Ítalski boltinn

Fréttamynd

Arsenal og Tottenham bítast um sænskt ungstirni

Sænska ungstirnið Dejan Kulusevski á sér ekki framtíð hjá ítalska stórveldinu Juventus og samkvæmt ítölskum fjölmiðlum leitar félagið nú leiða til að losna við þennan 21 árs gamla leikmann þegar opnað verður fyrir félagaskipti í janúar.

Fótbolti
Fréttamynd

Braut viljandi á Azpilicueta og myndi gera það aftur

Það er sjaldan lognmolla í kringum hinn fertuga Zlatan Ibrahimović. Hann er leikmaður AC Milan á Ítalíu og sneri til baka í sænska landsliðið á dögunum. Þar komst hann í heimsfréttirnar fyrir að keyra harkalega inn í César Azpilicueta, leikmann Chelsea og Spánar.

Fótbolti
Fréttamynd

Sagður ekki svara símtölunum frá Arsenal

Það lítur út fyrir að ekkert verði að kaupum Arsenal á Fiorentina leikmanninum Dusan Vlahovic í janúarglugganum. Eitt aðalvandamálið er að umboðsmaður leikmannsins hætti að svara í símann.

Fótbolti
Fréttamynd

Ætlar að sniðganga blaðamannafundi Mourinho

Ítalska útvarpsstöðin Retesport mun ekki senda fleiri fulltrúa á blaðamannafundi knattspyrnustjórans José Mourinho, eftir að sá portúgalski móðgaði starfsmann þeirra og sagði hann ekki vera mjög gáfaðan.

Fótbolti
Fréttamynd

Arnór spilaði í endurkomusigri Venezia á Roma

Íslenski landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson kom inná sem varamaður í hálfleik í leik Venezia og Roma sem var leikinn á Pier Luigi Penzo vellinum í Feneyjum í dag. Venezia lenti undir í leiknum en vann að lokum 3-2 sigur.

Fótbolti
Fréttamynd

Cuadrado hetja Juventus

Juventus vann gríðarlega mikilvægan sigur gegn Fiorentina í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld. Það var Kólumbíumaðurinn Juan Cuadrado sem skoraði sigurmarkið í uppbótartíma.

Fótbolti
Fréttamynd

Eriksen gæti snúið aftur til Ajax

Danski knattspyrnumaðurinn Christian Eriksen gæti snúið aftur til hollenska knattspyrnufélagsins Ajax, en eins og áður hefur komið fram má leikmaðurinn ekki spila með Inter á Ítalíu þar sem að gangráður var græddur í hann eftir að hann fór í hjartastopp í leik á EM í sumar.

Fótbolti
Fréttamynd

Ömur­legt gengi Juventus heldur á­fram

Hellas Verona vann 2-1 sigur á Juventus í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta, nú rétt í þessu. Gengi Juventus hefur ekki verið upp á marga fiska undanfarið og ljóst að titilvonir liðsins eru orðnar litlar sem engar.

Fótbolti