Ástin á götunni

Fréttamynd

Frábær sigur hjá Leikni

Tveir leikir fóru fram í 1. deild karla í knattspyrnu í kvöld. Leiknir úr Breiðholti vann glæsilegan sigur á HK á Leiknisvelli 2-0 og þá unnu Þróttarar sigur á Haukum á Ásvöllum 2-0, þar sem Þróttur gerði út um leikinn með tveimur mörkum í blálokin.

Sport
Fréttamynd

Sigur í fyrsta leik hjá Blikum

Nýliðar Breiðabliks höfðu 2-1 sigur á Val í fyrsta leik sínum í efstu deild í sumar. Breiðablik komst í 2-0 í leiknum, en Valsmenn tóku öll völd á vellinum á síðustu mínútunum og náðu að minnka muninn. Blikar náðu þó að halda sínu og hirtu öll þrjú stigin í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Valur minnkar muninn

Eskfirðingurinn knái, Valur Fannar Gíslason, var rétt í þessu að minnka muninn fyrir Val gegn Breiðablik og staðan orðin 2-1 fyrir heimamenn. Markið skoraði Valur Fannar með skalla eftir aukaspyrnu Guðmundar Benediktssonar og því stefnir í æsilegar lokamínútur í Kópavogi, þar sem fimm mínútum hefur verið bætt við leikinn.

Sport
Fréttamynd

Blikar komnir í 2-0

Breiðablik er komið í 2-0 gegn Val í leik kvöldsins í Landsbankadeildinni sem sýndur er í beinni á Sýn. Annað mark Breiðabliks var ótrúlega slysalegt sjálfsmark Valsmannsins Atla Sveins Þórarinssonar á 69. mínútu.

Sport
Fréttamynd

Blikar hafa yfir í hálfleik

Nýliðar Breiðabliks hafa yfir 1-0 gegn Val þegar flautað hefur verið til leikhlés á Kópavogsvellinum. Það var hinn ungi Guðmann Þórisson sem skoraði mark heimamanna með laglegum skalla eftir hornspyrnu á 42. mínútu. Guðmann er aðeins 19 ára gamall og er að spila sinn fyrsta leik í efstu deild.

Sport
Fréttamynd

Breiðablik - Valur í beinni á Sýn

Lokaleikur fyrstu umferðar Landsbankadeildar karla fer fram klukkan 20 í kvöld þegar nýliðar Breiðabliks taka á móti Val á Kópavogsvelli. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn og hefst útsending klukkan 19:45.

Sport
Fréttamynd

Auðveldur sigur FH á KR

Íslandsmeistarar FH unnu sannfærandi 3-0 útisigur á KR í vesturbænum í kvöld og smelltu sér á topp Landsbankadeildarinnar. Tryggvi Guðmundsson skoraði tvö mörk á 10 mínútum í fyrri hálfleik og Atli Viðar Björnsson bætti við þriðja markinu 5 mínútum fyrir leikslok.

Sport
Fréttamynd

FH leiðir á KR-velli

FH hefur yfir 2-0 í hálfleik gegn KR í kvöldleiknum í Landsbankadeild karla. Það var Tryggvi Guðmundsson sem skoraði bæði mörk FH á 11 mínútna kafla og ljóst að KRingar þurfa virkilega að taka sig saman í andlitinu ef þeir ætla sér að ná í stig í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Tryggvi búinn að skora tvö gegn KR

Íslandsmeistarar FH eru ekki lengi að taka upp þráðinn frá því í fyrra, því liðið hefur náð 2-0 forystu gegn KR í vesturbænum. Hinn magnaði Tryggvi Guðmundsson skoraði bæði mörk Hafnfirðinganna á 26. og 37. mínútu leiksins, sem er sýndur í beinni á Sýn.

Sport
Fréttamynd

KR-FH í beinni á Sýn

Lokaleikur dagsins í fyrstu umferð Landsbankadeildar karla hefst nú klukkan 20 á KR vellinum og verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn. Segja má að hér sé á ferðinni fyrsti stórleikur sumarsins, en vesturbæingum hefur gengið vægast sagt illa með Hafnfirðinga undanfarin ár.

Sport
Fréttamynd

Grindvíkingar lögðu Skagamenn

Grindvíkingar unnu glæsilegan sigur á Skagamönnum í fyrstu umferð Landsbankadeildar karla í knattspyrnu í dag 3-2, þar sem Jóhann Þórhallsson var hetja heimamanna og skoraði tvö mörk - hið síðara á 90. mínútu leiksins og tryggði það heimamönnum sigurinn.

Sport
Fréttamynd

Keflvíkingar með fyrsta mark sumarsins

Nú er kominn hálfleikur í fyrstu þremur leikjum sumarsins í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. Það var Keflvíkingurinn Símun Samuelsen sem skoraði fyrsta mark sumarsins þegar hann kom Keflvíkingum yfir gegn ÍBV í Eyjum, en Bo Henriksen jafnaði síðar leikinn úr vítaspyrnu.

Sport
Fréttamynd

Risser semur við Breiðablik

Karlalið Breiðabliks í Landsbankadeildinni gerði í dag samning við namíbíska landsliðsmanninn Oliver Risser um að leika með liðinu í sumar, en hann hefur spilað í Þýskalandi um árabil. Þá hefur félagið fengið til sína tvo Serba til reynslu, þá Nenad Zivanovic og Srdjan Gasic.

Sport
Fréttamynd

Veglegt aukablað fylgir DV í dag

Einstaklega vönduð umfjöllun um Landsbankadeildina í knattspyrnu í sumar er komin út í sérstöku aukablaði sem fylgir helgarblaði DV í dag. Þar er að finna ítarlega samantekt á öllum liðunum í deildinni, spá fyrir sumarið, viðtöl, tölfræði og rúsínan í pylsuendanum eru glæsilegar myndir sem teknar voru af þjálfurum og leikmönnum í deildinni.

Sport
Fréttamynd

Blikar burstuðu Val

Íslandsmeistarar Breiðabliks burstuðu Val 5-1 í meistarakeppni kvenna í knattspyrnu á Stjörnuvelli í kvöld, eftir að hafa verið yfir 3-1 í hálfleik. Edda Garðarsdóttir og Vanja Stefanovic skoruðu tvö mörk hvor fyrir Blika og Greta Mjöll Samúelsdóttir eitt. Guðný Óðinsdóttir skoraði mark Vals.

Sport
Fréttamynd

Breiðablik yfir í hálfleik

Íslandsmeistarar Breiðabliks hafa vænlega stöðu þegar flautað hefur verið til leikhlés í meistarakeppni kvenna í knattspyrnu. Breiðablik er yfir 3-1 gegn Val, en leikurinn fer fram á Stjörnuvellinum í Garðabæ.

Sport
Fréttamynd

Íslandsmeistararnir verja titla sína

Í dag var haldinn árlegur kynningarfundur fyrir Íslandsmótið í knattspyrnu þar sem forráðamenn, þjálfarar og fyrirliðar liðanna í Landsbankadeildinni spáðu í spilin fyrir komandi vertíð í sumar. Íslandsmeisturunum frá því í fyrra, FH og Breiðablik er spáð áframhaldandi velgengni í sumar.

Sport
Fréttamynd

Ásthildur leikur ekki með Blikum í sumar

Kvennalið Breiðabliks í Landsbankadeildinni hefur orðið fyrir mikilli blóðtöku fyrir átökin í sumar, því ljóst er að landsliðskonan Ásthildur Helgadóttir mun ekki spila með liðinu í sumar. Ásthildur hefur náð samkomulagi við lið sitt Malmö í Svíþjóð um að leika áfram með liðinu, þrátt fyrir að vera áfram búsett hérlendis. Þetta kemur fram á heimasíðu Breiðabliks í dag.

Sport
Fréttamynd

Valur meistari meistaranna

Bikarmeistarar Vals urðu í kvöld meistarar meistaranna í knattspyrnu karla þegar þeir lögðu Íslandsmeistara FH, 1-0 í Kaplakrika. Matthías Guðmundsson skoraði eina mark leiksins á 75. mínútu eftir eitilharðan undirbúning Ara Skúlasonar.

Sport
Fréttamynd

FH og Valur mætast í kvöld

Hinn árlegi leikur meistara meistaranna í fótboltanum fer fram í kvöld. Þá keppa Íslandsmeistarar FH og bikarmeistarar Vals en leikurinn hefst klukkan 19.15 á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði. Miðaverð verður 1000 kr. fyrir 17. ára og eldri, 300 kr. fyrir 11-16 ára og frítt fyrir 10 ára og yngri.

Sport
Fréttamynd

Ísland lagði Hvít-Rússa í Minsk

Ísland lagði Hvít-Rússa, 1-2 í undankeppni HM í knattspyrnu kvenna nú rétt í þessu en leikurinn fór fram í Minsk. Ísland komst yfir á 27. mínútu með marki Katrínar Jónsdóttur eftir hornspyrnu og Ásthildur Helgadóttir kom Íslandi í 0-2 á 51. mínútu úr þröngu færi. Heimastúlkur minnkuðu muninn 2 mínútum síðar.

Sport
Fréttamynd

Þrjú mörk komin í Minsk

Staðan í leik Íslands og Hvít-Rússa er orðin 1-2 fyrir Ísland í undankeppni HM í knattspyrnu en leikurinn fer fram í Minsk. Ásthildur Helgadóttir kom Íslandi í 0-2 á 51. mínútu úr þröngu færi en heimastúlkur minnkuðu muninn 2 mínútum síðar. Síðari hálfleikur er nýhafinn. Fyrra mark Íslands kom á 27. mínútu eftir hornspyrnu íslenska liðsins og hefurKatrín Jónsdóttir verið skráð fyrir því marki.

Sport
Fréttamynd

Ísland komið yfir gegn Hvít-Rússum

Íslenska kvennalandsliðið hefur náð forystu gegn Hvít-Rússum, 0-1 í undankeppni HM í knattspyrnu en leikurinn sem hófst kl. 14 fer fram í Minsk. Mark Íslands kom á 27. mínútu eftir hornspyrnu en ekki hefur fengist staðfest hvort um sjálfsmark var að ræða eða hver fær markið skráð á sig.

Sport
Fréttamynd

Blikar með Namibíumann til reynslu

Nýliðar Breiðabliks í Landsbankadeildinni hafa fengið til sín varnarmann til reynslu að nafni Oliver Risser, en hann er namibískur landsliðsmaður og hefur spilað í Þýskalandi undanfarin ár. Risser mun væntanlega verða í liði Blika um helgina þegar liðið mætir KR í æfingaleik. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Sport
Fréttamynd

FH deildarbikarmeistari

Íslandsmeistarar FH urðu í kvöld deildarbikarmeistarar í knattspyrnu þegar liðið lagði Keflavík 3-2 í úrslitum í Garðabæ. FH-ingar virtust hafa gert út um leikinn í fyrri hálfleik þegar staðan var 3-0 þeim í vil, en suðurnesjaliðið náði að laga stöðuna í þeim síðari.

Sport
Fréttamynd

FH í góðri stöðu

Íslandsmeistarar FH hafa yfir 3-0 gegn Keflavík þegar flautað hefur verið til leikhlés í úrslitaleik deildarbikarsins í knattspyrnu. Mörk FH skoruðu Sigurvin Ólafsson, Freyr Bjarnason og Tryggvi Guðmundsson.

Sport
Fréttamynd

Jafntefli gegn Andorra

Íslenska U-21 árs landslið karla í knattspyrnu gerði í kvöld markalaust jafntefli við Andorra á útivelli í fyrri leik þjóðanna í Evrópukeppninni. Síðari leikurinn fer fram hér heima þann 1. júní og sigurvegarinn kemst áfram í milliriðil keppninnar.

Sport
Fréttamynd

Jónas Grani í Fram

Jónas Grani Garðarsson, leikmaður Íslandsmeistara FH, er genginn í raðir 1. deildarliðs Fram. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu á vefsíðunni fhingar.net í dag. Jónas Grani átti ekki fast sæti í liði Íslandsmeistaranna í fyrra, en hann gekk til liðs við Hafnfirðinga frá Völsungi á Húsavík á sínum tíma.

Sport
Fréttamynd

Slæmt gengi hjá KR

"Ég hef ekki áhyggjur af gengi okkar þrátt fyrir að vissulega geti ég ekki verið sáttur með árangur okkar til þessa. Óheppni spilar inn í þar sem við höfum verið að spila með en ekki fengið úrslitin með okkur," sagði Teitur Þórðarson, þjálfari KR við Fréttablaðið í gær en liðið tapaði í lokaleik deildabikarsins í gær fyrir 1. deildarliði Fram, 3-2.

Sport
Fréttamynd

Ísland stendur í stað

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu stendur í stað á styrkleikalista Alþjóða Knattspyrnusambandsins sem birtur var í dag. Ísland er sem fyrr í 97. sæti listans. Brasilíumenn eru á toppi listans, Tékkar í öðru sætinu og Hollendingar í því þriðja. Athygli vekur að Bandaríkjamenn eru komnir í fjórða sætið á listanum.

Sport