Lífið Hjálpum þeim gefið aftur út Einar Bárðarson tónleikahaldari og Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson tónlistarmaður ætla að gefa út nýja útgáfu af laginu „Hjálpum þeim". Stefnt er að því að lagið verði komið í sölu um næstu mánaðamót. Lífið 2.11.2005 17:31 Vetrarborgin beint á toppinn Nýjasta bók Arnaldar Indriðasonar, Vetrarborgin, fór beint á toppinn á metsölulista Pennans á fyrsta söludegi sem var í gær. Að sögn Bryndísar Loftsdóttur, vörustjóra íslenskra bóka hjá Pennanum, Eymundsson og Máli og menningu, seldist 131 eintak af bókinni í gær og sló hún þar með fyrra met Arnaldar sem sett var í fyrra þegar Kleifarvatn kom út á sama degi. Þá seldust 102 eintök. Lífið 2.11.2005 15:52 Coca Cola verðmætasta vörumerki heims Coca Cola er verðmætasta vörumerki heims að mati tímaritsins Business Week. Næst koma Microsoft, IBM, General Electric og Intel. Í sjötta sæti er svo finnska vörumerkið Nokia en eftir því sem best verður séð er ekkert annað norrænt vörumerki á listanum yfir þau hundrað verðmætustu. Lífið 2.11.2005 15:01 Ragga Gísla heiðruð Tónlistarmanninum Ragnhildi Gísladóttur voru í gær veitt Íslensku bjartsýnisverðlaunin. Forseti Íslands afhenti henni verðlaunin við athöfn í Íslensku óperunni. Lífið 1.11.2005 22:18 Hrekkjavakan á fullt skrið Hrekkjavakan í Bandaríkjunum er nú í fullum gangi. Þá taka menn upp á ýmsu, en við Flórídastrendur voru menn að keppa í graskersútskurði og uppsetningu neðansjávar. Erlent 31.10.2005 17:43 Ný prinsessa á Spáni Spænsk prinsessa kom í heiminn í nótt sem leið. Hún heitir Leonor og er dóttir Felipe, krónprins Spánverja og eiginkonu hans til eins og hálfs árs, Letiziu Ortiz. Móður og dóttur heilsast vel, en barnið var tekið með keisaraskurði. Erlent 31.10.2005 17:35 Samstarf Íslensku óperunnar og MasterCard MasterCard hefur verið einn af tryggustu samstarfsaðilum Íslensku óperunnar um árabil og verður áframhald á því samstarfi í vetur. MasterCard kemur að hádegistónleikaröð Óperunnar þriðja árið í röð, en alls verða fernir hádegistónleikar í Óperunni í vetur, tvennir á haustmisseri og tvennir á vormisseri. Lífið 31.10.2005 17:24 Gabríela hlaut heiðursverðlaun Myndstefs Gabríela Friðriksdóttir myndlistarmaður hefur verið valin heiðursverðlaunahafi Myndstefs árið 2005. Verðlaunin hlaut Gabríela fyrir myndbandsverkið Tetralógíu, en heiðursverðlaunin nema samtals einni milljón króna. Þá hlaut Ragnar Axelsson ljósmyndari aukaverðlaun Landsbankans fyrir bók sína Andlit norðursins. Lífið 31.10.2005 17:23 Selur bítur nef af konu Selur beit nefið af konu í dag við strendur Suður-Afríku þegar hún var að reyna að hjálpa honum aftur út í sjóinn. Selurinn hafði legið á sama stað síðan fyrir helgi en konan reyndi ásamt fleira fólki að koma selnum aftur út í sjóinn. Erlent 31.10.2005 13:21 Lífsgæði annað en peningar Lífsgæfan er ekki fólgin í milljarðaviðskiptum, - hugarfar og hjarta manneskjunnar er meira virði en auður, sagði Sigurbjörn Einarsson, biskup, í predikun í dag. Þessi áhrifamikli kirkjunnar maður er á tíræðisaldri, en keyrir enn til messu á hverjum sunnudegi. Lífið 30.10.2005 19:33 Sonur Askenazy með tónleika á laugardag Vovka Stefán Askenazy, hálf-íslenskur og hálf-rússneskur píanóleikari, er hér á landi og mun halda tónleika á morgun ásamt grískum píanóleikara. Vovka Stefán er sonur hins heimsþekkta píanóleikara Vladimir Askenazy og Þórunnar Jóhannsdóttur Askenazy. Lífið 28.10.2005 19:22 Best alvarlega veikur en ástand hans stöðugt Fyrrverandi knattspyrnugoðið George Best liggur enn alvarlega veikur á sjúkrahúsi en hann hefur legið á gjörgæsludeild vegna sýkingar í innyflum sem leitt hefur til innvortis blæðinga. Ástand Best mun vera stöðugt en hann er þó ekki með meðvitund. Lífið 28.10.2005 08:10 Maradona fer fyrir göngu gegn Bush Argentínska knattspyrnugoðið Diego Maradona hefur lofað Fidel Castro, forseta Kúbu, að fara fyrir göngu gegn Bush Bandaríkjaforseta í Argentínu í næstu viku, en þá heimsækir Bush landið vegna fundar Ameríkuríkja. Lífið 28.10.2005 07:37 Gæðavottun gott framtak en dugar ekki til "Það er allt ljómandi að frétta," segir Lóa Aldísardóttir, þáttastjórnandi á útvarpsrásinni Talstöðinni. "Í vinnunni höfum við Hallgrímur Thorsteinsson ekki síst verið að tala um kynbundinn launamun. Við höfum verið að taka það málefni föstum tökum í þættinum okkar Allt og sumt á morgnana milli níu og tólf. Við höfum fengið ýmsa til að tjá sig um þennan launamun og það óréttlæti sem í honum fellst," segir Lóa. Lífið 26.10.2005 22:18 Sjón tekur við verðlaunum Rithöfundurinn Sjón tók í gær við bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs í tengslum við þing ráðsins sem lýkur í Reykjavík í dag. Verðlaunin hlaut hann fyrir skáldsöguna Skugga-Baldur sem út kom árið 2003. Bókin hefur komið út alls staðar á Norðurlöndum nema í Færeyjum. Hún hefur auk þess verið gefin út á fjölda tungumála og þessa dagana er hún að koma út í Serbíu. Verðlaunaupphæðin nemur um 3,5 milljónum íslenskra króna. Lífið 26.10.2005 22:20 Berst gegn dýratilraunum Tryggvi Guðmundsson er sautján ára dýravinur sem ver frístundum sínum í baráttuna gegn dýratilraunum. Hann á kanínuna Kölu sem gengur laus um heimili hans. Lífið 26.10.2005 00:34 Geta valdið heyrnarskaða Að mati danskra sérfræðinga veldur mikil notkun mp3- spilara heyrnarskaða. Telja þeir að of margir séu með spilarana of hátt stillta og hlusti of lengi í einu. Þetta kemur fram í dagblaðinu Politiken í gær. Er talið að fjöldi heyrnarskertra í Danmörku muni tvöfaldast á næstu 15 til 20 árum. Innlent 26.10.2005 02:39 Norsku konungshjónin í opinberri heimsókn í Bretlandi Norsku konungshjónin, þau Haraldur og Sonja, eru nú stödd í þriggja daga opinberri heimsókn í Bretlandi. Innlent 25.10.2005 22:10 Sá blindi stanslaust í útláni Það var eins gott fyrir gesti að vanda val sitt á bókasafninu sem slegið var upp í Smáralind um helgina því bækurnar voru mennskar. "Lifandi bókasafn" er yfirskrift verkefnis sem þar var kynnt og gengur hugmyndin út á það að fólk geti fengið fólk úr ýmsum minnihlutahópum að láni stundarkorn til að fræðast um hug þess og hagi. Lífið 25.10.2005 01:38 Þetta líf tilnefnt Verðlaun Sjónvarpstímaritið Þetta líf, þetta líf var tilnefnt í flokki netmiðla á fjölmiðlaráðstefnunni og hátíðinni Prix Europa. Verðlaunin féllu á laugardag í skaut hollenska tónleikavefsins Fabchannel. Sá vefur hefur eins og Þetta líf, þetta líf verið að sjónvarpsvæða netið. Lífið 24.10.2005 02:08 Vonast eftir fleirum á útifund en fyrir 30 árum Vonir standa til að jafnmargir, og helst fleiri, mæti á útifundinn á kvennafrídaginn á morgun en fyrir þrjátíu árum. Erlendir fjölmiðlar sýna baráttunni hér á landi áhuga. Innlent 23.10.2005 22:55 Gleði og stolt á fjölskyldudegi Það mátti sjá brosandi börn og stolta foreldra í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag á fjölskyldudegi Íslenskrar ættleiðingar. Forsetahjónin komu í heimsókn við mikla hrifningu barnanna. Lífið 23.10.2005 23:12 Spurningspilið SPARK komið út SPARK, fyrsta íslenska spurningaspilið um knattspyrnu kom í verslanir í dag. Spurningaspilið SPARK er æsispennandi spurningaspil fyrir alla aldurshópa. Það er sniðið að þörfum áhugamanna um knattspyrnu, knattspyrnuiðkenda, og annarra sem gaman hafa af spennandi og skemmtilegum spilum. Lífið 21.10.2005 19:43 Bolli vill fimmta sætið Bolli Thoroddsen, formaður Heimdallar - félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, sækist eftir fimmta sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningar næsta vor. Innlent 23.10.2005 15:03 Bestu lögin koma á plötu Sjónvarpið hefur falið fyrirtækinu BaseCamp að sjá um framkvæmd forkeppni Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva hér heima á næsta ári. Frestur til að skila inn lögum rennur út 18. næsta mánaðar, en skilyrði er að texti sé á íslensku, auk þess sem lagið má ekki vera lengra en þrjá mínútur. > Innlent 23.10.2005 18:59 Bílþjófa leitað Hvítri jeppabifreið var stolið á Akureyri í nótt og óku þjófarnir sem leið lá suður til Reykjavíkur. Að sögn eiganda jeppans sást til bílsins í Hvalfjarðargöngunum klukkan 06:41 í morgun á suðurleið. Bifreiðin er af gerðinni Nissan Patrol, árgerð 1992. Jeppinn er á 38 tommu dekkjum.Skráningarnúmer bílsins er PU 267. Innlent 23.10.2005 16:58 Athyglisvert val RÚV á viðmælendum Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokks í Reykjavík segir val stjórnenda Kastljóss á fulltrúa minnihluta gegn borgarstjóra, athyglisvert. Flugvallarmálið hafi verið til umræðu og stjórnendur Kastljóss hafi ákveðið að kalla til leiks varaborgarfulltrúa og prófkjörskandidat til að skiptast á skoðunum við borgarstjóra um málið í stað þess að kalla til oddvita minnihlutans til að skýra stefnu Sjálfstæðisflokks. Innlent 14.10.2005 06:42 Metvika á Vísi - Fjölsóttasti vefur landsins Visir.is mælist enn fjölsóttasti vefur landsins samkvæmt samræmdri vefmælingu Modernuss. Tæplega 172 þúsund notendur sóttu vefinn í síðustu viku [171.992] og lásu rúmlega níu milljón síður. Heimsóknir á Vísi hafa áður mælst fleiri en met var sett hvað varðar síðuflettingar og innlit. Innlent 13.10.2005 19:42 Árni hæstur - Ingibjörg lægst Upplýsingar um hæð síðustu borgarstjóra eru varðveittar í Fjölskyldugarðinum í Laugardal. Árni Sigfússon er borgarstjóra hæstur en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir lægst. Samkvæmt því er hæð ekki ávísun á langlífi í borgarstjóraembætti. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:39 Allt falt á Netinu Álfelgur undir bílinn, keramik-brennsluofn og iguana-eðla er meðal þess sem hægt er að kaupa í gegnum Netið þessa dagana. Margir af þessum auglýsingavefjum eru til þess gerðir að koma saman kaupendum og seljendum og því er lítið um að skattur eða önnur gjöld séu greidd af sölulaunum. Innlent 13.10.2005 19:26 « ‹ 95 96 97 98 99 100 101 102 … 102 ›
Hjálpum þeim gefið aftur út Einar Bárðarson tónleikahaldari og Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson tónlistarmaður ætla að gefa út nýja útgáfu af laginu „Hjálpum þeim". Stefnt er að því að lagið verði komið í sölu um næstu mánaðamót. Lífið 2.11.2005 17:31
Vetrarborgin beint á toppinn Nýjasta bók Arnaldar Indriðasonar, Vetrarborgin, fór beint á toppinn á metsölulista Pennans á fyrsta söludegi sem var í gær. Að sögn Bryndísar Loftsdóttur, vörustjóra íslenskra bóka hjá Pennanum, Eymundsson og Máli og menningu, seldist 131 eintak af bókinni í gær og sló hún þar með fyrra met Arnaldar sem sett var í fyrra þegar Kleifarvatn kom út á sama degi. Þá seldust 102 eintök. Lífið 2.11.2005 15:52
Coca Cola verðmætasta vörumerki heims Coca Cola er verðmætasta vörumerki heims að mati tímaritsins Business Week. Næst koma Microsoft, IBM, General Electric og Intel. Í sjötta sæti er svo finnska vörumerkið Nokia en eftir því sem best verður séð er ekkert annað norrænt vörumerki á listanum yfir þau hundrað verðmætustu. Lífið 2.11.2005 15:01
Ragga Gísla heiðruð Tónlistarmanninum Ragnhildi Gísladóttur voru í gær veitt Íslensku bjartsýnisverðlaunin. Forseti Íslands afhenti henni verðlaunin við athöfn í Íslensku óperunni. Lífið 1.11.2005 22:18
Hrekkjavakan á fullt skrið Hrekkjavakan í Bandaríkjunum er nú í fullum gangi. Þá taka menn upp á ýmsu, en við Flórídastrendur voru menn að keppa í graskersútskurði og uppsetningu neðansjávar. Erlent 31.10.2005 17:43
Ný prinsessa á Spáni Spænsk prinsessa kom í heiminn í nótt sem leið. Hún heitir Leonor og er dóttir Felipe, krónprins Spánverja og eiginkonu hans til eins og hálfs árs, Letiziu Ortiz. Móður og dóttur heilsast vel, en barnið var tekið með keisaraskurði. Erlent 31.10.2005 17:35
Samstarf Íslensku óperunnar og MasterCard MasterCard hefur verið einn af tryggustu samstarfsaðilum Íslensku óperunnar um árabil og verður áframhald á því samstarfi í vetur. MasterCard kemur að hádegistónleikaröð Óperunnar þriðja árið í röð, en alls verða fernir hádegistónleikar í Óperunni í vetur, tvennir á haustmisseri og tvennir á vormisseri. Lífið 31.10.2005 17:24
Gabríela hlaut heiðursverðlaun Myndstefs Gabríela Friðriksdóttir myndlistarmaður hefur verið valin heiðursverðlaunahafi Myndstefs árið 2005. Verðlaunin hlaut Gabríela fyrir myndbandsverkið Tetralógíu, en heiðursverðlaunin nema samtals einni milljón króna. Þá hlaut Ragnar Axelsson ljósmyndari aukaverðlaun Landsbankans fyrir bók sína Andlit norðursins. Lífið 31.10.2005 17:23
Selur bítur nef af konu Selur beit nefið af konu í dag við strendur Suður-Afríku þegar hún var að reyna að hjálpa honum aftur út í sjóinn. Selurinn hafði legið á sama stað síðan fyrir helgi en konan reyndi ásamt fleira fólki að koma selnum aftur út í sjóinn. Erlent 31.10.2005 13:21
Lífsgæði annað en peningar Lífsgæfan er ekki fólgin í milljarðaviðskiptum, - hugarfar og hjarta manneskjunnar er meira virði en auður, sagði Sigurbjörn Einarsson, biskup, í predikun í dag. Þessi áhrifamikli kirkjunnar maður er á tíræðisaldri, en keyrir enn til messu á hverjum sunnudegi. Lífið 30.10.2005 19:33
Sonur Askenazy með tónleika á laugardag Vovka Stefán Askenazy, hálf-íslenskur og hálf-rússneskur píanóleikari, er hér á landi og mun halda tónleika á morgun ásamt grískum píanóleikara. Vovka Stefán er sonur hins heimsþekkta píanóleikara Vladimir Askenazy og Þórunnar Jóhannsdóttur Askenazy. Lífið 28.10.2005 19:22
Best alvarlega veikur en ástand hans stöðugt Fyrrverandi knattspyrnugoðið George Best liggur enn alvarlega veikur á sjúkrahúsi en hann hefur legið á gjörgæsludeild vegna sýkingar í innyflum sem leitt hefur til innvortis blæðinga. Ástand Best mun vera stöðugt en hann er þó ekki með meðvitund. Lífið 28.10.2005 08:10
Maradona fer fyrir göngu gegn Bush Argentínska knattspyrnugoðið Diego Maradona hefur lofað Fidel Castro, forseta Kúbu, að fara fyrir göngu gegn Bush Bandaríkjaforseta í Argentínu í næstu viku, en þá heimsækir Bush landið vegna fundar Ameríkuríkja. Lífið 28.10.2005 07:37
Gæðavottun gott framtak en dugar ekki til "Það er allt ljómandi að frétta," segir Lóa Aldísardóttir, þáttastjórnandi á útvarpsrásinni Talstöðinni. "Í vinnunni höfum við Hallgrímur Thorsteinsson ekki síst verið að tala um kynbundinn launamun. Við höfum verið að taka það málefni föstum tökum í þættinum okkar Allt og sumt á morgnana milli níu og tólf. Við höfum fengið ýmsa til að tjá sig um þennan launamun og það óréttlæti sem í honum fellst," segir Lóa. Lífið 26.10.2005 22:18
Sjón tekur við verðlaunum Rithöfundurinn Sjón tók í gær við bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs í tengslum við þing ráðsins sem lýkur í Reykjavík í dag. Verðlaunin hlaut hann fyrir skáldsöguna Skugga-Baldur sem út kom árið 2003. Bókin hefur komið út alls staðar á Norðurlöndum nema í Færeyjum. Hún hefur auk þess verið gefin út á fjölda tungumála og þessa dagana er hún að koma út í Serbíu. Verðlaunaupphæðin nemur um 3,5 milljónum íslenskra króna. Lífið 26.10.2005 22:20
Berst gegn dýratilraunum Tryggvi Guðmundsson er sautján ára dýravinur sem ver frístundum sínum í baráttuna gegn dýratilraunum. Hann á kanínuna Kölu sem gengur laus um heimili hans. Lífið 26.10.2005 00:34
Geta valdið heyrnarskaða Að mati danskra sérfræðinga veldur mikil notkun mp3- spilara heyrnarskaða. Telja þeir að of margir séu með spilarana of hátt stillta og hlusti of lengi í einu. Þetta kemur fram í dagblaðinu Politiken í gær. Er talið að fjöldi heyrnarskertra í Danmörku muni tvöfaldast á næstu 15 til 20 árum. Innlent 26.10.2005 02:39
Norsku konungshjónin í opinberri heimsókn í Bretlandi Norsku konungshjónin, þau Haraldur og Sonja, eru nú stödd í þriggja daga opinberri heimsókn í Bretlandi. Innlent 25.10.2005 22:10
Sá blindi stanslaust í útláni Það var eins gott fyrir gesti að vanda val sitt á bókasafninu sem slegið var upp í Smáralind um helgina því bækurnar voru mennskar. "Lifandi bókasafn" er yfirskrift verkefnis sem þar var kynnt og gengur hugmyndin út á það að fólk geti fengið fólk úr ýmsum minnihlutahópum að láni stundarkorn til að fræðast um hug þess og hagi. Lífið 25.10.2005 01:38
Þetta líf tilnefnt Verðlaun Sjónvarpstímaritið Þetta líf, þetta líf var tilnefnt í flokki netmiðla á fjölmiðlaráðstefnunni og hátíðinni Prix Europa. Verðlaunin féllu á laugardag í skaut hollenska tónleikavefsins Fabchannel. Sá vefur hefur eins og Þetta líf, þetta líf verið að sjónvarpsvæða netið. Lífið 24.10.2005 02:08
Vonast eftir fleirum á útifund en fyrir 30 árum Vonir standa til að jafnmargir, og helst fleiri, mæti á útifundinn á kvennafrídaginn á morgun en fyrir þrjátíu árum. Erlendir fjölmiðlar sýna baráttunni hér á landi áhuga. Innlent 23.10.2005 22:55
Gleði og stolt á fjölskyldudegi Það mátti sjá brosandi börn og stolta foreldra í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag á fjölskyldudegi Íslenskrar ættleiðingar. Forsetahjónin komu í heimsókn við mikla hrifningu barnanna. Lífið 23.10.2005 23:12
Spurningspilið SPARK komið út SPARK, fyrsta íslenska spurningaspilið um knattspyrnu kom í verslanir í dag. Spurningaspilið SPARK er æsispennandi spurningaspil fyrir alla aldurshópa. Það er sniðið að þörfum áhugamanna um knattspyrnu, knattspyrnuiðkenda, og annarra sem gaman hafa af spennandi og skemmtilegum spilum. Lífið 21.10.2005 19:43
Bolli vill fimmta sætið Bolli Thoroddsen, formaður Heimdallar - félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, sækist eftir fimmta sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningar næsta vor. Innlent 23.10.2005 15:03
Bestu lögin koma á plötu Sjónvarpið hefur falið fyrirtækinu BaseCamp að sjá um framkvæmd forkeppni Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva hér heima á næsta ári. Frestur til að skila inn lögum rennur út 18. næsta mánaðar, en skilyrði er að texti sé á íslensku, auk þess sem lagið má ekki vera lengra en þrjá mínútur. > Innlent 23.10.2005 18:59
Bílþjófa leitað Hvítri jeppabifreið var stolið á Akureyri í nótt og óku þjófarnir sem leið lá suður til Reykjavíkur. Að sögn eiganda jeppans sást til bílsins í Hvalfjarðargöngunum klukkan 06:41 í morgun á suðurleið. Bifreiðin er af gerðinni Nissan Patrol, árgerð 1992. Jeppinn er á 38 tommu dekkjum.Skráningarnúmer bílsins er PU 267. Innlent 23.10.2005 16:58
Athyglisvert val RÚV á viðmælendum Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokks í Reykjavík segir val stjórnenda Kastljóss á fulltrúa minnihluta gegn borgarstjóra, athyglisvert. Flugvallarmálið hafi verið til umræðu og stjórnendur Kastljóss hafi ákveðið að kalla til leiks varaborgarfulltrúa og prófkjörskandidat til að skiptast á skoðunum við borgarstjóra um málið í stað þess að kalla til oddvita minnihlutans til að skýra stefnu Sjálfstæðisflokks. Innlent 14.10.2005 06:42
Metvika á Vísi - Fjölsóttasti vefur landsins Visir.is mælist enn fjölsóttasti vefur landsins samkvæmt samræmdri vefmælingu Modernuss. Tæplega 172 þúsund notendur sóttu vefinn í síðustu viku [171.992] og lásu rúmlega níu milljón síður. Heimsóknir á Vísi hafa áður mælst fleiri en met var sett hvað varðar síðuflettingar og innlit. Innlent 13.10.2005 19:42
Árni hæstur - Ingibjörg lægst Upplýsingar um hæð síðustu borgarstjóra eru varðveittar í Fjölskyldugarðinum í Laugardal. Árni Sigfússon er borgarstjóra hæstur en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir lægst. Samkvæmt því er hæð ekki ávísun á langlífi í borgarstjóraembætti. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:39
Allt falt á Netinu Álfelgur undir bílinn, keramik-brennsluofn og iguana-eðla er meðal þess sem hægt er að kaupa í gegnum Netið þessa dagana. Margir af þessum auglýsingavefjum eru til þess gerðir að koma saman kaupendum og seljendum og því er lítið um að skattur eða önnur gjöld séu greidd af sölulaunum. Innlent 13.10.2005 19:26
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent