England

Fréttamynd

Lífið tók koll­steypu eftir ævin­týra­lega Ís­lands­för

„Þetta var svo skrítin upplifun. Nokkrum dögum áður var ég á Íslandi að drekkja í mig stórfenglega náttúrufegurð og orku og fannst ég vera ódauðleg. Áður en ég vissi af var ég kominn á þann stað að það var tvísýnt um líf mitt,“ segir Jane Fisher sem á dögunum setti upp ljósmyndasýningu með Íslandsmyndum í heimabæ sínum á Englandi. 

Lífið
Fréttamynd

Milljónir Oasis-aðdáenda berjast um miða

Miðasala á tónleika bresku hljómsveitarinnar Oasis hófst í dag með miklum látum, vægast sagt. Uppselt er á tónleikana í Dyflinn og dæmi eru um að miðar séu í endursölu á hátt í fimm milljónir króna.

Lífið
Fréttamynd

Stúlka og kona stungnar á Leicester torgi

Ellefu ára gömul stúlka og 34 ára gömul kona voru stungnar á Leicester torgi í miðborg London í morgun. Þær hafa verið færðar á sjúkrahús, ekki í lífshættu, og hefur árásarmaðurinn verið handtekinn.

Erlent
Fréttamynd

Fær enn mar­traðir eftir slysið í Top Gear

Fyrrum krikketspilarinn og sjónvarpsmaðurinn Freddie Flintoff hefur opnað sig um hræðilegt bílslys sem hann lenti í fyrir tæpum tveimur árum. Hann kveðst enn vera að jafna sig á slysinu.

Sport
Fréttamynd

Ræddu fals­fréttir og sam­­fé­lags­­miðla á neyðar­fundi

Á annað hundrað hafa verið handteknir og fjöldi lögreglumanna slasast, í mótmælum hægri öfgamanna sem beinast gegn komu hælisleitenda til Bretlands. Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, hélt neyðarfund í morgun með svokallaðri Cobra-nefnd, vegna óeirðanna, en boðað er til Cobra-fundar þegar neyðarástand af einhverju tagi ríkir í Bretlandi. Upplýsingaóreiða á samfélagsmiðlum er meðal þess sem verður rætt á fundinum.

Erlent
Fréttamynd

Yfir hundrað hand­teknir í ó­eirðum í Lundúnum

Mótmæli vegna stunguárásarinnar í bænum Southport í Norður-Englandi á mánudag hafa dreift sér út fyrir bæinn. Lögreglan í Lundúnum handtók tugi mótmælenda eftir að óeirðir brutust út við Downingstræti í kvöld. 

Erlent
Fréttamynd

Ó­eirðir í Southport eftir mann­skæðu á­rásina

Hópur öfgahægrimanna safnaðist saman fyrir utan mosku í bænum Southport í Norður-Englandi í kvöld, þar sem þrjár stúlkur voru stungnar til bana á dansnámskeiði í gær. Mótmælendur köstuðu flöskum og grjóti í lögreglumenn og kveiktu í lögreglubíl. 

Erlent
Fréttamynd

Þriðja stelpan látin í Southport

Þrjár stelpur á aldrinum sex til níu ára eru látnar og fimm börn til viðbótar eru þungt haldin eftir hnífaárás á dansnámskeiði í Southport í Englandi í gær.

Erlent
Fréttamynd

Tvö börn stungin til bana í Southport

Tvö börn létu lífið í fólskulegri stunguárás í bænum Southport í Norður-Englandi í dag. Níu börn til viðbótar særðust í árásinni, þar af sex alvarlega.

Erlent
Fréttamynd

Grunaður á­rásar­maður sau­tján ára gamall

Maður sem er grunaður um stunguárás í bænum Southport á Norðvestur-Englandi í dag er sautján ára gamall karlmaður. Hann er sagður vera íbúi þorpsins Banks, sem er skammt frá Southport. Hann var handtekinn skömmu eftir árásina

Erlent
Fréttamynd

Lög­reglu­maður traðkaði á höfði manns

Myndskeið sem sýnir breskan lögreglumann sparka í og traðka á höfði manns sem liggur á gólfi flugstöðvarinnar í Manchester á Englandi á þriðjudag er í mikilli dreifingu á netinu. Blásið hefur verið til mótmæla vegna atviksins.

Erlent
Fréttamynd

Maður hand­tekinn vegna líkams­leifa í ferða­tösku

Þrátíu og fjögurra ára gamall karlmaður sem grunaður er um morð hefur verið handtekinn í Bristol á Englandi. Líkamsleifar fundust í ferðatöskum á brúnni Clifton Suspension Bridge og í íbúð í Shepherd's Bush á miðvikudaginn.

Erlent
Fréttamynd

Clifford hand­tekinn

Kyle Clifford, maðurinn sem leitað var í dag vegna gruns um að hafa átt þátt í dauða þriggja kvenna er fundinn. Lögreglan í Hertfordshire handtók Clifford og kom honum undir læknishendur síðdegis í dag. 

Erlent
Fréttamynd

Talinn hafa myrt fjöl­skyldu í­þrótta­frétta­manns BBC

Fréttastofa BBC hefur staðfest að konurnar þrjár sem Kyle Clifford er talinn hafa drepið fyrr í dag, eru fjölskylda starfsmanns þeirra, John Hunt. Þrjár konur fundust alvarlega særðar á heimili í Ashlyn Close í Bushey í Herfordshire í Englandi í gær, og eru nú látnar. Lögregla leitar enn árásarmannsins.

Erlent
Fréttamynd

Meðal­hiti lægri í júní en í maí í fyrsta sinn

Meðalhiti í Bretlandi og Danmörku var lægri í júní heldur en var í maí. Þetta er í fyrsta sinn sem júní er kaldari en maí síðan að mælingar hófust í Danmörku fyrir rúmlega 150 árum samkvæmt fréttastofu DR.

Veður
Fréttamynd

Cara í kossaflensi á Glastonbury

Ofurfyrirsætan og leikkonan Cara Delevingne er ástfangin upp fyrir haus og virðist sjaldan hafa verið á betri stað í lífinu. Í júní fagnaði hún tveggja ára sambandsafmæli með tónlistarkonunni Minke og gátu þær ekki slitið sig frá hvor annarri á Glastonbury tónlistarhátíðinni um síðustu helgi. 

Lífið
Fréttamynd

Fjórir hand­teknir við heimili Rishi Sunak

Fjórir menn voru handteknir í Norður Jórvíkursýslu á Englandi í dag, nánar tiltekið á lóð Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands. Mennirnir eru grunaðir um að hafa farið á lóðina í leyfisleysi.

Erlent