Spænski boltinn

Fréttamynd

Wijnaldum til Barcelona með blessun Messis

Hollenski landsliðsmaðurinn Georginio Wijnaldum mun gera samning við Barcelona sem gildir til sumarsins 2024. Hann fer frítt til félagsins frá Liverpool þar sem samningur hans er að renna út.

Fótbolti
Fréttamynd

Suárez er hér mættur til að dissa pabba þinn

Voru einhverjar líkur á öðru en Luis Suárez myndi láta forráðamenn Barcelona sjá eftir því að hafa látið sig fara eftir að hafa ekki talið sig lengur hafa not fyrir hann? Ekki möguleiki. Það eru líka engar líkur á öðru en að Suárez hafi tekið höfnuninni frá Börsungum persónulega og gert allt sem hann gæti til að ná sér niðri á þeim.

Fótbolti
Fréttamynd

Keita vill burt frá Liverpool

Naby Keita, miðjumaður Liverpool, hefur áhuga á að yfirgefa enska liðið og ganga í raðir Atletico Madrid á Spáni en AS greinir frá.

Fótbolti
Fréttamynd

Real heldur í vonina

Spánarmeistarar Real Madrid unnu gríðarlega mikilvægan 1-0 sigur á Athletic Bilbao í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni í dag. Lengi leit vel út fyrir að sigurinn myndi lyfta Real á topp deildarinnar þegar aðeins ein umferð er eftir.

Fótbolti
Fréttamynd

Öruggur sigur og Real heldur í vonina

Real Madrid vann 4-1 útisigur á Granada í kvöld er liðin mættust í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni. Þar með halda lærisveinar Zinedine Zidane enn í vonina um að stela titlinum af nágrönnum sínum í Atlético.

Fótbolti
Fréttamynd

Markalaust í toppslagnum

Barcelona og Atletico Madrid gerðu markalaust jafntefli í toppslagnum í spænska boltanum er liðin mættust í Katalóníu.

Fótbolti