
Húðflúr

Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri
Páll Óskar Hjálmtýsson, söngvari, og eiginmaður hans, Edgar Antonio Lucena Angarita, fögnuðu eins árs brúðkaupsafmæli sínu þann 27. mars síðastliðinn. Í tilefni dagsins ákváðu þeir að fá sér húðflúr á baugfingur í stað þess að bera hefðbundna hringa.

Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“
Tónlistarkonan Elísabet Ormslev fagnaði 32 ára afmæli sínu í vikunni. Í tilefni dagsins heiðraði hún minningu systur sinnar, Maggýar Helgu sem lést langt fyrir aldur fram, og lét húðflúra á sig sól. Elísabet greinir frá þessu á Instagram-síðu sinni.

Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins
Jóhann Friðrik Friðriksson, þingmaður Framsóknarflokksins og frambjóðandi, fékk sér á dögunum húðflúr af íslenskum vöfflum og merki Framsóknarflokksins á handlegginn. Þetta er annað húðflúr þingmannsins.

Gaf langömmu tattú í afmælisgjöf
Langamma á Akureyri segir vini sína hlæja að nýju skrauti á handlegg hennar sem þeim finnst öllum hræðilegt. Langömmubarnið kom á óvart með óvæntri afmælisgjöf sem ekki var hægt að hafna. Þær stöllur fengu sér samstæð húðflúr á upphandlegginn.

Finnst hann ekki vera að sparka í liggjandi mann
Rithöfundurinn og athafnastjórinn Bragi Páll Sigurðarson hefur fengið sér nýtt húðflúr á hægri rasskinnina. Þar er Bjarni Benediktsson forsætisráðherra í gervi Bjarnabófa úr myndasögunum um Andrés Önd og félaga. Bragi segist ekki upplifa sem svo að hann sé að sparka í liggjandi mann með húðflúrinu.

Fékk sér þýðingarmikið húðflúr
Sálfræðingurinn og einkaþjálfarinn Ragnhildur Þórðardóttir, sem alla jafna er kölluð Ragga nagli, fékk sér nýtt og þýðingarmikið húðflúr á dögunum. Ragga birti nærmynd af húðflúrinu á Intagram í gær þar sem má sjá mynd af blóminu Gleym mér ei.

Fékk sér þrjú húðflúr í andlitið
Eyrún Telma Jónsdóttir aðalstjórnarkona Endósamtakanna fékk sér nýverið þrjú húðflúrið í andlitið. Hún deildi ferlinu með fylgjendum sínum á samfélagsmiðlinum Tiktok. Eyrún og eiginmaður hennar, Rúnar Hroði Geirmundsson styrktarþjálfari, skarta bæði fjölmörgum húðflúrum víðsvegar um líkamann. Bæði stefna þau á að húðflúra allan líkamann.

Nafn konunnar flúrað á það allra heilagasta
Össur Hafþórsson, skipuleggjandi íslensku tattú ráðstefnunnar, Icelandic Tattoo convention, segir margt hafa breyst í tattúlistinni síðustu ár. Ráðstefnan verður haldin um helgina í 17. sinn. Um 30 flúrarar verða á hátíðinni. Össur er sjálfur flúraður um allan líkamanna. Fyrsta tattúið fékk hann sér á öxlina.

Ætlar ekki að láta fjarlægja nafn Kleina
Hafdís Björg Kristjánsdóttir og Kristján Einar Sigurbjörnsson, betur þekktur sem Kleini, segja sögusagnir um meint sambandsslit þeirra stórlega ýktar. Sögusagnirnar fóru á kreik eftir að Hafdís óskaði eftir færum húðflúrara á Facebook til að breyta húðflúri.

Ásdís Rán og frítt húðflúr hjá Prettyboitjokkó
Útgáfupartý tónlistarmannsins Patrik Atlasonar, eða Prettyboitjokkó, fór fram í húsnæði Brettafélags Hafnarfjarðar á dögunum. Margt var um manninn þar sem mannskarinn fagnaði plötunni PBT 2.0 sem kemur út 24. maí næstkomandi.

Kim Kardashian uppljóstrar leynilegu húðflúri
Bandaríska raunveruleikastjarnan Kim Kardashian hefur greint frá því að hún sé komin með húðflúr. Um er að ræða endalaust-tákn (∞).

Nýtt líf með ný geirvörtu húðflúr
Nú er svokallaður bleikur október og í tilefni af því skoðum við í Íslandi í dag byltingarkennda tækni við að tattúera geirvörtur á ný uppbyggð brjóst kvenna sem misst hafa brjóstin vegna krabbameins og BRCA gensins.

Fékk sér fyrsta húðflúrið á tíræðisaldri: „Þetta er krydd í lífið“
95 ára gömul kona sem fékk sér sitt fyrsta húðflúr á dögunum hvetur fólk til að njóta lífsins, hlusta á tónlist og já, fá sér tattú! Hún útilokar ekki að húðflúrin verði fleiri í framtíðinni.

„Segjast ætla aldrei að fara í bol aftur“
Töluverð aukning hefur orðið á því hjá ungum konum á að þær láti gata á sér geirvörturnar og virðast ófeimnar við að láta lokkana sjást í gegnum fötin.

Fékk sér flúr í beinni eftir að hafa fengið leyfi frá foreldrum
Árleg húðflúrráðstefna fer fram í Reykjavík um helgina í sextánda sinn. Tugir erlendra og innlendra húðflúrmeistara eru saman komnir í Gamla bíó þar sem þátttakendum gefst tækifæri til að fræðast um húðflúrlistina og láta skreyta sig.

Tók U-beygju eftir krabbameinsgreiningu og gerðist húðflúrari
„Þetta var svo mikið sjokk. Ég man að það kom ekki orð upp úr mér í tíu mínútur,“ segir tónlistarmaðurinn, húðflúrslistamaðurinn og kvikmyndatökumaðurinn Gunnar Ingi Jones. Hann greindist með krabbamein 27 ára gamall en náði blessunarlega bata á skömmum tíma. Hann segir andlegu áhrifin hafa komið mánuðum seinna en þessi lífsreynsla hafi kennt honum mikilvægi jákvæðs hugarfars. Blaðamaður hitti hann í kaffi og fékk að heyra nánar frá lífinu og listsköpuninni.

Afhjúpuðu ný parahúðflúr á Valentínusardaginn
Hjónin Jennifer Lopez og Ben Affleck hafa innsiglað ást sína aftur, í þetta skipti með rómantískum húðflúrum.

Með Tvíhöfða á tvíhöfðunum
Íslenskt par fór sínar eigin leiðir þegar það fékk sér húðflúr af Tvíhöfða á samnefnda vöðva á handleggjunum. Þau eru miklir aðdáendur gríntvíeykisins.

Sér eftir að hafa fengið sér Messi húðflúr á ennið
Fólk missti sig misvel í gleðinni eftir að Argentína varð heimsmeistari í knattspyrnu karla þann 18. desember eftir sigur á Frakklandi í mögnuðum leik. Einn stuðningsmaður Argentínu gekk svo langt að fá sér húðflúr á ennið þar sem stóð „Messi.“

Richarlison með andlit Neymars á bakinu sínu
Richarlison stimplaði sig inn í brasilíska landsliðið á heimsmeistaramótinu í Katar með góðri frammistöðu þótt að ekki hafi það dugað til að koma liðinu í undanúrslitin.

Fannar og Vala orðin hjón: Fékk sér húðflúr í staðinn fyrir hefðbundinn giftingarhring
Sjónvarpsmaðurinn Fannar Sveinsson og hjúkrunarfræðingurinn Valgerður Kristjánsdóttir, eða Vala eins og hún er kölluð, giftu sig síðastliðinn föstudag hjá sýslumanni. Eva Ruza og Hjálmar Örn gáfu þau aftur saman um kvöldið heima hjá Bergþóri Pálssyni og Alberti Eiríkssyni auk þess sem Björn Jörundur og Daníel Ágúst tóku lagið. Fannar ákvað að láta húðflúra á sig giftingarhringinn.

Ólíklegast að kjósendur Vinstri grænna myndu fá sér húðflúr
Nýr þjóðarpúls Gallup hefur leitt í ljós að nærri þrír af hverjum tíu Íslendingum eru með húðflúr. Flúrin séu algengust hjá þeim sem kysu Flokk fólksins, Viðreisn eða Pírata.

Fékk sér Meistaradeildar húðflúr fyrir 14 árum en lék sinn fyrsta leik í kvöld
Giovanni Simeone, leikmaður Napoli, lék sinn fyrsta leik í Meistaradeild Evrópu gegn Liverpool fyrr í kvöld og skoraði sitt fyrsta mark eftir hafa spilað í þrjár mínútur. Napoli vann leikinn 4-1.

Bjössi í Mínus merkti sig Bubba að eilífu
Tónlistarmennirnir og félagarnir Bubbi Morthens og Björn Stefánsson, betur þekktur sem Bjössi í Mínus, gerðu sér lítið fyrir og skelltu sér saman í tattoo.

Stallone lét húðflúra hund yfir eiginkonuna sem sótti um skilnað
Jennifer Flavin hefur óskað eftir skilnaði við Sylvester Stallone, leikarann kunnuga, eftir 25 ára hjónaband þeirra. Grunsemdir vöknuðu í gær um skilnað hjónanna þegar það birtist mynd af Stallone á netinu þar sem verið var að húðflúra hund yfir tattú hans af Flavin.

Mourinho fagnar Evrópuafrekinu með húðflúri
Portúgalinn Jose Mourinho er einn allra sigursælasti þjálfari seinni ára í evrópskum fótbolta og hann veit það vel.

Thibaut Courtois kominn með nýtt húðflúr tileinkað sigrinum á Liverpool
Belgíski markvörðurinn Thibaut Courtois var öðrum fremur maðurinn á bak við fjórtánda sigur Real Madrid í Evrópukeppni meistaraliða en hann var stórkostlegur í 1-0 sigri Real Madrid á Liverpool í úrslitaleiknum í París í maílok.

Hætti að taka eftir flúrunum og sá aðeins auðu svæðin
Ósk Gunnarsdóttir skellti sér á dögunum á stærstu tattú ráðstefnu landsins þar sem rjóminn af húðflúrlistamönnum var samankomin víðs vegar að úr heiminum en fjallað var um hátíðina í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi.

Lét húðflúra á sig pizzusneið af ást sinni á pizzu
Álfgrímur Aðalsteinsson er lífskúnstner sem sérhæfir sig í skapandi verkefnum og hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum undanfarin misseri. Hann elskar list af öllu tagi og finnst pizza svo góð að hann lét húðflúra pizzusneið á fótinn sinn. Álfgrímur er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.

Davidson orðinn vel merktur Kardashian fyrir lífstíð
Grínistinn Pete Davidson sýndi nýlega nýtt húðflúr tileinkað kærustu sinni Kim Kardashian. Þetta er ekki fyrsta húðflúrið sem hann fær sér tileinkað henni og má því segja að hann sé vel merktur - og það fyrir lífstíð.