Bandaríkin

Fréttamynd

Mikið fenta­nýl falið bak við hlera á dag­heimilinu

Mikið magn af fentanýli fannst falið bak við hlera á dagheimili í New York í dag. Eins árs gamalt barn lést úr of stórum skammti af ópíóðanum á heimilinu í síðustu viku. Lögreglan í New York segir að rannsókn málsins standi yfir en tvö hafa verið ákærð vegna málsins.

Erlent
Fréttamynd

Rupert Murdoch sest í helgan stein

Ástralsk-bandaríski fjölmiðlamógúllinn Rupert Murdoch hefur ákveðið að setjast í helgan stein og hætta sem formaður stjórna bæði Fox og News Corp. Murdoch, sem er 92 ára gamall, er mjög umdeildur vegna umsvifa hans á fjölmiðalmarkaði.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Frægir rithöfundar höfða mál vegna ChatGPT

Hópur þekktra rithöfunda eins og George R.R. Martin, Jodi Picoult og John Grisham hefur höfðað mál gegn fyrirtækinu OpenAI og sakað það um þjófnað á höfundarréttarvörðu efni sem notað var við þróun ChatGPT gervigreindarinnar. Rithöfundarnir segja gervigreindina byggja á kerfisbundnum og umfangsmiklum þjófnað.

Erlent
Fréttamynd

Fylgdi Google Maps fram af ónýtri brú og lést

Fjölskylda manns sem lést eftir að hafa ekið fram af brú, sem hafði hrunið níu árum áður, hefur stefnt tæknirisanum Google. Hún sakar fyrirtækið um að hafa ekki uppfært gervihnattakort sitt með þeim afleiðingum að maðurinn lést.

Erlent
Fréttamynd

McCarthy í basli og þingið lamað

Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, mistókst í gær að koma frumvarpi um fjárveitingar til varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna í gegnum þingið. Hópur öfgafullra þingmanna Repúblikanaflokksins kom í veg fyrir að frumvarpið yrði tekið til umræðu og er útlit fyrir algera lömun á þingi.

Erlent
Fréttamynd

Hafa náð sátt í skilnaðar­máli sínu

Bandaríski leikarinn Kevin Costner og fyrrverandi eiginkona hans, Christine Baumgartner, hafa náð sátt í skilnaðarmáli sínu. Slúðurmiðillinn TMZ greinir frá þessu en mikið hefur verið fjallað um mál þeirra Costner og Baumgartner síðustu vikur og mánuði.

Lífið
Fréttamynd

Ballard fór frá eigin samtökum eftir rannsókn á áreitni

Tim Ballard, sem kvikmyndin Sound of Freedom hefur gert frægan, yfirgaf samtök sem hann stofnaði til að berjast gegn kynlífsþrælkun barna í kjölfar rannsóknar varðandi meinta kynferðislega áreitni hans gegn sjö konum. Hann er sagður hafa áreitt starfsmenn samtaka sem hann stofnaði í verkefnum sem ætlað var að bjarga börnum úr ánauð.

Erlent
Fréttamynd

Herþotan sem týndist er fundin

Brak úr F-35 herþotunni, sem landgöngulið Bandaríkjanna týndi um helgina, fannst í sveit í Suður-Karólínu í gær. Herinn hafði óskað eftir hjálp borgaranna við leit að vélinni en gat þó ekki staðfest að hún hefði brotlent.

Erlent
Fréttamynd

Um­deild­um fang­a­skipt­um lok­ið

Umdeild fangaskipti milli Bandaríkjamanna og Írana hafa átt sér stað. Fimm manns sem voru í fangelsi í Íran hefur verið sleppt í Katar. Yfirvöld í Íran hafa ítrekað verið sökuð um að handsama fólk af Vesturlöndum og nota það sem vogarafl í samskiptum við erlenda ráðamenn.

Erlent
Fréttamynd

Repúblikanar herða tökin í mikilvægum ríkjum

Repúblikanar í Wisconsin og Norður-Karólínu í Bandaríkjunum vilja breyta því hvernig kosningum er stjórnað í ríkjunum. Bæði ríkin eru svokölluð sveifluríki og þykja því gífurlega mikilvæg þegar kemur að forsetakosningunum á næsta ári.

Erlent
Fréttamynd

Ste­ve Martin neitar að hafa kýlt Miriam Margolyes

Bandaríski leikarinn Steve Martin þvertekur fyrir að hafa kýlt bresku leikkonuna Miriam Margolyes við tökur á grínmyndinni Litlu hryllingsbúðinni frá 1986. Margolyes segir Martin hafa kýlt sig í alvörunni en ekki í þykjustunni.

Lífið
Fréttamynd

„Hann dó sem hetja“

Fjölskylda náinna systkina sem féllu frá með níu ára millibili ætla að sjá til þess að minning þeirra gleymist aldrei. Þau vonast til að geta hjálpað þeim sem lenda í áfalli á borð við það sem þau urðu fyrir fyrir áratug.

Lífið
Fréttamynd

Hun­ter Biden á­kærður

Alríkissaksóknarar hafa gefið út ákæru á hendur Hunter Biden, syni Joe Biden Bandaríkjaforseta, þar sem hann er sagður hafa komist ólöglega yfir skotvopn í október árið 2018, eftir að hafa logið til um að neyta ekki né vera háður fíkniefnum.

Erlent