Fegurðarsamkeppnir

Fréttamynd

Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðar­drottninguna

Finnsk fegurðardrottning, sem var svipt titlinum Ungfrú Finnland í gær vegna rasískrar hegðunar, hefur fengið stuðning frá tveimur finnskum stjórnmálamönnum úr hægriflokknum Sönnum Finnum. Annar birti mynd af sér að gera sig skáeygðan og hinn lýsti því yfir að honum þætti miskunnar- og húmorslaust að svipta hana titlinum.

Lífið
Fréttamynd

Var út­húðuð af skipu­leggjanda en sigraði í Ung­frú al­heimi

Hin mexíkóska Fátima Bosch Fernández, ungfrú Mexíkó, sigraði í nótt fegurðarkeppnina Ungfrú alheimur, Miss Universe 2025, sem fram fór í Taílandi. Í aðdraganda keppninnar vakti það sérstaklega athygli þegar taílenskur framkvæmdastjóri keppninnar úthúðaði Bosch Fernández og sigaði gæslunni á hana.

Lífið
Fréttamynd

Óhuggulegt fall fegurðar­drottningar

Ungfrú Jamaíka fékk harkalegan skell þegar hún datt af sviðinu í undankeppni Ungfrúar alheims í Taílandi í gær. Hún var borin á sjúkrabörum af vettvangi og flutt á sjúkrahús.

Lífið
Fréttamynd

Fyrsta Ung­frú Græn­land í rúm þrjá­tíu ár

Hin 21 árs gamla Vicky Rebella Riis var krýnd Ungfrú Grænland 2025 þann 14. september síðastliðinn í Sirkussalnum í Kaupmannahöfn. Þetta er í fyrsta skipti síðan árið 1992 sem fulltrúi Grænlands er krýndur í fegurðarsamkeppni á alþjóðavettvangi.

Lífið
Fréttamynd

Gagn­rýni á fegurðar­sam­keppnir sé ekki niður­læging í garð kvenna

Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, kynjafræðingur og trans aðgerðarsinni, svarar ósáttum föður fegurðardrottningar sem blöskraði gjörningur Kvenréttindafélagsins í Gleðigöngunni. Hún segir að ef skipuleggjendur göngunnar bæðust afsökunar hvert sinn sem eitthvað færi fyrir brjóstið á fólki þá myndu þeir varla gera mikið annað. Fegurðarsamkeppnir séu ekki hafðar yfir gagnrýni.

Innlent
Fréttamynd

Helena krýnd Ung­frú Ís­land

Helena Hafþórsdóttir O´Connor var í kvöld krýnd Ungfrú Ísland. Helena var Ungfrú Viðey og hlaut einnig titilinn Marc Inbane stúlkan og Mac stúlkan. Helena er tuttugu ára gömul og vinnur sem vaktstjóri á Te og kaffi auk þess að stunda sálfræði í háskóla. Helena mun keppa fyrir Íslands hönd í Miss Universe sem fram fer í Taílandi við lok árs. 

Lífið
Fréttamynd

Fimm konur í dóm­nefnd Ung­frú Ís­land

Þann 3. apríl næstkomandi keppast tuttugu stúlkur á aldrinum 18 til 36 ára um titilinn Ungfrú Ísland 2025. Keppnin fer fram í Gamla Bíói og er dómnefnd skipuð fimm konum með ólíkan bakgrunn.

Lífið