Stéttarfélög

Fréttamynd

Ráð­herra vill skera niður laun kvenna sem halda hjólum sam­fé­lagsins gangandi

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði í Silfrinu í gærkvöld að ofbeldi gegn konum líktist farsótt sem taka þurfi á líkt og öðrum farsóttum. Þessi ummæli Ingibjargar Sólrúnar eru rétt og þessa farsótt verður að uppræta á íslenskum vinnumarkaði. Það kallar á endurmat á virði kvennastétta og viðhorfsbreytingu stjórnvalda sem með aðgerðum sínum og aðgerðarleysi halda stórum kvennastéttum í helgreipum lágra launa.

Skoðun
Fréttamynd

Nokkrir vinnu­staðir sem ekki leyfa þátt­töku í kvenna­frí­deginum

Á morgun leggja konur og kvár niður störf sín og mun það hafa víðtæk áhrif á samfélagið. Ýmis starfsemi verður í lágmarki, sérstaklega í heilbrigðisþjónustu og skólastarfi þar sem konur eru í afgerandi meirihluta. Formaður BSRB segir undirbúning ganga vel en enn séu atvinnurekendur á svokölluðum tossalista, sem ekki munu heimila þátttöku starfsmanna í dagskránni.

Innlent
Fréttamynd

Efling og eig­endurnir sjá um jarðar­förina

Adrian Wisniewski, sonur mannsins sem lést í eldsvoða á Funahöfða, segist þakklátur öllum þeim sem hafa sett sig í samband við hann vegna kostnaðar við jarðarför föður hans. Hann segir Eflingu og eiganda húsnæðisins við Funahöfða ætla að stranda straum af kostnaði við jarðarförina. 

Innlent
Fréttamynd

Efling tekur þátt í útfararkostnaðinum

Formaður Eflingar segir að ákveðið hafi verið að taka þátt útfarakostnaði manns sem lést í eldsvoða á Funahöfða í vikunni þó hann hafi ekki verið búinn að ávinna sér þau réttindi hjá félaginu. Eigendur Funahöfða 7 hafa sömuleiðis boðið fram fjárhagsaðstoð.

Innlent
Fréttamynd

Ömur­legt að hús­næðiskreppan or­saki and­lát

Formaður Eflingar segir að andlát sem orðið hafa í kjölfar bruna í iðnaðarhúsnæði síðustu ár vera vegna þess að pólitísk valdastétt grípi ekki inn í. Hún segir að setja þurfi verulegar hömlur við AirBNB og ráðast í stórtæka uppbyggingu á ódýru húsnæði til að koma í veg fyrir að fleiri látist í eldsvoðum í ósamþykktu húsnæði

Innlent
Fréttamynd

„Sjö barna föður sagt upp eftir 17 ára starf“

Vil­hjálmur Birgis­son, for­maður Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness, segir að sér sé gjör­sam­lega mis­boðið vegna upp­sagnar fé­lags­manns síns sem starfaði í steypu­skála hjá Norður­áli. Hann segir að starfs­manninum, sem starfaði í sau­tján ár hjá fyrir­tækinu, hafi verið sagt upp vegna þess að hann hafi talað illa um fyrir­tækið og mætt á fjöl­skyldu­skemmtun án þess að skrá sig.

Innlent
Fréttamynd

Grænir kjara­samningar

Það er sameiginlegt verkefni þjóða heimsins að vinda ofan af loftslagsbreytingum og þeim skaðlegu áhrifum sem þær munu hafa á hag framtíðarkynslóða.

Skoðun
Fréttamynd

Útvistun eða innvistun verkefna

Í samfélagi þar sem exelskjölin ráða meiru en hinn mannlegi þáttur í þjónustu og starfsmannahaldi, er algengt að þegar gerð er krafa um sparnað og hagræðingu, þá byrja menn við gólflistana og eldhúsvakinn.

Skoðun
Fréttamynd

Vandað verk­lag við að­hald í ríkis­rekstri

Áform stjórnvalda um aðhald í ríkisrekstri eru ekki ný af nálinni og koma iðulega til tals í tengslum við fjárlagafrumvarp hvers tíma. En umræða um þau flýgur oft hærra þegar kjarasamningar eru á næsta leiti.

Skoðun
Fréttamynd

Mar­tröð um fram­halds­skóla

Mig dreymdi verulega illa síðustu nótt: Ég er staddur í Hogwartsskólanum í miðri flokkunarathöfn þar sem nemendum er skipt niður í þá fjóra framhaldsskóla sem eftir eru í landinu; Gryffindor, Hufflepuff, Ravenclaw og Slytherin. Ekkert sést til Harry Potter, Hermione eða Rons því þau eru löngu útskrifuð og komin í þægilega innivinnu einhvers staðar.

Skoðun
Fréttamynd

Virðist vera „kapps­mál“ sumra verka­lýðs­fé­laga að tala upp verð­bólgu­væntingar

Greinendur og markaðsaðilar spáðu rangt fyrir um vaxtaákvörðun peningastefnunefndar af því að þeir voru að einblína um of á skammtímamælikvarða en ekki heildarmyndina, að sögn seðlabankastjóra, sem segir það „einnar messu virði“ að leyfa talsvert háum raunvöxtum að vinna sitt verk. Óvænt ákvörðun um að halda vöxtunum óbreyttum var ekki gerð til að friða verkalýðshreyfinguna í aðdraganda kjaraviðræðna en mikilvægt er að hún geri sér grein fyrir að það sé á „hennar valdi að flýta fyrir vaxtalækkunum.“ 

Innherji
Fréttamynd

„Búið er að kveikja á kyndlunum í dýflissunum“

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir „framvarðasveit verkalýðshreyfingarinnar“ komna á stjá á ný, eftir lægð í skeytasendingum. Hún segir stjórn Eflingar ekki lengur þurfa að furða sig á áhugaleysi. Nú sé búið að ræsa vélarnar.

Innlent
Fréttamynd

Segir á­sakanir um þaul­skipu­lagða glæpi mann­orðsmorð

Samskip eru sökuð um ólöglegt samráð í flutningaþjónustu á Norðurlandi í tíð stjórnarformanns lífeyrissjóðsina Gildis sem formaður VR sakar um „þaulskipulagða glæpi“. Lífeyrissjóðsstjórinn hætti störfum hjá Samskipum áður en alvarlegustu brotin sem Samkeppniseftirlitið sektaði fyrirtækið fyrir voru framin.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Grípum geirinn í hönd!“

Í upphafi síðustu aldar var lífsbaráttan hörð á Íslandi, alþýða landsins bjó við kröpp kjör. Fólk reyndi að sýna samstöðu í baráttunni fyrir bættum lífskjörum og stofnuð voru verkalýðsfélög um land allt. Fljótlega var stofnað Alþýðusamband Íslands eða árið 1916, á sama tíma var Alþýðuflokkurinn stofnaður.

Skoðun
Fréttamynd

Mögu­leg snið­ganga Hollywood hræsni í augum Vil­hjálms

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segist orðlaus yfir mögulegri sniðgöngu Hollywood-stjarna á Íslandi vegna hvalveiða. Hann sakar stjörnurnar um hræsni og telur að þær ættu frekar að leysa vandamál eigin lands áður en þær skipti sér að málum Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Not­hing left to cut back

This week, the peningastefnunefnd of the central bank has now seen fit to raise interest rates for the 14th time in a row, under the auspices of controlling inflation by forcing people living in Iceland to spend less, and by making the cost of living prohibitively expensive.

Skoðun
Fréttamynd

Eru bók­halds­fyrir­tæki góðir ráð­gjafar?

Á langri ævi sem starfsmaður stéttarfélags hef ég oft fengið að heyra hjá launagreiðendum að þeir séu sko að kaupa þjónustu og ráðgjöf frá bókhaldsfyrirtæki. Fullyrðingin sett fram með þjósti til að láta mig vita að hjá þeim sé nú allt á hreinu.

Skoðun
Fréttamynd

„Al­gjör­lega ó­þolandi og sið­laust á­stand“

Formaður Eflingar segir það svartan blett á samfélaginu að láglaunafólk þurfi að búa í iðnaðarhúsnæði, eins og því sem varð eldi að bráð við Hvaleyrarbraut í gær. Lítið hafi breyst síðan þrjú létu lífið við Bræðraborgarstíg fyrir þremur árum.

Innlent