Rekstur hins opinbera

Fréttamynd

Bjóðast til að kaupa hús­næði Grind­víkinga

Ríkissjóður mun bjóðast til að kaupa íbúðarhúsnæði í eigu einstaklinga í Grindavík og taka yfir þau íbúðalán sem á því hvíla. Umfang aðgerðarinnar er metið allt að 61 milljarði króna. Frumvarp þessa efnis var samþykkt á ríkisstjórnarfundi í dag og hefur verið birt í samráðsgátt.

Innlent
Fréttamynd

Ríkið er eins og 26 ára gömul Toyota Corolla „drusla“ en með Spotify

Ríkið er eins og Toyota Corolla, 1998 módel, sem búið er að lappa upp á. Það hefur verið reynt að innleiða í hana nýja tækni, meðal annars tengja Spotify. „Málið er að þetta er alger drusla.“ Hættum að lappa upp á gamla bílinn og spyrjum frekar hvaða nýi bíll mætir þörfum okkar með öllu því sem nýir bílar hafa upp á að bjóða. „Rekum einfaldlega kerfi dagsins í dag en ekki gamla kerfið,“ sagði meðeigandi hjá ráðgjafarfyrirtækinu Deloitte.

Innherji
Fréttamynd

Rapyd og Ríkiskaup

Ísraelska færslufyrirtækið Rapyd hefur verið mikið til umræðu á Íslendi vegna ummæla forstjóra og aðaleiganda þess um að fyrirtækið styðji hernað Ísraelshers á Gasa og að mannfallið þar skipti engu máli svo fremi sem herinn nái markmiðum sínum.

Skoðun
Fréttamynd

Útvistaðar rang­færslur Vinstri grænna

Það er hvimleitt að heyra hvern þingmann Vinstri grænna á fætur öðrum, tala um einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu þegar að völdum aðgerðum er útvistað frá Lsh eða öðrum ríkisspítölum til einkarekinna sjúkrastofa.

Skoðun
Fréttamynd

Tug­milljóna mál skrif­stofu­stjóra fer fyrir Hæsta­rétt

Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni íslenska ríkisins um áfrýjunarleyfi í máli Jóhanns Guðmundssonar, fyrrverandi skrifstofustjóra í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Jóhanni voru dæmdar 23,6 milljónir króna í skaða- og miskbætur vegna niðurlagningar ráðherra á embætti hans.

Innlent
Fréttamynd

Hver ber kostnaðinn af því að við­halda lækna­stéttinni?

Íslenskir læknanemar erlendis sem sækja í dýrt nám vegna fárra plássa í Háskóla Íslands hafa fengið afar takmarkaðan stuðning frá Landspítala og Menntasjóði. Á sama tíma og nemarnir eru að fást við þessar stóru áskoranir er talað um læknaskort í íslensku heilbrigðiskerfi.

Skoðun
Fréttamynd

Miklar fram­kvæmdir boðaðar á árinu

Opinberir verkkaupar boða ríflega tvöföldun í útboðum verklegra framkvæmda. Umfangsmestu útboðin boða Landsvirkjun, Vegagerðin og Nýr Landspítali. Þetta er meðal þess sem fram kemur í greiningu Samtaka iðnaðarins vegna Útboðsþings 2024 sem fram fer í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fram­sóknar­menn undir­búa lista­verk um ein­vígi aldarinnar

Menningar- og viðskiptaráðherra hefur falið sérstökum undirbúningshópi að vinna að undirbúningi og samkeppni um listaverk um einvígi aldarinnar. Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, leiðir hópinn, sem skipaður er þremur öðrum Framsóknarmönnum og tveimur skákmönnum.

Sport
Fréttamynd

Góðar út­boðs­venjur geta lækkað kostnað

Í þjóðhagsreikningum Hagstofu Íslands er fjárfesting í efnislegum þáttum skipt í þrennt, þ.e. íbúðarhúsnæði, mannvirki atvinnuveganna og opinbera innviði. Sérhæfing fyrirtækja í mannvirkjaiðnaði er skipt upp í samræmi við þessar þrjár meginstoðir.

Skoðun
Fréttamynd

Ríkið greiði starfs­mönnum Hvals laun

Hvalur hf. fer fram á að íslenska ríkið greiði starfsmönnum fyrirtækisins laun fyrir þann tíma sem bann stjórnvalda gegn hvalveiðum gilti í fyrra. Þetta er meðal þess sem fram kemur í kröfu Hvals sem send var á ríkislögmann.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sjálf­stæðis­menn með mikla fyrir­vara við frum­varp for­sætis­ráð­herra

Sjálfstæðisflokkurinn er sá flokkur í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sem setur mestu fyrirvarana við eitt af lykilmálum forsætisráðherra, um Mannréttindastofnun. Frumvarpið hefur verið til umræðu í nefndinni í fimmtán vikur en samkomulag var um málið í stjórnarsáttmála. Fulltrúar stjórnarflokkanna ræddu þetta og fleiri mál í Pallborðinu í dag.

Innlent
Fréttamynd

Segir kostnað við um­sóknir fimm­tán milljarða á ári

Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir að kostnaður af meðhöndlun umsókna um alþjóðlega vernd hérlendis hafi numið þrjátíu milljörðum króna síðustu tvö ár. Öllu máli skipti að þjóðin sé raunsæ um getu samfélagsins til að bregðast við vanda fólks á flótta.

Innlent
Fréttamynd

Á­kveða sig eftir Söngva­keppnina

Ríkisútvarpið ætlar ekki að taka neina ákvörðun um þátttöku sína í Eurovision í Svíþjóð fyrr en að lokinni Söngvakeppni sjónvarpsins. Að óbreyttu verður Ísland meðal þátttökuþjóða í Malmö í maí. 

Innlent
Fréttamynd

Að­gerðir upp á tugi milljarða

Aðgerðir stjórnvalda fyrir Grindvíkinga nema tugum milljarða króna í útgjöld fyrir ríkissjóð. Forsætisráðherra segir endanlegar línur um framtíð Grindavíkur liggja fyrir í febrúar.

Innlent
Fréttamynd

Að leysa Grind­víkinga út „eins og eins árs halla­­rekstur“ ríkisins

Fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokkanna sem mættu í Pallborðið í dag eru sammála um að stjórnvöld eigi að leysa þá Grindvíkinga sem þess óska undan húseignum þeirra. Formaður Miðflokksins telur að stjórnvöld hefðu getað gert mikið betur við að lágmarka þá óvissu sem Grindvíkingar búa nú við. 

Innlent
Fréttamynd

Stjórn­völd hafi dregið lappirnar

Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, telur að stjórnvöld hefðu átt að vera fyrr tilbúin með að sú sviðsmynd kæmi fram að ekki væri hægt að búa í Grindavík næstu mánuði eða jafnvel ár. Það þurfi að bregðast hratt við til að koma í veg fyrir enn meira tjón hjá Grindvíkingum.

Innlent
Fréttamynd

Heildarfasteignamat í Grinda­vík um 107 milljarðar

Hávær krafa er um  að ríkissjóður bæti Grindvíkingum tjón sem íbúar í bænum hafa orðið fyrir vegna jarðhræringanna á Reykjanesi. Ýmsar tölur hafa verið nefndar um hvert verðmæti þeirra sé. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur nú tekið saman heildarfasteignamat bæjarins sem nemur um 107 milljörðum króna.

Innlent
Fréttamynd

Tólf sagt upp og ellefu öðrum stöðu­gildum breytt

Breytingar á 23 stöðugildum hjá þjónustu- og nýsköpunarsviði Reykjavíkurborgar voru kynntar í dag. Í breytingunum felast 12 uppsagnir, en í 11 tilvikum verða samningar ekki endurnýjaðir eða ekki ráðið í lausar stöður.

Innlent
Fréttamynd

Vill að ríkið kaupi í­búa Grinda­víkur út

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og íbúi í Grindavík, segir það allt of mikla svartsýnisspá að ekki verði búið aftur í Grindavík næstu árin eða áratugi. Það sé fullur hugur í eigendum fyrirtækja að halda starfsemi áfram, sem sé forsenda þess að hægt sé að byggja bæinn upp á nú. Hins vegar sé nauðsynlegt að grípa þá íbúa sem ekki geti hugsað sér að snúa til baka. 

Innlent
Fréttamynd

Þegar fátt er um boð­leg svör

Það þætti líklega stórfrétt og mikið hneyksli ef læknir á Landspítalanum fengi persónulega greitt frá lyfjafyrirtæki í hvert sinn sem hann léti spítalann kaupa ákveðið lyf. Það sama ætti við ef starfsmaður Vegagerðarinnar fengi persónulega greitt frá umboðsaðila fyrir að velja ákveðna vinnuvélategund fyrir Vegagerðina.

Skoðun