Ástin og lífið

Fréttamynd

Ástin virðist blómstra hjá Katrínu Tönju

Svo virðist sem Katrín Tanja Davíðsdóttir crossfitkempa og Brooks Laich, kanadískur fyrrverandi atvinnumaður í íshokkí, séu að slá sér upp. Katrín Tanja smellti kossi á Laich að loknum Heimsleikunum í crossfit á dögunum og nú njóta þau lífsins saman á Havaí.

Lífið
Fréttamynd

Anna og Valdimar í skýjunum með frum­burðinn

Tónlistarmaðurinn Valdimar Guðmundsson og Anna Björk Sigurjónsdóttir, hjúkrunarnemi og flugfreyja hjá Icelandair, eru í skýjunum eftir að nýr sonur þeirra mætti með hvelli í heiminn á mánudag.

Lífið
Fréttamynd

Órómantískt en nauðsynlegt að ræða fjármálin

„Það þykir ekki sérstaklega rómantískt að ræða fjármál, en séu þau órædd geta þau drepið alla rómantík,“ segir fjölskylduráðgjafinn og sáttamiðlarinn Valgerður Halldórsdóttir í viðtali við Makamál. 

Makamál
Fréttamynd

Féll fyrir brúð­kaupum þegar hún gifti sig og gerðist brúð­kaupsplanari

Þegar Alina Vilhjálmsdóttir missti vinnuna í byrjun árs 2020 ákvað hún að hella sér í brúðkaupsbransann. Hún stofnaði fyrirtækið Andatakið þar sem hún fór að bjóða upp á persónuleg boðskort og annað bréfsefni tengt brúðkaupum. Það vatt þó hratt upp á sig og nú er Alina farin að skipuleggja brúðkaup frá A til Ö fyrir aðra.

Lífið
Fréttamynd

Haf-dóttirin komin í heiminn

Hjónin Karitas Sveinsdóttir og Hafsteinn Júlíusson, sem eiga og reka Haf Studio og Haf Store, eignuðust í dag sitt annað barn, litla stúlku. 

Lífið
Fréttamynd

Glódís og Steinþór giftu sig á á Flateyri

Marg­verð­launaða fim­leika­konan Gló­dís Guð­geirs­dóttir og at­hafna- og veitinga­maðurinn Stein­þór Helgi Arn­steins­son giftu sig á veitinga­staðnum Vagninum á Flat­eyri í gær.

Lífið
Fréttamynd

Ólafía Þórunn í skýjunum með frum­burðinn

Sonur Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur atvinnukylfings og Thomas Bojanowski kom í heiminn þann 29. júní og er parið í skýjum með frumburðinn. Frá þessu greinir Ólafía í nýrri færslu á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem hún birtir glæsilega mynd af nýburanum.

Lífið
Fréttamynd

Róðurinn varð þungur þegar plágan skall á

„Róðurinn varð ansi þungur um vorið þegar plágan skall á. Ég var fjölskyldumaður í námi og námslánin duga því miður skammt. Allt í einu var ég ekki með neina tónleika til að brúa þetta bil,“ segir tónlistarmaðurinn Unnsteinn Manuel í viðtali við Vísi.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Gleðilegt takmarkalaust sumar

Stjörnulífið er liður á Vísi en þar verður farið yfir það helsta sem þekktir Íslendingar hafa verið að gera undanfarna daga og jafnvel deila því með fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum.

Lífið