Erlendar
Frank Rijkaard: Látið Ronaldinho í friði
Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona, hefur skipað fjölmiðlum á Spáni að láta Ronaldinho í friði, en brasilíski snillingurinn hefur verið harðlega gagnrýndur að undanförnu fyrir slaka frammistöðu. Rijkaard segir það ekki einum leikmanni að kenna að Barcelona sé ekki að spila eins það best getur.
AZ upp í annað sætið í Hollandi
AZ Alkmaar skaust upp í 2. sæti hollensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í gær með öruggum 3-0 sigri á Sparta Rotterdam í gær. Grétar Rafn Steinsson spilaði allan leikinn fyrir AZ.
Chicago með gott tak á Miami
Meistarar Miami töpuðu í þriðja sinn á tímabilinu fyrir Chicago í nótt, 100-97. þar sem Shaquille O'Neal lék ekki með. Kirk Hinrich spilaði frábæra vörn á Dwayne Wade og Miami tapaði í fimmta sinn í síðustu sex leikjum.
Eiður Smári: Saviola á tækifærið skilið
Eiður Smári Guðjohnsen segist ekki vera bitur út í þjálfara sinn Frank Rijkaard fyrir að hafa tekið Javier Saviola fram yfir sig í síðustu leikjum Barcelona. Eiður Smári segir í ítarlegu viðtali við spænska dagblaðið Marca að það sé eðlilegt að Saviola sé tekinn fram yfir sig eins og hann er að spila um þessar mundir.
Federer sigraði örugglega í Ástralíu
Roger Federer undirstrikaði enn og aftur yfirburði sína í tennisheiminum með því að sigra Opna ástralska meistaramótið nú í morgun. Federer lagði Fernando Gonzalez frá Chile í úrslitum, 7-6, 6-4 og 6-4, og tryggði sér sinn 10. risamótstitil á ferlinum.
Grænlenska bomban slær í gegn
Það könnuðust fáir við handboltamanninn Angutimmarik Kreutzmann frá Grænlandi áður en HM í handbolta hófst í vikunni. Nú er hin 18 ára gamla skytta, sem gengur undir gælunafninu “grænlenska bomban” í Þýskalandi, á allra manna vörum og undir smásjánni hjá mörgum stórum liðum. Kreutzmann er næst markahæstur það sem af er HM með 43 mörk .
Svona gera aðeins snillingar
Sir Alex Ferguson og Harry Redknapp, knattspyrnustjórar Manchester United og Portsmouth, hrósuðu Wayne Rooney í hástert eftir viðureign liðanna í ensku bikarkeppninni í dag. Rooney skoraði bæði mörk Man. Utd. í 2-1 sigri liðsins eftir að hafa komið inn á sem varamaður þegar hálftími var til leiksloka.
Real tapaði fyrir Villareal
Real Madrid mátti þola 1-0 tap fyrir Villareal í öðrum af tveimur leikjum kvöldsins í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta og mistakast þannig að komast á topp deildarinnar um stundarsakir. Í hinum leik kvöldsins skildu Atletico Madrid og Racing Santanter jöfn, 1-1.
Ísland lendir aldrei neðar en í 3. sæti milliriðilsins
Nú þegar aðeins ein umferð er eftir af keppni í milliriðlum HM í handbolta liggur nokkuð ljóst fyrir hvaða lið fara í 8-liða úrslit. Lokastaða riðlanna ræðst hins vegar alfarið af leikjum morgundagsins. Þó er ljóst að Ísland verður ávallt fyrir ofan Frakkland, sama hvernig leikir morgundagsins fara, og þar með getur liðið ekki endað neðar en í 3. sæti milliriðilsins.
Vinstri öxlin nánast lömuð
“Ég er að drepast í öxlinni og í raun alveg einhentur. Ég get lítið notað vinstri öxlina, bara rétt til þess að styðja við boltann," sagði Logi Geirsson, einn besti leikmaður íslenska liðsins gegn Slóvenum í dag, eftir leikinn.
Danir höfðu betur gegn Rússum
Danir stigu stórt skref í átt að 8-liða úrslitum HM í Þýskalandi eftir 26-24 sigur á Rússum í spennuþrungnum leik í Mannheim í kvöld. Pólverjar unnu níu marka sigur á Túnis, 40-21, og eru komnir á toppinn í milliriðli 1, en fyrr í kvöld höfðu Spánverjar betur gegn Ungverjum, 33-31, í milliriðli 2.
Schalke á toppinn í þýsku úrvalsdeildinni
Schalke er komið með þriggja stiga forystu í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir 3-1 sigur á Frankfurt í dag. Helstu keppinautarnir í Werder Bremen eiga þó leik til góða á móti Hanover á morgun en Bayern Munchen er sex stigum á eftir Shalke eftir tap gegn Dortmund í gærkvöldi.
Juventus býður Saviola samning
Juventus hefur boðið argentínska sóknarmanninnum Javier Saviola fimm ára samning en núverandi samningur Saviola við Barcelona rennur út í sumar. Saviola stendur frammi fyrir erfiðu vali þar sem hann hefur átt fast sæti í liði Spánar- og Evrópumeistaranna að undanförnu.
Rooney tryggði Man. Utd. sigur gegn Portsmouth
Wayne Rooney sá um að tryggja Man. Utd. sæti í 16-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar með því að skora bæði mörk liðsins í 2-1 sigri á Portsmouth. Það tók Man. Utd. langan tíma að brjóta ísinn á Old Trafford í kvöld því mörk Rooney komu ekki fyrr en á 77. og 83. mínútu, en sjálfur kom hann inn á sem varamaður á þeirri 60.
Íslendingar sigruðu Slóvena og eru öruggir í 8-liða úrslit
Íslendingar báru sigurorð af Slóvenum, 32-31, í viðureign liðanna á HM sem var að ljúka rétt í þessu og tryggðu sér þar með öruggt sæti í 8-liða úrslitum keppninnar. Íslenska liðið er nú komið með sex stig í milliriðli 1 og er í öðru sæti riðilsins þegar aðeins einn leikur er eftir.
Íslendingar halda frumkvæðinu
Íslendingar halda frumkvæðinu í viðureign sinni gegn Slóveníu og hafa fjögurra marka forystu, 26-22, þegar 15 mínútur eru til leiksloka. Birkir Ívar Guðmundsson hefur staðið sig gríðarlega vel í síðari hálfleik og varið í nokkrum dauðafærum Slóvena.
Ísland með tveggja marka forystu
Íslendingar leiða með tveimur mörkum, 17-15, í hálfleik gegn Slóvenum. Íslendingar hafa verið með yfirhöndina nánast allan leikinn og náðu mest fimm marka forystu í hálfleiknum. Liðið gaf hins vegar nokkuð eftir undir lok hálfleiksins og hleypti Slóvenum aftur inn í leikinn. Logi Geirsson og Snorri Steinn Guðjónsson hafa skorað mest það sem af er, eða fimm mörk hvor.
Íslendingar byrja vel
Íslendingar hafa yfir, 9-6, þegar stundarfjórðungur er liðinn af leik liðsins við Slóvena á HM í Þýskalandi. Eftir brösuga byrjun þar sem Slóvenar skoruðu fyrstu tvö mörkin hefur íslenska liðið náð sér mjög vel á strik. Logi Geirsson hefur farið á kostum og hefur skorað fjögur mörk.
Þjóðverjar lögðu Frakka
Þjóðverjar unnu frækinn en verðskuldaðan sigur á Evrópumeisturum Frakka á HM í handbolta í dag, 29-26, eftir að hafa verið með forystu frá fyrstu mínútu. Með sigrinum hirðir þýska liðið toppsætið af því franska í milliriðli 1.
West Ham úr leik í enska bikarnum
Íslendingaliðið West Ham er úr leik í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu eftir að hafa beðið 1-0 ósigur gegn Watford á heimavelli sínum í dag. Lítið var um óvænt úrslit í bikarnum í dag en Bristol City, sem leikur í 2. deild, náði að knýja fram annan leik gegn Middlesbrough með því að gera 2-2 jafntefli við liðið á heimavelli í dag.
Enn einn sigur Króata
Króatar hafa tryggt sér annað af tveimur efstu sætunum í milliriðli 2 á HM í handbolta með 31-29 sigri á Tékkum í dag. Króatía er með átta stig, fullt hús stiga, eftir fjóra leiki og mæta Spánverjum í lokaleik sínum á morgun. Þegar síðari hálfleikur er tæplega hálfnaður í viðureign Þjóðverja og Frakka er staðan 21-15, Þjóðverjum í vil.
Þjóðverjar yfir gegn Frökkum í hálfleik
Gestgjafar Þjóðverja hafa 14-9 forystu í leik sínum gegn Frökkum á HM í handbolta sem nú stendur yfir. Þjóðverjar mættu gríðarlega ákveðnir til leiks og komu leikmönnum Frakka í opna skjöldu með mikilli baráttu - ekki ólíkt því sem fengu að kynnast í leiknum gegn Íslendingum í riðlakeppninni.
Alfreð: Ísland er ekki í hópi 6-8 bestu liðanna
Landsliðsþjálfarinn Alfreð Gíslason sagði við þýska fjölmiðla í gær að hann teldi lið sitt ekki vera í hópi þeirra 6-8 bestu í heimi. Alfreð lét þessi ummæli falla eftir tapið gegn Pólverjum í fyrradag. Logi Geirsson og Guðjón Valur Sigurðsson hafa verið úrskurðaðir leikfærir fyrir leikinn gegn Slóvenum í dag.
West Ham undir í hálfleik
Íslendingaliðið West Ham er undir, 1-0, þegar flautað hefur til hálfleiks í viðureign liðsins gegn Watford í ensku bikarkeppninni. Leikurinn fer fram á Upton Park, heimavelli West Ham. Nú þegar flautað hefur verið til hálfleiks í 11 leikjum bikarkeppninnar virðast flest úrvalsdeildarliðin vera á leið í 16-liða úrslit.
Danir ætla sér sigur gegn Rússum
Danir taka á móti Rússum á HM í handbolta í kvöld í leik sem mun koma til með að ráðu miklu um hvort liðanna kemst í 8-liða úrslit keppninnar. Óvæntur sigur Dana gegn Spánverjum hefur komið liðinu í góða stöðu og mun sigur í kvöld líklega tryggja liðinu eitt af fjórum efstu sætunum í milliriðli tvö.
Eggert í ítarlegu viðtali við tímarit UEFA
Eggert Magnússon, stjórnarformaður West Ham og fráfarandi formaður KSÍ, er í ítarlegu viðtali við opinbert tímarit evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, sem kom út í gær. Eggert stiklar á stóru í viðtalinu og ræðir meðal annars um sína framtíðarsýn með West Ham, hina "ótrúlegu" stuðningsmenn félagsins og drauminn um sæti í Meistaradeildinni.
Ívar fær að hvíla sig
Ívar Ingimarsson er á varamannabekk Reading sem heimsækir topplið ensku 1. deildarinnar, Birmingham, í ensku bikarkeppninn í dag. Reading stillir upp hálfgerðu varaliði í leiknum en Ívar er eini Íslendingurinn sem kemur við sögu í leikjum dagsins. Leikur Tottenham og Southend er sýndur í beinni útsendingu á Sýn og hefst kl. 15.
Öruggt hjá Blackburn
Blackburn varð í dag fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar með auðveldum sigri á Luton á útivelli í dag, 4-0. Það var hinn ungi en bráðefnilegi framherji Matt Derbyshire sem stal senunni, skoraði tvö mörk og lagði upp eitt.
Eggert vill burt frá Upton Park
Framtíð West Ham liggur frá Upton Park, núverandi heimavelli liðsins, að því er Eggert Magnússon, stjórnarformaður félagsins, segir í samtali viðLondon Evening Standard í morgun. Eggert vonast til að félagið fái afnot af væntanlegum Ólympíuleikvangi borgarinnar en ef að þær áætlanir gangi ekki eftir muni félagið einfaldlega leita eitthvert annað.
Beckham gæti spilað fyrir Real
Fabio Capello, þjálfari Real Madrid, hefur dregið úr þeim ummælum sem hann lét falla fyrir nokkrum vikum um að David Beckham myndi ekki spila aftur fyrir félagið þar sem hann hefur samið við LA Galaxy í Bandaríkjunum. Capello segir nú að ef Beckham sé í góðu formi og sýni rétt viðhorf eigi hann möguleika á að komast í liðið.