Evrópudeild UEFA Ten Hag eftir hörmulegan endi: „Ekki skemmtilegt kvöld“ Erik Ten Hag, þjálfari Manchester United, var eðlilega mjög ósáttur þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir að hans menn höfðu glutrað niður tveggja marka forystu gegn Sevilla í 8-liða úrslitum Evrópudeildar karla í knattspyrnu. Fótbolti 14.4.2023 07:01 Juventus marði Sporting | Jafnt í Þýskalandi Öllum leikjum kvöldsins í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar er nú lokið. Juventus vann 1-0 sigur á Sporting frá Portúgal á meðan Bayer Leverkusen og Royale Union SG gerðu 1-1 jafntefli í Þýskalandi. Fótbolti 13.4.2023 18:31 Man Utd missti báða miðverðina af velli og henti frá sér unnum leik Það má segja að Sevilla sé með tak á Manchester United en þrátt fyrir að lenda 0-2 undir á Old Trafford í kvöld tókst liðinu að jafna metin. Það er því allt jafnt fyrir síðari leik liðanna sem fram fer í Andalúsíu eftir viku. Það sem meira er, bæði Raphaël Varane og Lisandro Martínez fóru meiddir af velli. Sá síðari virtist alvarlega meiddur. Fótbolti 13.4.2023 18:31 Glæsimark Wieffer kom Feyenoord yfir í einvíginu Feyenoord vann 1-0 sigur á Roma í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í knattspyrnu. Rómverjar klúðruðu vítaspyrnu í leiknum. Fótbolti 13.4.2023 18:45 Segir Mourinho að troða bikarsafninu þar sem sólin skín ekki Það verður seint sagt að José Mourinho, knattspyrnustjóra Roma á Ítalíu, og Antonio Cassano, fyrrverandi leikmanni Roma sem og ítalska landsliðsins, sé vel til vina. Fótbolti 13.4.2023 12:31 Man. United mætir Sevilla í átta liða úrslitunum en Juve bíður Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United drógst á móti spænska félaginu Sevilla í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar en dregið var í dag. Fótbolti 17.3.2023 11:40 Kim Kardashian sá Arsenal tapa í gær Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian var í stúkunni á Emirates þegar Arsenal tapaði fyrir Sporting eftir vítaspyrnukeppni í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gær. Fótbolti 17.3.2023 08:01 Rashford skoraði og United fór örugglega áfram Marcus Rashford skoraði eina mark leiksins er Manchester United vann 1-0 útisigur gegn Real Betis í Evrópudeild UEFA í fótbolta í kvöld. Rauðu djöflarnir voru með öruggt forskot eftir fyrri leikinn og unnu einvígið samtals 5-1. Fótbolti 16.3.2023 17:16 Líkt og það séu álög á Klopp þegar mótherjinn kemur frá Spáni Jürgen Klopp, þjálfara Liverpool, hefur gengið bölvanlega að sigrast á spænskum liðum síðan hann tók við stjórnartaumunum í Bítlaborginni. Fótbolti 16.3.2023 08:30 Kennir boltanum um lélegar spyrnur De Geas Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að boltinn sem er notaður í Evrópudeildinni geti skýrt hversu illa markverðinum David De Gea gekk að sparka í leiknum gegn Real Betis á fimmtudaginn. Fótbolti 13.3.2023 07:30 Fjórir stuðningsmenn Betis handteknir eftir tapið á Old Trafford Alls mættu um 3600 manns frá Andalúsíu á Spáni til að fylgjast með Real Betis tapa sannfærandi 4-1 gegn Manchester United í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í gær, fimmtudag. Fjórir þeirra hafa nú verið handteknir. Fótbolti 10.3.2023 17:45 Ten Hag: Við getum endurstillt okkur og komið til baka Erik Ten Hag var mjög ánægður með frammistöðu Manchester United í sigri liðsins á Real Betis í gær. United er í góðri stöðu fyrir síðari leik liðanna í Evrópudeildinni í næstu viku. Fótbolti 10.3.2023 07:01 Naumur sigur Juve og öll einvígin galopin Angel Di Maria tryggði Juventus 1-0 sigur á Freiburg í Evrópudeildinni í kvöld. Spenna er í nær öllum einvígjum í Evrópu- og Sambandsdeildunum eftir leiki kvöldsins. Fótbolti 9.3.2023 22:15 United valtaði yfir Real Betis og svaraði fyrir risatapið Manchester United vann í kvöld 4-1 sigur á Real Betis í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. United er því í góðri stöðu fyrir síðari leik liðanna á Spáni í næstu viku. Fótbolti 9.3.2023 19:30 Góður sigur hjá Roma og markaveisla í Berlín Roma vann góðan 2-0 sigur á Real Sociedad í Evrópudeildinni í kvöld. West Ham náði í sigur til Kýpur í Sambandsdeildinni og það var boðið upp á markaveislu í leik Union Berlin og Saint-Gilloise. Fótbolti 9.3.2023 20:01 Allt galopið fyrir seinni leikinn í Lundúnum Arsenal og Sporting skildu jöfn þegar liðin mættust í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Einvígið er galopið fyrir seinni leikinn í Lundúnum. Fótbolti 9.3.2023 17:15 Pogba mætti of seint og er ekki í hóp í kvöld Paul Pogba verður ekki í leikmannahópi Juventus gegn Freiburg í Evrópudeildinni í kvöld. Pogba er nýkominn aftur eftir langvarandi meiðsli en var tekinn úr leikmannahópnum vegna agabrots. Fótbolti 9.3.2023 17:49 Dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir að ráðast á leikmann Tvítugur stuðningsmaður PSV Eindhoven hefur verið dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir að ráðast á Marko Dmitrovic, markvörð Sevilla, í Evrópuleik liðanna tveggja í febrúar. Fótbolti 9.3.2023 15:30 Lewandowski skammaði Ansu Fati inni í klefa eftir tapið á Old Trafford Manchester United sló Barcelona úr keppni í Evrópudeildinni eftir 2-1 sigur á Old Trafford á fimmtudagskvöldið. Eftir leikinn lenti liðsfélögunum Robert Lewandowski og Ansu Fati saman inni í klefa. Fótbolti 25.2.2023 12:00 Man. United mætir aftur spænsku liði í Evrópudeildinni Manchester United tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar með því að slá út Barcelona í gær og í dag kom í ljós hvaða lið stendur á milli lærisveina Erik ten Hag og átta liða úrslita keppninnar. Fótbolti 24.2.2023 11:25 Sagði að Fred hefði verið eins og moskítófluga í kringum De Jong Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, mærði markaskorara liðsins gegn Barcelona eftir leikinn í gær. Fótbolti 24.2.2023 09:30 Segir að Ten Hag sé eins og Ferguson upp á sitt besta Peter Schmeichel segir að Manchester United sé loksins búið að finna rétta eftirmann Sir Alex Ferguson, áratug eftir að Skotinn hætti sem knattspyrnustjóri liðsins. Fótbolti 24.2.2023 08:30 Stuðningsmaður PSV réðst á markvörð Sevilla Stuðningsmaður PSV Eindhoven réðst að markverði Sevilla, Marko Dmitrovic, í leik liðanna í umspili um sæti í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar í gær. Fótbolti 24.2.2023 08:01 „Trúin hjá leikmönnum og stuðningsfólki er alltaf til staðar“ Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United í kvöld, var eðlilega í sjöunda himni þegar hann ræddi við blaðamenn eftir frækinn 2-1 endurkomusigur Man United á Barcelona í síðari leik liðanna í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Fótbolti 23.2.2023 23:30 Ótrúlegt gengi Union Berlín heldur áfram sem og Evrópuævintýri Rómverja Sjö af átta viðureignum í umspilinu um sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar er nú lokið. Bayer Leverkusen hafði betur gegn Monaco, Union Berlín sló út Ajax og Roma lagði Red Bull Salzburg. Fótbolti 23.2.2023 22:32 Man United kom til baka og fór áfram Manchester United vann 2-1 sigur á Barcelona eftir að lenda undir snemma leiks í einvígi liðanna um sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Fyrri leik liðanna lauk með 2-2 jafntefli og því var allt galopið fyrir leik kvöldsins á Old Trafford. Fótbolti 23.2.2023 19:30 Þrenna Di María skaut Juventus áfram Juventus, Sevilla og Sporting eru komin áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar í fótbolta. Fótbolti 23.2.2023 19:47 Ten Hag ánægður með tíuna Weghorst Erik ten Hag var ánægður með hvernig Wout Weghorst spilaði í nýrri stöðu þegar Manchester United gerði 2-2 jafntefli við Barcelona í umspili um sæti í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar í gær. Fótbolti 17.2.2023 17:01 Xavi segir að Raphinha hafi ekki þurft að biðjast afsökunar Brasilíski knattspyrnumaðurinn Raphinha baðst í gær afsökunar á því hvernig hann brást við þegar hann var tekinn af velli í 2-2 jafntefli Barcelona og Manchester United í Evrópudeildinni. Fótbolti 17.2.2023 16:01 „Fannst þetta vera Meistaradeildarleikur og jafnvel meira“ Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, var ánægður með spilamennsku sinna manna er liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Barcelona í Evrópudeildinni í kvöld. Hann hefði þó þegið sigur, enda fannst honum sínir menn stjórna leiknum. Fótbolti 16.2.2023 23:01 « ‹ 3 4 5 6 7 8 9 10 11 … 78 ›
Ten Hag eftir hörmulegan endi: „Ekki skemmtilegt kvöld“ Erik Ten Hag, þjálfari Manchester United, var eðlilega mjög ósáttur þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir að hans menn höfðu glutrað niður tveggja marka forystu gegn Sevilla í 8-liða úrslitum Evrópudeildar karla í knattspyrnu. Fótbolti 14.4.2023 07:01
Juventus marði Sporting | Jafnt í Þýskalandi Öllum leikjum kvöldsins í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar er nú lokið. Juventus vann 1-0 sigur á Sporting frá Portúgal á meðan Bayer Leverkusen og Royale Union SG gerðu 1-1 jafntefli í Þýskalandi. Fótbolti 13.4.2023 18:31
Man Utd missti báða miðverðina af velli og henti frá sér unnum leik Það má segja að Sevilla sé með tak á Manchester United en þrátt fyrir að lenda 0-2 undir á Old Trafford í kvöld tókst liðinu að jafna metin. Það er því allt jafnt fyrir síðari leik liðanna sem fram fer í Andalúsíu eftir viku. Það sem meira er, bæði Raphaël Varane og Lisandro Martínez fóru meiddir af velli. Sá síðari virtist alvarlega meiddur. Fótbolti 13.4.2023 18:31
Glæsimark Wieffer kom Feyenoord yfir í einvíginu Feyenoord vann 1-0 sigur á Roma í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í knattspyrnu. Rómverjar klúðruðu vítaspyrnu í leiknum. Fótbolti 13.4.2023 18:45
Segir Mourinho að troða bikarsafninu þar sem sólin skín ekki Það verður seint sagt að José Mourinho, knattspyrnustjóra Roma á Ítalíu, og Antonio Cassano, fyrrverandi leikmanni Roma sem og ítalska landsliðsins, sé vel til vina. Fótbolti 13.4.2023 12:31
Man. United mætir Sevilla í átta liða úrslitunum en Juve bíður Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United drógst á móti spænska félaginu Sevilla í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar en dregið var í dag. Fótbolti 17.3.2023 11:40
Kim Kardashian sá Arsenal tapa í gær Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian var í stúkunni á Emirates þegar Arsenal tapaði fyrir Sporting eftir vítaspyrnukeppni í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gær. Fótbolti 17.3.2023 08:01
Rashford skoraði og United fór örugglega áfram Marcus Rashford skoraði eina mark leiksins er Manchester United vann 1-0 útisigur gegn Real Betis í Evrópudeild UEFA í fótbolta í kvöld. Rauðu djöflarnir voru með öruggt forskot eftir fyrri leikinn og unnu einvígið samtals 5-1. Fótbolti 16.3.2023 17:16
Líkt og það séu álög á Klopp þegar mótherjinn kemur frá Spáni Jürgen Klopp, þjálfara Liverpool, hefur gengið bölvanlega að sigrast á spænskum liðum síðan hann tók við stjórnartaumunum í Bítlaborginni. Fótbolti 16.3.2023 08:30
Kennir boltanum um lélegar spyrnur De Geas Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að boltinn sem er notaður í Evrópudeildinni geti skýrt hversu illa markverðinum David De Gea gekk að sparka í leiknum gegn Real Betis á fimmtudaginn. Fótbolti 13.3.2023 07:30
Fjórir stuðningsmenn Betis handteknir eftir tapið á Old Trafford Alls mættu um 3600 manns frá Andalúsíu á Spáni til að fylgjast með Real Betis tapa sannfærandi 4-1 gegn Manchester United í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í gær, fimmtudag. Fjórir þeirra hafa nú verið handteknir. Fótbolti 10.3.2023 17:45
Ten Hag: Við getum endurstillt okkur og komið til baka Erik Ten Hag var mjög ánægður með frammistöðu Manchester United í sigri liðsins á Real Betis í gær. United er í góðri stöðu fyrir síðari leik liðanna í Evrópudeildinni í næstu viku. Fótbolti 10.3.2023 07:01
Naumur sigur Juve og öll einvígin galopin Angel Di Maria tryggði Juventus 1-0 sigur á Freiburg í Evrópudeildinni í kvöld. Spenna er í nær öllum einvígjum í Evrópu- og Sambandsdeildunum eftir leiki kvöldsins. Fótbolti 9.3.2023 22:15
United valtaði yfir Real Betis og svaraði fyrir risatapið Manchester United vann í kvöld 4-1 sigur á Real Betis í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. United er því í góðri stöðu fyrir síðari leik liðanna á Spáni í næstu viku. Fótbolti 9.3.2023 19:30
Góður sigur hjá Roma og markaveisla í Berlín Roma vann góðan 2-0 sigur á Real Sociedad í Evrópudeildinni í kvöld. West Ham náði í sigur til Kýpur í Sambandsdeildinni og það var boðið upp á markaveislu í leik Union Berlin og Saint-Gilloise. Fótbolti 9.3.2023 20:01
Allt galopið fyrir seinni leikinn í Lundúnum Arsenal og Sporting skildu jöfn þegar liðin mættust í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Einvígið er galopið fyrir seinni leikinn í Lundúnum. Fótbolti 9.3.2023 17:15
Pogba mætti of seint og er ekki í hóp í kvöld Paul Pogba verður ekki í leikmannahópi Juventus gegn Freiburg í Evrópudeildinni í kvöld. Pogba er nýkominn aftur eftir langvarandi meiðsli en var tekinn úr leikmannahópnum vegna agabrots. Fótbolti 9.3.2023 17:49
Dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir að ráðast á leikmann Tvítugur stuðningsmaður PSV Eindhoven hefur verið dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir að ráðast á Marko Dmitrovic, markvörð Sevilla, í Evrópuleik liðanna tveggja í febrúar. Fótbolti 9.3.2023 15:30
Lewandowski skammaði Ansu Fati inni í klefa eftir tapið á Old Trafford Manchester United sló Barcelona úr keppni í Evrópudeildinni eftir 2-1 sigur á Old Trafford á fimmtudagskvöldið. Eftir leikinn lenti liðsfélögunum Robert Lewandowski og Ansu Fati saman inni í klefa. Fótbolti 25.2.2023 12:00
Man. United mætir aftur spænsku liði í Evrópudeildinni Manchester United tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar með því að slá út Barcelona í gær og í dag kom í ljós hvaða lið stendur á milli lærisveina Erik ten Hag og átta liða úrslita keppninnar. Fótbolti 24.2.2023 11:25
Sagði að Fred hefði verið eins og moskítófluga í kringum De Jong Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, mærði markaskorara liðsins gegn Barcelona eftir leikinn í gær. Fótbolti 24.2.2023 09:30
Segir að Ten Hag sé eins og Ferguson upp á sitt besta Peter Schmeichel segir að Manchester United sé loksins búið að finna rétta eftirmann Sir Alex Ferguson, áratug eftir að Skotinn hætti sem knattspyrnustjóri liðsins. Fótbolti 24.2.2023 08:30
Stuðningsmaður PSV réðst á markvörð Sevilla Stuðningsmaður PSV Eindhoven réðst að markverði Sevilla, Marko Dmitrovic, í leik liðanna í umspili um sæti í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar í gær. Fótbolti 24.2.2023 08:01
„Trúin hjá leikmönnum og stuðningsfólki er alltaf til staðar“ Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United í kvöld, var eðlilega í sjöunda himni þegar hann ræddi við blaðamenn eftir frækinn 2-1 endurkomusigur Man United á Barcelona í síðari leik liðanna í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Fótbolti 23.2.2023 23:30
Ótrúlegt gengi Union Berlín heldur áfram sem og Evrópuævintýri Rómverja Sjö af átta viðureignum í umspilinu um sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar er nú lokið. Bayer Leverkusen hafði betur gegn Monaco, Union Berlín sló út Ajax og Roma lagði Red Bull Salzburg. Fótbolti 23.2.2023 22:32
Man United kom til baka og fór áfram Manchester United vann 2-1 sigur á Barcelona eftir að lenda undir snemma leiks í einvígi liðanna um sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Fyrri leik liðanna lauk með 2-2 jafntefli og því var allt galopið fyrir leik kvöldsins á Old Trafford. Fótbolti 23.2.2023 19:30
Þrenna Di María skaut Juventus áfram Juventus, Sevilla og Sporting eru komin áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar í fótbolta. Fótbolti 23.2.2023 19:47
Ten Hag ánægður með tíuna Weghorst Erik ten Hag var ánægður með hvernig Wout Weghorst spilaði í nýrri stöðu þegar Manchester United gerði 2-2 jafntefli við Barcelona í umspili um sæti í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar í gær. Fótbolti 17.2.2023 17:01
Xavi segir að Raphinha hafi ekki þurft að biðjast afsökunar Brasilíski knattspyrnumaðurinn Raphinha baðst í gær afsökunar á því hvernig hann brást við þegar hann var tekinn af velli í 2-2 jafntefli Barcelona og Manchester United í Evrópudeildinni. Fótbolti 17.2.2023 16:01
„Fannst þetta vera Meistaradeildarleikur og jafnvel meira“ Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, var ánægður með spilamennsku sinna manna er liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Barcelona í Evrópudeildinni í kvöld. Hann hefði þó þegið sigur, enda fannst honum sínir menn stjórna leiknum. Fótbolti 16.2.2023 23:01