Segir Netanjahú helstu fyrirstöðu friðar og kallar eftir kosningum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. mars 2024 18:37 Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings. Getty/Caroline Brehman Chuch Schumer, leiðtogi meirihlutans í öldungadeild Bandaríkjaþings, kallaði í dag eftir þingkosningum í Ísrael. Hann segir Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísrael hafa villst af leið. Þetta sagði Schumer í ræðu á þinginu í dag þegar hann kallaði eftir því við kollega sína að þeir samþykktu hernaðaraðstoð bæði við Úkraínu og Ísrael. Schumer er leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni og jafnframt titlaður valdamesti gyðingurinn í opinberri þjónustu í Bandaríkjunum í umfjöllun Guardian í um málið. Schumer sagði jafnframt að hann hefði lengi unnið með Netanjahú og þekki hann vel en trúi því að hann hafi „villst af leið með því að tefla pólitískri framtíð sinni fram fyrir hagsmuni Ísrael.“ Hann bætti því við að leiðinlegt væri að sjá að Netanjahú hefði hleypt stjórnmálamönnum lengst á hægri vængnum inn í ríkisstjórn sína. Þá væri Netanjahú sömuleiðis of viljugur til að lýða mannfall allmennra borgara á Gasa, sem hefði leitti til þess að stuðningur við Ísrael alþjóðlega er í sögulegu lágmarki. Ísrael, að mati Schumer, þyldi það ekki að hafa ímynd „vonda kallsins.“ Afstaða til Palestínu mýkst Margir stuðningsmenn Joe Bidens Bandaríkjaforseta hafa lýst yfir miklum áhyggjum af almennu mannfalli á Gasa eftir að heilbrigðisyfirvöld á ströndinni lýstu því yfir að meira en 30 þúsund almennir borgarar hefðu fallið frá upphafi átakanna. Biden hefur frá 7. október stutt við Ísrael, sem margir kjósendur Demókrata hafa gagnrýnt. Miklar áhyggjur eru meðal Demókrata að þeir sem styðja við Palestínumenn í átökunum muni kjósa gegn Demókrötum í forsetakosningum í haust, til þess eins að mótmæla afstöðu forsetans. Biden hefur undanfarnar vikur mýkt afstöðu sína nokkuð og talar nú opinberlega fyrir vopnahléi á Gasa, að því gefnu að Hamas sleppi úr haldi þeim gíslum sem þeir tóku 7. október síðastliðinn. Í byrjun þessa mánaðar byrjuðu Bandaríkjamenn til að mynda að senda mannúðaraðstoð til Gasa, sem kastað er úr flugvélum sem fljúga yfir ströndina. Þá segir Biden bandaríska herinn vera að undirbúa flutning neyðarbirgða sjóleiðina til Gasa. Hugarfar stjórnvalda forneskjulegt Schumer hefur frá upphafi stríðsins verið dyggur stuðningsmaður Ísrael. Hann heimsótti landið til að mynda aðeins nokkrum dögum eftir árás Hamas í október en orð hans virðast merk um einhvers konar hugarfarsbreytingu. „Ríkisstjórn Netanjahú hentar ekki lengur hagsmunum Ísrael. Heimurinn hefur tekið dramatískum breytingum frá 7. október. Forneskjulegt hugarfar stjórnvalda heldur aftur af Ísraelsmönnum,“ sagði Schumer í ræðu sinni. Hann taldi upp fernt sem helst stæði í vegi fyrir friði og tveggja ríkja lausninni, sem Bandaríkin hafa lengi stutt. Það var Netanjahú, hægrisinnaðir Ísraelsmenn, Hamas og Mahmoud Abbas, forseti Palestínu. „Þetta er það fernt sem helst stendur í vegi fyrir friði. Ef okkur tekst ekki að komast fram hjá þessum hindrunum í vegi okkar þá munu Ísrael, Vesturbakkinn og Gasa sitja föst í hringrás þess ofbeldis sem ríkt hefur síðustu 75 ár.“ Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tengdar fréttir Von um vopnahlé vex en varað er við hörmungarástandi í Rafah Viðræður um vopnahlé á Gasa standa yfir í París þar sem leiðtogar leyniþjónusta og diplómatar freista þess að binda tímabundinn enda á átökin. Hörmungar vofa yfir hundruðum þúsunda Palestínumanna í borginni Rafa við landamærin að Egyptalandi vegna tilætlaðs áhlaups ísraelska hersins á borgina. 24. febrúar 2024 21:11 Ný tilraun til vopnahlésviðræðna um helgina Sendinefnd frá Ísrael mun taka þátt í vopnahlésviðræðum í París um helgina ásamt fulltrúum Bandaríkjanna, Katar og Egyptalands. Viðræðuefni verði ásamt vopnahlé frelsun ísraelskra gísla á Gasasvæðinu. 23. febrúar 2024 00:03 Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Sjá meira
Þetta sagði Schumer í ræðu á þinginu í dag þegar hann kallaði eftir því við kollega sína að þeir samþykktu hernaðaraðstoð bæði við Úkraínu og Ísrael. Schumer er leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni og jafnframt titlaður valdamesti gyðingurinn í opinberri þjónustu í Bandaríkjunum í umfjöllun Guardian í um málið. Schumer sagði jafnframt að hann hefði lengi unnið með Netanjahú og þekki hann vel en trúi því að hann hafi „villst af leið með því að tefla pólitískri framtíð sinni fram fyrir hagsmuni Ísrael.“ Hann bætti því við að leiðinlegt væri að sjá að Netanjahú hefði hleypt stjórnmálamönnum lengst á hægri vængnum inn í ríkisstjórn sína. Þá væri Netanjahú sömuleiðis of viljugur til að lýða mannfall allmennra borgara á Gasa, sem hefði leitti til þess að stuðningur við Ísrael alþjóðlega er í sögulegu lágmarki. Ísrael, að mati Schumer, þyldi það ekki að hafa ímynd „vonda kallsins.“ Afstaða til Palestínu mýkst Margir stuðningsmenn Joe Bidens Bandaríkjaforseta hafa lýst yfir miklum áhyggjum af almennu mannfalli á Gasa eftir að heilbrigðisyfirvöld á ströndinni lýstu því yfir að meira en 30 þúsund almennir borgarar hefðu fallið frá upphafi átakanna. Biden hefur frá 7. október stutt við Ísrael, sem margir kjósendur Demókrata hafa gagnrýnt. Miklar áhyggjur eru meðal Demókrata að þeir sem styðja við Palestínumenn í átökunum muni kjósa gegn Demókrötum í forsetakosningum í haust, til þess eins að mótmæla afstöðu forsetans. Biden hefur undanfarnar vikur mýkt afstöðu sína nokkuð og talar nú opinberlega fyrir vopnahléi á Gasa, að því gefnu að Hamas sleppi úr haldi þeim gíslum sem þeir tóku 7. október síðastliðinn. Í byrjun þessa mánaðar byrjuðu Bandaríkjamenn til að mynda að senda mannúðaraðstoð til Gasa, sem kastað er úr flugvélum sem fljúga yfir ströndina. Þá segir Biden bandaríska herinn vera að undirbúa flutning neyðarbirgða sjóleiðina til Gasa. Hugarfar stjórnvalda forneskjulegt Schumer hefur frá upphafi stríðsins verið dyggur stuðningsmaður Ísrael. Hann heimsótti landið til að mynda aðeins nokkrum dögum eftir árás Hamas í október en orð hans virðast merk um einhvers konar hugarfarsbreytingu. „Ríkisstjórn Netanjahú hentar ekki lengur hagsmunum Ísrael. Heimurinn hefur tekið dramatískum breytingum frá 7. október. Forneskjulegt hugarfar stjórnvalda heldur aftur af Ísraelsmönnum,“ sagði Schumer í ræðu sinni. Hann taldi upp fernt sem helst stæði í vegi fyrir friði og tveggja ríkja lausninni, sem Bandaríkin hafa lengi stutt. Það var Netanjahú, hægrisinnaðir Ísraelsmenn, Hamas og Mahmoud Abbas, forseti Palestínu. „Þetta er það fernt sem helst stendur í vegi fyrir friði. Ef okkur tekst ekki að komast fram hjá þessum hindrunum í vegi okkar þá munu Ísrael, Vesturbakkinn og Gasa sitja föst í hringrás þess ofbeldis sem ríkt hefur síðustu 75 ár.“
Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tengdar fréttir Von um vopnahlé vex en varað er við hörmungarástandi í Rafah Viðræður um vopnahlé á Gasa standa yfir í París þar sem leiðtogar leyniþjónusta og diplómatar freista þess að binda tímabundinn enda á átökin. Hörmungar vofa yfir hundruðum þúsunda Palestínumanna í borginni Rafa við landamærin að Egyptalandi vegna tilætlaðs áhlaups ísraelska hersins á borgina. 24. febrúar 2024 21:11 Ný tilraun til vopnahlésviðræðna um helgina Sendinefnd frá Ísrael mun taka þátt í vopnahlésviðræðum í París um helgina ásamt fulltrúum Bandaríkjanna, Katar og Egyptalands. Viðræðuefni verði ásamt vopnahlé frelsun ísraelskra gísla á Gasasvæðinu. 23. febrúar 2024 00:03 Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Sjá meira
Von um vopnahlé vex en varað er við hörmungarástandi í Rafah Viðræður um vopnahlé á Gasa standa yfir í París þar sem leiðtogar leyniþjónusta og diplómatar freista þess að binda tímabundinn enda á átökin. Hörmungar vofa yfir hundruðum þúsunda Palestínumanna í borginni Rafa við landamærin að Egyptalandi vegna tilætlaðs áhlaups ísraelska hersins á borgina. 24. febrúar 2024 21:11
Ný tilraun til vopnahlésviðræðna um helgina Sendinefnd frá Ísrael mun taka þátt í vopnahlésviðræðum í París um helgina ásamt fulltrúum Bandaríkjanna, Katar og Egyptalands. Viðræðuefni verði ásamt vopnahlé frelsun ísraelskra gísla á Gasasvæðinu. 23. febrúar 2024 00:03