
Byggingariðnaður

Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík
Nýtt íbúðahverfi sprettur upp við Kringluna á næstu árum. Framkvæmdastjóri þróunar hjá Reitum segir hönnun hverfisins sækja innblástur frá gömlu Reykjavík.

BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun
Í gær, fimmtudaginn 27. mars, opnaði BYKO glæsilega og endurbætta timburverslun að Skemmuvegi 2a í Kópavogi. Af því tilefni var haldið veglegt opnunarteiti þar sem viðskiptavinum, hönnuðum, starfsfólki og velunnurum var boðið í heimsókn til að skoða nýju verslunina, nýja festingardeild, tvo nýja sýningarsali og um leið nýju skrifstofur fyrirtækisins.

Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal
Nýr starfshópur á vegum Reykjavíkurborgar og verkalýðsfélaganna BSRB og ASÍ á að skoða nýjar leiðir til þess að auka framboð og hraða uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík. Hópurinn á að skila sínum tillögum í maí. Starfshópurinn mun skoða sérstaklega hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfársárdal auk þess sem hann á að kortleggja helstu möguleika á uppbyggingu næstu 10 til 15 árin.

Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík
Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri boðar til húsnæðisfundar í Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan níu. Yfirskrift fundarins er Byggjum borg fyrir fólk og verður sú áhersla í erindi borgarstjóra og fyrirlesara.

Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum
Um þessar mundir er verið að reisa 436 íbúða byggð á Orkureitnum við Suðurlandsbraut í Reykjavík. Þar verða kynntar til sögunnar nýjar lausnir í loftræstingu íbúða sem tryggja betra loft innandyra en áður hefur þekkst. Hver íbúð stýrir sínu eigin loftstreymi sem tryggir jákvæða orku alla daga og hefur um leið þau áhrif að verulega er dregið úr hljóðmengun í íbúðum því ekki þarf að opna glugga til að fá frískt loft.

Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali
Síðustu tíu ár hefur húsnæðiskostnaður að jafnaði valdið 58% verðbólgunnar. Þróunin hefur ýtt undir eignaójöfnuð milli kynslóða, gert Seðlabankanum erfitt fyrir að nýta stjórntæki sín með góðu móti og skapað þrýsting á vinnumarkaði, enda verður húsnæði sífellt þyngri byrði í bókhaldi heimila.

Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign
Galli er á einni af hverjum þrettán nýbyggingum á Íslandi samkvæmt rannsókn sem gerð var á umfangi byggingargalla á árunum 1998 til 2012. Kom í ljós að tilkynnt hafði verið um tjón sem byggingarstjóri eða löggiltur hönnuður bar ábyrgð í tæpum 8% tilvika. Þá eru ótalin öll þau tilvik þar sem galli var ekki tilkynntur, m.a. vegna vanþekkingar kaupanda eða gallinn uppgötvast löngu síðar.

Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður
Aðstandendur íbúa á hjúkrunarheimilinu Sóltúni hafa áhyggjur af því að heimilisfólkið verði fyrir óþægindum þegar farið verður í að stækka bygginguna. Forstjóri Sóltúns segir æpandi þörf eftir fleiri rýmum.

Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði?
Breytt samfélagsgerð kallar á nýja hugsun í íbúðauppbyggingu og þjónustu fyrir þau sem bera gæfu til að eldast. Samkvæmt mannfjöldaspám Hagstofu Íslands stendur þjóðin frammi fyrir sömu áskorunum og nágrannaþjóðir okkar.

Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs
Hjón sem keyptu einbýlishús í Kópavogi árið 2017 fá engar skaðabætur úr hendi seljenda, þrátt fyrir að húsið hafi verið svo gott sem myglað í gegn. Ástæðan er einföld, krafa þeirra um bætur var allt of seint fram komin í málinu, rúmum fimm árum eftir afhendingu fasteignarinnar.

Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu
Ísland á stóra sviðinu er yfirskrift Iðnþings Samtaka iðnaðarins sem haldið verður á í Silfurbergi í Hörpu milli 14 og 16 í dag. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi á Vísi.

Ef það er vilji, þá er vegur
Í nýrri innviðaskýrslu Samtaka iðnaðarins og Félags ráðgjafarverkfræðinga er lagt mat á viðhaldsþörf á stórum hluta þeirra innviða sem við treystum á í daglegu lífi.

Reykjavík ekki ljót borg
Formaður skipulagsráðs segir Reykjavík ekki vera ljóta borg. Hins vegar megi oft gera betur. Magn og hraði megi ekki ráða ferðinni heldur verði einnig að uppfylla gæðakröfur.

Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum
Húsverndarsjóður Reykjavíkurborgar hefur auglýst eftir umsóknum um styrki til viðgerðar og endurgerðar á byggingum í Reykjavík sem hafa sérstakt varðveislugildi af listrænum eða menningarsögulegum ástæðum.

Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi
Gunnar Sverrir Gunnarsson hefur tekið við stöðu framkvæmdastjóra COWI á Íslandi. Hann hefur starfað sem staðgengill framkvæmdastjóra síðastliðna þrjá mánuði.


Bein útsending: Stærðin skiptir máli
Verkfræðingafélag Íslands stendur fyrir ráðstefnu um risaframkvæmdir á Íslandi og mikilvægi vandaðrar verkefnastjórnsýslu (e. Project governance) á Hilton Reykjavík Nordica í dag.

Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði
Íslenskt samfélag hefur löngum lagt ríka áherslu á gæði og fagmennsku í iðngreinum. Iðnmeistararéttindi eru lykilþáttur í að tryggja öryggi, fagleg vinnubrögð og réttindi bæði neytenda og iðnaðarmannanna sjálfra. Hins vegar er mikilvægt að finna jafnvægi milli þess að viðhalda þessum kröfum og að meta erlenda iðnmenntun á réttmætan hátt, þannig að hæfir erlendir iðnaðarmenn fái tækifæri til að starfa hér á landi án þess að íslensk menntun iðnmeistara verði gengisfelld.

Býður sig fram til formanns Rafiðnaðarsambandsins
Margrét Halldóra Arnarsdóttir, rafvirkjameistari og fyrrverandi varaformaður RSÍ, býður sig fram til formanns Rafiðnaðarsambands Íslands.

Verkfræðingar séu gerðir að blórabögglum þegar framkvæmdir gangi illa
Svana Helen Björnsdóttir, formaður Verkfræðingafélags Íslands, segir verkfræðingum oft líða eins og þeir séu gerðir að blórabögglum þegar framkvæmdir gangi ekki samkvæmt plani. Framkvæmdir séu illa skipulagðar og illa fjármagnaðar.

Viðhaldsskuld upp á 680 milljarða króna
Uppsöfnuð viðhaldsskuld í innviðakerfinu á Íslandi er áætluð 680 milljarðar króna og „gengur ekkert“ að vinna hana niður. Til samanburðar mældist innviðaskuldin 420 milljarðar króna í sambærilegri úttekt sem gerð var fyrir fjórum árum. Mest er uppsöfnuð viðhaldsskuld í vegakerfinu eða á bilinu 265 til 290 milljarðar króna.

Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs
Þessa dagana ræðir forystufólk í borgarstjórn Reykjavíkur um myndun meirihluta. Ljóst er að þau sem ná saman þurfa að setja sér skýra stefnu um uppbyggingu í húsnæðismálum strax í upphafi. Þolinmæði almennings er á þrotum þegar kemur að húsnæðismálum og því var málaflokkurinn eðlilega ofarlega á baugi í aðdraganda nýafstaðinna alþingiskosninga þrátt fyrir að sveitarfélögin hafi skipulagsvaldið hjá sér.

Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla
Sprenging hefur orðið í sölu á húskubbum framleiddum úr frauðplasti og eru verktakar og einstaklingar að átta sig á kostum þess að byggja úr húskubbum framleiddum á Íslandi.

„Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“
Byggingafulltrúi Reykjavíkur hefur stöðvað framkvæmdir að hluta við Álfabakka 2. Forstjóri Haga segir það breyta áætlunum fyrirtækisins varðandi flutning í húsið. Talsmaður íbúa telur að borgin hafi getað brugðist fyrr við.

Vænta þess að eigendur hússins leysi málið
Forstjóri Haga segir stöðvun framkvæmda við Álfabakka 2 að hluta hafa áhrif á áform félagsins um flutning hluta starfsemi þess í húsnæðið. Hagar geri ráð fyrir því að eigendur hússins vinni að úrlausn málsins og lausn finnist sem allir geti fellt sig við.

Framkvæmdir stöðvaðar að hluta
Framkvæmdir við Álfabakka 2A, þar sem unnið er að byggingu „græna gímaldsins“ svokallaða, hafa verið stöðvaðar að hluta af byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar. Nánar tiltekið hafa framkvæmdir við fyrirhugaða kjötvinnslu á jarðhæð hússins verið stöðvaðar vegna skorts á mati á umhverfisáhrifum.

Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni
Sex sveitarfélög í uppsveitum Árnessýslu, sem reka sameiginlegt umhverfis- og tæknisvið uppsveita hafa komið sér vel fyrir í nýju húsnæði á Laugarvatni þar sem er meira en nóg að gera við að gefa út allskonar leyfi fyrir sveitarfélögin.

BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð
Áttunda árið í röð hlýtur BYKO hæstu einkunnina í flokki byggingavöruverslana í Íslensku ánægjuvoginni en niðurstöður hennar voru kynntar á Grand Hótel í morgun. BYKO hefur sigrað flokkinn frá því mælingar hófust 2018.

Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu
Íbúi í Smyrilshlíð í Hlíðarendahverfi hefur miklar áhyggjur af fyrirhuguðu fimm hæða húsi nokkrum metrum frá íbúð hennar. Íbúð sem áður var auglýst sem útsýnisíbúð verði án sólarljóss allan ársins hring breyti borgin ekki áformum.

Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks
Í dag sitjum við uppi með risavaxið grænt gímald við Álfabakka og í Hlíðarendahverfi eru íbúar að fara að missa dagsbirtu og útsýni vegna nágrannabyggingar sem er að fara að rísa.