Sósíalistaflokkurinn

Fréttamynd

„Á­fram Sósíal­istar! Á­fram fé­lags­hyggjan!“

„Þetta hefur gengið rosalega vel hjá okkur. Við höfum fundið mikinn meðbyr og ég er mjög spennt fyrir deginum. Ég trúi því að þetta fari allt vel og við munum ná mörgum Sósíalistum inn. Þannig að ég segi bara: „Áfram Sósíalistar! Áfram félagshyggjan!“

Innlent
Fréttamynd

Hús­næðis­mál eru um­hverfis­mál

Í borginni er rekin kolröng húsnæðisstefna. Hún gagnast ekki til að framleiða húsnæði fyrir fólkið sem vantar húsnæði. Hún gagnast hins vegar einhverjum ágætlega og það má kannski spyrja sig á hvaða ævintýralendur sú peningaslóð leiðir mann.

Skoðun
Fréttamynd

Lausnin á hús­næðis­vanda borgarinnar

Viku fyrir kosningar þegar góð ráð eru dýr virðast Vinstri græn hafa fundið lausnina á húsnæðisvanda borgarinnar. Lausnin er einfaldlega að taka upp stefnu annars flokks í húsnæðismálum.

Skoðun
Fréttamynd

Börn eiga ekki að borga

Börn hafa ekki tekjur og eiga ekki að greiða gjöld. Sveitarfélögin eiga að vera hönnuð út frá þörfum barna með hagsmuni þeirra að leiðarljósi. Leikskólar og grunnskólar eiga að vera gjaldfrjálsir, þar sem boðið er upp á næringarríkan mat.

Skoðun
Fréttamynd

Leiguþak er eðlileg leið til að verja fólk fyrir oki markaðarins

Hátt og hækkandi leiguverð er það sem skapar áföll og skapar aðstæðurnar sem steypir fólki í fátækt. Í kynningu formanns Samtaka leigjenda fyrir skemmstu, Guðmundar Arngrímssonar, kom fram að 98% skjólstæðinga hjálparstarfs á höfuðborgarsvæðinu eru leigjendur. Á sama fundi kom fram að húsleiga hefur hækkað um 100% síðasta áratuginn.

Skoðun
Fréttamynd

Tölvan sagði nei

Allir vita af ástandinu í húsnæðismálum á höfuðborgarsvæðinu, ekki er ofsagt að þar sé mikil neyð. Hundruð manna eru á biðlista eftir félagslegu húsnæði, þúsundir búa í ósamþykktu húsnæði, oft atvinnuhúsnæði, mikill fjöldi manns hefur ekki mögulega á að kaupa sér íbúð þar sem hann stenst ekki greiðslumat lánastofnanna og loks er leigumarkaðurinn stjórnlaus óhemja þar sem frumskógarlögmál og okur ríkja.

Skoðun
Fréttamynd

Frelsis­hús­næði, ekki frelsis­borgarar

„Sjálfstæðismenn eru menn sem vilja græða á daginn og grilla á kvöldin.“ Það man sérhvert mannsbarn eftir þessu gullkorni helsta hugmyndafræðings flokksins í byrjun aldar. Þarna lýsti hann flokknum rétt, enda kemur þessi lína til með að lifa næstu kynslóðir. Það sést skýrt í kosningabaráttunni þar sem áhersla er lögð á svokallaða „frelsisborgara“.

Skoðun
Fréttamynd

Vilja virkja borgarana og tryggja gjaldfrjálsa þjónustu

Sósíalistaflokkur Íslands kynnti í dag stefnumál sín í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Lögð er áhersla á að tryggja aðkomu íbúanna að ákvarðanatökku, tryggja gjaldfrjálsa grunnþjónustu og að útrýma biðliestum eftir húsnæði.

Innlent
Fréttamynd

„And­verð­leika­sam­fé­lagið“

Ég og fjölskylda mín erum ein af þeim fjölmörgu fjölskyldum sem misstu allt sitt í hruninu. Faðir minn og móðir unnu af dugnaði og samvisku til að veita sér og börnum sínum gott líf. Þau söfnuðu peningum í stóra útborgun á íbúð sem var síðan öll étin upp í hruninu.

Skoðun
Fréttamynd

Hin Eng­eyska hag­speki er tóm tjara

Bjarni Benediktsson hefur haldið því fram að hann hafi búið til peninga fyrir almenning með því að selja eigur almennings með afslætti, meðal annars til pabba síns.

Skoðun
Fréttamynd

Gjörsamlega aftengt stjórnmálafólk

Ég heiti Trausti Breiðfjörð Magnússon og er 26 ára námsmaður og vinn sem stuðningsfulltrúi. Ég ólst upp í Grafarvogi í blokkaríbúð með foreldrum mínum sem síðan skildu þegar ég var átta ára. 

Skoðun
Fréttamynd

Spilltasti og óvinsælasti stjórnmálamaður sögunnar

Skoðanakönnun Maskínu í vikunni leiddi í ljós að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, er sá stjórnmálamaður sem flestir landsmanna vantreysta. Ekki bara núna heldur í gegnum alla Íslandssöguna.

Skoðun
Fréttamynd

Akkúrat svona lítur auð­valdið út

Almenningur fékk áfall þegar hann sá hverjum Bjarni Benediktsson og bankasýslan hafði selt hlut almennings í Íslandsbanka. Þarna var saman kominn ófrýnilegur hópur manna með æði vafasama fortíð.

Skoðun
Fréttamynd

Sósíalistar kynna framboðslista í borginni

Sósíalistaflokkur Íslands hefur kynnt framboðslista sinn fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík í vor en 46 einstaklingar skipa sæti á listanum. Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi flokksins, leiðir listann. Frestur til þess að skila inn framboðum rann út í gær en ellefu framboð skiluðu inn listum í borginni. 

Innlent
Fréttamynd

Meirihlutinn í Reykjavík fallinn og Framsókn í stórsókn

Meirihlutinn í Reykjavík er fallinn samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna, jafnvel þótt Sjálfstæðisflokkurinn tapi tveimur borgarfulltrúum frá síðustu kosningum. Framsóknarflokkurinn er í stórsókn og fengi þrjá borgarfulltrúa.

Innlent
Fréttamynd

Íslenskir ólígarkar

Í fréttum vikunnar frá innrásinni í Úkraínu var mikið talað um ólígarkanna í Rússlandi. Það þurfi að refsa þeim vegna þess hversu mikil áhrif þeir hafi á rússnesk stjórnvöld.

Skoðun
Fréttamynd

Hættum að rukka börn fyrir þjónustu sveitarfélaganna og byrjum að rukka ríkt fólk

Útsvar er það sem við greiðum af launum okkar til sveitarfélagsins sem við búum í. Fjármagnseigendur greiða hinsvegar ekkert af fjámagnstekjum sínum til sveitarfélagsins. Útsvarið sem er veigamesti tekjustofn sveitarfélaganna er notað til uppbyggingar leik- og grunnskóla, fyrir menningarstofnanir, vetrarþjónustu, götulýsingu, sundlaugar og allt það sem sveitarfélögin sjá um.

Skoðun
Fréttamynd

Er lögreglan yfir gagnrýni hafin?

Ég var einn af þeim fjölmörgu sem saman unnu að því að efla til mótmæla nú um helgina, bæði á Akureyri og í Reykjavík. Mótmælin, bæði sunnan og norðan heiða, fóru fram á friðsælan hátt. Þess vegna þykir mér afskaplega skrýtið að vera einn af þeim sem aðstoðarmaður dómsmálaráðherra sakar um að vega að störfum lögreglu.

Skoðun
Fréttamynd

Það þarf ekkert minna en byltingu í hús­næðis­málum

Sósíalistar bentu á það fyrir þingkosningarnar í haust að vaxandi húsnæðiskostnaður væri alvarlegasta ógnin við lífsafkomu almennings í dag. Sósíalistar sögðu það mikilsverðasta verkefni hins opinbera er að tryggja öllum landsmönnum öruggt og ódýrt húsnæði.

Skoðun