Reykjavík

Fréttamynd

Frændi sótti rangt barn á leik­skólann í gær

Reglur á leikskólanum Mánagarði hafa verið skerptar í kjölfar atviks þar sem frændi sótti rangt barn í skólann í gær. Í tölvupósti sem leikskólastjóri sendi foreldrum í morgun kemur fram að barninu hafi fljótlega verið „skilað til baka og rétt barn tekið.“ 

Innlent
Fréttamynd

Mis­munandi við­brögð við raf­magns­leysinu

Starfsfólk veitingastaða og hótela á Suðurlandsbraut þurfti að hugsa hratt nú um kvöldmatarleytið vegna rafmagnsleysis í kjölfar bilunar á háspennustreng. Þannig fengu gestir eins hótels við götuna fría drykki vegna ástandsins.

Innlent
Fréttamynd

Raf­magns­laust á Suður­lands­braut og í Faxa­feni

Raf­magns­laust varð á Suður­lands­braut og í Faxa­feni í Reykja­vík á sjötta tímanum og varði það í rúma klukkustund. Rafmagnsleysið hafði áhrif á útsendingar Stöðvar 2, Bylgjunnar og annarra útvarpsstöðva sem reknar eru af Sýn á Suðurlandsbraut.

Innlent
Fréttamynd

Sænskir arkitektar unnu baráttuna um Keldnalandið

Sænska arkitektastofan FOJAB bar sigur úr býtum í alþjóðlegri samkeppni Reykjavíkurborgar og Betri samgangna um nýtt sjálfbært borgarhverfi að Keldum. Greint var frá úrslitunum í Ráðhúsinu nú síðdegis. Danska verkfræðistofan Ramboll var í ráðgjafahlutverki í vinningstillögunni. 

Innlent
Fréttamynd

Karl­maðurinn sem lést í Lækjar­götu var þriggja barna faðir

Karlmaðurinn sem lést í umferðarslysi í Lækjargötu þann 13. september síðastliðinn hét Marek Dementiuk. Hann var 37 ára, lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn sem eru búsett í Reykjanesbæ. Efnt hefur verið til söfnunar til að styðja við fjölskylduna á þessum erfiðu tímum.

Innlent
Fréttamynd

Eflum Tjarnarbíó og sjálfstæðar sviðslistir

Tjarnarbíó hefur um árabil verið heimili sjálfstæðra sviðslista í borginni og heldur úti magnaðri starfsemi allan ársins hring. Í mínum huga er Tjarnarbíó ekki aðeins heimili sjálfstæðra sviðslista heldur lífsnauðsynlegur vettvangur fyrir frumleika, spennandi frumsköpun og fjölbreytt grasrótarstarf sem nærir íslenska menningu hvort sem er á sviði leiklistar, danslistar, uppistands eða tónlistar.

Skoðun
Fréttamynd

Verj­endur ó­á­nægðir með kaffi­skort

Á þriðja tug lögmanna eru saman komnir til þess að verja skjólstæðinga sína í Bankastrætis Club málinu svokallaða í veislusalnum Gullhömrum í dag. Skipuleggjendur aðalmeðferðarinnar virðast hafa gleymt að hella upp á kaffi, verjendum til mikils ama.

Innlent
Fréttamynd

Skýrslu­tökur hefjast í veislu­sal

Aðalmeðferð í Bankastræti Club málinu svokallaða hefst í veislusalnum Gullhömrum í dag. Á þriðja tug manna hafa stöðu sakbornings og búist er við því að á annað hundrað verði viðstaddir aðalmeðferðina.

Innlent
Fréttamynd

Skjálfti 3,2 að stærð við Geita­fell

Skjálfti 3,2 að stærð varð við Geitafell, norðvestur af Þorlákshöfn, klukkan 20:49 í kvöld og hafa starfsmenn Veðurstofunnar fengið ábendingar um að fundist hafi fyrir skjálftanum bæði í Reykjavík og í Hveragerði.

Innlent
Fréttamynd

Ein­stakar ljós­myndir sýna stemninguna á Kvenna­frí­deginum árið 1975

24. október 1975. Tugir þúsunda íslenskra kvenna ganga út af vinnustöðum sínum og safnast saman á einum stærsta útifundi Íslandssögunnar. Fjölmargir fundir eru haldnir um allt land sem eru einnig vel sóttir. Karlmennirnir sitja eftir og sinna ritstörfum, símavörslu, móttöku og barnagæslu. Kvennafrídagurinn er runninn upp.

Lífið
Fréttamynd

Henti jógúrti í hús og aðrir reyktu kanna­bis í rusla­geymslu

Gærkvöldið og nóttin voru nokkuð annasöm hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Óskað var eftir aðstoð lögreglu vegna líkamsárásar í miðbænum.Meðal annarra verkefna voru útköll vegna manns sem henti jógúrti í hús og annarra sem reyktu kannabis í ruslageymslu. 

Innlent
Fréttamynd

Gekk blóðugur frá raf­hlaupa­hjóli og fannst hvergi

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um blóðugan mann ganga frá rafhlaupahjóli í gærkvöldi eða í nótt. Þegar lögregluþjóna bar að garði var maðurinn hvergi sjáanlegur en sjá mátti rafhlaupahjólið á hlið og blóðpoll í kringum hjólið.

Innlent