Umhverfismál

Fréttamynd

Minnkuðu matarsóun um fimmtíu kíló á dag

Nemendur Lundarskóla á Akureyri fóru í átaksverkefni um matarsóun sem leiddi af sér að þau hentu nánast engum mat í heila viku. Mikilvægt að fræða nemendur um matarsóun sem umhverfismál, segir skólastjóri Lundarskóla.

Innlent
Fréttamynd

Sódavatnsvél til bjargar á Alþingi

Plastflöskum fækkaði um 2500 í fyrra með kaupum á sódavatnsvél. Þá hafi magn fjölpósts til þingsins minnkað til muna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Umhverfisstofnun.

Innlent
Fréttamynd

Leggur til að loka Miklubraut fyrir einkabíla

Björn Teitsson, meistaranemi í borgarfræðum við Bauhaus-Universität í Þýskalandi og fyrrverandi formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl, segir að með því að loka Miklubraut fyrir umferð einkabílsins gæti Reykjavíkurborg tekið hugrökkustu og bestu pólitísku ákvörðun í höfuðborginni nokkru sinni.

Innlent
Fréttamynd

Heimilin bæta flokkun og endurvinnslu sorps

Yfirverkfræðingur hjá Sorpu segir ástæðu til að hrósa íbúum fyrir bætta og aukna flokkun á sorpi. Heildarmagn sorps frá heimilum á höfuðborgarsvæðinu dróst saman á síðasta ári samkvæmt rannsókn.

Innlent
Fréttamynd

Enn á ný gat hjá Arnarlaxi

Mat­væla­stofnun barst í gær til­kynning frá Arnar­laxi um gat á nótar­poka einnar sjó­kvíar fyrirtækisins við Hrings­dal í Arnar­firði.

Innlent
Fréttamynd

Gerum meira – betur og hraðar

Samvæmt umhverfiskönnun Gallups sem var birt í dag fá stjórnvöld falleinkun fyrir viðleitni sína og viðbrögð við loftslagsvánni og við að draga úr losun gróðurhúsaloftegunda.

Skoðun
Fréttamynd

Umhverfisvitund getur reynst arðbær

Framkvæmdastjóri danskrar prentsmiðju sem ætlar að verða sú umhverfisvænasta í heimi segir umhverfisvitund neytenda vera að aukast. Rík áhersla á samfélagsábyrgð geti þannig einnig verið arðbær. Ný könnun sýnir að íslenskir neytendur vilja fremur skipta við samfélagslega ábyrg fyrirtæki.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bitcoin "algjört eyðingarafl“ að mati Andra Snæs

Rafmyntir á borð við Bitcoin eru algjört eyðingarafl að mati Andra Snæs Magnasonar rithöfunds. Hann vill að orkumálastjóri beiti sér fyrir því á heimsvísu að rafmyntir verði bannaðar. Þannig sé hægt að spara gríðarlega orku.

Innlent