Bandaríkin
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/F166725DB89920BBA925CF58B0E9F073301037834864D7DD906D5EA95EDFEDFE_308x200.jpg)
Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans
Tíu eru látnir og þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið inn í mannfjölda á Bourbon Street í bandarísku borginni New Orleans í morgun.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/2B878982EB4A1BCEC78822D3501A1CEB145B3C949B24F07111C1E65A7954E0AC_308x200.jpg)
FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk
FBI hefur formlega varað stærstu íþróttadeildir Bandaríkjanna um skipulagða glæpahópa sem gera íþróttafólk að fórnarlömbum ránsferða sinna. Brotist var inn á níu heimili atvinnufólks í íþróttum frá september til nóvember.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/261249440DC37496843388437C445A21A30438528E8F824E3EB047385195ED06_308x200.jpg)
Pitt og Jolie loksins skilin
Leikararnir Angelina Jolie og Brad Pitt hafa loksins náð saman um skilnaðarsamning og þar með bundið á einhverjar lengstu skilnaðardeilur í sögu Hollywood. Jolie sótti um skilnað fyrir átta árum.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/0C06F1A0139D9D43F4D3507000EE3B357FDFB265903613E1A326D4427BC01622_308x200.jpg)
Trump kemur Johnson til bjargar
Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir stuðningi við Mike Johnson, þingforseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sem vill sitja áfram í embætti á nýju kjörtímabili. Trump hafði sjálfur grafið verulega undan Johnson í embætti í lok ársins.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/C1491F1A02EA4A8D9D7437B7C363E99119BA9404AF22D373E0B0592393D7C209_308x200.jpg)
ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan?
Ný ríkisstjórn er tekin til starfa og hyggst halda þjóðaratkvæðagreiðslu til að kanna hug þjóðarinnar til aðildar að Evrópusambandinu (ESB) á kjörtímabilinu. Eða eins og stendur í stefnuyfirlýsingu hennar: „Þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu fer fram eigi síðar en árið 2027.“
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/A0DAC32A66CD191E98A3F937CBE4451E0F118BD94DB85C3211AB9E510CADAD52_308x200.jpg)
Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans
Áhrifa fellibyljarins Helene, sem reið yfir Norður-Ameríku í september, gætir enn meðal bænda en uppskerubrestur varð vegna veðurofsans. Bændur óttast að þeir nái ekki að framleiða eins og þeir þurfa á næsta ári.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/A17300768EEEC7AE3C2DD657130DD42DFCE87CC7DA7BEDC954DB38180A16A926_308x200.jpg)
Jimmy Carter látinn
Jimmy Carter fyrrverandi forseti Bandaríkjanna er látinn. Hann varð hundrað ára gamall.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/4C3D545890177A952942A62358752EF4D14E5D3DC5E097BC048CF69B2000ADD9_308x200.jpg)
Urðu úti við leit að Stórfæti
Tveir menn frá Oregon sem voru í leit að Stórfæti í skógi í Washington-ríki fundust látnir í dag eftir að hafa verið saknað frá jóladegi.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/463505DC4E96EBAF8062C669EE9E85C87F4DA5ECC4989A347F074A6D6467002B_308x200.jpg)
Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi
Smábarn hljóp næstum því fram af kletti við virkt eldgos á Hawaii. Í kjölfarið hafa yfirvöld gefið út sérstaka viðvörun til ferðamanna á svæðinu.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/AD072318F2AC0CD04CD1635939DB91E260CE627B2599C97BF050AC7CEA38E424_308x200.jpg)
Olivia Hussey er látin
Breska leikkonan Olivia Hussey er látin 73 ára að aldri. Hún öðlaðist heimsfrægð eftir að hafa leikið Júlíu í kvikmyndaaðlögun á Rómeu og Júlíu árið 1968.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/C85123DB2207CF2E9F72F71E470F15268A0665C1A78CC905A9293C7457DCA66E_308x200.jpg)
Sjónvarpskóngur allur
Bandaríski sjónvarpskóngurinn Charles Dolan, stofnandi Home Box Office, sem er betur þekkt undir skammstöfuninni HBO, og Cablevison, er látinn 98 ára að aldri.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/815C068C8F45F8F9F71CF7660AADFD37466FEE7E4D730ED0741014BC27773B9D_308x200.jpg)
Íslandsvinurinn OG Maco látinn
Bandaríski rapparinn OG Maco er látinn 32 ára að aldri. Hann hafði verið í dái á sjúkrahúsi frá 12. desember eftir að hafa veitt sjálfum sér skotáverka á höfði.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/A9B76B7A0E5AF870F86917BB2DD6CBFD174336F4CA4B3BD1352CF64251375506_308x200.jpg)
Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð
Bandaríski leikarinn Hudson Meek, sem hvað þekktastur er fyrir hlutverk sitt í myndinni Baby Driver, er látinn. Hann varð sextán ára.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/138F23B0E03BF0184BB61FB18DE284387581F49243F3C2EA69487C2D55912DB5_308x200.jpg)
Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður
Loftslagsbreytingar á jörðinni gerðu það að verkum að á árinu sem er að líða fjölgaði dögum þar sem hitinn er hættulegur mannfólki mikið, eða um sex vikur að meðaltali. Þetta þýðir að hitabylgjum hefur fjölgað og þær vara lengur í hvert skipti. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem Guardian fjallar um í dag.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/B8AB82D43DF4A158F2EE2532456F6A92CE255C7E9449D100B7CD6108794A0AC1_308x200.jpg)
Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada
Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti hefur á undanförnum vikum sýnt því áhuga að komast yfir landsvæði á borð við Panama, Grænland og Kanada. Hvort sem um grín eða alvöru er að ræða er ljóst að utanríkisstefnan er í andstöðu við þá sem snerist um að einangra sig frá fjarlægum deilum og samkeppnisríkjum.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/5CB45A071DDF18D575FFBC459A3F40EB9A4F9824ED948574A48F368EED707351_308x200.jpg)
Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik
Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í áhugaverðri íþrótt sem hefur vaxið mikið í vinsældum undanfarin ár. Pickleball, eða súrknattleikur, er blanda af badminton, tennis og borðtennis.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/EE275512D6C544E0D664D3D540A9445381F490DE8CB846153F5E2A4675FDA5BC_308x200.jpg)
Clinton lagður inn á sjúkrahús
Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, var fyrr í dag fluttur og innritaður á sjúkrahús í Washington-borg. Clinton er 78 ára gamall og hefur glímt við heilsufarsvanda á undanförnum árum.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/F99F74C259E68C6DB7A49846DD49F4E86329AA5F8759E50BE702B4ACE8E18BAB_308x200.jpg)
Lýsti yfir sakleysi sínu
Luigi Mangione, maðurinn sem er grunaður um að hafa ráðið Brian Thompson forstjóra UnitedHealthcare bana þann fjórða desember, lýsti sig í dag saklausan í málinu fyrir dómstól í New York.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/300994267798282CD3DE7CA6C6F31025A12C712DD0619B41CD98193494143C4B_308x200.jpg)
Segir Grænland ekki falt
Formaður landsstjórnar Grænlands segir landið ekki til sölu eftir að Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti vakti aftur máls á eignarhaldi eyjunnar. Formaður varnarmálanefndar danska þingsins segir Bandaríkjaher ekki geta verið áfram á Grænlandi reyni Bandaríkjastjórn að komast yfir danskt yfirráðasvæði.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/DC0D176E1BC6AEE2EBF74BC45E72CBF51BE0700FB6375C60605C3FDF8A1C334E_308x200.jpg)
Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins
Útlit er fyrir að bruni á jarðgasi stóraukist í Bandaríkjunum á næstu árum vegna óseðjandi þarfar gervigreindartækninnar fyrir raforku. Dæmi eru um að tæknifyrirtæki ætli sér að reisa gasorkuver sérstaklega fyrir gagnaver sín.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/095554EA483544135772FB8AD45434BE0659A31EF30B0A6DC3BB7469CE471D3F_308x200.jpg)
Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá
Eignarhald og yfirráð yfir Grænlandi eru algerlega nauðsynleg, að mati Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna. Hann setti málið aftur á dagskrá þegar hann tilnefndi vin Elons Musk sem næsta sendiherra Danmerkur. Fyrri hugmyndir Trump um kaup á Grænlandi voru hlegnar út af borðinu.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/0AC9BE9108DF165161B4EB1D02C28F02AE2CB85BC07FA9000F3636D2693AD6D7_308x200.jpg)
Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York
Maður er í haldi lögreglunnar í New York grunaður um að hafa brennt konu til bana í neðanjarðarlest í borginni í gær.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/AF56DD577CB24482D04F9C3135DE94B45A6A43350839C7EAA049582DF1DB5245_308x200.jpg)
Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“
Blake Lively, leikkona, hefur sakað Justin Baldoni, leikstjóra myndarinnar It ends with us og mótleikara hennar í myndinni, um kynferðislegt áreiti og áróðursherferð í þeim tilgangi að rústa orðspori hennar. Lively hefur lagt fram kvörtun gegn Baldoni, í undirbúningi fyrir lögsókn.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/E613DB6A537CD32FAA61202F7D101364B67646DCB492A2B2EDC12FFE7D573E07_308x200.jpg)
Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi
Tveir flugmenn sjóhers Bandaríkjanna lifðu af þegar herþota þeirra var skotin niður yfir Rauðahafi í nótt. Svo virðist sem þotan hafi verið skotin niður af Bandaríkjamönnum sjálfum og var það í kjölfar loftárásar gegn Hútum í Jemen.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/BC24B988D17D4829389D8E0D2D5BB27BB03A1319B924DEBD2874CFE029C75E90_308x200.jpg)
Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs
Bandarískir þingmenn á báðum deildum þingsins samþykktu í gærkvöldi bráðabirgðafjárlög eftir miklar deilur. Frumvarpið hefur verið sent til Hvíta hússins til undirritunar og er fastlega búist við því að Joe Biden, forseti, muni skrifa undir það.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/FBAB75C308EA0A93CD3AF0762D6ED79EF12C97BDAEAB3172FED0900881121227_308x200.jpg)
Vara við upprisu ISIS
Leiðtogar regnhlífarsamtakanna Syrian democratic forces í Sýrlandi, sem er að mestu stýrt af sýrlenskum Kúrdum, hafa varað við því að vígamenn íslamska ríkisins séu tilbúnir til að láta að sér kveða aftur. Upprisa þeirra sé í raun þegar hafin og umsvif ISIS í eyðimörkinni milli Sýrlands og Írak hafi aukist frá falli Assad-stjórnarinnar.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/8CDA976229EEBF68B9B2A1D27D022B18C668AB16226E807A6ADEF9C846696383_308x200.jpg)
Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT
Forstjóri Marels fagnar því að yfirgnæfandi meirihluti hluthafa Marels hafi samþykkt yfirtökutilboð John Bean Technologies Corporation (JBT) í Marel. JBT Marel muni búa yfir miklum sóknarfærum.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/09657781FABAF6B2110F33EBE8E0C6B3D404930783C8AD3B480EFAFD96B5073F_308x200.jpg)
Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi
Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings höfnuðu í gær nýju bráðabirgða fjárlagafrumvarpi sem Donald Trump, verðandi forseti, hafði lýst yfir stuðningi við. Takist ekki að semja nýtt frumvarp í dag og fá það samþykkt í bæði fulltrúadeildinni og öldungadeildinni verður rekstur alríkisins í Bandaríkjunum stöðvaður á laugardagsmorgun.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/0FF79B1C3BC3FD59931136EEA77ADA92FB545CF4D6D37E73B5D6604FDB274517_308x200.jpg)
Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York
Karlmaður á fertugsaldri er í varðhaldi í Michigan-ríki Bandaríkjanna grunaður um að stinga forseta fyrirtækisins sem hann vann hjá. Lögreglan vestanhafs telur mögulegt að maðurinn hafi verið að herma eftir skotárás sem beindist að forstjóra hjá UnitedHealthcare í New York fyrr í desember og hefur vakið gríðarlegt umtal.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/EFC9F694177A66850B20DABA41A44CAC363F317EE731A2A9BBBA898DFB9D0DBD_308x200.jpg)
Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum
Luigi Mangione, sem er grunaður um að hafa ráðið Brian Thompson, forstjóra UnitedHealthcare, bana hefur verið ákærður af alríkissaksóknurum í New York fyrir manndráp.