Akureyri

Fréttamynd

Sam­starfi um milljarðauppbyggingu slitið

Íslandshótel og Skógarböðin hafa slitið samstarfi um uppbyggingu og rekstur hótels við Skógarböðin í Eyjafirði sem áætlað var að opna á vormánuðum 2026. Viljayfirlýsing um samstarf var undirrituð í ársbyrjun en reiknað var með fjárfestingu upp á um fimm milljarða króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hraðminnkandi mengun frá skemmti­ferða­skipum á Akur­eyri

Hafnarvörður á Akureyri segir að skemmtiferðaskip mengi miklu minna en þau gerðu áður vegna betri vélbúnaðar og mengunarvarnabúnaðar í skipunum. Hvít slikja hefur oft legið yfir Akureyri í sumar og standa bæjarbúar í þeirri trú að um mengun sé að ræða frá skipunum en hafnarvörðurinn segir það ekki rétt.

Innlent
Fréttamynd

Breytt upp­lifun far­þega á leið um Akureyrarflugvöll

Farþegar á leið um Akureyrarflugvöll voru í fyrsta sinn í dag innritaðir í flug í gegnum nýjan innritunarsal í flugstöðinni, bæði innanlands- og millilandafarþegar. Þetta er einn áfanginn í breytingum sem fylgja nýrri viðbyggingu fyrir millilandaflugið.

Innlent
Fréttamynd

200 skemmti­ferða­skip á Akur­eyri

Um 160 skemmtiferðaskip hafa komið á Akureyri það sem af er sumri og eiga 40 skip eftir að koma. Alls verða þetta því um 254 þúsund farþegar, sem koma með skipunum og munar um minna þegar verslun og þjónusta á svæðinu er annars vegar.

Innlent
Fréttamynd

Eyddu sprengju úr seinni heims­styrj­öldinni í Hlíðar­fjalli

Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar eyddi breskri sprengju úr seinni heimsstyrjöldinni í Hlíðarfjalli fyrir viku síðan. Brynjar Karl Óttarsson, grunnskólakennari á Akureyri og umsjónarmaður síðunnar Grenndargralsins, var viðstaddur eyðinguna og segir allt hafa gengið vel.

Innlent
Fréttamynd

Ætlar Akur­eyrar­bær að snuða í­búa?

Allt útlit er fyrir að meirihluti Sjálfstæðisfokks, Miðflokks og L-list í bæjarstjórn Akureyrarbæjar ætli sér að snuða launþega um kjarabót sem flestir íbúar landsins hafa nú þegar fengið.

Skoðun
Fréttamynd

Máum út illsku með ást

Hinsegin dagar 2024 eru nú haldnir undir kjörorðunum menning, mannréttindi, fjölbreytileiki. Þetta er hátíð okkar allra sem gerum þá skýlausu kröfu að fólk fái að njóta frelsis til að vera það sjálft og láta ljós sitt skína á eigin forsendum með gleðina að leiðarljósi.

Skoðun
Fréttamynd

Rán um há­bjartan dag

Um verslunarmannahelgina fórum við konan til Akureyrar, höfuðstaðar Norðurlands. Þangað er gott að koma og veðrið var frábært. Nú, þegar maður er á ferðalagi, þá þarf maður að borða, maður losnar ekkert við það.

Skoðun
Fréttamynd

Grunaður um heimilis­of­beldi skömmu fyrir meint mann­dráp

Karlmaður á sjötugsaldri sem er ákærður fyrir að verða sambýliskonu og barnsmóður um fimmtugt að bana á heimili þeirra í Naustahverfi á Akureyri í apríl er einnig ákærður fyrir stórfellt heimilisofbeldi gegn henni á sama stað tveimur mánuðum fyrr. Málið var þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær.

Innlent
Fréttamynd

Fann skot­færi úr fórum nas­ista á Hlíðar­fjalli

Brynjar Karl Óttarsson, grunnskólakennari á Akureyri og sagnfræðiáhugamaður, hefur verið að kemba gamalt æfingasvæði Bandamanna frá tímum hernámsins og rakst á nokkuð alveg einstakt nýverið. Hann fann heilt riffilsskot úr fórum nasista. Hann hefur ýmsar kenningar um hvernig gæti mögulega staðið á því að það hafni á Akureyri.

Innlent
Fréttamynd

Fjögurra daga hraustur drengur hætti skyndi­lega að anda

Elías Andri Óskarsson, íbúi á Sauðárkróki, segir margar tilviljanir hafa orðið til þess að ekki fór verr síðastliðinn sunnudag þegar fjögurra daga gamall sonur hans hætti skyndilega að anda. Um tíma var óttast að hann væri að deyja, en sem betur fer heilsast honum vel í dag.

Innlent
Fréttamynd

Stemning og gott veður á Akur­eyri: „Sjaldan séð jafn mikinn fjölda í bænum“

Að frátalinni stunguárás í fyrrinótt hefur bæjarhátíðin Ein með öllu á Akureyri gengið eins og í sögu að sögn skipuleggjanda. Veðrið verið gott, og gleðin við völd. Davíð Rúnar Gunnarsson, skipuleggjandi bæjarhátíðarinnar, var hinn kátasti þegar fréttastofa náði af honum tali fyrr í dag. „Þetta er búið að ganga alveg eins og draumur hérna fyrir norðan hjá okkur. Fullt af fólki og hefur farið mjög vel fram allt saman,“ segir Davíð.

Lífið
Fréttamynd

Ekki talinn í lífs­hættu eftir hnífsstungu á Akur­eyri í nótt

Hnífstungumál á miðbæjarsvæðinu er til rannsóknar hjá lögreglunni á Akureyri eftir fyrstu nótt verslunarmannahelgarinnar þar. Sá slasaði er ekki talinn í lífshættu. Töluvert af fólki var í bænum en að öðru leyti hefur allt gengið vel, að sögn varðstjóra hjá lögreglunni.

Innlent
Fréttamynd

„Ég var búinn að byrgja allt saman inni í mörg ár“

„Mér líður þúsund sinnum betur í dag en áður, og það er vegna þess að ég byrjaði að tala um hlutina,“ segir Pétur Elvar Sigurðsson en hann leitaði til Bjarmahlíðar fyrir fimm árum til að takast á við erfið mál úr fortíðinni.

Lífið
Fréttamynd

Merki Cool­bet fjar­lægt eftir sím­tal frétta­manns

Dómsmálaráðherra vonast til að geta lagt fram frumvarp sem tekur á reglum um erlendar veðmálasíður í haust. Talsmaður fjölskylduhátíðarinnar Einnar með öllu segir að Coolbet hafi óskað eftir samstarfi sem var slitið í gær.

Innlent
Fréttamynd

Fimm heillandi ein­býli á Akur­eyri

Á fasteignavef Vísis er að finna fjölbreytt framboð af eignum af öllum stærðum og gerðum. Lífið á Vísi tók saman lista sem samanstendur af fimm glæsilegum einbýlishúsum á Akureyri sem eiga það sameiginlegt að vera með stórkostleg útsýni.

Lífið
Fréttamynd

Á­kærður vegna andlátsins í Naustahverfi

Karlmaður á sjötugsaldi hefur verið ákærður í tengslum við andlát eiginkonu hans að heimili þeirra að Kjarnagötu á Akureyri í apríl. Ákæran hefur ekki verið birt manninum og því getur Héraðssaksóknari ekki gefið upp fyrir hvað maðurinn er ákærður nákvæmlega.

Innlent
Fréttamynd

Einn hand­tekinn í að­gerðum sérsveitar í Hrís­ey

Einn var handtekinn í Hrísey í aðgerðum lögreglunnar á Norðurlandi-Eystra síðdegis á fimmtudaginn. Lögregla naut aðstoðar sérsveitarmanna ríkislögreglustjóra sem hafa aðsetur á Akureyri í verkefninu. Þetta staðfestir Andri Freyr Sveinsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi-Eystra í samtali við fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Ferjubilun sé hvítþvottur hjá Hrís­ey Seafood

Forstöðumaður almenningssamgangna hjá Vegagerðinni hafnar því algjörlega að samgöngur séu í lamasessi til og frá Hrísey. Verkefnastjóri Hríseyjar Seafood taldi lokun Matvælastofnunnar eiga rót sína að rekja til lélegra ferjusamgangna.

Innlent