Handbolti

Fréttamynd

Strákarnir hans Kristjáns steinlágu í úrslitaleiknum

Sävehof tryggði sér sænska meistaratitilinn í handbolta í kvöld eftir 17 marka stórsigur á Guif, 35-18, í hreinum úrslitaleik um titilinn. Íslendingurinn Kristján Andrésson, þjálfar lið Guif og bróðir hans Haukur leikur með liðinu.

Handbolti
Fréttamynd

Arnór og Snorri komnir í úrslit í danska boltanum

Danska ofurliðið AG Köbenhavn tryggði sér í dag sæti í úrslitarimmu dönsku deildarinnar er það lagði Team Tvis Holstebro af velli, 26-22. Arnór Atlason skoraði tvö mörk fyrir AGK í dag og Snorri Steinn Guðjónsson eitt.

Handbolti
Fréttamynd

Nielsen: Róbert kemur ekki til AGK

Hinn yfirlýsingaglaði eigandi danska handboltaliðsins AGK, Jesper Nielsen, hefur nú greint frá því að ekkert verði af því að Róbert Gunnarsson gangi í raðir AGK í sumar.

Handbolti
Fréttamynd

Þjálfari Bjerringbro hreifst af Guðmundi

Haukamaðurinn Guðmundur Árni Ólafsson er þessa dagana staddur í herbúðum danska úrvalsdeildarliðsins Bjerringbro-Silkeborg. Guðmundur æfði með liðinu í morgun og Carsten Albrektsen, þjálfari Silkeborgar, sagði í samtali við Vísi eftir æfinguna að honum hefði litist vel á Guðmund.

Handbolti
Fréttamynd

Guif einum sigri frá úrslitaleiknum

Sænska úrvalsdeildarfélagið Guif frá Eskilstuna er aðeins einum sigri frá úrslitaleiknum um sænska meistaratitilnn eftir sigur á Alingsås í dag, 29-24. Kristján Andrésson er þjálfari liðsins og bróðir hans, Haukur, leikur með því.

Handbolti
Fréttamynd

Gunnar Steinn ekki í úrslitaleikinn

Gunnar Steinn Jónsson komst ekki annað árið í röð í úrslitaleik sænsku úrvalsdeildarinnar en lið hans, Drott, var sópað úr undanúrslitum úrslitakeppninnar í dag.

Handbolti
Fréttamynd

Arnór fór á kostum með AG

Arnór Atlason, leikmaður AG Köbenhavn, átti frábæran leik í dag þegar lið hans bar sigur úr býtum, 29-26, gegn AaB í úrslitakeppninni í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik.

Handbolti
Fréttamynd

Björgvin Páll bikarmeistari með Kadetten í Sviss

Björgvin Páll Gústavsson varð í dag svissneskur bikarmeistari í handbolta þegar lið hans Kadetten sigraði BSV Bern í úrslitaleik 34-30. Björgvin varði vel í marki Kadetten á mikilvægum augnablikum en þetta er í sjötta sinn sem Kadetten sigrar í bikarkeppninni.

Sport
Fréttamynd

AG tapaði fyrsta leiknum í vetur - Arnór með 5 mörk

Nordsjælland varð fyrst allra liða til þess að leggja stórlið AG frá Kaupmannahöfn í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag þegar liðin áttust við í úrslitakeppninni. Nordsjælland sigraði 25-23 og skoraði Arnór Atlason 5 mörk fyrir AG og Snorri Steinn Guðjónsson skoraði 1.

Handbolti
Fréttamynd

AG slapp með skrekkinn í fyrsta leik úrslitakeppninnar

Mikkel Hansen og Steinar Ege voru mennirnir á bak við nauman 27-25 sigur AG Kaupmannahöfn á Team Tvis Holstebro í kvöld í fyrsta leik í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Ege varði víti á lokasekúndunum áður en Hansen tryggði liðinu sigurinn með lokamarki leiksins.

Handbolti
Fréttamynd

Þórir tilnefndur sem þjálfari ársins

Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson, landsliðsþjálfari kvennaliðs Noregs í handbolta, er einn þriggja þjálfara sem kemur til greina í vali á þjálfara ársins í handboltaheiminum.

Handbolti
Fréttamynd

Snorri Steinn með sex mörk í tíu marka sigri AG

AG Kaupmannahöfn vann tíu marka útisigur á HC Midtjylland, 37-27. í næst síðustu umferð deildarkeppni dönsku úrvalsdeildarinnar í dag. AG er fyrir löngu búið að tryggja sér deildarmeistaratitilinn enda með 14 stiga forskot á AaB Håndbold þegar aðeins einn leikur er eftir fyrir úrslitakeppni.

Handbolti
Fréttamynd

Ólafur á bara að spila stóru leikina með AG

Jesper Nielsen vill spara Ólaf Stefánsson fyrir stóru leikina þegar íslenski landsliðsmaðurinn fer að spila með danska liðinu AG Kaupmannahöfn á næsta tímabili. Jesper hefur mikla trú á Ólafi sem fagnar 38 ára afmæli sínu næsta sumar og sér hann sem mikilvægan leikmann fyrir nýja súper-liðið sem hann er að sitja saman.

Handbolti
Fréttamynd

Jesper Nielsen: Búinn að ganga frá Ólafi, Bielecki og Lijewski

Jesper Nielsen, eigandi AG Kaupmannahöfn, staðfesti það í viðtalsþættinum HåndboldDebatten á dönsku sjónvarpsstöðinni TV2 í gærkvöldi að hann væri búinn að ganga frá samningum við þá Ólaf Stefánsson, Karol Bielecki og Krzysztof Lijewski um að þeir spili með danska liðinu á næsta tímabili.

Handbolti
Fréttamynd

Kiel kaupir mann frá AG Köbenhavn

Alfreð Gíslason, þjálfari þýska félagsins Kiel, er búinn að tryggja sér þjónustu Danans sterka Rene Toft Hansen sem leikur með danska ofurliðinu AG Köbenhavn.

Handbolti
Fréttamynd

Ingvar og Jónas dæma í úrslitakeppninni í Katar

Íslenskir handboltadómararar og eftirlitsmenn verða næstu daga og vikur í hinum ýmsu verkefnum en þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Handknattleikssambands Íslands. Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson dæma meðal annars í úrslitakeppninni í Katar og Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson munu dæma Meistaradeildarleik hjá Björgvini Páli Gústavssyni og félögum í Kadetten Schaffhausen.

Handbolti
Fréttamynd

Ævintýrið heldur áfram í Danaveldi

Jesper Nielsen, eigandi danska handboltaliðsins AG Kaupmannahafnar, varpaði enn einni sprengjunni í handboltaheiminn í gær þegar hann nafngreindi þrjá íslenska landsliðsmenn sem hann ætlar að fá til liðsins næsta sumar.

Handbolti
Fréttamynd

Jesper Nielsen: Ólafur, Guðjón Valur og Róbert allir á leiðinni til AG

Jesper Nielsen, eigandi AG Kaupmannahafnar, hefur mikla trú á íslenskum handboltamönnum. Snorri Steinn Guðjónsson og Arnór Atlason spila með liðinu í dag og í morgun lýsti Jesper því yfir í dönskum fjölmiðlum að hann ætli að bæta þremur íslenskum landsliðsmönnum við danska liðið fyrir næsta tímabil.

Handbolti
Fréttamynd

Guðjón Valur: Það var allt að í þessum leik

Hornamaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson var sleginn eftir skellinn í Halle í gær og virtist hreinlega ekki trúa því sem hafði gerst. Lið sem blómstraði síðasta miðvikudag var nánast eins og áhugamenn í gær.

Handbolti