Spænski körfuboltinn

Fréttamynd

Tap hjá Tryggva og félögum

Tryggvi Snær Hlinason og félagar í Zaragoza biðu lægri hlut gegn Baskonia á útivelli í spænska körfuboltanum í dag. Hræðilegur annar leikhluti varð Zaragoza dýrkeyptur.

Körfubolti
Fréttamynd

Elvar Már og Þórir Þorbjarnarson í sigurliðum í dag

Elvar Már Friðriksson og Þórir Þorbjarnarson stóðu í ströngu með liðum sínum í evrópska körfuboltanum fyrr í dag. Báðir komu þeir einn af varamannabekknum en lögðu lóð sín á vogarskálarnar við að hjálpa liðum sínum að vinna leikina sína.

Körfubolti
Fréttamynd

Frúin hágrátandi fyrst en fagnar nú viðveru á heimilinu

Lífið tók óvænta beygju hjá Martin Hermannssyni þegar hann sleit krossband í vor eftir að hafa farið nánast meiðslalaus í gegnum allan sinn feril. Meiðslin hafa gefið honum nýja sýn og veitt honum tækifæri til að njóta lífsins án erilsins og ferðalaganna sem fylgja lífi atvinnumanns í körfubolta.

Körfubolti
Fréttamynd

Vandræði Tryggva og félaga halda áfram

Tryggvi Snær Hlinason og félagar hans í Basket Zaragoza töpuðu sínum öðrum leik í röð í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta þegar þeir lutu í lægra haldi fyrir Unicaja Malaga, 104-78.

Körfubolti
Fréttamynd

Tryggvi Snær í sigur­liði Zaragoza gegn Real Madrid

Tryggvi Snær Hlinason og félagar hans í Zaragoza gerðu sér lítið fyrir og skelltu stórliði Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik í kvöld. Þá unnu Elvar Már Friðriksson og félagar í Rytas sigur á toppliði Zalgiris Kaunas.

Körfubolti
Fréttamynd

Elvar Már og fé­lagar aftur á sigur­braut | Tryggvi Snær enn án sigurs

Elvar Már Friðriksson og félagar hans í Vilnius Rytas unnu nauman tveggja stiga sigur er liðið heimsótti BC Wolves í litháísku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag, 89-91. Liðið hafði tapað þremur deildarleikjum í röð og sigurinn var því langþráður. Á Spáni hefur Zaragoza tapað öllum fimm leikjum sínum til þessa.

Körfubolti
Fréttamynd

Ægir Þór semur við HLA Alicante

Ægir Þór Steinarsson, landsliðsmaður í körfubolta, hefur fundið sér nýtt lið á Spáni og hefur samið við HLA Alicante í LEB Oro deildinni. Ægir skrifaði undir eins árs samning við liðið.

Körfubolti
Fréttamynd

Martin áfram hjá Valencia

Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við spænska úrvalsdeildarliðið Valencia.

Körfubolti