Keflavíkurflugvöllur

Fréttamynd

Yfir nífalt fleiri brottfarir í september

Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 108 þúsund í septembermánuði. Horfa þarf nokkur ár aftur í tímann til að sjá álíka fjölda brottfara erlendra farþega í september en um að ræða 969% aukningu milli ára.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þjóðarbúið gæti orðið af tugmilljarða tekjum vegna sóttvarna á landamærum

Harðari sóttvarnareglur á landamærunum hér en í samkeppnislöndum gætu kostað þjóðarbúið tugi milljarða króna sem annars kæmu frá ferðaþjónustunni og seinkað stækkun flugstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli að mati Ísavía. Mikilvægt sé að hér gildi svipaðar reglur og annars staðar í samkeppni við önnur ríki um farþega.

Innlent
Fréttamynd

Tengdir Íslandi þurfa ekki að framvísa neikvæðu Covid-19 prófi

Felld verður niður krafa um að einstaklingar með tengsl við Ísland þurfi að framvísa neikvæðu Covid prófi við komu til landsins. Farþegar í tengiflugi sem ekki fara út fyrir landamærastöð verða einnig undanþegnir framvísun slíks vottorðs. Breytingarnar taka gildi 1. október.

Innlent
Fréttamynd

Dregur úr vilja til ferðalaga til Íslands

Dregið hefur úr áhuga á ferðalögum til Íslands eftir að allir farþegar voru skyldaðir í lok júlí til að framvísa neikvæðu PCR eða hraðprófi á brottfararstað, hvort sem þeir eru bólusettir eða ekki. Mest munar um Bandaríkjamenn í fjölgun farþega í sumar sem leið.

Innlent
Fréttamynd

Sprengjuþoturnar flognar frá Íslandi

Bandarísku sprengjuþoturnar þrjár, hinar torséðu B-2 Spirit, eru farnar frá Íslandi. Þetta var í fyrsta sinn sem Keflavíkurflugvöllur var nýttur sem bækistöð fyrir B-2 sprengjuþotur en áður hafði aðeins ein flugvél slíkrar gerðar komið til landsins til stuttrar eldsneytismillilendingar.

Innlent
Fréttamynd

Keflavíkurflugvöllur skilgreindur sem framvarðarstöð B-2 til sprengjuárása

Tvær af þremur B-2 Spirit sprengjuþotum bandaríska flughersins, sem staðsettar eru á Keflavíkurflugvelli um þessar mundir, æfðu með norska flughernum yfir Norðursjó í vikunni. Samkvæmt frétt norska hersins fóru æfingarnar fram á mánudag og miðvikudag með þátttöku F-35 orustuþotna Norðmanna sem komu frá Evenes-flugvellinum í Norður Noregi.

Innlent
Fréttamynd

Úr 80 þúsund í ríflega 264 þúsund

Ríflega 264 þúsund farþegar flugu með Icelandair í ágúst, samanborið við tæplega 80 þúsund á sama tíma í fyrra. Þar af voru farþegar í millilandaflugi rúmlega 241 þúsund samanborið við um 67 þúsund í ágúst 2020 og 195 þúsund í júlí 2021.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sér­sveitin kölluð á Kefla­víkur­flug­völl

Lögreglan á Suðurnesjum og sérsveit ríkislögreglustjóra voru kölluð á Keflavíkurflugvöll í dag eftir að tilkynning barst flugstöðvardeild lögreglunnar um torkennilegan hlut sem fannst í handfarangri farþega við vopnaleit. Munurinn reyndist að endingu hættulaus.

Innlent
Fréttamynd

Gripinn með kíló af kókaíni í ferðatöskunni

Þýsk-rússneskur karlmaður hefur verið dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi hér á landi fyrir innflutning á rétt tæpu kílói af kókaíni. Maðurinn játaði sök þegar málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness.

Innlent