

Færeyjar halda áfram að skrá nýja og spennandi kafla í handboltasögu sína því í gær vann kvennalandslið þjóðarinnar sér sæti á HM.
Steinunn Björnsdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands í handbolta, ítrekar kröfu landsliðsins um að Ísrael verði vísað úr alþjóðlegri keppni. Ótti hafi gripið um sig hjá leikmönnum liðsins sem séu þó ekki fórnarlömb - hugur liðsins sé hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum.
Leikmenn kvennalandsliðs Íslands í handbolta hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna leikja liðsins við Ísrael og aðdragandans að þeim. Þær spyrja hvers vegna Ísrael sé enn leyft að taka þátt í alþjóðlegum keppnum og skora á íþróttayfirvöld að knýja fram breytingar.
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tryggði sæti sitt á HM með öðrum öruggum sigrinum á Ísrael á jafnmörgum dögum að Ásvöllum í gær. HM-sætinu var fagnað en stuðningsaðili HSÍ falinn í myndatöku eftir leik.
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tryggði sér sæti á HM 2025 með öruggum sigri á Ísrael, 21-31, á Ásvöllum í gær.
Síðasta verk Steinunnar Björnsdóttur á glæsilegum landsliðsferli sínum var að tryggja liðinu farseðil á lokakeppni heimsmeistaramótsins en Steinunn og liðsfélagar hennar gerðu það með því að sigra Ísrael örugglega í tveimur leikjum í umspili um laust sæti á mótinnu.
Arnar Pétursson stýrði íslenska kvennalandsliðinu í handbolta inn í lokakeppni heimsmeistaramótsins sem fram fer í Hollandi og Þýskalandi seinna á þessu ári. Íslenska liðið tryggði sér þátttökurétt á HM með því að leggja Ísrael að velli en Arnar segir leikmenn sína hafa setið undir svívirðrilegum og einkar ósanngjörnum ásökunum í aðdraganda leiksins.
Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, kvaddi landsliðið í kvöld í leik þar sem íslensku stelpurnar tryggðu sér sæti á heimsmeistaramótinu í desember.
Ísland vann tíu marka sigur þegar liðið mætti Ísrael á Ásvöllum í kvöld í seinni leik liðanna í umspili um laust sæti í lokakeppni heimsmeistaramótsins í handbolta kvenna sem haldið verður í Hollandi og Þýskalandi í nóvember og desember síðar á þessu ári. Íslenska liðið er þar af leiðandi á leiðinni á sitt þriðja stórmót í röð.
Það er óhætt að fullyrða það að úrslitin séu ráðin í einvígi Svíþjóðar og Kósóvó í umspili um laust sæti á heimsmeistaramóti kvenna í handbolta.
Mótmælendur spörkuðu ítrekað í hurðir á Ásvöllum í gær þar sem umspilsleikur Ísland og Ísraels fór fram í handbolta. Að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá ríkislögreglustjóra gekk öryggisgæsla að öðru leyti vel. Næsti leikur fer fram í kvöld og verður tekið mið af gærdeginum við gæsluna.
Steinunn Björnsdóttir landsliðsfyrirliði var að vonum ánægð með stórsigurinn á Ísrael í kvöld.
„Þetta var mjög sérstakt. Að spila landsleik fyrir framan tómt hús á Íslandi er mjög sérstakt,“ sagði Arnar Pétursson landsliðsþjálfari alvarlegur á svip eftir sigurinn stóra á Ísrael í kvöld.
Mótmælendur hafa nú safnast saman fyrir utan Ásvelli, íþróttamiðstöð Hauka í Hafnafirði, til að mótmæla veru ísraelska handboltaliðsins í kvennahandbolta sem keppir í kvöld við íslenska landsliðið í umspili um sæti á HM kvenna í handbolta í vetur.
Stelpurnar okkar eru komnar með annan fótinn á HM eftir stórsigur, 39-27, gegn Ísrael í kvöld. Þetta var fyrri leikur liðanna en þau mætast aftur annað kvöld. Sá leikur á að vera formsatriði fyrir Ísland.
Á meðan tugir þjóða etja kappi í umspili um sæti á HM í handbolta vandræðalaust um alla álfuna á sér stað heljarinnar skrípaleikur hérlendis vegna andstæðings Íslands. Kominn er tími til að hin alþjóðalega íþróttahreyfing taki sig saman í andlitinu og vísi Ísrael úr keppni. Nóg er komið af öskrandi mótsögnum og tvískinnungi þegar kemur að þátttöku liða frá ríkinu á alþjóðavísu.
„Ég get alveg verið hreinskilinn með það að þetta hefur verið aðeins snúið. Þetta er aðeins öðruvísi en vanalega. Við erum að spila við andstæðing sem við klárlega völdum okkur ekki og þurfum þar af leiðandi aðeins að glíma við það,“ segir Arnar Pétursson um verkefni kvöldsins er Ísland mætir Ísrael í umspili um sæti á HM kvenna í handbolta í vetur.
Landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson segir stöðu íslenska kvennalandsliðsins vera snúna fyrir komandi leiki við Ísrael í umspili um sæti á HM í nóvember. Leikirnir fara fram í skugga gagnrýni en íslenska liðið er aðeins þessum tveimur leikjum frá heimsmeistaramóti.
Perla Ruth Albertsdóttir, landsliðskona í handbolta, hefur greint frá því að leikmönnum landsliðsins hafi borist skilaboð á samfélagsmiðlum vegna leikja landsliðsins við Ísrael í umspili um sæti á HM. Leikirnir fara fram í skugga gagnrýni á morgun og hinn.
Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, hefur ritað opið bréf til landsliðskvenna í handbolta þar sem hann skorar á þær að leika ekki við ísraelska landsliðið.
Perla Ruth Albertsdóttir, landsliðskona í handbolta, er ófrísk af sínu öðru barni. Þetta tilkynnti hún á samfélagsmiðlum í dag, mánudag.
Síðar í dag ræðst það hvort fjölmiðlar fái tækifæri til að ræða við leikmenn og þjálfara í íslenska kvennalandsliðinu í handbolta í aðdraganda leikja við Ísrael hér heima sem verða spilaðir fyrir luktum dyrum eftir ráðleggingar frá embætti Ríkislögreglustjóra.
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir ráðleggingu embættisins til HSÍ vera setta fram þar sem upplýsingar séu til staðar um ólgu og hita í tengslum við leiki Íslands og Ísrael. Hún segir það alfarið HSÍ að taka lokaákvörðun um málið.
HSÍ hefur gefið út tilkynningu þar sem greint er frá því að leikir Íslands og Ísraels í undankeppni HM kvenna í handknattleik verði leiknir fyrir luktum dyrum. Þetta sé vegna tilmæla lögreglu.
Valskonur leika til úrslita í Evrópubikarnum í maí eftir magnaðan sigur á Hlíðarenda í gær. Þórey Anna Ásgeirsdóttir fór þar á kostum og hefur ákveðið að gefa aftur kost á sér í íslenska landsliðið.
Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, hefur valið 22 leikmenn í æfingahóp fyrir leikina gegn Ísrael í umspili um sæti á HM 2025.
Í dag lýkur Evrópumóti kvenna í handbolta og um leið fengu Íslendingar að vita hver verður mótherji Íslands í baráttunni um að komast á næsta stórmót; HM 2025 í Þýskalandi og Hollandi.