Bandaríkin

Fréttamynd

Unglingsstúlka dæmd fyrir að bana meintum nauðgara sínum

Bandarísk unglingsstúlka hefur verið dæmd í fimm ára skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa stungið meintan nauðgara sinn til dauða. Stúlkan gekkst í fyrra við því að hafa gerst sek um manndráp af gáleysi og að hafa valdið manninum skaða viljandi.

Erlent
Fréttamynd

Sammála um dómara sem getur farið yfir leynigögnin

Saksóknarar dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna lýstu því yfir í gær að þeir væru ekki mótfallnir tillögu lögmanna Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, um að fyrrverandi alríkisdómari verði skipaður til að fara yfir gögnin úr Mar-a-Lago og segja til um hvað tilheyri Trump og hvað ekki.

Erlent
Fréttamynd

Rapparinn PnB Rock skotinn til bana

Bandaríski rapparinn PnB Rock var í gær skotinn til bana á veitingastað í borginni Los Angeles. Morðingjarnir reyndu að fá skartgripi rapparans áður en þeir skutu hann.

Erlent
Fréttamynd

Til tunglsins í þriðju tilraun?

Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa ákveðið að reyna að skjóta Artemis-1 af stað til tunglsins eftir tvær vikur, eða þann 27. september. Þetta verður í þriðja sinn sem reynt verður að koma geimfarinu af stað en síðustu tvö skipti hafa misheppnast vegna bilana.

Erlent
Fréttamynd

Geimskot Blue Origin misheppnaðist

Sjálfvirkur neyðarbúnaður geimfars Blue Origin fór í gang við misheppnað geimskot fyrirtækisins í dag. Þegar New Shepard eldflaugin sem notuð var til geimskotsins bilaði í 28 þúsund feta hæð og á rúmlega þúsund kílómetra hraða, kviknaði á hreyflum geimfarsins.

Erlent
Fréttamynd

„Ég ætla bara ekkert að fara“

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sagði starfsmönnum sínum og bandamönnum að hann ætlaði ekki að yfirgefa Hvíta húsið, þrátt fyrir að hafa skömmu áður tapað kosningum gegn Joe Biden. „Við förum aldrei. Hvernig getur þú farið þegar þú hefur unnið kosningar.“

Erlent
Fréttamynd

Samsæringur skaut eiginkonu sína, dóttur og hund

Bandarískur maður var skotinn til bana af lögregluþjónum eftir að hann skaut eiginkonu sína, dóttur og hund. Dóttir hans lifði árásina af og hringdi á lögregluna en þegar lögregluþjóna bar að garði skiptist maður á skotum við þá og var skotinn til bana.

Erlent
Fréttamynd

Enn bætist á vandræði Trumps

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur kosningasjóð Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, til rannsóknar. Sérstaklega er verið að skoða hvernig peningum hefur verið safnað í „Save America“ sjóðinn og hvernig þeim hefur verið varið.

Erlent
Fréttamynd

Rata­jkowski segir skilið við eigin­mann sinn

Fyrirsætan, leikkonan og rithöfundurinn Emily Ratajkowski er sögð hafa sótt um skilnað frá eiginmanni sínum til fjögurra ára en eiginmaðurinn Sebastian Bear-McClard, er sakaður um að hafa haldið framhjá Ratajkowski.

Lífið
Fréttamynd

Segist aldrei ætla að gefa frá sér kjarnorkuvopnin

Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, lýsti því yfir í morgun að hann ætlaði aldrei að láta kjarnorkuvopn sín af hendi. Hann sagði að Bandaríkjamenn vildu ekki eingöngu að hann gæfi frá sér vopnin, heldur vildu þeir koma honum frá völdum.

Erlent
Fréttamynd

Bannon aftur ákærður fyrir svik vegna múrsins

Stephen Bannon, langtímabandamaður Donalds Trumps og fyrrverandi ráðgjafi hans í Hvíta húsinu, hefur verið ákærður fyrir svik og fjárþvætti. Saksóknarar í New York saka hann um að svindla á fólki í tengslum við fjáröflunina „We Build the Wall“ sem safna átti peningum til byggingar múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó.

Erlent
Fréttamynd

Mál­verk Obama hjóna af­hjúpuð

Forsetamálverk Obama hjóna voru afhjúpuð við hátíðlega athöfn í Hvíta húsinu í dag. Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna líkti forsetastarfinu við boðhlaup.

Erlent
Fréttamynd

Fjámagns­inn­spýting til Truth Social á bið

Samfélagsmiðill fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, Donalds Trump, Truth social, virðist vera í vanda staddur en fjárfesting upp á marga milljarða hafi ekki skilað sér vegna rannsóknar á henni. Áform um að færa móðurfélag Truth Social, Trump Media and Technology Group á opinberan markað séu því í hættu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Sekta Meta um 57,7 milljarða króna

Írska persónuverndarstofnunin hefur sektað Meta, móðurfyrirtæki Facebook, Instagram og WhatsApp um rúmlega 400 milljónir Bandaríkjadala eða um 57,7 milljarða króna. Sektin er gefin út vegna ófullnægjandi öryggisráðstafana Instagram hvað varðar notendur undir átján ára aldri.

Erlent
Fréttamynd

Krafa Trumps samþykkt af dómara sem hann tilnefndi

Dómari opinberaði í gær þá niðurstöðu sína að utanaðkomandi aðili myndi fara yfir gögnin sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) lögðu hald á í Mar-a-Lago, sveitarklúbbi og heimili Donalds Trumps í Flórída. Dómarinn hefur líka meinað dómsmálaráðuneytinu tímabundið að nota gögnin sem haldlögð voru við mögulega rannsókn sem beinist að Trump.

Erlent
Fréttamynd

„Feiti Leonard“ slapp úr stofu­fangelsi

Leonard Glenn Francis, oftast kallaður, „Feiti Leonard“, slapp úr stofufangelsi í dag eftir að hann skar á ökklaband sitt. Dómsuppkvaðning í máli hans var á dagskrá eftir þrjár vikur.

Erlent
Fréttamynd

Tapaði enn einu dómsmálinu

Dómstóll í Kaliforníu hefur vísað frá enn einu dómsmálinu, í tengslum við eitt frægasta plötuumslag tónlistarsögunnar, plötu Nevermind með hljómsveitinni Nirvana. Fyrirsæta plötuumslagsins, Spencer Elden, hefur margoft krafist bóta þar sem hann telur myndatökuna falla undir „kynferðislega misnotkun barna“. 

Lífið