttamynd

Gekk um staðinn eins og hann væri heima hjá sér

Sjón­varpskokkurinn Gor­don Ramsay var ó­væntur gestur á veitinga­staðnum OTO á Hverfis­götu í gær­kvöldi. Eig­andinn vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar hann sá nafn kokksins á lista yfir bókanir.

Lífið
Fréttamynd

Skar eins og hálfs metra gat á ærsla­belg

Skemmdar­verk voru unnin á ærsla­belg í frí­stunda­garðinum við Gufu­nes­bæ fyrr í þessum mánuði. Eins og hálfs metra gat var skorið á belginn með dúka­hníf. Verk­efna­stjóri segist vonast til þess að ærsla­belgurinn fái að vera í friði í fram­tíðinni. Þetta sé ekki fyrsta til­fellið þar sem skemmdar­verk séu unnin á svæðinu. Þau séu gjarnan árs­tíða­bundin.

Innlent
Fréttamynd

Vill að borgin sekti eða rifti samningi við Terra

Íbúi í Vesturbæ segir það hafa verið vandamál svo árum skipti að grenndargámar fyllist á augabragði og rusl safnast við þá í marga daga. Hann hvetur borgina til að segja upp samningi við Terra um tæmingu gámanna og beita dagsektum þegar sorp safnast við þá.

Innlent
Fréttamynd

Dagur og Arna saman í aldar­fjórðung

Dagur B. Eggerts­son, borgar­stjóri og Arna Dögg Einars­dóttir, læknir, hafa verið saman í aldar­fjórðung. Dagur deilir þessu á sam­fé­lags­miðlinum Face­book.

Lífið
Fréttamynd

Maturinn kláraðist á fyrri degi Götu­bita­há­tíðar

Götubitahátíðin fer fram í fjórða sinn nú um helgina. Skipuleggjandi hátíðarinnar segir alla geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Matur sem átti að duga alla helgina kláraðist í gær og þurftu starfsmenn vagnanna að eyða nóttinni í að undirbúa meiri mat. 

Matur
Fréttamynd

„Leysum við þetta ekki bara í góðu?“

Smiður skarst í leikinn á gatnamótum Túngötu og Suðurgötu í miðborg Reykjavíkur í gær í pattstöðu á milli rútubílstjóra og bílstjóra sendiferðabíls, en hvorugt vildi hleypa hinu áfram sína leið.

Innlent
Fréttamynd

Garg af svölum og reið­hjól sem hafði verið stolið í tvö ár

Maður sem stóð á garginu heima hjá sér á svölunum í morgun í Foss­vogs-og Háa­leitis­hverfi varð að ósk ná­granna og lög­reglu um að láta af þeirri hegðun. Þetta er meðal þess sem kemur fram í dag­bók lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu vegna dagsins í dag.

Innlent
Fréttamynd

Finna reiðina og losa hana út í Druslu­göngunni

Druslugangan fer fram í ellefta skiptið í dag. Hún var fyrst gengin árið 2011 en lá niður í tvö ár í heimsfaraldrinum. Lísa Margrét Gunnarsdóttir, ein af skipuleggjendum göngunnar, segir öll velkomin hvort sem það séu þolendur, aðstandendur eða fólk sem vill styðja við bakið á þeim sem hafa lent í kynferðisofbeldi.

Innlent
Fréttamynd

Gos­móðan kemur og fer

Því hefur verið spáð að gosmóða muni liggja yfir höfuðborgarsvæðinu fram á þriðjudag en árrisulir íbúar höfuðborgarsvæðisins tóku vafalítið eftir því í morgun að hún er heldur minni en í gær. Veðurfræðingur segir þó að hún komi líklegast til með að leggjast af þunga á svæðið síðdegis.

Innlent