Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Frestar fundi G7 aftur

Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í morgun að hann myndi þrátt fyrir allt fresta fundi G7 ríkjanna í ár fram í september. Trump sagði í síðustu viku að líklegast yrði fundurinn haldinn í Washington, þar sem leiðtogarnir myndu hittast augliti til auglits.

Erlent
Fréttamynd

"Lag á dag“ frá matreiðslumeistara í Þorlákshöfn

Ásgeir Kristján Guðmundsson, matreiðslumeistari og trúbador í Þorlákshöfn hefur slegið í gegn á Facebook síðustu 64 daga en hann hefur spilað og sungið á hverjum degi lög, sem hann hefur flutt á Facebook. Ásgeir missti vinnuna vegna kórónuveirunnar en ætlar að spila alveg þangað til að hann fær vinnu aftur.

Innlent
Fréttamynd

Staðsetning án starfa

Nýlega bárust af því fréttir að öllum aðstoðarmönnum tollvarða á Seyðisfirði hefði verið sagt upp störfum. Uppsagnirnar eru sagðar til hagræðingar í kjölfar þess að tollurinn hefur misst sértekjur vegna falls WOW og Covid–19.

Skoðun
Fréttamynd

Segja of snemmt að draga úr félagsforðun í Bretlandi

Breskir vísindamenn sem ráðleggja yfirvöldum segja of snemmt að létta á félagsforðun í Bretlandi. Þeir segja dreifingu Covid-19 enn of mikla til að rétt sé að slaka á reglum og tilmælum og að undirbúningur varðandi rakningu smita sé ekki nógu langt kominn.

Erlent
Fréttamynd

Bandaríkin hætta að styðja WHO

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á blaðamannafundi í dag að Bandaríkin myndu hætta samstarfi og stuðningi við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina, WHO.

Erlent
Fréttamynd

Tvöfalda tölu látinna í faraldrinum í Moskvu

Yfirvöld í Moskvu segja nú að meira en tvöfalt fleiri hafi látið lífið úr Covid-19 en þau hafa haldið fram til þessa. Fréttamenn sem hafa sagt opinberar tölur vanmeta mannskaðann hafa verið sakaðir um að dreifa falsfréttum.

Erlent
Fréttamynd

160 launa­greið­endur sem nýttu hluta­star­fa­leið stjórn­valda hækkuðu laun aftur­virkt

160 launagreiðendur, flestir í eigin rekstri sem nýttu hlutastarfaúrræði stjórnvalda hækkuðu áður tilkynnt mánaðarlaun í janúar og febrúar afturvirkt. Ríkisendurskoðandi telur meirihluta breytinganna byggja á hæpnum grunni, þetta hafi verið gert til að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði. Forsætisráðherra segir brugðist við vanköntum úrræðisins í núverandi frumvarpi. 

Innlent