Ítalski boltinn

Fréttamynd

Figo missir af grannaslagnum

Luis Figo mun ekki leika með Inter á sunnudaginn þegar liðið mætir erkifjendum sínum í AC Milan í stríðinu um Mílanóborg.

Fótbolti
Fréttamynd

Milan-liðin unnu í kvöld

Heil umferð var í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu í kvöld. Emil Hallfreðsson var í byrjunarliði Reggina sem tapaði 2-1 heima fyrir AC Milan.

Fótbolti
Fréttamynd

Moratti: Mourinho er sá besti

Massimo Moratti hrósar Jose Mourinho í hástert eftir góða byrjun Inter á tímabilinu. Eftir að hafa gert jafntefli við Sampdoria í fyrstu umferð hefur Inter unnið Catania, Torino og Panathinaikos.

Fótbolti
Fréttamynd

Zlatan: Ég spila gettóbolta

Sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic hjá Inter þakkar hæfileika sína þeirri staðreynd að hann hafi lært að spila fótbolta í fátækrahverfum Malmö.

Fótbolti
Fréttamynd

Mourinho: Það er enginn betri en ég

Jose Mourinho þjálfari Inter hefur gengið undir gælunafninu "sá einstaki" í fjölmiðlum allar götur síðan á frægum blaðamannafundi þegar hann tók við liði Chelsea árið 2004.

Fótbolti
Fréttamynd

Giovinco íhugar að fara til Arsenal

Samkvæmt ítölskum fjölmiðlum íhugar hinn 21 árs gamli Sebastian Giovinco nú að yfirgefa Juventus og ganga til liðs við Arsenal sem hefur lengi haft auga á kappanum.

Fótbolti
Fréttamynd

Trezeguet úr leik í fjóra mánuði?

Nýjustu tíðindi úr herbúðum Juventus staðfesta að hnémeiðslin sem hann hefur átt í síðustu vikur séu það alvarleg að hann þurfi að gangast undir aðgerð. Svartsýnustu menn á Ítalíu tippa á að hann verði frá keppni fram yfir áramót, en ljóst þykir að hann muni ekki spila með Juventus í að minnsta kosti einn mánuð.

Fótbolti
Fréttamynd

Mourinho: Zlatan er fyrirbæri

Jose Mourinho, þjálfari Inter, segist eiga von á því að sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic eigi eftir að vinna gullknöttinn í nánustu framtíð og lýsir honum sem fyrirbæri á knattspyrnuvellinum.

Fótbolti
Fréttamynd

Meiðsli hjá Juventus

Ítalska liðið Juventus á nú í nokkrum vandræðum með meiðsli, ekki síst meðal framherja sinna. Óttast er að Frakkinn David Trezeguet verði frá keppni næstu vikurnar vegna hnémeiðsla.

Fótbolti
Fréttamynd

Lögregla stillti til friðar í herbúðum Roma

Stuðningsmenn Roma eru allt annað en ánægðir með tap liðsins gegn rúmenska smáliðinu Cluj í Meistaradeildinni í gær og veittust þeir að þjálfara liðsins þegar hann mætti á æfingu í hádeginu.

Fótbolti
Fréttamynd

Pirlo meiddur

Leiktíðin hefur ekki byrjað glæsilega hjá ítalska stórveldinu AC Milan og í morgun bárust slæm tíðindi úr herbúðum liðsins. Miðjumaðurinn Andrea Pirlo meiddist á læri og mun væntanlega missa af leik liðsins í Evrópukeppninni á fimmtudag.

Fótbolti
Fréttamynd

Hitnar undir Ancelotti

Það er orðið ansi heitt undir Carlo Ancelotti, þjálfara AC Milan. Byrjun liðsins á tímabilinu hefur verið afleit en liðið hefur tapað fyrir Bologna og Genoa í fyrstu tveimur leikjunum.

Fótbolti
Fréttamynd

Enn tapar AC Milan

AC Milan hefur byrjað skelfilega á leiktíðinni í ítölsku úrvalsdeildinni. Í dag tapaði liðið fyrir Genoa á útivelli, 2-0.

Fótbolti
Fréttamynd

Fyrsti sigur Inter

Inter vann í gær sinn fyrsta sigur á tímabilinu í ítölsku úrvalsdeildinni með 2-1 sigri á Catania í umdeildum leik.

Fótbolti
Fréttamynd

Mourinho nálgast 100 heimaleiki án taps

Jose Mourinho og hans menn í Inter Milan eru taldir afar sigurstranglegir þegar þeir taka á móti Catania í ítölsku A-deildinni á morgun. Mourinho stefnir þar á 99. deildarleikinn í röð án taps á heimavelli.

Fótbolti
Fréttamynd

Fangaklefar á fótboltavöllum

Forráðamenn ítölsku A-deildarinnar í knattspyrnu hafa þurft að horfa upp á áframhaldandi uppþot í kring um leiki í deildinni þrátt fyrir að öryggisgæsla hafi verið hert til muna síðustu misseri.

Fótbolti
Fréttamynd

Mutu áfrýjar úrskurði FIFA

Rúmenski knattspyrnumaðurinn Adrian Mutu áfrýjaði í dag úrskurði FIFA til íþróttadómstóla eftir að honum var á dögunum gert að greiða fyrrum félagi sínu Chelsea tvo milljarða í miskabætur.

Fótbolti
Fréttamynd

Myndi fórna golfinu fyrir Evrópubikarinn

Tékkinn Pavel Nedved hjá Juventus hefur átt sigursælan feril sem knattspyrnumaður. Hann hefur þó enn ekki náð að sigra í Meistaradeild Evrópu og segist vera tilbúinn að fórna ýmsu til að hljóta þann heiður.

Fótbolti
Fréttamynd

Totti með nýjan samning á borðinu

Svo gæti farið að Francesco Totti næði þeim sjaldgæfa áfanga að vera samningsbundinn félagi sínu í aldarfjórðung. Sú verður líklega raunin ef hann skrifar undir nýjan samning sem sagður er liggja á borðinu fyrir hann hjá Roma á Ítalíu.

Fótbolti
Fréttamynd

Mourinho: Quaresma var efstur á óskalistanum

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Inter, er himinlifandi með að hafa gengið frá kaupunum á portúgalska vængmanninum Ricardo Quaresma frá Porto. Mourinho segir að Quaresma hafi verið efstur á óskalista sínum.

Fótbolti
Fréttamynd

Nesta að hætta?

Fjölmiðlar á Ítalíu greina frá því í dag að svo gæti farið að ítalski miðvörðurinn Alessandro Nesta hjá AC Milan muni leggja skóna á hilluna í lok leiktíðar.

Fótbolti
Fréttamynd

Kerlon til liðs við Chievo

Ein athyglisverðustu leikmannakaup dagsins eru kaup ítalska liðsins Chievo á hinum brasilíska Kerlon. Þessi tvítugi sóknarmaður er frægur fyrir boltatækni sína og þá sérstaklega fyrir hæfileika sinn í að hlaupa með boltann á hausnum.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldinho er stórkostlegur

Forráðamenn AC Milan héldu ekki vatni yfir frumraun Brasilíumannsins Ronaldinho með liðinu um helgina þrátt fyrir að Milan tapaði opnunarleik sínum í A-deildinni.

Fótbolti