
Skoðun: Kosningar 2021

Hvers vegna Sósíalistaflokkinn?
Sósíalistaflokkur Íslands er nýr á stjórnmálasviðinu en hefur þó boðskap sem er klassískur, húmanískur og mannvænn. Sósíalistaflokkurinn boðar aukinn jöfnuð og lýðræði, og einnig kærleikshagkerfi, þar sem samvinna, umhyggja og mennska er í fyrirrúmi og þar sem græðgisvæðingu allra hluta hefur verið aflýst.

Ísland, ESB og evran
Ísland sótti um aðild að Evrópusambandinu sumarið 2009 en þá var Samfylkingin í ríkisstjórn ásamt Vinstri grænum. Eftir alþingiskosningarnar 2013 sleit ný ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks viðræðunum með bréfi sem sent var til aðalstöðva ESB í Brussel.

Sala Íslands, fullveldið, EES-samningurinn og bókun 35
Það er vel þekkt í þriðja heiminum að önnur ríki, stórfyrirtæki og jafnvel einstaklingar nái tökum á stjórn vanþróaðra ríkja. Til að koma í veg fyrir þetta hafa lönd og ríkjasambönd leitast við að tryggja samstöðu og sama á við um hernaðarbandalög.

Frambjóðandi í hlutastarfi
Eins og margir vita er ég frambjóðandi fyrir Sósíalista í Reykjavík Suður, það hefur þó ekki sést mikið til mín í aðdraganda kosninga og spilar þar mest inn veikindi mín. Ég er öryrki og sjúklingur og get því bara sinnt störfum frambjóðanda í hlutastarfi samhliða mínum sjúkdómi.

Eflum „ó“heilbrigðiskerfið! – x-heilsa
Nú eru nokkrir dagar í alþingiskosningar og núverandi og verðandi alþingismenn flykkjast fram á sviðið og hver og einn virðist hafa lausnirnar sem þarf til að stýra þessu landi okkar.

Ungt fólk til forystu
Nú líður að alþingiskosningum og megum við unga fólkið ekki láta það fram hjá okkur fara. Í alþingiskosningunum árið 2017 var kjörsókn fólks á aldrinum 18 til 40 ára aðeins 70%, en hjá öðrum aldurshópum fór kjörsókn yfir 90%.

Iðn- og tækninám verður að efla
Grunnþáttur í stefnu Miðflokksins í menntamálum er að það þurfi að efla iðn- og tæknimenntun. Ekki á kostnað annars náms heldur til þess að svara vaxandi kröfum atvinnulífisins og þó ekki síður auknum áhuga ungs fólks á slíku námi.

Niðurstaðan
Nú finn ég mig hér sitjandi, um liðna daga hugsandi. Blað á borðið setjandi og penna úr vasa dragandi.

Logi Einarsson búinn að greiða atkvæði
Landsmenn ganga flestir að kjörborði Alþingiskosninganna á laugardaginn en óvenju margir hafa þó nýtt möguleikann á að kjósa utan kjörfundar þetta árið. Þeirra á meðal er Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sem mætti í Kringluna í dag.

Hundur sem bítur og klórar
Frá því ég man eftir mér hafa kosningar á Íslandi alltaf snúist um loforð. Ég varð mjög hissa þegar ég bjó í Noregi og varð vitni að kosningum þar. Hvar voru loforðin?

Nauðsynleg innleiðing hringrásarhagkerfisins
Á síðastliðnum árum höfum við sem samfélag áttað okkur á því að við þurfum öll að spýta í lófana þegar það kemur að umhverfismálum. Stórt skref í baráttu okkar við hin neikvæðu umhverfisáhrif er að takmarka úrgangsmyndun.

Kolefnisfótspor matvæla - lausn til stuðnings sjálfbæru matvælakerfi og bættrar heilsu?
Markmið kolefnisfótspors matvæla er að gera matvælaframleiðendum kleift að miðla loftslagsáhrifum framleiðslu sinnar til neytenda. Aukin upplýsingagjöf auðveldar neytendum að velja umhverfisvænt og hvetur framleiðendur til að draga úr kolefnisspori í framleiðslu.

Á leið inn í jákvæða landið!
Það eru ánægjuleg tíðindi að flokkurinn minn, Flokkur fólksins, virðist vera að sækja í sig veðrið í skoðanakönnunum og njóta aukinnar athygli kjósenda. Reyndar hefur flokkurinn alltaf farið miklu betur út úr kosningum en kannanir gefa til kynna og ég á ekki von á að þar verði breyting á.

Söngur popúlistans
Tólf ára gamall hóf ég störf í saltfiski í Vestmannaeyjum, þetta var sumarið 1980. Það þótti eðlilegt á þeim tíma enda var nóg um vinnu og allar hendur vantaði á dekk. Þarna lærðum við ungmennin að bera virðingu fyrir vinnunni og því sem ekki var minna um vert, að átta okkur á því hvaðan peningarnir kæmu.

Að bera saman gúrkur og banana
Í umræðum um skattamál og lækkun skatta, er því gjarnan hal dið fram að skattar hafi í raun ekkert lækkað í tíð Sjálfstæðisflokksins vegna þess að skattbyrði lægstu launa hafi aukist gríðarlega frá því að staðgreiðsla skatta var tekin upp hér árið 1988. Skattbyrðin hafi farið úr því að vera engin af lágmarkslaunum, í það að vera um 17%.

Ákall eftir einkarekstri?
Á Íslandi hefur verið góð samstaða um að heilbrigðisþjónusta eigi að vera kostuð af ríkinu og allir eigi að hafa jafnan aðgang að henni.

Af hverju Samfélagsbanki?
Sósíalistar tala um að stofna samfélagsbanka, til dæmis úr Landsbankanum. En til hvers? Hvað myndi breytast ef við ættum samfélagsbanka?

Ert þú með lægri laun en þingmaður?
Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að við hlífum fátækum við skattlagningu og aukum byrðarnar eftir því sem bökin verða breiðari. Hins vegar að við verðlaunum það sem er umhverfisvænt og grænt.

Af hverju er ég í Sjálfstæðisflokknum?
Miðaldra kona í úthverfi sem hjólar í vinnuna, drekkur kombucha, reynir að halda kjötneyslu og plastnotkun í lágmarki, hefur efasemdir um laxeldi í sjó og telur sig vera feminista getur ekki átt neina samleið með Sjálfstæðisflokknum, er það?

Óbærilegt ógagnsæi eftirlauna eldri borgara
Eldri borgarar á eftirlaunum hjá Tryggingastofnun ríkisins skila inn tekjuáætlun til stofnunarinnar í árslok fyrir komandi ár. Þar tíunda þeir samviskulega væntanlegar tekjur sínar sem oftast eru tekjur úr lífeyrissjóði og örlitlar fjármagnstekjur af sparireikningum sínum.

Þrjár spurningar um framtíðina
Þrátt fyrir að tíu flokkar séu í framboði er valið merkilega einfalt. Þú þarft ekki að taka kosningapróf til að vita fyrir hvað Sjálfstæðisflokkurinn stendur. Ábyrgð, stöðugleiki og lágir skattar - formúlan að baki þeirri stöðugu aukningu lífsgæða sem við búum nú við.

Tryggjum öruggt og barnvænt umhverfi
Í kosningabaráttu fær maður tækifæri til að kynnast fólki sem nálgast mann með hin ýmsu málefni. Velferðarmálin eru mér mjög hugleikin því þar liggur áhugasvið mitt. Mér finnst því mjög áhugavert að fá meiri innsýn inn í þann málaflokk með því að ræða beint við kjósendur og hlusta á hvað þeim liggur á hjarta.

Flokkurinn sem framkvæmir
Árið er 2014. Ég er í tíunda bekk í Hagaskóla og stekk niður í smíðastofuna því annar tími féll niður. Ég fékk að búa til mitt fyrsta mótmælaskilti og var á leið á Austurvöll daginn eftir. Tilefnið var að mótmæla því að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar hafi svikið loforð sitt um að þjóðin fengi loksins að kjósa um ESB en báðir flokkur höfðu lýst því yfir að þjóðin fengi að kjósa um áframhald viðræðna.

Hvað með kvótakaupendur?
Ýmsir flokkar, svo sem Viðreisn, Píratar o.fl. hafa það á stefnuskrá sinni, að taka 1. mgr. 1. gr. laga um stjórn fiskveiða, þ.e. að [n]ytjastofnar á Íslandsmiðum [séu] sameign íslensku þjóðarinnar nokkuð bókstaflega, og krefjast þess að þjóðin njóti fulls gjalds af auðlindum sínum.

Tökum okkur tíma
Það eru örfáir dagar í kosningar og kosningabaráttan er farin að hverfast um styttri og skýrari skilaboð um sífellt einfaldari loforð.

Kjósum VG áfram til áhrifa
Kannanir benda nú til þess að snúið verði að mynda ríkisstjórn eftir kosningar. Níu flokkar gætu átt sæti á Alþingi. Málamiðlana verður því þörf sama hvaða ríkisstjórnarmynstur verður ofaná. Það gæti reynst snúið fyrir marga flokka sem hafa sett fram ófrávíkjanlegar kröfur.

Fagnaðarerindið
Sjá! ég færi yður mikinn fögnuð! Nei, bíddu … maður byrjar ekki sósíalistapistil svona. Eða jú, ég ætla bara víst að gera það.

Að þykja vænt um kennitöluna sína
Þessa dagana glitrar og dafnar brauðmolakenningin sem aldrei fyrr þar til hún visnar og deyr þann 26. september næstkomandi, daginn eftir að kosningaúrslit liggja fyrir.

Garðyrkjuskólinn á Reykjum rústir einar
Garðyrkjuskólinn á Reykjum i Ölfusi hefur verið starfandi allt frá árinu 1939. Í 66 ár var skólinn rekinn sem sjálfstæð stofnun og var vagga garðyrkjunnar í landinu.

Vinnum á undirmönnun heilbrigðiskerfisins
Á Íslandi viljum við hafa jafnan aðgang að góðri heilbrigðisþjónustu. Það felst í fleiru en að byggja og reka sjúkrahús og heilsugæslu. Það þarf líka að tryggja að þessar stofnanir hafi starfsfólk til að halda uppi heilbrigðisþjónustu.