Verðlag Flest „lagst gegn“ bankanum frá síðustu ákvörðun og spáir 50 punkta hækkun Á þeim ríflega mánuði sem er liðin frá því að peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði síðast vextina í 9,25 prósent þá hafa skammtímavísbendingarnar „heilt yfir lagst gegn“ bankanum, hvort sem litið er til verðbólgu, verðbólguvæntingar eða þróunar efnahagsmál, að mati greiningar Arion banka, sem spáir þess vegna að nefndin muni hækka vextina á ný um 50 punkta. Aðhald peningastefnunnar sé „enn of lítið“ og fari verðbólguvæntingar ekki að hjaðna á næstunni er sennilegt að vextirnir muni brjóta tíu prósenta múrinn áður en árið er liðið. Innherji 29.9.2023 12:01 Verðbólguálagið á markaði féll þótt bólgan hafi verið yfir spám greinenda Viðsnúningur varð á skuldabréfamarkaði þegar leið á daginn og fjárfestar sóttust eftir því að kaupa óverðtryggð ríkisskuldabréf í mikilli veltu sem varð til þess að verðbólguálagið, sem hefur hækkað mikið frá síðustu vaxtahækkun Seðlabankans, lækkaði töluvert. Skuldabréfafjárfestar virðast því sumir hverjir hafa átt von á enn verri verðbólgumælingu í morgun enda þótt hún hafi reynst hærri en greinendur gerðu ráð fyrir. Innherji 28.9.2023 18:25 Mannréttindastofnun mun ekki laga verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar gerði efnahagsstjórn ríkisstjórnarinnar að umtalsefni í umræðu á þinginu nú rétt í þessu. Og taldi stjórnina með allt niður um sig í þeim efnum. Innlent 28.9.2023 11:20 Verðbólgan mælist átta prósent Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í september 2023 er 599,9 stig og hækkar um 0,35 prósent frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkar um 0,18 prósent. Viðskipti innlent 28.9.2023 10:01 Skorar á ríkisstjórnina að takast á við hinn raunverulega „brennuvarg“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, gerði pistil Vilhjálms Birgissonar formann Starfsgreinasambandsins að umtalsefni í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Innlent 26.9.2023 15:34 Hagvöxtur ekki hraðari frá árinu 2007 Hagvöxtur á síðasta ári nam 7,2 prósentum og hefur ekki verið hraðari frá árinu 2007. Gert er ráð fyrir að hagvöxtur á þessu ári verði 2,2 prósent, sem er talsvert hægari vöxtur en í síðustu spá. Viðskipti innlent 26.9.2023 09:57 Verð lyfseðilsskyldra lyfja hækkar um mánaðamót Verð lyfseðilsskyldra lyfja mun hækka um næstu mánaðamót. Smásöluálagnin hækkar um 3,6 prósent miðað við heildarsmásöluálagningu árið 2022. Neytendur 25.9.2023 18:09 Ragnar telur Íslendinga ófæra um að stýra efnahagsmálum Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambands Íslands hefur látið í ljós þá skoðun að vert sé að taka upp nýjan gjaldmiðil. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR er honum sammála. Innlent 22.9.2023 13:58 Vilhjálmur gefst upp á íslensku krónunni Vilhjálmur Birgisson verkalýðsleiðtogi á Akranesi, formaður Starfsgreinasambands Íslands, hefur látið af stuðningi sínum við krónuna. Innlent 22.9.2023 11:54 Gríðarlegur uppgangur vinni gegn verðbólguhjöðnun Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að gríðarlegur uppgangur í íslenska hagkerfinu vinni að nokkru leyti gegn verðbólguhjöðnun. Hagvöxtur sé góður á evrópskan mælikvarða en baráttan við verðbólguna verði áfram sársaukafull. Viðskipti innlent 21.9.2023 20:18 Vilhjálmur segir Seðlabankann búinn að skíta í buxurnar Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, skrifar pistil á Facebook-síðu sína þar sem hann beinir sjónum að Seðlabankanum og stöðugum stýrivaxtahækkunum bankans. Vilhjálmur er venju fremur ómyrkur í máli og er þá mikið sagt. Innlent 21.9.2023 14:11 Ólafur segir ráðleggingar Ásgeirs aðhlátursefni Hagfræðingurinn Ólafur Margeirsson telur Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóra vera úti á túni með ráðleggingar sínar til húsnæðiseigenda og lánasýslu þeirra. Viðskipti innlent 21.9.2023 10:30 „Við erum á tánum“ Viðskiptabankarnir gætu búist við holskeflu viðskiptavina á næstu mánuðum vegna aukinnar greiðslubyrði fasteignalána. Seðlabankastjóri segir að verðbólga þurfi að minnka svo áfram verði hægt að bjóða upp á óverðtryggða vexti. Viðskipti innlent 20.9.2023 20:00 Sjálfhætt með óverðtryggða vexti ef verðbólga hjaðnar ekki Greiðslubyrði heimilanna hefur þyngst þrátt fyrir að áhrif vaxtahækkana Seðlabankans séu enn ekki komin fram af fullum þunga. Seðlabankastjóri hvetur heimilin enn á ný að huga að endurfjármögnun lána. Greiðslubyrðin eigi ekki að vera meira en 35 prósent af ráðstöfunartekjum. Viðskipti innlent 20.9.2023 12:21 Raungengi krónu miðað við laun hækkaði um tíu prósent á hálfu ári Árstíðarleiðrétt er raungengi krónunnar á mælikvarða launakostnaðar um 30 prósent yfir langtímameðaltali. „Það segir okkur að í samhengi við verðmætasköpun og okkar viðskiptalönd séu laun 30 prósent hærri en sögulega séð,“ segir hagfræðingur hjá Arion banka. Innherji 13.9.2023 15:43 „Er matur raunverulega dýr á Íslandi?“ spyr forstjóri Haga „Er matur raunverulega dýr á Íslandi?“ spyr Finnur Oddsson, forstjóri Haga, í viðtali við Morgunblaðið. Hann segir að færa megi rök fyrir því að það sé ódýrara fyrir „heimafólk“ að kaupa í matinn hérlendis en á flestum stöðum í Evrópu, að minnsta kosti hlutfallslega miðað við útgjöld eða laun. Viðskipti innlent 6.9.2023 06:51 Verðbólguálagið á markaði rýkur upp eftir óvænta hækkun verðbólgunnar Verðbólguvæntingar á skuldabréfamarkaði hafa rokið upp í morgun eftir birtingu hagtalna sem sýndu að vísitala neysluverðs hefði hækkað nokkuð meira í ágústmánuði en spár greinenda gerðu ráð fyrir. Síðasta vaxtahækkun Seðlabankans um 50 punkta var einkum rökstudd með vísun til viðvarandi hárra verðbólguvæntinga og nefndi seðlabankastjóri að það skipti öllu máli fyrir framahaldið að ná þeim niður. Innherji 30.8.2023 10:33 Verðbólgan aftur á uppleið Verðbólga mælist 7,7 prósent miðað við verðlag í ágúst og hækkar í fyrsta sinn milli mánaða eftir samfellda lækkun frá mælingu í apríl. Viðskipti innlent 30.8.2023 09:21 Fólk á sjötugsaldri í skuldavanda vegna smálána Talsvert hefur borið á því að fólk á sextugs og sjötugsaldri leiti til Neytendasamtakanna vegna smálánaskulda sem það hefur neyðst til að taka. Formaður telur að ferðaþjónustan ætti að axla ábyrgð á verðbólgunni en ekki neytendur. Innlent 24.8.2023 19:17 Kaupsamningum fækkað um 30 prósent milli ára Kaupsamningum á öðrum ársfjórðungi fækkaði um 31,1 prósent milli ára en þeir voru 1.793 á þessu ári, samanborið við 2.603 á síðasta ári. Kaupsamningum fjölgaði milli mánaða í júní, voru 698 samanborið við 643 í maí. Viðskipti innlent 24.8.2023 06:43 Vaxtahækkanir Seðlabankans ýti undir verðbólgu Stýrivextir hafa ríflega tólffaldast á tveimur árum og hafa ekki verið hærri í fjórtán ár. Seðlabankastjóri segir verðhækkanir, þenslu í ferðaþjónustu og spennu á vinnumarkaði skýra hækkun vaxta. Hagsmunasamtök og verkalýðsfélög fordæmdu hækkunina í dag. Viðskipti innlent 23.8.2023 19:00 Skilur gagnrýnina en Seðlabankinn þurfi að ná niður háum verðbólguvæntingum „Við erum að beita peningastefnunni svona harkalega af því að við erum ekki að fá mikla aðstoð frá öðrum,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, en viðurkennir um leið að þegar vextirnir eru hækkaðir svona skarpt þá sé hætta á að það valdi harðri lendingu í efnahagslífinu. Fjórtánda vaxtahækkun peningastefnunefndar Seðlabankans í röð á rétt rúmlega tveimur árum, nú síðast í morgun um 50 punkta, var nánast alfarið réttlætt með vísun til hárra verðbólguvæntinga til lengri tíma á meðan flestir hagvísar sýna að farið er að hægja hraðar á umsvifum í hagkerfinu en áður var spáð. Innherji 23.8.2023 18:19 Frekari vaxtahækkanir óþarfar Það bárust jákvæð tíðindi í lok júlí þegar verðbólga hjaðnaði nokkuð milli mánaða og mældist 7,6%. Ljóst er að verðbólga er enn óásættanlega mikil en tölurnar gefa þó væntingar um að toppnum sé náð, verðbólga hafi náð hámarki og stýrivextir einnig. Sú þróun myndi styðja við gerð langtímasamnings á vinnumarkaði. Skoðun 21.8.2023 15:00 Markaðurinn klofinn hversu langt verður gengið við næstu vaxtahækkun Skiptar skoðanir eru á því hvort lækkandi verðbólga og kólnun á húsnæðismarkaði, ásamt vísbendingum um minnkandi einkaneyslu, séu nægjanlegt tilefni fyrir peningastefnunefnd Seðlabankans til að fara í minnstu mögulegu vaxtahækkun eftir þann harða tón sem hún sendi frá sér í lok maí. Naumur meirihluti markaðsaðila væntir þess, samkvæmt könnun Innherja, að vextir bankans verði hækkaðir um 25 punkta á miðvikudaginn á meðan aðrir telja að hann eigi engra annarra kosta völ en að ráðast í 50 punkta hækkun með hliðsjón af óbreyttu verðbólguálagi og mikilvægi þess að ná upp raunstýrivöxtum. Innherji 21.8.2023 11:08 Morgunblaðið hækkað um rúmar þúsund krónur á einu ári Full áskrift að Morgunblaðinu kostar nú 9.490 krónur á mánuði en kostaði 8.880 krónur í júlí. Þetta er hækkun um 610 krónur, eða tæplega 7 prósent. Viðskipti innlent 19.8.2023 12:46 Háar verðbólguvæntingar knýja herskáan Seðlabanka í 50 punkta vaxtahækkun Fyrri yfirlýsingar peningastefnunefndar gefa skýrt til kynna að nefndin sé í „kapphlaupi við tímann“ um að ná niður verðbólgu og verðbólguvæntingum, sem hafa lítið breyst frá síðustu vaxtahækkun, áður en kjaraviðræður hefjast og því er útlit fyrir að vextir Seðlabankans hækki um 0,5 prósentur í næstu viku, að mati greiningar Arion banka. Misvísandi merki eru um að farið sé að hægja á innlendri eftirspurn en hagfræðingar Arion vara við því að hætta sé á að vaxtahækkanir „gangi of langt“ og nefndin vanmeti mögulega skaðlegu áhrifin af þeim á hagkerfið. Innherji 18.8.2023 12:44 Vísitala íbúðaverðs lækkar áfram og kaupsamningum fækkar Vísitala íbúðaverðs lækkaði um 0,8 prósent milli mánaða í júlí. Árshækkun vísitölu hefur ekki mælst jafn lítil síðan 2011. Undirritaðir kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu í júní voru sautján prósentum færri en í sama mánuði í fyrra. Viðskipti innlent 16.8.2023 11:37 Greinahöfundur Guardian sleppti Íslandsför og ofgreiddi bjórinn heima Ferð í heitan pott, kaup á dýrum bjór og selaskoðun er meðal þess sem greinahöfundur The Guardian tók sér fyrir hendur þegar hún reyndi að upplifa langþráða ferð til Íslands án þess að yfirgefa bresku sjávarsíðuna. Lífið 14.8.2023 13:07 Hvalrekaskattur á bankana kemur til greina Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra segir koma til greina að leggja svokallaðan hvalrekaskatt á bankana vegna ofurhagnaðar sem má rekja til hærri vaxta. Það liggi þó ekkert fyrir um það innan ríkisstjórnar. Innlent 8.8.2023 20:06 Hætti fljótt við umdeilt þjónustugjald Eigandi veitingahússins Legendary Nordic Restaurant á Hellu hefur ákveðið að hætta að rukka fimmtán prósent þjónustugjald. Hann hafði sagt gjaldið ætlað að mæta þeim mikla kostnaði sem fylgi veitingahúsarekstri á Íslandi. Neytendur 6.8.2023 07:48 « ‹ 8 9 10 11 12 13 14 15 16 … 31 ›
Flest „lagst gegn“ bankanum frá síðustu ákvörðun og spáir 50 punkta hækkun Á þeim ríflega mánuði sem er liðin frá því að peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði síðast vextina í 9,25 prósent þá hafa skammtímavísbendingarnar „heilt yfir lagst gegn“ bankanum, hvort sem litið er til verðbólgu, verðbólguvæntingar eða þróunar efnahagsmál, að mati greiningar Arion banka, sem spáir þess vegna að nefndin muni hækka vextina á ný um 50 punkta. Aðhald peningastefnunnar sé „enn of lítið“ og fari verðbólguvæntingar ekki að hjaðna á næstunni er sennilegt að vextirnir muni brjóta tíu prósenta múrinn áður en árið er liðið. Innherji 29.9.2023 12:01
Verðbólguálagið á markaði féll þótt bólgan hafi verið yfir spám greinenda Viðsnúningur varð á skuldabréfamarkaði þegar leið á daginn og fjárfestar sóttust eftir því að kaupa óverðtryggð ríkisskuldabréf í mikilli veltu sem varð til þess að verðbólguálagið, sem hefur hækkað mikið frá síðustu vaxtahækkun Seðlabankans, lækkaði töluvert. Skuldabréfafjárfestar virðast því sumir hverjir hafa átt von á enn verri verðbólgumælingu í morgun enda þótt hún hafi reynst hærri en greinendur gerðu ráð fyrir. Innherji 28.9.2023 18:25
Mannréttindastofnun mun ekki laga verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar gerði efnahagsstjórn ríkisstjórnarinnar að umtalsefni í umræðu á þinginu nú rétt í þessu. Og taldi stjórnina með allt niður um sig í þeim efnum. Innlent 28.9.2023 11:20
Verðbólgan mælist átta prósent Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í september 2023 er 599,9 stig og hækkar um 0,35 prósent frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkar um 0,18 prósent. Viðskipti innlent 28.9.2023 10:01
Skorar á ríkisstjórnina að takast á við hinn raunverulega „brennuvarg“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, gerði pistil Vilhjálms Birgissonar formann Starfsgreinasambandsins að umtalsefni í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Innlent 26.9.2023 15:34
Hagvöxtur ekki hraðari frá árinu 2007 Hagvöxtur á síðasta ári nam 7,2 prósentum og hefur ekki verið hraðari frá árinu 2007. Gert er ráð fyrir að hagvöxtur á þessu ári verði 2,2 prósent, sem er talsvert hægari vöxtur en í síðustu spá. Viðskipti innlent 26.9.2023 09:57
Verð lyfseðilsskyldra lyfja hækkar um mánaðamót Verð lyfseðilsskyldra lyfja mun hækka um næstu mánaðamót. Smásöluálagnin hækkar um 3,6 prósent miðað við heildarsmásöluálagningu árið 2022. Neytendur 25.9.2023 18:09
Ragnar telur Íslendinga ófæra um að stýra efnahagsmálum Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambands Íslands hefur látið í ljós þá skoðun að vert sé að taka upp nýjan gjaldmiðil. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR er honum sammála. Innlent 22.9.2023 13:58
Vilhjálmur gefst upp á íslensku krónunni Vilhjálmur Birgisson verkalýðsleiðtogi á Akranesi, formaður Starfsgreinasambands Íslands, hefur látið af stuðningi sínum við krónuna. Innlent 22.9.2023 11:54
Gríðarlegur uppgangur vinni gegn verðbólguhjöðnun Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að gríðarlegur uppgangur í íslenska hagkerfinu vinni að nokkru leyti gegn verðbólguhjöðnun. Hagvöxtur sé góður á evrópskan mælikvarða en baráttan við verðbólguna verði áfram sársaukafull. Viðskipti innlent 21.9.2023 20:18
Vilhjálmur segir Seðlabankann búinn að skíta í buxurnar Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, skrifar pistil á Facebook-síðu sína þar sem hann beinir sjónum að Seðlabankanum og stöðugum stýrivaxtahækkunum bankans. Vilhjálmur er venju fremur ómyrkur í máli og er þá mikið sagt. Innlent 21.9.2023 14:11
Ólafur segir ráðleggingar Ásgeirs aðhlátursefni Hagfræðingurinn Ólafur Margeirsson telur Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóra vera úti á túni með ráðleggingar sínar til húsnæðiseigenda og lánasýslu þeirra. Viðskipti innlent 21.9.2023 10:30
„Við erum á tánum“ Viðskiptabankarnir gætu búist við holskeflu viðskiptavina á næstu mánuðum vegna aukinnar greiðslubyrði fasteignalána. Seðlabankastjóri segir að verðbólga þurfi að minnka svo áfram verði hægt að bjóða upp á óverðtryggða vexti. Viðskipti innlent 20.9.2023 20:00
Sjálfhætt með óverðtryggða vexti ef verðbólga hjaðnar ekki Greiðslubyrði heimilanna hefur þyngst þrátt fyrir að áhrif vaxtahækkana Seðlabankans séu enn ekki komin fram af fullum þunga. Seðlabankastjóri hvetur heimilin enn á ný að huga að endurfjármögnun lána. Greiðslubyrðin eigi ekki að vera meira en 35 prósent af ráðstöfunartekjum. Viðskipti innlent 20.9.2023 12:21
Raungengi krónu miðað við laun hækkaði um tíu prósent á hálfu ári Árstíðarleiðrétt er raungengi krónunnar á mælikvarða launakostnaðar um 30 prósent yfir langtímameðaltali. „Það segir okkur að í samhengi við verðmætasköpun og okkar viðskiptalönd séu laun 30 prósent hærri en sögulega séð,“ segir hagfræðingur hjá Arion banka. Innherji 13.9.2023 15:43
„Er matur raunverulega dýr á Íslandi?“ spyr forstjóri Haga „Er matur raunverulega dýr á Íslandi?“ spyr Finnur Oddsson, forstjóri Haga, í viðtali við Morgunblaðið. Hann segir að færa megi rök fyrir því að það sé ódýrara fyrir „heimafólk“ að kaupa í matinn hérlendis en á flestum stöðum í Evrópu, að minnsta kosti hlutfallslega miðað við útgjöld eða laun. Viðskipti innlent 6.9.2023 06:51
Verðbólguálagið á markaði rýkur upp eftir óvænta hækkun verðbólgunnar Verðbólguvæntingar á skuldabréfamarkaði hafa rokið upp í morgun eftir birtingu hagtalna sem sýndu að vísitala neysluverðs hefði hækkað nokkuð meira í ágústmánuði en spár greinenda gerðu ráð fyrir. Síðasta vaxtahækkun Seðlabankans um 50 punkta var einkum rökstudd með vísun til viðvarandi hárra verðbólguvæntinga og nefndi seðlabankastjóri að það skipti öllu máli fyrir framahaldið að ná þeim niður. Innherji 30.8.2023 10:33
Verðbólgan aftur á uppleið Verðbólga mælist 7,7 prósent miðað við verðlag í ágúst og hækkar í fyrsta sinn milli mánaða eftir samfellda lækkun frá mælingu í apríl. Viðskipti innlent 30.8.2023 09:21
Fólk á sjötugsaldri í skuldavanda vegna smálána Talsvert hefur borið á því að fólk á sextugs og sjötugsaldri leiti til Neytendasamtakanna vegna smálánaskulda sem það hefur neyðst til að taka. Formaður telur að ferðaþjónustan ætti að axla ábyrgð á verðbólgunni en ekki neytendur. Innlent 24.8.2023 19:17
Kaupsamningum fækkað um 30 prósent milli ára Kaupsamningum á öðrum ársfjórðungi fækkaði um 31,1 prósent milli ára en þeir voru 1.793 á þessu ári, samanborið við 2.603 á síðasta ári. Kaupsamningum fjölgaði milli mánaða í júní, voru 698 samanborið við 643 í maí. Viðskipti innlent 24.8.2023 06:43
Vaxtahækkanir Seðlabankans ýti undir verðbólgu Stýrivextir hafa ríflega tólffaldast á tveimur árum og hafa ekki verið hærri í fjórtán ár. Seðlabankastjóri segir verðhækkanir, þenslu í ferðaþjónustu og spennu á vinnumarkaði skýra hækkun vaxta. Hagsmunasamtök og verkalýðsfélög fordæmdu hækkunina í dag. Viðskipti innlent 23.8.2023 19:00
Skilur gagnrýnina en Seðlabankinn þurfi að ná niður háum verðbólguvæntingum „Við erum að beita peningastefnunni svona harkalega af því að við erum ekki að fá mikla aðstoð frá öðrum,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, en viðurkennir um leið að þegar vextirnir eru hækkaðir svona skarpt þá sé hætta á að það valdi harðri lendingu í efnahagslífinu. Fjórtánda vaxtahækkun peningastefnunefndar Seðlabankans í röð á rétt rúmlega tveimur árum, nú síðast í morgun um 50 punkta, var nánast alfarið réttlætt með vísun til hárra verðbólguvæntinga til lengri tíma á meðan flestir hagvísar sýna að farið er að hægja hraðar á umsvifum í hagkerfinu en áður var spáð. Innherji 23.8.2023 18:19
Frekari vaxtahækkanir óþarfar Það bárust jákvæð tíðindi í lok júlí þegar verðbólga hjaðnaði nokkuð milli mánaða og mældist 7,6%. Ljóst er að verðbólga er enn óásættanlega mikil en tölurnar gefa þó væntingar um að toppnum sé náð, verðbólga hafi náð hámarki og stýrivextir einnig. Sú þróun myndi styðja við gerð langtímasamnings á vinnumarkaði. Skoðun 21.8.2023 15:00
Markaðurinn klofinn hversu langt verður gengið við næstu vaxtahækkun Skiptar skoðanir eru á því hvort lækkandi verðbólga og kólnun á húsnæðismarkaði, ásamt vísbendingum um minnkandi einkaneyslu, séu nægjanlegt tilefni fyrir peningastefnunefnd Seðlabankans til að fara í minnstu mögulegu vaxtahækkun eftir þann harða tón sem hún sendi frá sér í lok maí. Naumur meirihluti markaðsaðila væntir þess, samkvæmt könnun Innherja, að vextir bankans verði hækkaðir um 25 punkta á miðvikudaginn á meðan aðrir telja að hann eigi engra annarra kosta völ en að ráðast í 50 punkta hækkun með hliðsjón af óbreyttu verðbólguálagi og mikilvægi þess að ná upp raunstýrivöxtum. Innherji 21.8.2023 11:08
Morgunblaðið hækkað um rúmar þúsund krónur á einu ári Full áskrift að Morgunblaðinu kostar nú 9.490 krónur á mánuði en kostaði 8.880 krónur í júlí. Þetta er hækkun um 610 krónur, eða tæplega 7 prósent. Viðskipti innlent 19.8.2023 12:46
Háar verðbólguvæntingar knýja herskáan Seðlabanka í 50 punkta vaxtahækkun Fyrri yfirlýsingar peningastefnunefndar gefa skýrt til kynna að nefndin sé í „kapphlaupi við tímann“ um að ná niður verðbólgu og verðbólguvæntingum, sem hafa lítið breyst frá síðustu vaxtahækkun, áður en kjaraviðræður hefjast og því er útlit fyrir að vextir Seðlabankans hækki um 0,5 prósentur í næstu viku, að mati greiningar Arion banka. Misvísandi merki eru um að farið sé að hægja á innlendri eftirspurn en hagfræðingar Arion vara við því að hætta sé á að vaxtahækkanir „gangi of langt“ og nefndin vanmeti mögulega skaðlegu áhrifin af þeim á hagkerfið. Innherji 18.8.2023 12:44
Vísitala íbúðaverðs lækkar áfram og kaupsamningum fækkar Vísitala íbúðaverðs lækkaði um 0,8 prósent milli mánaða í júlí. Árshækkun vísitölu hefur ekki mælst jafn lítil síðan 2011. Undirritaðir kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu í júní voru sautján prósentum færri en í sama mánuði í fyrra. Viðskipti innlent 16.8.2023 11:37
Greinahöfundur Guardian sleppti Íslandsför og ofgreiddi bjórinn heima Ferð í heitan pott, kaup á dýrum bjór og selaskoðun er meðal þess sem greinahöfundur The Guardian tók sér fyrir hendur þegar hún reyndi að upplifa langþráða ferð til Íslands án þess að yfirgefa bresku sjávarsíðuna. Lífið 14.8.2023 13:07
Hvalrekaskattur á bankana kemur til greina Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra segir koma til greina að leggja svokallaðan hvalrekaskatt á bankana vegna ofurhagnaðar sem má rekja til hærri vaxta. Það liggi þó ekkert fyrir um það innan ríkisstjórnar. Innlent 8.8.2023 20:06
Hætti fljótt við umdeilt þjónustugjald Eigandi veitingahússins Legendary Nordic Restaurant á Hellu hefur ákveðið að hætta að rukka fimmtán prósent þjónustugjald. Hann hafði sagt gjaldið ætlað að mæta þeim mikla kostnaði sem fylgi veitingahúsarekstri á Íslandi. Neytendur 6.8.2023 07:48