Bras og brall við gerð Brákarborgar Helgi Áss Grétarsson skrifar 6. júní 2025 15:02 „Brákarborg hefur – ótrúlegt en satt – lent í neikvæðri umræðu í pólitíkinni því þar keyptum við gamla hjálpartækjaverslun og breyttum í einhvern fallegasta og vandaðasta leikskóla sem ég hef séð. Framkvæmdin var umhverfisvottuð og fékk hönnunarverðlaunin Grænu skófluna.“ Þessi ummæli í fésbókarfærslu þáverandi borgarstjóra frá 21. mars 2023 eldast ekki vel. Skýrsla Innri endurskoðunar borgarinnar um Brákarborg Samkvæmt nýútkominni skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um endurbyggingu leikskólans Brákarborgar að Kleppsvegi 150-152 fór heildarkostnaður Brákarborgar, mældur á verðlagi hvers árs, 67% umfram frumkostnaðaráætlun verksins. Samt var verkinu skilað haustið 2022 með ónothæfu burðarvirki og síðan í lok júlí 2024 hefur starfsemi Brákarborgar verið í atvinnuhúsnæði að Ármúla 28-30. Kostnaður við yfirstandandi endurbætur á húsnæðinu að Kleppsvegi er áætlaður að lágmarki 300 milljónir króna og samtals mun kostnaður við mannvirkið nema um 2.500 milljónum króna, mælt á verðlagi hvers árs. Hvílík óráðsía fyrir einn umhverfisvottaðan leikskóla! Hvernig gat burðarvirkið klikkað? Í áðurnefndri skýrslu Innri endurskoðunar er að finna yfirlýsingu burðarvirkishönnuðar, dags. 13. október 2021, sem segir meðal annars að burðarvirki eldri mannvirkja á lóðinni ættu að þola vissar breytingar á húsinu, að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Á þessum tímapunkti voru stimplaðar burðarvirkisteikningar ekki til staðar og síðar í ferlinu var þaki hússins breytt. Umdeilt er hverjir stóðu að verklýsingu fyrir breyttu þaki en fyrir liggur frásögn umsjónar- og eftirlitsaðila verksins að á þessum tíma hafi komið fram rík krafa frá fulltrúa verkkaupa um að verkið tefðist ekki og að hann teldi „óþarft að vinna fullbúinn uppdrátt“. Það vekur upp spurningar að fulltrúi verkkaupa hafi ekki viljað vanda til verka þegar um var að ræða jafn mikilvægt grundvallaratriði eins og burðarvirki leikskólabyggingarinnar en framkvæmdin var sérstaklega vandmeðfarin í ljósi þess að verið var að nota burðarvirki eldra húss til að byggja nýtt. Framkvæmdir við verkið hófust áður en teikningar um þessi atriði höfðu verið samþykktar og útkoman varð sú að burðarvirki hússins þoldi ekki þak sem var ásteypulagað. Freistandi spurning Við lestur skýrslu Innri endurskoðunar vaknar sú freistandi spurning hvort verkkaupi, borgin, hafi viljað fyrir alla muni að þessi leikskóli að Kleppsvegi 150-152 yrði tilbúinn fyrir borgarstjórnarkosningarnar í maí 2022 og af þeim ástæðum hafi mátt taka áhættur með byggingu mannvirkisins. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Reykjavík Leikskólar Borgarstjórn Skóla- og menntamál Rekstur hins opinbera Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
„Brákarborg hefur – ótrúlegt en satt – lent í neikvæðri umræðu í pólitíkinni því þar keyptum við gamla hjálpartækjaverslun og breyttum í einhvern fallegasta og vandaðasta leikskóla sem ég hef séð. Framkvæmdin var umhverfisvottuð og fékk hönnunarverðlaunin Grænu skófluna.“ Þessi ummæli í fésbókarfærslu þáverandi borgarstjóra frá 21. mars 2023 eldast ekki vel. Skýrsla Innri endurskoðunar borgarinnar um Brákarborg Samkvæmt nýútkominni skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um endurbyggingu leikskólans Brákarborgar að Kleppsvegi 150-152 fór heildarkostnaður Brákarborgar, mældur á verðlagi hvers árs, 67% umfram frumkostnaðaráætlun verksins. Samt var verkinu skilað haustið 2022 með ónothæfu burðarvirki og síðan í lok júlí 2024 hefur starfsemi Brákarborgar verið í atvinnuhúsnæði að Ármúla 28-30. Kostnaður við yfirstandandi endurbætur á húsnæðinu að Kleppsvegi er áætlaður að lágmarki 300 milljónir króna og samtals mun kostnaður við mannvirkið nema um 2.500 milljónum króna, mælt á verðlagi hvers árs. Hvílík óráðsía fyrir einn umhverfisvottaðan leikskóla! Hvernig gat burðarvirkið klikkað? Í áðurnefndri skýrslu Innri endurskoðunar er að finna yfirlýsingu burðarvirkishönnuðar, dags. 13. október 2021, sem segir meðal annars að burðarvirki eldri mannvirkja á lóðinni ættu að þola vissar breytingar á húsinu, að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Á þessum tímapunkti voru stimplaðar burðarvirkisteikningar ekki til staðar og síðar í ferlinu var þaki hússins breytt. Umdeilt er hverjir stóðu að verklýsingu fyrir breyttu þaki en fyrir liggur frásögn umsjónar- og eftirlitsaðila verksins að á þessum tíma hafi komið fram rík krafa frá fulltrúa verkkaupa um að verkið tefðist ekki og að hann teldi „óþarft að vinna fullbúinn uppdrátt“. Það vekur upp spurningar að fulltrúi verkkaupa hafi ekki viljað vanda til verka þegar um var að ræða jafn mikilvægt grundvallaratriði eins og burðarvirki leikskólabyggingarinnar en framkvæmdin var sérstaklega vandmeðfarin í ljósi þess að verið var að nota burðarvirki eldra húss til að byggja nýtt. Framkvæmdir við verkið hófust áður en teikningar um þessi atriði höfðu verið samþykktar og útkoman varð sú að burðarvirki hússins þoldi ekki þak sem var ásteypulagað. Freistandi spurning Við lestur skýrslu Innri endurskoðunar vaknar sú freistandi spurning hvort verkkaupi, borgin, hafi viljað fyrir alla muni að þessi leikskóli að Kleppsvegi 150-152 yrði tilbúinn fyrir borgarstjórnarkosningarnar í maí 2022 og af þeim ástæðum hafi mátt taka áhættur með byggingu mannvirkisins. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar