
Fjölskyldumál

„Margoft verið haldið framhjá mér“
Maríanna Pálsdóttir eigandi Snyrtistofu Reykjavíkur segir gríðarlega mikilvægt að pör ræði eins fljótt og hægt er sín á milli um framhjáhald í upphafi sambandsins. Mikilvægt sé að gildin séu á hreinu en Maríanna segist sjálf hafa velt því fyrir sér um tíma hvort hún væri með mastersgráðu í að láta halda framhjá sér.

Heimili myndast þegar fjölskyldan ver tíma þar saman
Arna Ýr Jónsdóttir er þriggja barna móðir og hjúkrunarfræðinemi með stefnuna setta á ljósmóðurfræði. Arna Ýr sem er í fæðingarorlofi eins og er rekur jafnframt vörumerkið Noah Nappies ásamt því að leyfa fólki, vinum og vandamönnum að fylgjast með sínu daglega lífi í gegnum samfélagsmiðla.

„Fann svo til með okkur að hann gaf okkur afslátt“
Þórdís Björk Þorfinnsdóttir söng-og leikkona segist ekki alveg hafa hugsað málin til enda þegar hún bókaði ferð fyrir alla fjölskylduna sína til Ítalíu. Yngsta dóttir hennar og Júlí Heiðars Halldórssonar er einungis fjögurra vikna gömul og það reyndist þrautin þyngri að taka passamynd af þeirri litlu.

Allt sem þú þarft fyrir Midsummer hátíðina
Midsummer hátíðin er ein af mikilvægustu og skemmtilegustu hátíðum ársins, sérstaklega í Skandinavíu. Þessi sumarhátíð, sem fagnar lengsta degi ársins, er stútfull af hefðum, gleði og gómsætum mat. Hér eru nokkur atriði sem eru nauðsynleg fyrir góða Midsummer veislu:

Skelltu þér í sólina í sumar
Þetta sumarið býður Úrval Útsýn upp á marga spennandi áfangastaði í sólina. Hvort sem ætlunin er að slaka á, hreyfa sig, skemmta sér eða njóta matar og menningar, þá eru valkostirnir margir.

Ánægðari börn, foreldrar og starfsfólk og öflugt fagstarf
Hafnarfjarðarbær mun í haust innleiða breytingar á leikskóladegi barna sem gefa færi á styttri viðveru en um leið sömu umönnun og kennslu. Foreldrar geta lækkað leikskólagjöldin um allt að 30%. Enn sem fyrr geta þó foreldrar fengið pláss fyrir börnin sín fullan leikskóladag þurfi þeir þess.

Stórar og flóknar tilfinningar sem aðstandendur glíma við
„Margir þeirra sem leita til okkar þurfa fyrst og fremst áheyrn. Þau koma til okkar og segja: Ég hef engan að tala við. Ég get ekki rætt þetta við fjölskylduna eða vini mína. Fólki finnst erfitt að tjá sig um þetta og upplifir líka að aðrir vilji ekki hlusta,“ segir Eiríkur Steinarsson sem er fjölskyldufræðingur hjá Bjargráð ásamt Jennýju Þórkötlu Magnúsdóttur.

Stjórnvöld eru stefnulaus í barna- og fjölskyldumálum
Stjórnvöld eru stefnulaus í barna- og fjölskyldumálum. Stjórnvöld hafa enga skilgreiningu á hugtökum eins og “fjölskylda”, “foreldri”, “barnafjölskylda” eða “stjúpforeldri”.

„Það er svo ótrúlega erfitt að vera synjað um að hitta börnin sín”
„Hvað hafa börnin mín gert? Það var ég sem braut af mér en ekki börnin mín. En samt voru það börnin mín sem þurftu örugglega að gjalda mest fyrir þetta. Það er mjög erfitt fyrir mig að díla við það, ég er bara hérna einn á meðan fjölskyldan mín er heima að líða ömurlega. Ég er ekki í neinni aðstöðu til að vera til staðar fyrir börnin,“ segir íslenskur karlmaður sem afplánar dóm í fangelsi.

Lexía lærð á hálfum degi
Ég gæti legið svona í allan dag. Hlýjað unganum mínum með nærverunni minni. Eitthvað bjóst ég við að þetta tímabil yrði erfiðara, að sinna nýbura, verandi oft ein án aðstoðar. Ekki misskilja mig, ég er illa sofin, finn fyrir þreytu, upplifi hvað það er flókið að fara milli staða, er oftar en ekki almennilega illa lyktandi, gleymdi eflaust að tannbursta mig — rétt eins og eðlilegt er fyrir konu í minni stöðu.

Neyslusaga móður: „Það var rítalínið sem rústaði mér alveg“
„Það var rítalínið sem rústaði mér alveg,“ segir Ásta Kristmannsdóttir þegar hún rifjar upp neyslusöguna sína.

Glæsileg dagskrá á Þjónustudegi Toyota á laugardag
Þjónustudagur Toyota er hátíðisdagur starfsfólks Toyota en dagurinn er haldinn á morgun, laugardaginn 11. maí.

Gallstasi á meðgöngu: „Ég grátbað um að ég yrði sett af stað“
„Þá fer mig að klæja svo rosalega að ég var viðþolslaus af kláða. Mig klæjaði það mikið að ég var komin með gaffal til að klóra mér. Svona óstjórnlegur kláði gerir mann galinn,“ segir Anna Marta Ásgeirsdóttir þegar hún lýsir kláðakastinu sem hún fékk undir lok meðgöngu dóttur sinnar Sólar, sem fæddist andvana þann 28. mars árið 2008.

Sjö hættulegar gryfjur fyrir hjón og pör að falla í
Ætli það komi ekki upp mismunandi atriði í huga fólks þegar það hugsar um hverjar séu algengustu gryfjurnar fyrir pör að falla í. Með þeim afleiðingum að sambandið liðast í sundur.

Einblína á trausta ávöxtun til langs tíma
Síðar á árinu fagnar SL lífeyrissjóður 50 ára starfsafmæli sínu. Stjórn, framkvæmdastjóri og starfsfólk er mjög stolt af farsælli sögu sjóðsins enda hefur hann lengi haft sérstöðu meðal íslenskra lífeyrissjóða.

Að skilja faglega
Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands enda um 40% hjónabanda með lögskilnaði. Áður en lögskilnaður er veittur þarf fólk að slíta fjárfélagi sínu sem það hefur haft í hjúskapnum. Oftast gilda þá helmingaskiptaregla hjúskaparréttarins.

10 ár af matargleði: Eldum rétt býður í milljón króna ferðalag
„Verandi sjálfur með lítil börn veit ég ekki hvernig við gætum látið hversdagslífið ganga upp ef við værum ekki í svona áskrift,‟ segir Oddur Örnólfsson, framleiðslustjóri Eldum rétt.

Fleiri gifta sig hjá sýslumanni en í kirkju
Árið 2023 stofnuðu 2.095 manns til hjúskapar hjá sýslumanni en 1.650 manns hjá Þjóðkirkjunni. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem fleiri ganga í hjónaband þar en í kirkjunni.

Davíð Viðarsson þurfi að höfða mál til að skera úr um faðerni
Veitingamaðurinn Quang Le er sakaður um að hafa platað félaga sinn til að giftast konu sem hann sjálfur eignaðist tvö börn með. Lögmaður segir manninn þurfa að höfða mál til að leiðrétta skráninguna en mikilvægt sé að börn séu rétt feðruð.

Leitinni að foreldrunum lauk á hörmulegum nótum
Tinna Rúnarsdóttir hóf leit að blóðforeldum sínum á Srí Lanka fyrir um mánuði. Þar fæddist hún í nóvember árið 1984. Þremur mánuðum síðar var hún ættleidd til Íslands. Tinna sagði sögu sína á Vísi um helgina og fékk á sama tíma afar erfiðar fréttir um afdrif blóðforeldra sinna.

Taktu þátt í skemmtilegum sumarleik!
Sumardagurinn fyrsti verður haldinn hátíðlegur um allt land fimmtudaginn 25. apríl. Eftir langan og kaldan vetur markar dagurinn upphaf sumarsins með björtum sumarnóttum og eftirminnilegum ævintýrum

Óhamingjusamt hjónaband: Að hanga saman fyrir börnin
Við þekkjum öll þessar sögur: Að foreldrar haldi hjónabandi gangandi „fyrir“ börnin. Óhamingjan samt einkennandi, jafnvel búin að vara í mörg ár.

Skrítin tilfinning að vera mögulega búin að finna mömmu sína
Tinna Rúnarsdóttir ákvað fyrir um mánuði að nú væri kominn tími til að leita uppruna síns. Tinna er fædd árið 1984 og var ættleidd til Íslands frá Srí Lanka 1985. Með aðstoð Auri Hinriksson hefur hún að öllum líkindum fundið þau og langar út til Srí Lanka.

Fjárhagurinn eigi að ganga fyrir ferðum til Tenerife
Theodór Francis Birgisson, klínískur félagsráðgjafi, segir mjög algengt að pör séu ekki á sömu blaðsíðu þegar kemur að fjármálum og að rannsóknir sýni að fleiri sambönd fari á hliðina út af fjármálum en framhjáhaldi. Einnig séu ofnotkun snjalltækja og tengslaleysi milli fjölskyldumeðlima vaxandi vandamál.

Taktu þátt í BabyShowerleik Vísis
Komdu óléttu eiginkonunni, vinkonunni, systurinni, frænkunni eða mágkonunni á óvart og dúndraðu upp óvæntu og skemmtilegu BabyShower partýi.

„Hæ, ég held að þú sért blóðfaðir minn“
Stærsti draumur Tori Lynn Gísladóttur rættist um síðustu jól. Þá voru hún og bandarískur blóðfaðir hennar sameinuð á ný, eftir fimmtán ára aðskilnað. Sagan þar á bak við er flókin og óvenjuleg – og á sama tíma hjartnæm og falleg.

Hjónum fjölgar hjá umboðsmanni skuldara
Einstaklingum sem leita aðstoðar umboðsmanns skuldara vegna fjárhagsvanda fer fjölgandi. Umsækjendum sem eru með vinnu hefur fjölgað og eru orðnir stærsti hópur umsækjenda, þegar litið er til atvinnustöðu. Þá sækja hjón og sambúðafólk í auknum mæli um aðstoð.

Grímur leitar að bræðrum sínum
Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, reynir þessa dagana að komast í samband við tvo karlmenn sem hann telur vera bræður sína. Hann biður alla sem hafa tengingar í Wales að deila FB-færslu sinni í þeirri von að hún nái til skyldmenna sinna.

„Ég er að verða afi í ágúst“
Hjálmar Örn Jóhannsson, skemmtikraftur, hlaðvarpsstjarna, er að verða afi lok sumars og segist yfir sig spenntur fyrir komandi hlutverki. Hann greinir frá gleðitíðinudum í hlaðvarpsþætti Hæ Hæ sem er í umsjón hans og Helga Jean Claessen.

Ekki barnarán í tilfelli móður
Sakfellingu konu, sem flutti með tvö börn sín til útlanda í trássi við vilja föður barnanna, hefur verið snúið við í Hæstarétti. Foreldrar barnanna fara báðir með forsjá þeirra og því taldi Hæstiréttur að ákvæði hegningarlaga um barnarán ætti ekki við um háttsemi konunnar.