Hvalveiðar

Fréttamynd

Munu gera allt sem þau geta til að stöðva Kristján Lofts­son

Formaður Samtaka grænkera á Íslandi segir dýravelferðarsinna ekki sátta við ákvörðun matvælaráðherra um að heimila hvalveiðar aftur á ný. Þau muni halda áfram að mótmæla og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir veiðar Kristjáns Loftssonar. 

Innlent
Fréttamynd

True North krefst lögbanns á hvalveiðar Kristjáns

Framleiðslufyrirtækið True North hefur krafist þess að lögbann verði sett á Hval hf vegna veiða á langreyðum. Katrín Oddsdóttir, lögmaður hjá Rétti, fer með málið fyrir hönd True North. Erfitt, jafnvel ómögulegt verði að fá erlenda aðila til samstarfs hérlendis verði af veiðunum.

Innlent
Fréttamynd

Ný reglugerð: Veiða skal í birtu og þrír reynsluboltar ávallt um borð

Ný reglugerð um veiðar á langreyðum kveður á um að aðeins megi veiða langreyðar í birtu, gæta þurfi þess að enginn kálfur sé með í för, skjóta þarf af minna en 25 metra færi og þrír í áhöfninni þurfa að lágmarki að hafa reynslu af hvalveiðum. Þetta kemur fram í nýrri reglugerð Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra sem tók gildi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Fram­tíð hval­veiða

Óvissa ríkir um framtíð hvalveiða á Íslandi. Enginn í heiminum veiðir langreyðar í atvinnuskyni annar en einn aðili, á Íslandi. Það segir sína sögu. Raunar er atvinnugreinin ekki til hér á landi nema sem vertíðarvinna, og það ekki á hverju ári.

Skoðun
Fréttamynd

„Mjög sorg­legur dagur fyrir okkar sam­fé­lag“

„Mér finnst þetta mjög sorglegur dagur fyrir okkar samfélag,“ segir Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, aðspurð um þá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að heimila hvalveiðar á ný.

Innlent
Fréttamynd

„Ekki ráðherra til að fá útrás fyrir sína villtustu drauma“

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, segir að margar hugmyndir hafi verið lagðar fram sem ættu að leiða til færri frávika við hvalveiðar. Hvalveiðar hefjast aftur á morgun en með ítarlegum skilyrðum en Svandís þvertekur fyrir að hún sé að láta undan hótunum með því að leyfa veiðarnar aftur.

Innlent
Fréttamynd

Hvalveiðivertíðin hefst á morgun með hertum skilyrðum

Hvalveiðar geta hafist á morgun en með hertum skilyrðum. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra ætlar að setja nýja reglugerð í dag sem ætlað er að bæta umgjörð veiða á langreyðum. Með reglugerðinni er brugðist við niðurstöðum eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar um veiðar á langreyðum árið 2022, áliti fagráðs um velferð dýra og skýrslu starfshóps um mat á leiðum til að fækka frávikum við veiðarnar.

Innlent
Fréttamynd

Vaktin: Hvalveiðar hefjast að nýju

Hvalveiðar hefjast á ný á morgun. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti í dag ákvörðun sína um hvalveiðar sem verða með strangara eftirlit en áður.

Innlent
Fréttamynd

Mögu­leg snið­ganga Hollywood hræsni í augum Vil­hjálms

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segist orðlaus yfir mögulegri sniðgöngu Hollywood-stjarna á Íslandi vegna hvalveiða. Hann sakar stjörnurnar um hræsni og telur að þær ættu frekar að leysa vandamál eigin lands áður en þær skipti sér að málum Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Hollywood-stjörnur hóta snið­göngu verði hval­veiðar leyfðar á ný

Baltasar Kormákur segir það skelfilegt fyrir íslenskan kvikmyndaiðnað ef verður af sniðgöngu Hollywood-leikara og framleiðenda vegna hvalveiða. Matvælaráðherra kynnir ákvörðun sína á morgun. Ef hún leyfir hvalveiðir aftur ætlar hópur Hollywood leikara ekki að koma með verkefni sín til Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Segir Vinstri græn hafa gert brott­hvarf sitt að skil­yrði

Jón Gunnars­son, fyrr­verandi dóms­mála­ráð­herra, segir að þing­menn og ráð­herrar Vinstri grænna hafi gert kröfu um það að hann viki úr ríkis­stjórn gegn því að verja hann gegn van­trausts­til­lögu sem lögð var fram á þingi í vor. Hann segist ekki ætla að vera með­sekur með Svan­dísi Svavars­dóttur, mat­væla­ráð­herra í hval­veiði­málinu og telur hana hafa gerst brot­lega við lög.

Innlent
Fréttamynd

Svan­dís greinir frá á­kvörðun um hval­veiðar á Egils­stöðum

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra ætlar að greina frá ákvörðun sinni varðandi framhald hvalveiða að loknum ríkisstjórnarfundi á morgun. Þetta staðfestir Dúi Landmark upplýsingafulltrúi í matvælaráðuneytinu. Um er að ræða sumarfund ríkisstjórnarinnar sem fer fram á Egilsstöðum.

Innlent
Fréttamynd

Til­gangs­lausar kvala­fullar hval­veiðar

Þegar ég var strákur var oft hvalkjöt í matinn og í minningunni fannst mér það bara allt í lagi matur. Pabbi hafði ungur unnið í Hvalstöðinni og heima hjá okkur þóttu hvalveiðar sjálfsagðar. Meðfram læknanámi vann ég sem leiðsögumaður fyrir erlenda ferðamenn um hálendi Íslands, en um svipað leyti var sett á alþjóðlegt hvalveiðibann.

Skoðun
Fréttamynd

Hvalir og kol­efni

Efnafræðingur hefur reiknað út að langreyðar við Ísland losi meira af kolefni (koltvísýringi, CO2) út í andrúmsloftið en þær binda af efninu (kolefni, C) í vefjum sínum og birtir útreikningana á heimasíðu sinni.

Skoðun
Fréttamynd

„Þau verða bara að tala saman“

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, hefur ekki tekið ákvörðun um það hvort hún ætli að viðhalda veiðibanni á stórhvölum. Hún segist stefna á að taka ákvörðun sem fyrst en starfsmenn ráðuneytis hennar séu að vinna úr skýrslu sem birt var í gær um frávik við veiðar á hvölum.

Innlent
Fréttamynd

Þingflokksformaður vill geta horft í spegil

Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar virðast ekki útiloka stuðning við vantrauststillögu á hendur matvælaráðherra, komi hún fram. Bæjarstjóri segir hvalveiðibannið risastórt mál í huga Sjálfstæðismanna og gerir fastlega ráð fyrir því að tillagan verði lögð fram ef athugun leiðir í ljós að stjórnsýslulög hafi verið brotin.

Innlent
Fréttamynd

Segist voða lítið í „ef“ spurningum

Sigurður Ingi Jóhanns­son, inn­viða­ráð­herra og for­maður Fram­sóknar­flokksins, segist ekki ætla að svara „ef“ spurningum um stuðning Fram­sóknar við Svan­dísi Svavars­dóttur, mat­væla­ráð­herra, komi til þess að van­trausti verði lýst yfir á hendur ráð­herranum og sú til­laga mögu­lega studd af Sjálf­stæðis­mönnum.

Innlent
Fréttamynd

Vand­ræða­legt fyrir Ís­land

Mér finnst það að við stundum hvalveiðar fyrst og fremst vandræðalegt fyrir Ísland. Að hugsa til þess að við erum þessi litla þjóð enn að stunda hvalveiðar með tveim öðrum þjóðum sem hafa gert það í þúsundir ára eins og Noregur og Japan.

Skoðun
Fréttamynd

Hval­veiðar, fyrir hvern?

Þegar eitthvað er svo hrópandi rangt fyrir framan mig, finn ég mig knúna til að setjast niður og skrifa nokkrar línur. Það svíður í hjartað hvað við erum komin langt af leið þegar kemur að siðferðilegu réttmæti í garð náttúrunnar.

Skoðun
Fréttamynd

DiCaprio hvetur Ís­land til að banna hval­veiðar al­farið

Bandaríski stórleikarinn Leonardo DiCaprio hvetur íslensk stjórnvöld til þess að banna hvalveiðar til frambúðar í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem fleiri en sextíu milljónir manna fylgja honum. Tímabundið bann við hvalveiðum rennur út á föstudag.

Erlent