Akureyri Heimaþjónusta skert á Akureyri: „Það eru ekki umsækjendur um störfin“ Erfiðlega gengur að fá fólk til starfa hjá Velferðarsviði Akureyrarbæjar. Forstöðumaður segir stöðuna það versta sem hún hafi séð. Skerða þarf þjónustu við íbúa vegna þessa en skerðingin felur meðal annars í sér að heimilisþrif verða ekki lengur í boði. Innlent 25.6.2023 13:35 Grímseyingar þoka smíði kirkjunnar af stað að nýju Grímseyingar vonast til að góður stuðningur velgjörðarmanna verði til þess að þeir geti haldið áfram smíði nýrrar kirkju í stað þeirrar sem brann en verkið hefur legið niðri vegna fjárskorts. Stefnt er að hjónavígslu í næsta mánuði. Innlent 24.6.2023 21:36 Besti veiðitíminn framundan en súrt að stutt geti verið í stoppið Strandveiðar í Grímsey eru fyrst núna að hefjast fyrir alvöru, sjö vikum eftir að strandveiðitímabilið hófst. Trillusjómaður segir þorskinn yfirleitt ekki ganga á Grímseyjarmið fyrr en um miðjan júnímánuð. Innlent 23.6.2023 22:44 Malbika nýtt flughlað á Akureyrarflugvelli Malbikun nýs flughlaðs á Akureyrarflugvelli hófst núna síðdegis og er búist við verkið standi yfir næstu þrjár vikur. Flugvallarstjórinn segir að það muni gjörbreyta aðstöðunni. Innlent 20.6.2023 22:50 Fangageymslur fullar eftir nótt skemmtana á Akureyri Mikill erill var hjá lögreglunni á Akureyri þar sem margt var um manninn á ýmsum skemmtunum í gærkvöldi og nótt. Þrátt fyrir að fangageymslur hafi verið fullar í morgun komu engin alvarleg mál upp, að sögn aðalvarðstjóra hjá lögreglunni. Maður sem var handtekinn með öxi í gær er enn í haldi. Innlent 18.6.2023 11:18 Maður hótaði fólki með öxi á Bíladögum á Akureyri Sérsveitin var kölluð út í kvöld á Akureyri vegna manns sem hótaði fólki með öxi á tjaldsvæði Bíladaga sem nú standa þar yfir. Var maðurinn yfirbugaður og vistaður í fangaklefa Innlent 17.6.2023 22:30 Reykspúandi flugsveit þaut yfir viðmælendur í beinni Árlegur flugdagur fer fram á Akureyrarflugvelli á morgun, sautjánda júní. Einkaflugmenn hituðu upp með flughátíð á Melgerðismelum í Eyjafirði. Innlent 16.6.2023 22:42 Útskrifuð og stolt að hafa ekki gefist upp á baráttunni við kerfið Eftir tveggja ára þrotlausa baráttu við kerfið og önnur tvö ár í námi útskrifaðist ung kona sem lögreglumaður síðustu helgi. Henni var upphaflega vísað frá vegna notkunar á kvíðalyfi. Hún er stolt af því að hafa tekið slaginn fyrir alla þá sem hafa haft hugrekki til að leita sér aðstoðar. Innlent 16.6.2023 22:29 Símastulds- og byrlunarmál í saltpækli fyrir norðan Að sögn Eyþórs Þorbergssonar varasaksóknara hjá lögregluembættinu á Norðurlandi eystra verður ekkert að frétta af rannsókn á máli sem tengist meintri byrlun og símastuldi af Páli Steingrímssyni skipstjóra fyrr en í allra fyrsta lagi í haust. Málið liggur því í saltpækli þó langt sé síðan það kom upp. Innlent 16.6.2023 15:40 Alls konar um að vera um allt land á 17. júní Þjóðhátíðardagurinn verður haldinn með pompi og prakt í dag. Venju samkvæmt er metnaðarfull dagskrá víða um land. Vísir tók saman dagskrána í nokkrum sveitarfélögum. Lífið 16.6.2023 15:29 Kirkjutröppurnar loka og óvíst með opnun Vegna framkvæmda verður á næstu dögum lokað fyrir umferð um tröppurnar að Akureyrarkirkju og ekki er vitað með vissu hvenær opnað verður fyrir umferð um nýjar kirkjutröppur. Innlent 15.6.2023 20:53 Finna engar skýringar á árásum unglinga á strætisvagna Myndavélar hafa verið settar upp í strætisvögnum Akureyrar eftir að hópur unglinga réðst á kvenkyns bílstjóra í maíbyrjun. Vitað er hverjir gerendurnir eru en málið verður ekki kært til lögreglu. Innlent 12.6.2023 15:10 Nauðsynlegt að „spenna beltið“ þegar kemur að netöryggi „Við getum í raun ekki starfað lengur sem litli sveitaskólinn sem enginn hefur áhuga á. Við verðum að horfa á þetta þannig að við erum skotmark; verðum að gera ráð fyrir því þannig að við séum betur í stakk búin þegar eitthvað kemur upp á.“ Innlent 12.6.2023 07:38 Sýknuð af því að beita Örnu McClure umsáturseinelti Fyrrverandi eiginkona Páls Steingrímssonar skipstjóra Samherja var í síðasta mánuði sýknuð af því að hafa beitt Örnu McClure, lögfræðingi Samherja, umsáturseinelti. Einkaréttarkröfu Örnu gegn henni var vísað frá dómi. Innlent 8.6.2023 18:27 Guggan lifir enn Undanfarin ár hefur fjárfesting Reynis Traustasonar og lífsviðurværi sonar hans birt endalausar falsfréttir um Samherja og forstjóra félagsins. Nú þegar sitthvað er að koma í ljós um starfsaðferðir þar á bæ dustar Reynir rykið af lífseigasta bullinu um Gugguna á Ísafirði. Skoðun 8.6.2023 11:00 Tóku fagnandi á móti Sæfara eftir tólf vikur í slipp Grímeyjarferjan Sæfari kom siglandi frá Dalvík og lagðist við bryggju í Grímsey um hádegisbil í dag. Ferjan sigldi loks aftur í morgun, en hún hafði verið tólf vikur í slipp á Akureyri. Upphaflega stóð til að hún yrði sex til átta vikur í slipp. Innlent 7.6.2023 14:10 Göngugötunni lokað fyrir umferð næsta sumar Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti í dag að Göngugötunni verði lokað fyrir umferð næsta sumar. Einnig á daginn á sunnudögum núna í sumar. Innlent 6.6.2023 21:53 Silja ráðin samskiptastjóri HA Silja Jóhannesar Ástudóttir hefur verið ráðin í starf samskiptastjóra Háskólans á Akureyri. Viðskipti innlent 5.6.2023 12:48 Rennibrautirnar á Akureyri lokaðar: „Auðvitað snúa einhverjir svekktir frá“ Stóru rennibrautunum í Sundlaug Akureyrar, Trektinni og Flækjunni, var lokað síðastliðinn þriðjudag vegna viðhaldsframkvæmda og er reiknað með að framkvæmdir standi í tvær vikur. Innlent 3.6.2023 07:00 Grímseyjarferjan hefur loks siglingar á ný í næstu viku Stefnt er að því að Grímseyjarferjan Sæfari hefji áætlunarsiglingar á milli Grímeyjar og Dalvík á miðvikudaginn, en ferjan hefur verið í slipp síðustu vikurnar. Viðhaldsvinna hefur tekið lengri tíma en áætlað var í fyrstu. Innlent 2.6.2023 07:33 Þóttust betla peninga fyrir heyrnarskerta Lögreglan á Norðurlandi eystra hafði í gær afskipti af tveimur karlmönnum sem stóðu fyrir utan verslanir á Akureyri og betluðu pening sem þeir sögðust vera að safna fyrir heyrnarskerta. Síðar kom í ljós að ekki ræddi um neins konar góðgerðarsöfnun. Innlent 31.5.2023 12:04 Ferjan í slipp og ekkert bólar á ferðamönnum á meðan Ferðaþjónusta í Grímsey er í lamasessi þar sem Sæfari, ferja Grímseyinga, er í slipp. Ferjan átti að byrja að sigla aftur í maí en því hefur tvívegis verið frestað. Veitingamaður í eyjunni hefur áhyggjur af stöðunni. Innlent 29.5.2023 12:19 Óttast allsherjarverkfall: „Þau vilja ekkert tala um þetta“ Sundlaugum og íþróttahúsum á landsbyggðinni verður lokað um helgina vegna verkfalls BSRB og leikskólum skellt aftur í lás eftir helgi. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir alvarlega stöðu að teiknast upp og sýnir ósætti félagsmanna skilning. Trúnaðarmaður telur stefna í ótímabundið verkfall miðað við skilningsleysi viðsemjanda. Innlent 26.5.2023 13:08 112 milljóna hagnaður hjá Skógarböðunum Baðlónið Skógarböðin, sem staðsett er í Vaðlaskógi í Eyjafirði, hagnaðist um yfir hundrað milljónir á síðasta ári, þrátt fyrir að lónið hafi ekki opnað fyrr en í maí í fyrra. Gestafjöldi hefur verið meiri en búist var við í upphafi en lónið hefur tekið á móti yfir hundrað þúsund gestum frá því það opnaði fyrir ári síðan. Viðskipti innlent 25.5.2023 20:49 Varð rafmagnslaust á Norðurlandi Rafmagnslaust var á Akureyri, Dalvík og í nærsveitum sökum útleysingar á Rangárvöllum. Að því fram kemur á vef Landsnets voru allir notendur á Akueryri og nágrenni eru án rafmagns. Innlent 25.5.2023 18:39 Bjóða upp á flug milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar Icelandair ætlar að bjóða upp á flug á milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar í tengslum við millilandaflug sitt frá 15. október til 30. nóvember. Flogið verður þrisvar í viku. Viðskipti innlent 25.5.2023 14:21 EasyJet flýgur frá Akureyri til London í vetur Opnað hefur verið fyrir bókanir í flugferðir með easyJet á milli London og Akureyrar í vetur. Fyrsta flugferðin verður 31. október en flogið verður tvisvar í viku, á þriðjudögum og laugardögum, út mars 2024. Viðskipti innlent 25.5.2023 11:31 Fundu fyrir skjálftanum á Akureyri og Ólafsfirði Jarðskjálfti að stærð 3,8 mældist rúmlega níu kílómetrum austan við Grímsey klukkan 19:22 í kvöld. Skjálftinn fannst víða á Norðurlandi og hefur nokkur eftirskjálftavirkni fylgt honum. Innlent 23.5.2023 19:54 Stefna að milljarða uppbyggingu á félagssvæði KA Undirritaður var samningur á milli Akureyrarbæjar og Knattspyrnufélags Akureyrar (KA) um uppbyggingu íþróttamannvirkja á félagssvæði KA. Samningurinn er framhald af viljayfirlýsingu milli aðila sem var undirrituð í desember 2021. Áætlaður kostnaður við keppnisvöllinn, stúkumannvirkið og félags- og búningsaðstöðuna er rúmlega 2,6 milljarðar á núverandi verðlagi. Fótbolti 23.5.2023 19:51 Tjón vegna sjávarflóðsins á Akureyri metið á 153 milljónir króna Níu tjónsatburðir komu til kasta Náttúruhamfaratryggingar Íslands árið 2022, átta vegna sjávar- eða vatnsflóða en einn vegna jarðskjálfta við Grindavík. Mesta tjónið varð í tengslum við sjávarflóð á Akureyri en það var metið á samtals um 153 milljónir króna. Innlent 23.5.2023 06:51 « ‹ 10 11 12 13 14 15 16 17 18 … 56 ›
Heimaþjónusta skert á Akureyri: „Það eru ekki umsækjendur um störfin“ Erfiðlega gengur að fá fólk til starfa hjá Velferðarsviði Akureyrarbæjar. Forstöðumaður segir stöðuna það versta sem hún hafi séð. Skerða þarf þjónustu við íbúa vegna þessa en skerðingin felur meðal annars í sér að heimilisþrif verða ekki lengur í boði. Innlent 25.6.2023 13:35
Grímseyingar þoka smíði kirkjunnar af stað að nýju Grímseyingar vonast til að góður stuðningur velgjörðarmanna verði til þess að þeir geti haldið áfram smíði nýrrar kirkju í stað þeirrar sem brann en verkið hefur legið niðri vegna fjárskorts. Stefnt er að hjónavígslu í næsta mánuði. Innlent 24.6.2023 21:36
Besti veiðitíminn framundan en súrt að stutt geti verið í stoppið Strandveiðar í Grímsey eru fyrst núna að hefjast fyrir alvöru, sjö vikum eftir að strandveiðitímabilið hófst. Trillusjómaður segir þorskinn yfirleitt ekki ganga á Grímseyjarmið fyrr en um miðjan júnímánuð. Innlent 23.6.2023 22:44
Malbika nýtt flughlað á Akureyrarflugvelli Malbikun nýs flughlaðs á Akureyrarflugvelli hófst núna síðdegis og er búist við verkið standi yfir næstu þrjár vikur. Flugvallarstjórinn segir að það muni gjörbreyta aðstöðunni. Innlent 20.6.2023 22:50
Fangageymslur fullar eftir nótt skemmtana á Akureyri Mikill erill var hjá lögreglunni á Akureyri þar sem margt var um manninn á ýmsum skemmtunum í gærkvöldi og nótt. Þrátt fyrir að fangageymslur hafi verið fullar í morgun komu engin alvarleg mál upp, að sögn aðalvarðstjóra hjá lögreglunni. Maður sem var handtekinn með öxi í gær er enn í haldi. Innlent 18.6.2023 11:18
Maður hótaði fólki með öxi á Bíladögum á Akureyri Sérsveitin var kölluð út í kvöld á Akureyri vegna manns sem hótaði fólki með öxi á tjaldsvæði Bíladaga sem nú standa þar yfir. Var maðurinn yfirbugaður og vistaður í fangaklefa Innlent 17.6.2023 22:30
Reykspúandi flugsveit þaut yfir viðmælendur í beinni Árlegur flugdagur fer fram á Akureyrarflugvelli á morgun, sautjánda júní. Einkaflugmenn hituðu upp með flughátíð á Melgerðismelum í Eyjafirði. Innlent 16.6.2023 22:42
Útskrifuð og stolt að hafa ekki gefist upp á baráttunni við kerfið Eftir tveggja ára þrotlausa baráttu við kerfið og önnur tvö ár í námi útskrifaðist ung kona sem lögreglumaður síðustu helgi. Henni var upphaflega vísað frá vegna notkunar á kvíðalyfi. Hún er stolt af því að hafa tekið slaginn fyrir alla þá sem hafa haft hugrekki til að leita sér aðstoðar. Innlent 16.6.2023 22:29
Símastulds- og byrlunarmál í saltpækli fyrir norðan Að sögn Eyþórs Þorbergssonar varasaksóknara hjá lögregluembættinu á Norðurlandi eystra verður ekkert að frétta af rannsókn á máli sem tengist meintri byrlun og símastuldi af Páli Steingrímssyni skipstjóra fyrr en í allra fyrsta lagi í haust. Málið liggur því í saltpækli þó langt sé síðan það kom upp. Innlent 16.6.2023 15:40
Alls konar um að vera um allt land á 17. júní Þjóðhátíðardagurinn verður haldinn með pompi og prakt í dag. Venju samkvæmt er metnaðarfull dagskrá víða um land. Vísir tók saman dagskrána í nokkrum sveitarfélögum. Lífið 16.6.2023 15:29
Kirkjutröppurnar loka og óvíst með opnun Vegna framkvæmda verður á næstu dögum lokað fyrir umferð um tröppurnar að Akureyrarkirkju og ekki er vitað með vissu hvenær opnað verður fyrir umferð um nýjar kirkjutröppur. Innlent 15.6.2023 20:53
Finna engar skýringar á árásum unglinga á strætisvagna Myndavélar hafa verið settar upp í strætisvögnum Akureyrar eftir að hópur unglinga réðst á kvenkyns bílstjóra í maíbyrjun. Vitað er hverjir gerendurnir eru en málið verður ekki kært til lögreglu. Innlent 12.6.2023 15:10
Nauðsynlegt að „spenna beltið“ þegar kemur að netöryggi „Við getum í raun ekki starfað lengur sem litli sveitaskólinn sem enginn hefur áhuga á. Við verðum að horfa á þetta þannig að við erum skotmark; verðum að gera ráð fyrir því þannig að við séum betur í stakk búin þegar eitthvað kemur upp á.“ Innlent 12.6.2023 07:38
Sýknuð af því að beita Örnu McClure umsáturseinelti Fyrrverandi eiginkona Páls Steingrímssonar skipstjóra Samherja var í síðasta mánuði sýknuð af því að hafa beitt Örnu McClure, lögfræðingi Samherja, umsáturseinelti. Einkaréttarkröfu Örnu gegn henni var vísað frá dómi. Innlent 8.6.2023 18:27
Guggan lifir enn Undanfarin ár hefur fjárfesting Reynis Traustasonar og lífsviðurværi sonar hans birt endalausar falsfréttir um Samherja og forstjóra félagsins. Nú þegar sitthvað er að koma í ljós um starfsaðferðir þar á bæ dustar Reynir rykið af lífseigasta bullinu um Gugguna á Ísafirði. Skoðun 8.6.2023 11:00
Tóku fagnandi á móti Sæfara eftir tólf vikur í slipp Grímeyjarferjan Sæfari kom siglandi frá Dalvík og lagðist við bryggju í Grímsey um hádegisbil í dag. Ferjan sigldi loks aftur í morgun, en hún hafði verið tólf vikur í slipp á Akureyri. Upphaflega stóð til að hún yrði sex til átta vikur í slipp. Innlent 7.6.2023 14:10
Göngugötunni lokað fyrir umferð næsta sumar Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti í dag að Göngugötunni verði lokað fyrir umferð næsta sumar. Einnig á daginn á sunnudögum núna í sumar. Innlent 6.6.2023 21:53
Silja ráðin samskiptastjóri HA Silja Jóhannesar Ástudóttir hefur verið ráðin í starf samskiptastjóra Háskólans á Akureyri. Viðskipti innlent 5.6.2023 12:48
Rennibrautirnar á Akureyri lokaðar: „Auðvitað snúa einhverjir svekktir frá“ Stóru rennibrautunum í Sundlaug Akureyrar, Trektinni og Flækjunni, var lokað síðastliðinn þriðjudag vegna viðhaldsframkvæmda og er reiknað með að framkvæmdir standi í tvær vikur. Innlent 3.6.2023 07:00
Grímseyjarferjan hefur loks siglingar á ný í næstu viku Stefnt er að því að Grímseyjarferjan Sæfari hefji áætlunarsiglingar á milli Grímeyjar og Dalvík á miðvikudaginn, en ferjan hefur verið í slipp síðustu vikurnar. Viðhaldsvinna hefur tekið lengri tíma en áætlað var í fyrstu. Innlent 2.6.2023 07:33
Þóttust betla peninga fyrir heyrnarskerta Lögreglan á Norðurlandi eystra hafði í gær afskipti af tveimur karlmönnum sem stóðu fyrir utan verslanir á Akureyri og betluðu pening sem þeir sögðust vera að safna fyrir heyrnarskerta. Síðar kom í ljós að ekki ræddi um neins konar góðgerðarsöfnun. Innlent 31.5.2023 12:04
Ferjan í slipp og ekkert bólar á ferðamönnum á meðan Ferðaþjónusta í Grímsey er í lamasessi þar sem Sæfari, ferja Grímseyinga, er í slipp. Ferjan átti að byrja að sigla aftur í maí en því hefur tvívegis verið frestað. Veitingamaður í eyjunni hefur áhyggjur af stöðunni. Innlent 29.5.2023 12:19
Óttast allsherjarverkfall: „Þau vilja ekkert tala um þetta“ Sundlaugum og íþróttahúsum á landsbyggðinni verður lokað um helgina vegna verkfalls BSRB og leikskólum skellt aftur í lás eftir helgi. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir alvarlega stöðu að teiknast upp og sýnir ósætti félagsmanna skilning. Trúnaðarmaður telur stefna í ótímabundið verkfall miðað við skilningsleysi viðsemjanda. Innlent 26.5.2023 13:08
112 milljóna hagnaður hjá Skógarböðunum Baðlónið Skógarböðin, sem staðsett er í Vaðlaskógi í Eyjafirði, hagnaðist um yfir hundrað milljónir á síðasta ári, þrátt fyrir að lónið hafi ekki opnað fyrr en í maí í fyrra. Gestafjöldi hefur verið meiri en búist var við í upphafi en lónið hefur tekið á móti yfir hundrað þúsund gestum frá því það opnaði fyrir ári síðan. Viðskipti innlent 25.5.2023 20:49
Varð rafmagnslaust á Norðurlandi Rafmagnslaust var á Akureyri, Dalvík og í nærsveitum sökum útleysingar á Rangárvöllum. Að því fram kemur á vef Landsnets voru allir notendur á Akueryri og nágrenni eru án rafmagns. Innlent 25.5.2023 18:39
Bjóða upp á flug milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar Icelandair ætlar að bjóða upp á flug á milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar í tengslum við millilandaflug sitt frá 15. október til 30. nóvember. Flogið verður þrisvar í viku. Viðskipti innlent 25.5.2023 14:21
EasyJet flýgur frá Akureyri til London í vetur Opnað hefur verið fyrir bókanir í flugferðir með easyJet á milli London og Akureyrar í vetur. Fyrsta flugferðin verður 31. október en flogið verður tvisvar í viku, á þriðjudögum og laugardögum, út mars 2024. Viðskipti innlent 25.5.2023 11:31
Fundu fyrir skjálftanum á Akureyri og Ólafsfirði Jarðskjálfti að stærð 3,8 mældist rúmlega níu kílómetrum austan við Grímsey klukkan 19:22 í kvöld. Skjálftinn fannst víða á Norðurlandi og hefur nokkur eftirskjálftavirkni fylgt honum. Innlent 23.5.2023 19:54
Stefna að milljarða uppbyggingu á félagssvæði KA Undirritaður var samningur á milli Akureyrarbæjar og Knattspyrnufélags Akureyrar (KA) um uppbyggingu íþróttamannvirkja á félagssvæði KA. Samningurinn er framhald af viljayfirlýsingu milli aðila sem var undirrituð í desember 2021. Áætlaður kostnaður við keppnisvöllinn, stúkumannvirkið og félags- og búningsaðstöðuna er rúmlega 2,6 milljarðar á núverandi verðlagi. Fótbolti 23.5.2023 19:51
Tjón vegna sjávarflóðsins á Akureyri metið á 153 milljónir króna Níu tjónsatburðir komu til kasta Náttúruhamfaratryggingar Íslands árið 2022, átta vegna sjávar- eða vatnsflóða en einn vegna jarðskjálfta við Grindavík. Mesta tjónið varð í tengslum við sjávarflóð á Akureyri en það var metið á samtals um 153 milljónir króna. Innlent 23.5.2023 06:51