
Landslið karla í körfubolta

Kjóstu Kristalsleikmanninn eftir leikinn á móti Úkraínu í kvöld
Ísland mætir Úkraínu í annarri umferð World Cup 2023 Qualifiers keppni FIBA, í Ólafssal á Ásvöllum í Hafnarfirði í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20 og verður í beinni sjónvarpsútsendingu á RÚV2. Áhorfendur geta kosið mann leiksins, eða Kristalsleikmanninn, hér á Vísi.

Brynjar Þór: Maður segir aldrei alveg skilið við körfuboltann
Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, tilkynnti í gær að hann ætlaði að leggja skóna á hilluna eftir farsælan feril í körfubolta. Brynjar segist þó ekki alveg horfinn af sjónarsviðinu en ætlar að taka sér smá pásu frá boltanum.

Elvar Már: Ekki við KKÍ að sakast
Elvar Már Friðriksson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta, segir orð sín í viðtali eftir leik Íslands og Spánar hafa verið mistúlkið.

Formaður KKÍ segir orð leikmanna hafa misskilist
Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, segir orð leikmanna íslenska karlalandsliðsins um undirbúning Íslands fyrir stórtap gegn Spáni í undankeppni HM í gærkvöld hafa misskilist. Spánverjum hafi þá gefist lengri tími til undirbúnings vegna reglna frá Alþjóðlega körfuknattleikssambandinu, FIBA, sökum þess að þeir eru á leið á EM í næstu viku.

Elvar Már: Fengum þrjá daga í undirbúnig á meðan þeir fengu mánuð
Elvar Már Friðriksson var stigahæsti leikmaður íslenska karlalandsliðsins í körfubolta með fjórtán stig þegar liðið beið ósigur gegn Spáni í undankeppni HM 2023 í Pamplona í kvöld.

Craig Pedersen: Réðum illa við hæðina hjá þeim
Aggresívur varnarleikur spænska liðsins og tapaðir boltar urðu íslenska liðinu að falli að mati Craig Pedersen, þjálfara íslenska liðsins, þegar Ísland tapaði fyrir Spáni í undankeppni HM 2023 á útivelli í kvöld.

Umfjöllun: Spánn - Ísland 87-57 | Íslenska liðið lenti á vegg í hæsta garðinum
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta laut í lægra haldi þegar liðið sótti ríkjandi heimsmeistara, Spán heim, í fyrstu umferð í seinna stigi undankeppni HM.

Án Jóns Axels gegn heimsmeisturunum í kvöld
Íslenska landsliðið í körfubolta verður án tveggja fastamanna þegar liðið mætir ríkjandi heimsmeisturum Spánar á útivelli í undankeppni HM.

Drengirnir lentu í 5. sæti á Evrópumótinu
Landslið drengja í körfubolta, skipað leikmönnum 16 ára og yngri, fagnaði sigri gegn Bosníu í leik um fimmta sæti á B-deildar Evrópumóti sem fram fór í Búlgaríu.

Einn nýliði í hópnum gegn Spáni og Úkraínu
Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karla í körfubolta, hefur valið 12 leikmenn og einn varamann fyrir komandi leiki við Spán og Úkraínu í undankeppni HM.

Ísland í undanúrslit | Almar fær hrós frá greinanda ESPN fyrir geggjaðan leik
Íslenska drengjalandsliðið í körfubolta komst í kvöld í undanúrslit í B-deild Evrópumóts undir 18 ára sem fram fer í Rúmeníu. Almar Orri Atlason átti enn einn stórleik sinn á mótinu og hlaut fyrir hrós frá NBA greinanda hjá ESPN eftir leik.

Íslendingar eiga tvo fulltrúa í úrvalsliði EM
Íslenska landsliðið í körfubolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri á tvo fulltrúa í úrvalsliði B-deildar Evrópumótsins sem lauk í Tbilisi í Georgíu í gær.

Íslenska liðið þarf að sætta sig við silfur
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri laut í lægra haldi 81-67 þegar liðið mætti Serbíu í úrslitaleik B-deildar Evrópumótsins í Tblisi í Georgíu í dag.

Ísland tryggði sér sæti í A-deild
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri er komið í úrslitaleik B-deildar Evrópumótsins en íslenska liðið tryggði sér farseðilinn þangað með sigri gegn Finnlandi í kvöld.

A-deildarsæti og úrslitaleikur undir hjá strákunum
U20 ára landslið karla í körfubolta komst í gær í undanúrslit á Evrópumóti B-deildar í Georgíu eftir sigur á Svíum. Finnar bíða íslenska liðsins í undanúrslitunum þar sem mikið er undir.

Fimm laus pláss í næstu umferð forkeppni HM í körfubolta
Eins og frægt er orðið þá eru Íslendingar komnir í næstu umferð forkeppni HM og gerði sigurinn á móti Hollandi að verkum að þeir fara með haug af stigum með sér á næsta stig. Ein umferð er eftir í undankeppninni og ræðst það í dag hvernig forkeppnin lítur út.

Tryggvi Snær meðal bestu leikmanna umferðarinnar - Hægt að kjósa þann besta
Tryggvi Snær Hlinason átti enn einn stórleikinn fyrir Íslands hönd í sigrinum á Hollandi í gærkvöldi og leiddi hann liðið til sigurs ásamt Elvari Má Friðrikssyni. Tekið var eftir frammistöðunni hjá Tryggva og er hann í hóp með tveimur NBA leikmönnum sem taldir hafa staðið sig best í fimmtu umferð undankeppni HM í körfubolta 2023.

Myndaveisla frá mögnuðum sigri Íslands á Hollandi
Ísland vann hreint út sagt stórkostlegan eins stigs sigur á Hollandi er liðin mættust í Ólafssal í undankeppni HM 2023, lokatölur 67-66.

„Satt best að segja þá hafði ég aldrei áhyggjur“
Það mæddi mikið á Tryggva Snæ Hlinasyni í gærkvöld, á báðum endum vallarins, en hann var að öðrum leikmönnum ólöstuðum maður leiksins er Ísland vann Holland í undankeppni HM 2023 í körfubolta.

Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Holland 67-66 | Ótrúleg endurkoma í Ólafssal
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann frábæran sigur á Hollandi er liðin mættust í Ólafssal í undankeppni HM 2023. Holland var 14 stigum yfir í hálfleik en það kom ekki að sök.

„Það hefði verið auðvelt að gefast upp“
Elvar Már Friðriksson átti frábærar lokamínútur í sigri Íslands gegn Hollandi í kvöld og skoraði nánast að vild og körfur í öllum regnbogans litum þar sem hann sprengdi vörn Hollendinga ítrekað upp með hraða sínum. Elvar setti 12 af 20 stigum sínum í 4. leikhlutanum og áttu Hollendingar fá svör við tilþrifum hans.

Þessir tólf mæta Hollendingum í kvöld
Landsliðsþjálfarinn Craig Pedersen hefur valið þá 16 leikmenn sem mæta til leiks með íslenska landsliðinu í körfubolta þegar liðið tekur á móti Hollendingum í mikilvægum leik á Ásvöllum í kvöld.

„Ef það er þannig stemning þá verður þetta klárlega geggjað“
„Það leggst bara mjög vel í mig. Við erum búnir að æfa vel síðustu viku, eigum aðra viku eftir og það leggst vel í allan hópinn,“ sagði Jón Axel Guðmundsson, landsliðsmaður Íslands, í aðdraganda leik Íslands og Hollands í undankeppni HM 2023 í körfubolta.

Vill sjá fullan Ólafssal er Holland kemur í heimsókn
„Maður tók eina góða viku fyrir norðan áður en maður kom hingað og byrjaði aftur með strákunum. Maður getur ekki kvartað, svo tekur maður júlí frekar. Er það ekki betri mánuður,“ spurði landsliðsmaðurinn Tryggvi Snær Hlinason kíminn en hann er einn af máttarstólpum íslenska landsliðsins í körfubolta sem mætir Hollandi annað kvöld.

„Sumir eru graðari en aðrir í þessu og vilja fá svör strax“
Landsliðsmaðurinn Ægir Þór Steinarsson gæti verið á heimleið úr atvinnumennsku. Hann gæti spilað í Subway deild karla í körfubolta á næstu leiktíð.

Þessir sextán koma til greina gegn Hollandi
Craig Pedersen, þjálfari karlalandsliðs Íslands í körfubolta, hefur valið sextán leikmenn til æfinga fyrir leikinn gegn Hollandi í undankeppni HM á föstudaginn. Tólf þeirra verða svo valdir í leikinn.

Stór æfingahópur fyrir mikilvæga leiki Íslands
Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, hefur valið 26 leikmenn sem munu koma saman til æfinga fyrir mikilvæga leiki Íslands í undankeppni HM.

„Ömurlegt“ að spila ekki en Martin vill reyna allt til að hjálpa Íslandi á HM
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta á raunhæfa möguleika á að komast á HM í fyrsta sinn í sögunni en verður án Martins Hermannssonar í leikjum sínum í sumar eftir að hann sleit krossband í hné í vikunni.

Martin hélt um hnéð er hann var borinn af velli
Martin Hermannsson, landsliðsmaður Íslands í körfubolta og leikmaður Valencia á Spáni, fór meiddur af velli í leik Valencia og Baskonia í 8-liða úrslitum í úrslitakeppninni á Spáni. Meiðslin litu illa út.