Sveitarstjórnarmál

Fréttamynd

Jóna Fanney segir upp

Jóna Fanney Friðriksdóttir bæjarstjóri á Blönduósi hefur sagt upp störfum. Uppsagnarbréf hennar sem var tekið fyrir á fundi bæjarráðs í gær er stílað 27. febrúar og samkvæmt því lætur Jóna Fanney af störfum 1. júní næstkomandi, fáeinum dögum eftir bæjarstjórnarkosningar.

Innlent
Fréttamynd

Bjóða fram A-lista í Reykjanesbæ

Samfylkingin, Framsóknarflokkurinn og óflokksbundnir í Reykjanesbæ ætla að bjóða sameiginlega fram til næstu bæjarstjórnarkosninga undir bókstafnum A.

Innlent
Fréttamynd

Ingimundur leiðir F-listann

Ingimundur Þ. Guðnason, bæjarstjóri í Garðinum, skipar fyrsta sæti á framboðslista F-listans, lista framfarasinnaðra kjósenda, við sveitarstjórnarkosningar í vor. Ingimundur hefur verið bæjarstjóri í Garði frá 1990 og verður bæjarstjóraefni listans í kosningunum.

Innlent
Fréttamynd

Mikil fjölgun Sjálfstæðismanna í Grindavík

Sjálfstæðismönnum í Grindavík fjölgaði gríðarlega í tengslum við prófkjör flokksins sem haldið var í gær, um heil um 179 prósent. 156 tóku þátt í prófkjörinu, þar af voru um eitt hundrað nýir sjálfstæðismenn.

Innlent
Fréttamynd

Sigurður Pétursson leiðir Í-lista

Sigurður Pétursson, sagnfræðingur og kennari við Menntaskólann á Ísafirði, sigraði í prófkjöri prófkjöri Í-listans í Ísafjarðarbæ sem fram fór í gær. Hlaut hann 192 atkvæði í 1. sæti og alls 294 atkvæði.

Innlent
Fréttamynd

Tólf í prófkjöri í Grindavík

Sjálfstæðismenn í Grindavík velja sér í dag frambjóðendur í efstu sæti framboðslista síns fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Tólf gefa kost á sér í prófkjöri sem hófst klukkan tíu og stendur til klukkan sex.

Innlent
Fréttamynd

Tólf vilja sæti á Í-lista

Tólf eru í framboði í prófkjöri Í-listans, sameiginlegs framboðs Frjálslynda flokksins, Samfylkingar og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs á Ísafirði sem fram fer í dag.

Innlent
Fréttamynd

Dýrast í Garðabæ

Garðabær er dýrasta sveitarfélag landsins þegar kemur að því að fá leikskólavist og skóladagvist fyrir börn. Skiptir þá engu hvort um er að ræða hjón eða einstætt foreldri. Þetta kemur fram í nýrri verðlagskönnun Alþýðusambands Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Prófkjör á Akureyri og í Árborg í dag

Sjálfstæðismenn í Árborg og Framsóknarmenn á Akureyri velja í dag frambjóðendur sína fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Ljóst er að breytingar verða á oddvitasveit beggja flokka.

Innlent
Fréttamynd

Yfir fimm þúsund hafa kosið

Alls hafa fimm þúsund og eitt hundrað kosið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Kjörstöðum verður lokað klukkan sex. Í kvöldfréttum NFS klukkan hálf sjö verður bein útsending frá Þróttarheimilinu, þar sem fyrstu niðurstöður úr talningu verða kynntar. Mjótt hefur verið á mununum í skoðanakönnunum milli þeirra þriggja sem berjast um efsta sætið, Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur borgarstjóra og borgarfulltrúanna, Dags B. Eggertssonar og Stefáns Jóns Hafstein.

Innlent
Fréttamynd

Hækka laun á Akranesi

Bæjarráð Akraness samþykkti á fundi sínum í gær að fullnýta heimildir Launanefndar sveitarfélaga til að hækka laun leikskólakennara og hækka laun þeirra starfsmanna sem lægst launin hafa. Laun hinna lægst launuðu hækka því um allt að tólf prósent.

Innlent
Fréttamynd

Mikill árangur af hverfavöktun

Ekkert innbrot hefur verið tilkynnt til lögreglu eftir að hverfavöktun hófst á Seltjarnarnesi í október á síðasta ári í samstarfi bæjaryfirvalda og Securitas. Næstu níu mánuði á undan hafði verið tilkynnt um frá einu og upp í átta innbrot á mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Segist virða ákvörðun Valgerðar

Ný leiðtogi Vinstri-grænna á Akureyri segist virða þá ákvörðun Valgerðar Bjarnadóttur að taka ekki annað sætið á listanum. Hann boðar byltingu og neitar að hafa keypt fylgi með kjötbollum.

Innlent
Fréttamynd

Jakob hættir í bæjarmálunum

Jakob Björnsson, forseti bæjarstjórnar og oddviti framsóknarmanna á Akureyri, hættir í afskiptum af stjórnmálum að loknu þessu kjörtímabili í vor.

Innlent
Fréttamynd

L-listinn í Skeiða og Gnúpverjahreppi leysist upp

L-listinn í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, listi áhugafólks um farsæla sameiningu, býður ekki fram í komandi sveitarstjórnarkosningum. Þetta kemur fram á fréttavefnum sudurland.net. L-listinn fékk hreinan meirihluta í síðustu sveitarstjórnarkosningum, fékk fjóra fulltrúa en A-listi framfarasinna 3. Langvinn deila um skólamál í hreppnum er ein aðalskýring þessarar ákvörðunar fulltrúa L-listans.

Innlent
Fréttamynd

Sjálfstæðisflokkurinn með mesta fylgið

Tæp 44% Reykvíkinga segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn yrði boðað til Alþingiskosninga núna, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, en kjörfylgi flokksins í Reykjavík var 37% í síðustu kosningum.

Innlent
Fréttamynd

Árangurinn kom Ásthildi á óvart

Gunnsteinn Sigurðsson vann baráttu fjögurra einstaklinga um annað sætið á framboðslista Sjálfstæðismanna í Kópavogi fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. Einna mesta athygli í prófkjöri þeirra í gær vekur þó árangur nýliðans Ásthildar Helgadóttur sem segir árangurinn hafa komið sér á óvart.

Innlent
Fréttamynd

Sameining samþykkt

Íbúar fjögurra sveitafélaga í Þingeyjasýslu samþykktu sameiningu í gærkveldi og tekur sameiningin gildi við sveitarstjórnarkosningar í vor.

Innlent
Fréttamynd

Gunnsteinn vann baráttuna um annað sætið

Gunnsteinn Sigurðsson vann baráttuna um að skipa annað sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi fyrir næstu bæjarstjórnarkosningar. Þrír karlmenn skipa efstu sætin eftir prófkjör í gær og konur urðu í næstu sjö sætunum.

Innlent
Fréttamynd

Mikil spenna í prófkjöri Sjálfstæðismanna

306 höfðu greitt atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Kópavogi klukkan tólf. Mikil barátta stendur um hver skipar annað sæti listans fjórir stefna að því marki og hefur flokksmönnum í Kópavogi fjölgað um nær þriðjung síðustu daga.

Innlent
Fréttamynd

Fimmtán í framboði

Fimmtán taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Kópavogi fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar en kjörstaðir opnuðu klukkan níu. Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri gefur einn kost á sér í fyrsta sætið en fjögur keppa um annað sætið á listanum.

Innlent
Fréttamynd

Kosið um sameiningu fjögurra sveitarfélaga

Íbúar Húsavíkur, Kelduneshrepps, Öxarfjarðarhrepps og Raufarhafnarhrepps kjósa í dag um sameiningu sveitarfélaganna. Íbúar þessara fjögurra sveitarfélaga samþykktu sameiningu sjö sveitarfélaga í Þingeyjarsýslum síðasta haust en þá var sameiningu hafnað í þremur sveitarfélögum og því féll tillagan.

Innlent
Fréttamynd

Fjórtán þúsund lóðum úthlutað

Stærstu sveitarfélög landsins úthlutuðu lóðum undir nær fjórtán þúsund íbúðir síðustu sex árin. Þar af var rúmlega helmingi lóðanna úthlutað síðustu tvö árin. Þetta kemur fram í svari félagsmálaráðherra við fyrirspurn Kjartans Ólafssonar þingmanns.

Innlent
Fréttamynd

Tuttugu gefa kost á sér

Tuttugu manns gefa kost á sér í prófkjör Sjálfstæðisflokksins á Akureyri fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor, en prófkjörið verður ellefta febrúar.

Innlent
Fréttamynd

Fjölmenni á fyrsta bæjarstjórnarfundinum

Um tíundi hver íbúi Voga á Vatnsleysuströnd, eða um hundrað manns, mætti á bæjarstjórnarfund í gær. Fundurinn var sá fyrsti sem bæjarstjórn heldur eftir að hreppurinn sem lengi hefur verið til varð að sveitarfélagi.

Innlent
Fréttamynd

Sorphirðan dýrust á Ísafirði

Ísfirðingar greiða hæst sorphirðugjöld af íbúum fimmtán stærstu sveitarfélaga landsins. Þau hafa jafnframt hækkað meira á milli ára en í öllum hinum stærstu sveitarfélögunum.

Innlent
Fréttamynd

Of lágt boðið í hlut borgarinnar.

Borgarfulltrúar allra flokka í borgarstjórn Reykjavíkur eru ósáttir við það verð sem ríkisvaldið er reiðubúið að greiða fyrir hlut borgarinnar í Landsvirkjun. Stjórnvöld eru reiðubúin að greiða 56 milljarða króna en það eru fulltrúar R-lista, Sjálfstæðisflokks og Frjálslynda flokksins sammála um að sé of lágt.

Innlent
Fréttamynd

Álagningarprósentan lækkar

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti í dag að lækka álagningarprósentu fasteignaskatts á íbúðahúsnæði um 20 prósent, eða úr 0,335 prósentum í 0,27 prósent. Lóðarleiga og vatnsgjald lækka einnig. Þetta verður þó ekki til að álögur lækka heldur hækka þær ekki meira en sem nemur verðlagsþróun.

Innlent